Morgunblaðið - 06.01.2007, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 11
FRÉTTIR
Útsala
Útsala
Laugavegi 53, sími 551 4884
Á JÓLAFUNDI Kiwanisklúbbsins
Heklu afhentu klúbburinn og
styrktarsjóður íslenska Kiwanis-
umdæmisins forsvarsmönnum
SPES á Íslandi eina milljón króna.
Hekla og styrktarsjóðurinn gáfu
hálfa milljón króna hvort um sig.
Styrkurinn er veittur til aðstoðar
uppbyggingarstarfi samtakanna í
Tógó í Vestur-Afríku en þar eru
SPES-samtökin að reisa barnaþorp
fyrir foreldralaus börn. Tógó er
eitt af fátækustu ríkjum veraldar
og munaðarlausra barna bíða þar
oft ömurleg örlög. Ríflega 60 börn
eru komin í umsjá samtakanna, en í
barnaþorpinu verða alls um 130
börn.
Kjörorð Kiwanishreyfingarinnar
er „börnin fyrst og fremst“ og við
afhendingu styrksins sögðu því for-
svarsmenn Kiwanis fara vel á því
að styrkja fátæk börn í snauðasta
ríki veraldar.
Styrkur Frá styrkveitingunni á jólafundi Kiwanisklúbbsins Heklu. Frá vinstri: Axel Bender, forseti Heklu, Andrés
K. Hjaltason, umdæmisstjóri Íslands og Færeyja, Njörður P. Njarðvík, forseti SPES International, Össur Skarp-
héðinsson, alþingismaður og formaður Íslandsdeildar SPES, og Sigurður R. Pétursson, formaður styrktarsjóðs
Kiwanisumdæmisins.
SPES fær milljón
króna styrk frá Kiwanis
TALSVERÐAR umræður spruttu
nú um áramótin um áhrif mikils svif-
ryks frá flugeldum á fólk með astma
og ofnæmi sem olli því öndunarerfið-
leikum. Sjónvarpið sýnir nk. sunnu-
dag nýja fræðslumynd um astma og
ofnæmi en í tilkynningu frá Astma-
og ofnæmisfélaginu segir svo:
„Sunnudaginn 7. janúar kl. 15.20
sýnir Sjónvarpið fræðslumynd um
astma og ofnæmi. Mynd þessi er
framleidd af Astma- og ofnæmis-
félaginu en mikill skortur hefur verið
á myndrænu fræðsluefni um astma
og ofnæmi hér á landi.
Í myndinni er fjallað um eðli og
einkenni astma og ofnæmis og
hvernig helst er hægt að draga úr
áhrifum þessara sjúkdóma.
Sem kunnugt er, þjáist fjöldi Ís-
lendinga af þessum sjúkdómum.
Flestir þekkja einhvern í fjölskyldu
sinni eða vinahópi sem þjáist af
fæðu-, dýra- eða gróðurofnæmi, ell-
egar astma. Í myndinni svara lækn-
arnir Davíð Gíslason og Gunnar Jón-
asson nokkrum áleitnum spurn-
ingum um þessa sjúkdóma.
Á undanförnum árum hafa full-
komnari lyf komið á markað og ýmis
önnur meðferðarúrræði. Astma- og
ofnæmissjúklingar geta því lifað
nokkuð góðu lífi frá því sem áður var,
fylgi þeir leiðbeiningum lækna.“
Fróðleikur um astma
og ofnæmi í RÚV
ENGAN sakaði þegar tveir bílar
rákust saman skammt fyrir ofan
Hveradalabrekku á Hellisheiði
laust eftir klukkan 18 í gærdag.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Selfossi var áreksturinn
nokkuð harður og höfnuðu bílarnir
báðir utan vegar. Þurfti að draga
þá af vettvangi. Bílarnir komu hvor
úr sinni áttinni og eru tildrög slyss-
ins rakin til hálku sem var á veg-
inum.
Harður
árekstur á
Hellisheiði