Morgunblaðið - 06.01.2007, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 06.01.2007, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 15 Morgunblaðið/Golli Jólin kvödd Fallegt fólk og furðuverur kveðja jólin á þrettándabrennum víða um land í kvöld. Myndin er tekin á Ásvöllum í Hafnarfirði. FULLTRÚAR foreldra frá grunn- skólunum í Vesturbæ, Grandaskóla, Landakotsskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla, og Þjónustu- miðstöðin Vesturgarður efna til þrettándagleði í Vesturbænum í dag, laugardag 6. janúar, kl. 16–18. Markmið nefndarinnar er að hátíð- in verði eftirminnileg og góð sam- verustund fjölskyldna. Hátíðin hefst við Melaskóla á ávarpi formanns Hverfaráðs Vest- urbæjar. Skólarnir flytja síðan skólasöngva sína og kór Neskirkju leiðir fjöldasöng. Heyrst hefur að hin umdeildu hjón Grýla og Leppa- lúði muni heiðra samkomuna með nærveru sinni. Þá verður gengið fylktu liði með trymbla og fánabera fremsta í flokki niður að Ægisíðu þar sem þrettándabrennan verður. Samvinna skóla í Vesturbænum HINN árlegi þrettándafagnaður á vegum foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness og Seltjarnarnes- bæjar verður með hefðbundnum hætti í dag og hefst kl. 17. Safnast verður saman við aðal- anddyri Mýrarhúsaskóla. Þar mun Skólalúðrasveit Seltjarnarness leika nokkur lög undir stjórn Kára H. Einarssonar. Álfakóngur og álfadrottning leiða gönguna að brennunni á Valhúsahæð. For- söngvari við brennuna verður Val- geir Guðjónsson „Stuðmaður“. Bjarki Harðarson leikur undir á harmonikku. Jólin kvödd á Valhúsahæð FÉLAG ábyrgra feðra og Félag ein- stæðra foreldra halda í dag, laug- ardag 6. janúar, litlu jólin á leikskól- anum Álfkonuhvarfi 17 í Kópavogi. Þetta er í fyrsta sinn sem félögin standa sameiginlega fyrir slíku. Foreldrar, sérstaklega feður og einstæðir foreldrar, eru hvattir til að mæta með börnin sín og eiga notalega stund saman, segir í frétta- tilkynningu. Á boðstólum verða veit- ingar og jólasveinninn mætir á svæðið. Dagskráin stendur kl. 14– 16. Frítt inn. Litlu jólin hjá ábyrgum feðrum og einstæðum foreldrum SÍÐUSTU ár hafa um fimm þúsund manns tekið þátt í þrettándagleði í Grafarvogi sem stofnanir og fé- lagasamtök í hverfinu standa að. Þrettándagleðin fer fram í dag, laugardaginn 6. janúar, og hefst með sölu á blysum við gamla Gufu- nesbæinn (ÍTR) kl. 17. Blysför með álfadrottningu og álfakóng í broddi fylkingar hefst kl. 17.15. Gengið verður að brennusvæðinu ofan við Gufunesbæinn. Kveikt verður í brennunni á Gufunessvæð- inu kl. 17.30. Flugeldasýning verð- ur í boði fyrirtækja í Spönginni kl. 18.30. Samkomuslit eru kl. 19. Þrettándagleði í Grafarvogi ÞRETTÁNDAVARÐELDUR Skátafélagsins Vífils verður við skátaskálann Vífilsbúð í Heiðmörk- inni í dag, 6. janúar, og kveikt verð- ur í honum kl. 18. Skátar úr Vífli sjá um undirspil og stýra fjöldasöng og bjóða upp á kakó og kex að lokinni flugeldasýn- ingu, sem verður í umsjá Hjálp- arsveitar skáta í Garðabæ. Í fréttatilkynningu hvetur Vífill Garðbæinga og alla skáta til að koma í Heiðmörkina. Varðeldur við Vífilsbúð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.