Morgunblaðið - 06.01.2007, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 15
Morgunblaðið/Golli
Jólin kvödd Fallegt fólk og furðuverur kveðja jólin á þrettándabrennum víða um land í kvöld. Myndin er tekin á Ásvöllum í Hafnarfirði.
FULLTRÚAR foreldra frá grunn-
skólunum í Vesturbæ, Grandaskóla,
Landakotsskóla, Melaskóla og
Vesturbæjarskóla, og Þjónustu-
miðstöðin Vesturgarður efna til
þrettándagleði í Vesturbænum í
dag, laugardag 6. janúar, kl. 16–18.
Markmið nefndarinnar er að hátíð-
in verði eftirminnileg og góð sam-
verustund fjölskyldna.
Hátíðin hefst við Melaskóla á
ávarpi formanns Hverfaráðs Vest-
urbæjar. Skólarnir flytja síðan
skólasöngva sína og kór Neskirkju
leiðir fjöldasöng. Heyrst hefur að
hin umdeildu hjón Grýla og Leppa-
lúði muni heiðra samkomuna með
nærveru sinni. Þá verður gengið
fylktu liði með trymbla og fánabera
fremsta í flokki niður að Ægisíðu
þar sem þrettándabrennan verður.
Samvinna skóla
í Vesturbænum
HINN árlegi þrettándafagnaður á
vegum foreldrafélags Grunnskóla
Seltjarnarness og Seltjarnarnes-
bæjar verður með hefðbundnum
hætti í dag og hefst kl. 17.
Safnast verður saman við aðal-
anddyri Mýrarhúsaskóla. Þar mun
Skólalúðrasveit Seltjarnarness
leika nokkur lög undir stjórn Kára
H. Einarssonar. Álfakóngur og
álfadrottning leiða gönguna að
brennunni á Valhúsahæð. For-
söngvari við brennuna verður Val-
geir Guðjónsson „Stuðmaður“.
Bjarki Harðarson leikur undir á
harmonikku.
Jólin kvödd á
Valhúsahæð
FÉLAG ábyrgra feðra og Félag ein-
stæðra foreldra halda í dag, laug-
ardag 6. janúar, litlu jólin á leikskól-
anum Álfkonuhvarfi 17 í Kópavogi.
Þetta er í fyrsta sinn sem félögin
standa sameiginlega fyrir slíku.
Foreldrar, sérstaklega feður og
einstæðir foreldrar, eru hvattir til
að mæta með börnin sín og eiga
notalega stund saman, segir í frétta-
tilkynningu. Á boðstólum verða veit-
ingar og jólasveinninn mætir á
svæðið. Dagskráin stendur kl. 14–
16. Frítt inn.
Litlu jólin hjá
ábyrgum feðrum
og einstæðum
foreldrum
SÍÐUSTU ár hafa um fimm þúsund
manns tekið þátt í þrettándagleði í
Grafarvogi sem stofnanir og fé-
lagasamtök í hverfinu standa að.
Þrettándagleðin fer fram í dag,
laugardaginn 6. janúar, og hefst
með sölu á blysum við gamla Gufu-
nesbæinn (ÍTR) kl. 17. Blysför með
álfadrottningu og álfakóng í broddi
fylkingar hefst kl. 17.15.
Gengið verður að brennusvæðinu
ofan við Gufunesbæinn. Kveikt
verður í brennunni á Gufunessvæð-
inu kl. 17.30. Flugeldasýning verð-
ur í boði fyrirtækja í Spönginni kl.
18.30. Samkomuslit eru kl. 19.
Þrettándagleði
í Grafarvogi
ÞRETTÁNDAVARÐELDUR
Skátafélagsins Vífils verður við
skátaskálann Vífilsbúð í Heiðmörk-
inni í dag, 6. janúar, og kveikt verð-
ur í honum kl. 18.
Skátar úr Vífli sjá um undirspil
og stýra fjöldasöng og bjóða upp á
kakó og kex að lokinni flugeldasýn-
ingu, sem verður í umsjá Hjálp-
arsveitar skáta í Garðabæ.
Í fréttatilkynningu hvetur Vífill
Garðbæinga og alla skáta til að
koma í Heiðmörkina.
Varðeldur
við Vífilsbúð