Morgunblaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 11 FRÉTTIR Útsala Útsala Laugavegi 53, sími 551 4884 Á JÓLAFUNDI Kiwanisklúbbsins Heklu afhentu klúbburinn og styrktarsjóður íslenska Kiwanis- umdæmisins forsvarsmönnum SPES á Íslandi eina milljón króna. Hekla og styrktarsjóðurinn gáfu hálfa milljón króna hvort um sig. Styrkurinn er veittur til aðstoðar uppbyggingarstarfi samtakanna í Tógó í Vestur-Afríku en þar eru SPES-samtökin að reisa barnaþorp fyrir foreldralaus börn. Tógó er eitt af fátækustu ríkjum veraldar og munaðarlausra barna bíða þar oft ömurleg örlög. Ríflega 60 börn eru komin í umsjá samtakanna, en í barnaþorpinu verða alls um 130 börn. Kjörorð Kiwanishreyfingarinnar er „börnin fyrst og fremst“ og við afhendingu styrksins sögðu því for- svarsmenn Kiwanis fara vel á því að styrkja fátæk börn í snauðasta ríki veraldar. Styrkur Frá styrkveitingunni á jólafundi Kiwanisklúbbsins Heklu. Frá vinstri: Axel Bender, forseti Heklu, Andrés K. Hjaltason, umdæmisstjóri Íslands og Færeyja, Njörður P. Njarðvík, forseti SPES International, Össur Skarp- héðinsson, alþingismaður og formaður Íslandsdeildar SPES, og Sigurður R. Pétursson, formaður styrktarsjóðs Kiwanisumdæmisins. SPES fær milljón króna styrk frá Kiwanis TALSVERÐAR umræður spruttu nú um áramótin um áhrif mikils svif- ryks frá flugeldum á fólk með astma og ofnæmi sem olli því öndunarerfið- leikum. Sjónvarpið sýnir nk. sunnu- dag nýja fræðslumynd um astma og ofnæmi en í tilkynningu frá Astma- og ofnæmisfélaginu segir svo: „Sunnudaginn 7. janúar kl. 15.20 sýnir Sjónvarpið fræðslumynd um astma og ofnæmi. Mynd þessi er framleidd af Astma- og ofnæmis- félaginu en mikill skortur hefur verið á myndrænu fræðsluefni um astma og ofnæmi hér á landi. Í myndinni er fjallað um eðli og einkenni astma og ofnæmis og hvernig helst er hægt að draga úr áhrifum þessara sjúkdóma. Sem kunnugt er, þjáist fjöldi Ís- lendinga af þessum sjúkdómum. Flestir þekkja einhvern í fjölskyldu sinni eða vinahópi sem þjáist af fæðu-, dýra- eða gróðurofnæmi, ell- egar astma. Í myndinni svara lækn- arnir Davíð Gíslason og Gunnar Jón- asson nokkrum áleitnum spurn- ingum um þessa sjúkdóma. Á undanförnum árum hafa full- komnari lyf komið á markað og ýmis önnur meðferðarúrræði. Astma- og ofnæmissjúklingar geta því lifað nokkuð góðu lífi frá því sem áður var, fylgi þeir leiðbeiningum lækna.“ Fróðleikur um astma og ofnæmi í RÚV ENGAN sakaði þegar tveir bílar rákust saman skammt fyrir ofan Hveradalabrekku á Hellisheiði laust eftir klukkan 18 í gærdag. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Selfossi var áreksturinn nokkuð harður og höfnuðu bílarnir báðir utan vegar. Þurfti að draga þá af vettvangi. Bílarnir komu hvor úr sinni áttinni og eru tildrög slyss- ins rakin til hálku sem var á veg- inum. Harður árekstur á Hellisheiði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.