Morgunblaðið - 06.01.2007, Side 14

Morgunblaðið - 06.01.2007, Side 14
14 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SVO virðist sem tilefnislausum og hrottalegum árásum á götum úti sé að fjölga að mati Sveins Allans Morthens, uppeldisfræðings og for- stöðumanns Háholts í Skagafirði. Hann hefur annast ofbeldisfulla unglinga frá því snemma á 8. ára- tug síðustu aldar og segir nokkrar mismunandi ástæður fyrir því hvernig mál hafa þróast undanfarna áratugi. „Auðvitað var slegist árið 1972 en það var tiltölulega óþekkt að menn réðust á ókunnuga til þess að ganga í skrokk á þeim,“ segir hann. „Mað- ur man eftir atvikum þar sem of- beldi fór úr böndunum svo af hlaust manndráp en það var mjög sjald- gæft. Það virtust gilda ákveðnar óskrifaðar reglur í slagsmálum um að hætta þegar andstæðingurinn var kominn í gólfið. Þessar reglur eru ekki fyrir hendi lengur.“ En hvað gerðist? Sveinn Allan bendir á sívaxandi firringu upp úr 1990 en fram að þeim tíma hafi Ís- lendingar deilt sameiginlegum og um margt einfaldari heimi en nú. „Í dag er samfélagsgerðin öll breytt og sá hópur sem lendir í því að beita ofbeldi er alinn upp í ein- hverri ótrúlegri firringu, þ.e. að það hafi jafnvel enga merkingu að menn gangi í skrokk á hver öðrum. Við getum velt fyrir okkur hlutum á borð við opinberar aftökur í sjón- varpi sem náðu hámarki síðasta ár.“ Sveinn Allan segir unglinga skynja ofbeldi sem eina gerð sam- skiptamáta „og þeir segja að stund- um sé nóg að einhver horfi á þá með ákveðnum hætti til að verð- skulda barsmíðar“, segir hann. „Þeim líkar ekki útlit viðkomandi eða augnaráð og það sé næg ástæða til að berja hann. Ef við bætum við neyslu örvandi fíkniefna er hinn ótrúlegasti tryllingur leystur úr læðingi sem gerir það að verkum að unglingarnir verða enn hömlulaus- ari. Þeir virðast ekki skynja að þeir geti orðið mannsbani og þeir ganga ofboðslega langt. Þegar gengið er á krakkana með hegðun sína eiga þeir afar erfitt með að skýra hana út. Svo virðist sem ofbeldið sé utan við tilfinningaveröld þeirra. Hér sé um að ræða atferli sem þeim finnst allt í lagi.“ Sveinn Allan minnist Hallæris- plansins í kringum 1982 þegar sleg- ist var að viðstöddum unglings- áhorfendum. Einn tiltekinn piltur fékk þá orð á sig fyrir að ganga óvenju langt í barsmíðum og mis- þyrma andstæðingum sínum meira en þá þekktist. „Ég man að meðal unglingahópsins skapaðist skrýtið ástand. Krakkarnir urðu hræddir og töluðu um að þetta væri of mikið. Samskonar átök í dag myndu varla vekja athygli. Ég tengi það fyrst og fremst því að samfélagið allt hefur breyst gífur- lega. Krakkar verða fyrir þannig áreiti að þeir tapa tengslum við raunveruleikann og einbeita sér að því að verða flinkir í einhverri und- irheimaveröld. Tími fjölskyldunnar til að sinna sjálfri sér er enginn, ýmist vegna brauðstrits eða hlutabréfagæslu.“ Hinn ótrúlegasti tryllingur brýst út Morgunblaðið/Eggert Firring Áreiti, tilfinningadoði, fíkniefnaneysla og skert skynjun á afleiðingum misþyrminga eiga sinn þátt í því hvernig götuofbeldi hefur þróast. Sveinn Allan Morthens segir fjölskylduna nú ekki hafa tíma fyrir sjálfa sig. Ofbeldisfullir unglingar vitna um að þeir berji ókunnugt fólk ef þeim lík- ar ekki útlit þess. Einnig sé augnatillit næg ástæða fyrir árás. Firring sam- félagsins, segir Sveinn Allan Morthens. Tilefnislausum og hrottalegum misþyrmingum á ókunnugu fólki á götum úti virðist vera að fjölga GARÐASTRÆTISMÁLIÐ er að fullu upplýst hjá LRH og er yfirheyrslum yfir öllum málsaðilum lokið. Játn- ingar liggja fyrir og líklegt er að sakamálið fari í ákærumeðferð og saksókn hjá ákærudeild lögreglu- stjóra höfuðborgarsvæðisins. Yfirstjórn LRH segir engan grun uppi í málinu um að árásarpiltarnir þrír hafi verið á örvandi fíkniefnum. Árásarpiltarnir þrír eru á menntaskólaaldri. Að sögn Vilmundar Sveinssonar sem situr í stjórn hagsmuna- ráðs framhaldsskólanna er mörgum jafnöldrum hans mjög brugðið vegna árásar þessara ókunnugu pilta. „Það er alveg á hreinu að við erum jafnsjokkeruð og aðrir yfir þessu,“ segir hann. „Það liggur eitthvað að baki þessu og öllum má ljóst vera að enginn heilbrigður einstaklingur gerir svona lagað. Ég held að svona ung- lingar fái ekki þann stuðning sem þeir þurfa,“ bendir hann á. „Ofbeldisvæðingin sem kemur í gegnum netið er orð- in augljós og á sér svipaðar rætur og klámvæðingin. Það má t.d. benda á að það er ekki í sjónvarpi sem af- taka Saddams Husseins er sýnd heldur á netinu. Alls staðar á netinu er vísað á myndskeið með mjög grófu ofbeldi og ég held að þetta ýti undir ákveðið hömlu- leysi,“ segir hann. „Ofbeldisvæðingin er orðin augljós“ Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is STRÁKAR eru að reyna að verja „heiður“ sinn þegar þeir taka til við að slást og beita ofbeldi, jafnvel gegn varnarlausu fólki sem þeir telja að hafi móðgað sig, öðru nafni „berja einhvern fyrir að dissa sig“. Einhver víma eða æði, sem líkja má við fíkn, ofbeldisfíkn, heltekur strákana á augabragði og tilfinn- ingaofsi tekur af þeim völdin. Götu- ofbeldi af þessum toga á ef til vill lítið skylt við yfirvegaðra og skipu- lagðara ofbeldi hjá t.d. handrukk- urum sem ákveða fyrirfram hvert fórnarlambið eigi að vera og hvenær eigi að misþyrma því. Eftirsjá slíkra kaldrifjaðra ofbeldismanna er minni en hjá strákum sem beita ofbeldi á götunni og fá oft mikið samviskubit eftir á. Þetta segir dr. Páll Biering sem árið 2001 skrifaði doktorsritgerð í geðhjúkrunarfræði um unglingaof- beldi við Texas-háskóla í Austin. Þar rannsakaði hann ellefu unglinga sem á þeim tíma voru á meðferð- arheimilinu Háholti í Skagafirði vegna ofbeldis og birti Páll niður- stöður sínar í ritgerðinni. Þar at- hugaði hann skýringar unglinganna sjálfra á ofbeldishegðuninni. Páll segir að sjónvarpsgláp og tölvuleikjanotkun þar sem ofbeldi er í forgrunni geri fólk ekki að ofbeld- ismönnum, en á hinn bóginn geti þó þeir sem sé hætt við að beita ofbeldi lært ýmsar aðferðir þar sem þeir síðan beita á götunni, t.d. hnífanotk- un og hin stóralvarlegu höfuðspörk í varnar- og meðvitundarlaust fólk. „Strákarnir gera sér ekki grein fyrir varanlegum afleiðingum gerða sinna,“ bendir Páll á. „Þeir læra þessar aðferðir sínar í kvikmyndum og tölvuleikjum og öðru slíku. Þeir missa síðan stjórn á sér. Ég hef rætt við unglinga sem hafa lent í vandræðum vegna of- beldishegðunar og þeir lýsa þessu sem fíkn, ákveðinni spennu sem þeir sækja í, og fá síðan oft móral á eft- ir.“ Varðandi þá árás sem varð á ný- ársnótt við Garðastræti segir Páll að slíkar aðfarir beri vott um algert dómgreindarleysi en hann ætlar árásarpiltunum ekki þann ásetning að hafa viljað verða fórnarlömbun- um beinlínis að bana. Páll komst að því að nokkuð mis- jafnt var milli ofbeldisfullra stráka og stelpna hvernig kynin skýrðu hegðun sína. „Strákar lýstu hegðun sinni annars vegar sem fíknihegðun, þ.e. að þeir sæktu í að komast í bæ- inn til að komast í ofbeldisástandið,“ segir hann. „Sumir unglinganna, einkum stelpurnar, skýrðu hegðun sína á þann veg að þær væru í raun fórnarlömbin með því að þær væru haldnar innibyrgðri reiði, vegna ein- eltis, kynferðismisnotkunar og slíks og væru að fá útrás með ofbeld- isbeitingu. Strákarnir gáfu þær skýringar að þeim þætti ýmist gam- an að slást eða væru að verja hags- muni sína ef einhver móðgaði þá. Til eru kaldrifjaðir einstaklingar sem hafa litla sem enga siðferðis- kennd og iðrast einskis þótt þeir hafi farið illa með einhvern, en flest- ir krakkar sjá eftir ofbeldinu og skammast sín. Kaldrifjaðir einstak- lingar, t.d. handrukkarar, missa ekki skyndilega stjórn á sér og eru miklu skipulagðari í sínu ofbeldi. Þeir hafa einhvern beinan ávinning af ofbeldinu og eru því nokkuð frá- brugðnir hinum sem komast í til- finningalegt uppnám. Áfengi og vímuefnanotkun var tengt ofbeldinu hjá þeim sem Páll rannsakaði og yfirleitt var að ræða götuofbeldi. Mikil opinber umræða um slíkar gerðir ofbeldis í kringum 1990 varð þess m.a. valdandi að Páll ákvað að rannsaka málið nánar. Hann ræddi m.a. við unglinga sem höfðu tekið þátt í misþyrm- ingum þar sem margir réðust gegn einu fórnarlambi en hvað lá þar að baki? „Þau sáu eftir þessu og þeim fannst svona aðfarir ekkert til að státa sig af,“ segir Páll. „En stund- um fannst þeim fórnarlambið verð- skulda refsingu fyrir móðganir eða eitthvað sem fórnarlambið hafði gert á hlut vinar. Það þótti samt meira „töff“ að slást maður á mann.“ Tölvuleikirnir sem sökudólgur? Spurður um aðferðir við ofbeldið, höfuðspörk, hnífabeiting og slíkt, segir Páll fræðimenn sammála um að ofbeldishegðunin sjálf sé bundin við einstaklingana sjálfa og fjöl- miðlar, ofbeldisfullar bíómyndir og tölvuleikir virðast ekki hafa áhrif á það hvort fólk fremji ofbeldisverk. „Ofbeldismyndir og grófir tölvuleik- ir gera unglinga í sjálfu sér ekki of- beldisfulla. En þetta hefur áhrif á það hvaða aðferðum er beitt ef við- komandi er á annað borð í áhættu.“ Sú grimmdarlega aðferð að sparka í höfuð liggjandi manns seg- ir Páll að hafi farið að verða áber- andi í upphafi 9. áratugarins. Þetta sé þó ekki einhlítt því gamlir sjóar- ar hafi greint frá alveg jafnmis- kunnarlausu ofbeldi í gamla daga á böllum þegar hópur hafi ráðist á einn og barið hann illa á svipaðan hátt og þegar verst gegnir í dag. „En sumir vilja rekja þessar hrotta- fengnu aðferðir sem krakkar beita í dag til tölvuleikjanna og halda því fram að slagsmál hér áður fyrr hafi verið „drengilegri“. Missa stjórn á sér en iðrast samt eftir á Ungir piltar sem fremja tilefnislausar árásir á götum úti að svala óviðráðanlegri fíkn sinni í ofbeldi Í HNOTSKURN » Strákar lýsa hegðun sinnisem fíknihegðun, þ.e. að þeir sækja í að komast í bæinn til að komast í ofbeldis- ástandið. » Stelpur hafa skýrt hegðunsína á þann veg að þær væru í raun fórnarlömbin og þyrftu að fá útrás með ofbeld- inu. » Sjónvarp og tölvuleikirgera unglinga ekki ofbeld- isfulla en geta haft áhrif á hvaða aðferðum er beitt. Hnífaburður og höfuðspörk í liggjandi fólk eru þar á meðal.Morgunblaðið/Árni Sæberg Ofbeldi Hið miskunnarlausa götuofbeldi þegar sparkað er í varnarlausan mann varð áberandi í kringum 1980 en samt ekki óþekkt fram að því.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.