Morgunblaðið - 06.01.2007, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 17
OPIÐ:
Í dag kl. 11-18,
á morgun, sunnudag, kl. 13-16
ÚTSALA
Mikill afsláttur af vönduðum vörum
Verð áður: Verð nú:
FARO Sófasett 3+1+1 449.800 kr. 289.000 kr.
Leður
ALBATROS Sófasett 3+1+1 396.890 kr. 246.000 kr.
Leður
DAPHNE Sófasett 3+1+1 489.800 kr. 244.900 kr.
ákl. Alcantara
BRITTI Hornsófi - 6 sæta 398.980 kr. 259.000 kr.
Leður
MENTOR Hægindastóll m/skammeli 98.820 kr. 59.000 kr.
Leður
EMILY Hægindastóll m/skammeli 59.980 kr. 35.900 kr.
Leður á slitflötum
FRANCESKA 3 sæta sófi 78.520 kr. 49.000 kr.
Áklæði
HABANA Sófaborð m/glerplötu 29.500 kr. 17.700 kr.
Kirsuberjaviður
ARGENTA Sófaborð og hornborð 96.690 kr. 58.000 kr.
Ljós eik - krómfætur
TOSCANO Borðstofuborð og 6 stólar 338.400 kr. 198.000 kr.
Kirsuberjaviður
XENON Borðstofuborð og 6 stólar 322.910 kr. 226.000 kr.
Ljós eik
XENON Sjónvarpsskápur 146.780 kr. 99.000 kr.
Ljós eik
BASIX Sjónvarpssamstæða 291.020 kr. 199.000 kr.
Ljós eik
BASIX Skenkur 136.540 kr. 95.600 kr.
Ljós eik
PRIMO Sjónvarpsskápur 175.570 kr. 87.700 kr.
Bæsuð eik
TORNADO Glerskápur 133.950 kr. 93.800 kr.
Bæsuð eik
DUBLIN Svefnsófi 99.860 kr. 69.900 kr.
FLAMINGO Svefnsófi 97.980 kr. 59.000 kr.
SAVANNAH Höfðagafl 180 cm og 2 náttborð 114.290 kr. 79.000 kr.
Ljós eik
VANILLA 6 skúffu kommóða 65.750 kr. 46.000 kr.
Ljós eik
.... og margt margt fleira.
Ármúla 44 - S. 553 2035
www.lifoglist.is
MORGUNBLAÐINU hefur borist
til birtingar eftirfarandi yfirlýsing
SVÞ (Samtaka verslunar og þjón-
ustu) vegna frétta RÚV síðustu daga
um takmörkun á siglingum skipa á
siglingaleiðum um suðvesturhorn
landsins:
„Í ljósi frétta um siglingaleiðir fyr-
ir suðvesturhorn landsins síðustu
daga vilja SVÞ – Samtök verslunar
og þjónustu – taka fram eftirfarandi:
Af fréttum síðustu daga má ráða að
samgönguráðuneyti hafi nýverið
skipað nefnd til að taka ákvörðun um
takmarkanir siglinga skipa við suð-
vesturströnd landsins. Ef rétt reyn-
ist er sú nefnd skipuð án vitundar eða
þátttöku kaupskipaútgerðar í land-
inu. Innan kaupskipaútgerðarinnar
eru m.a. starfandi skipstjórar sem til
þessa hafa verið taldir færir um að
velja sér siglingaleiðir eftir aðstæð-
um. Þegar kaupskipaútgerðinni er
ekki boðið til nefndarsetu þar sem
taka á ákvarðanir um siglingaleiðir
er verið að vinna að málefninu frá
einni hlið; hlið ríkisstofnana eins og
Siglingastofnunar Íslands og Um-
hverfisstofnunar Íslands, og á grund-
velli þeirra hagsmuna. Siglingastofn-
un eða Umhverfisstofnun bera enga
ábyrgð á öryggi skipa eða sjófarenda
á hafi úti.
Þegar ákvarðanir eru teknar um
takmarkanir á siglingaleiðum er um
leið verið að taka ákvarðanir um val á
öðrum siglingaleiðum. Forsendur
slíkrar ákvarðanatöku hljóta að
byggja á víðtækum rannsóknum á
öryggissjónarmiðum frá öllum hlið-
um.
Af fréttaflutningi síðustu daga hef-
ur mátt álykta sem svo að hvað varð-
ar val á siglingaleiðum skipa fyrir
suðvesturhorn landsins sé til einn
sannleikur, í formi skýrslu Det
Norske Veritas frá því í maí 1999.
Skýrslan var lögð fram eftir að
nefnd samgönguráðherra hafði hafið
störf og var unnin á forsendum sem
þeir einir þekkja sem báðu um hana.
Hún var og er ekki samþykkt sem
heildarrannsókn þar sem tekið er til-
lit til allra öryggisþátta og getur ein
og sér ekki orðið grundvöllur ákvarð-
anatöku um val á siglingaleið við suð-
vesturströnd landsins.
Kaupskipaútgerðin tók þátt í starfi
nefndar samgönguráðherra á árun-
um 1998–2000 sem hafði það hlutverk
að móta reglur um tilkynningaskyldu
og afmörkun siglingaleiða olíuskipa
og annarra skipa sem sigla með
hættulegan varning inn í íslenska
efnahagslögsögu. Niðurstaða þeirrar
nefndar var ótvírætt sú, að til þess að
hægt væri að taka ákvarðanir þyrftu
réttar forsendur að liggja fyrir. Í
skýrslu nefndarinnar segir orðrétt:
„Innan nefndarinnar eru uppi efa-
semdir um öryggi siglinga á ytri leið.
Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar
um sjólag á því hafsvæði telur nefnd-
in sig, á þessu stigi, ekki geta mælt
með öðrum hvorum kostinum. Áður
en endanleg ákvörðun verður tekin
um annan hvorn umræddra valkosta
leggur nefndin því til að fram fari
rannsóknir á öldufari og straumum á
hafsvæðinu. Talið er að slík rannsókn
geti tekið 2–3 ár og verði lokið eigi
síðar en 2004.“
Í dag er 4. janúar 2007. Engar
rannsóknarniðurstöður hafa enn ver-
ið lagðar fram. SVÞ gera kröfu til
þess að kaupskipaútgerðin fái að
skipa fulltrúa í þá nefnd sem nú
fjallar um málið.
Yfirlýsing SVÞ
vegna siglinga
„ÞAÐ er enginn vafi á því að við
verðum auðvitað að komast að hinu
sanna um stöðu loðnustofnsins.
Þarna er gríðarlega mikið í húfi,“
segir Einar K. Guðfinnsson sjávar-
útvegsráðherra. Engar loðnugöngur
hafa enn fundizt í leiðarangri Haf-
rannsóknastofnunarinnar sem hófst
síðastliðinn miðvikudag.
„Loðnan veiðist á skömmum tíma
á árinu og þess vegna er það þannig
að fari hún framhjá okkur á þeim
tíma sem hefðbundin loðnuvertíð
ella stæði, erum við að missa þar
mikil verðmæti. Það skiptir miklu
máli að okkur takist að mæla stærð
stofnsins. Það hefur ekki tekizt að
hausti til undanfarnar fimm vertíðir
og gengið brösuglega eftir áramótin.
Í fyrra var til dæmis ekki hægt að
gefa út kvóta fyrr en 31. janúar. Það
er full ástæða til þess af okkar hálfu
að leggja mikla áherzlu á málið.
Þetta er ekki bara spurning um
hagsmuni þeirra sem hafa beinar
tekjur af loðnuveiðum og vinnslu,
sem þó skiptir miklu máli, heldur
líka er hér um að ræða þann stofn,
sem er mikilvæg fæða fyrir okkar
helztu nytjastofna.
Vonandi finnst loðnan
Við höfum lagt til sérstakar fjár-
veitingar vegna loðnuleitar á und-
anförnum árum og til dæmis var í
fyrra lagt fram viðbótarfjármagn til
að hægt væri að halda leitinni
áfram. Ég tel ekki ástæðu til að taka
afstöðu til þess hvort svo verði gert
nú fyrr en það er orðið fullreynt
hvort okkur takist að finna loðnuna í
núverandi leiðangri. Vonandi tekst
okkur það. Það er að minnsta kosti
gert allt sem í okkar valdi stendur til
þess,“ segir sjávarútvegsráðherra.
Bæði skip Hafrannsóknastofnun-
arinnar fóru til leitar út af Norðvest-
urlandi 3. janúar og munu á næstu
dögum ljúka yfirferð á líklegum
svæðum norðan við landið. Ekki hef-
ur enn orðið vart við neinar loðnu-
göngur. Í starfsáætlun stofnunar-
innar fyrir árið 2007 er gert ráð
fyrir að úthald til loðnuleitar og
mælinga á komandi vertíð verði 22
dagar. „Viðbúið er að það reynist of
knappt áætlað, a.m.k. ef miðað er
við reynslu undanfarinna ára. Því
kann svo að fara að nauðsynlegt
reynist að leita sérstaks fjárstuðn-
ings strax á næstu vikum þótt ekki
sé ástæða til að slá því föstu að svo
komnu máli,“ segir Einar K. Guð-
finnsson.
Á seinustu vertíð mældist miklu
minna af loðnu en undanfarin ár og
nam heildarkvótinn ekki nema um
240 þúsund tonnum, sem er minni
afli en fengist hefur undanfarin 15
ár.
ÚR VERINU
Loðnan hefur
enn ekki fundizt
Morgunblaðið/Kristinn
Fiskveiðar Enn eitt árið ríkir
óvissa um loðnuveiðar.