Morgunblaðið - 06.01.2007, Page 18

Morgunblaðið - 06.01.2007, Page 18
18 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is FORSETI Sómalíu, Yusuf Ahmed, hvatti í gær til þess að þegar í stað yrði samþykkt að senda alþjóðlegt friðargæslulið til landsins. Einnig væri brýnt að veita Sómölum fjár- hagslega og tæknilega aðstoð. Fulltrúar á fundi nokkurra alþjóða- samtaka og ríkja, sem komu saman í Nairobi í Kenýa, sendu í gær frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem tekið var undir með forset- anum. „Verði sent á vettvang lið til að efla stöðugleika mun það gera kleift að kalla á brott eþíópíska herliðið frá Sómalíu,“ sagði í yf- irlýsingunni. Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt til þess að sent verði 8.000 manna lið til landsins og hafa Úgandamenn þegar heitið að leggja fram 1.000 hermenn. Ayman al-Zawahiri, næstráðandi Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaeda- hryðjuverkanetsins, hvetur músl- íma til að halda til Sómalíu og taka þar þátt í heilögu stríði, jíhad. Beita megi sjálfsmorðsárásum. Ákall þetta kemur í kjölfar þess að stjórnvöld í Eþíópíu sendu herlið inn í Sómalíu. Íslamistar höfðu náð stórum hluta landsins á sitt vald og hugðust setja á stofn íslamskt ríki en eru nú einangraðir í sunnan- verðu landinu. Áskorun al-Zawahiri kom fram á hljóðupptöku sem sett var á netið. Forseti Sómalíu biður um alþjóðlegt friðargæslulið Reuters Á verði Kenýskur lögreglumaður við landamærin að Sómalíu í gær. Stjórnvöld í Úganda reiðubúin að leggja til þúsund manna herlið Í HNOTSKURN »Upplausn og átök hafa íreynd ríkt í Sómalíu í fimmtán ár og hafa margir stríðsherrar barist um völdin. Íslamistum tókst nýlega að ná höfuðborginni Mogadishu á sitt vald og koma þar á sæmilegum friði um skamma hríð. » Íslamistar hafa hótað aðhefja skæruhernað gegn væntanlegu, alþjóðlegu frið- argæsluliði enda þótt það verði sent til landsins á veg- um öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. KÍNVERSKIR listamenn eru að leggja lokahönd á stór- an snjókarl en hann mun fagna gestum á Hátíð íss og snævar í borginni Harbin, höfuðstað Heilongjiangs, nyrsta héraðs í Kína. Er hátíðin ein sú mesta í heimi sinnar tegundar en þar er nú þegar risinn fjöldi stórra listaverka úr ísi, meðal annars Niagara-fossarnir. Tug- þúsundir manna víðs vegar að sækja hátíðina þótt kuld- inn geti farið í mínus 35°C á þessum tíma. AP Hátíð íss og snævar Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is BANDARÍKJAÞING kom saman í fyrradag og í fyrsta sinn í 12 ár hafa demókratar meiri- hluta í báðum deildum þess, fulltrúadeild og öldungadeild. Hann ætla þeir líka að nota og hafa boðað „100 klukkustunda fárviðri“ eins og þeir orða það, fjöldann allan af frum- vörpum, og með það í huga að vera búnir að taka hið pólitíska frumkvæði í sínar hendur þegar George W. Bush forseti flytur stefnu- ræðu sína síðar í mánuðinum. Fyrsti dagur þingsins var um margt merki- legur en þá var fyrsta konan, Nancy Pelosi, kjörin forseti fulltrúadeildarinnar og Keith Ellison tók þá sæti sem fyrsti múslíminn á Bandaríkjaþingi. Sór hann þingmannaeiðinn við Kóraninn, enska útgáfu hans, sem áður var í eigu Thomas Jeffersons, þriðja forseta Bandaríkjanna. Mestu nýmælin eru þó líklega þau, að í fyrsta sinn á forsetaferli sínum þarf Bush að glíma við meirihluta demókrata í báðum deild- um. Talið er óhjákvæmilegt, að það muni leiða til árekstra milli hans og þingsins. Í grein, sem Bush skrifaði nýlega í The Wall Street Journal, hvetur hann til sam- starfs með þingmönnum beggja flokka en minnir um leið á, að demókratar hafi svo nauman meirihluta, að þeir muni ekki geta hnekkt neitunarvaldi forsetans en til þess þarf aukinn meirihluta atkvæða eða tvo þriðju. Til þessa hefur Bush aðeins beitt neit- unarvaldinu einu sinni en ekki er ólíklegt, að tilfellunum muni fjölga á þeim tveimur árum, sem eftir eru af forsetatíð hans. Aðgerðir gegn spillingu Fyrsta mál á dagskrá hjá demókrötum var helsta kosningaloforð þeirra frá því í haust, að uppræta þá spillingu, sem þeir sögðu hafa ein- kennt þingið undir meirihlutastjórn repúblik- ana. Hefur frumvarp þess efnis nú þegar ver- ið samþykkt í fulltrúadeildinni og verður tekið fyrir í öldungadeildinni á næstunni. Meginefni frumvarpsins er að koma í veg fyrir óeðlileg áhrif á þingmenn frá alls konar þrýstihópum og fulltrúum þeirra. Mega þing- menn ekki þiggja af þeim neinar gjafir eða ferðir en auk þess verður tekið á hinni svo- kölluðu „K Street-áætlun“, sem Tom DeLay, fyrrverandi leiðtogi repúblikana í full- trúadeild, var einkum orðaður við. Hann er sagður hafa neytt fyrirtæki og þrýstihópa til að ráða repúblikana eða gjalda þess ella í lög- gjöfinni. Nú er hins vegar kveðið á um, að þingmenn megi ekki hafa nokkur áhrif á ráðn- ingarmál. Í fulltrúadeildinni var frumvarpið samþykkt næstum einróma eða með 430 at- kvæðum gegn einu. Af öðrum málum, sem demókratar hyggjast koma í gegn á næstu dögum, má nefna að bundinn verði endi á niðurgreiðslur til stóru olíufélaganna, að afnumið verði bann við bein- um viðræðum stjórnvalda við lyfjarisana um lægra lyfjaverð og lágmarkslaun verði hækk- uð í fyrsta sinn frá árinu 1997. Þau eru nú 5,75 dollarar á klukkustund, tæplega 403 ísl. kr., en lagt er til, að þau verði 7,35 dollarar, tæplega 508 kr. Demókratar ætla einnig að leggja til að heimilaðar verði auknar stofnfrumurann- sóknir en Bush forseti beitti neitunarvaldi gegn samþykkt þingsins um það á árinu 2005. Þetta mál nýtur að vísu mikils stuðnings á þingi og meðal þjóðarinnar en ekki þykir lík- legt, að Bush láti af andstöðu sinni. Með því væri hann líka að bregðast kristnum hægri- mönnum, þeim kjósendahópi, sem átti mikinn þátt í að koma honum í forsetaembættið. Óvissa í Íraksmálum Íraksmálin voru að vonum fyrirferðarmikil í kosningabaráttunni og munu verða það áfram. Margir demókratar studdu á sínum tíma innrásina í Írak en allir saka þeir Bush og stjórn hans um að hafa klúðrað málunum. Því fer hins vegar fjarri, að þeir hafi skýra stefnu um framhaldið. Vilja sumir, einkum vinstriarmurinn, að herinn verði kallaður heim frá Írak hið bráðasta en aðrir telja það hið mesta óráð úr því sem komið er. Meðal repúblikana er heldur enginn einhugur um Íraksmálin og líklegast er að bandarískur her verði um kyrrt í Írak að einhverju leyti, jafn- vel í nokkur ár. Gildir þá trúlega einu hverjir fara með húsbóndavaldið á Bandaríkjaþingi eða í ríkisstjórn. Snögg umskipti á Bandaríkjaþingi AP Eiðtaka Keith Ellison sver við Kóraninn. T.v. er Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar. HINUM svokölluðu Darwin-verð- launum hefur verið úthlutað en með hliðsjón af kenningum Charles Darwin um náttúruval eru þau veitt þeim, sem best hafa unnið að eigin útrýmingu. Það segir sig því sjálft að verðlaunahafarnir geta ekki mætt við afhendinguna. Meðal verðlaunahafanna nú var Brasilíumaður, sem reyndi að opna ósprungna sprengju með því að aka margsinnis yfir hana á bílnum sín- um. Þegar það gekk ekki sótti hann sleggju og lét hana vaða. Verkstæði mannsins hvarf, sex bílar og hann sjálfur. Tóbaksfíknin er ekkert grín Annar verðlaunahafi, Breti, var á sjúkrahúsi vegna húðsjúkdóms og var allur smurður parafínkremi. Auðvitað var bannað að reykja á sjúkrahúsinu og læknirinn varaði manninn sérstaklega við. Hann lét sér samt ekki segjast, laumaðist út, kveikti í og var síðan borinn til graf- ar. Darwin- verðlaunin kynnt FUNDIST hefur í fyrsta sinn við Noreg svokölluð risa- eða skrímsl- ismarglytta. Hún er amerísk að uppruna en hefur dreifst víða um heim á síðustu áratugum. Það var í september, sem fyrstu marglytturnar sáust, og þá í stórum flekkjum. Ætla norskir vísindamenn að fylgjast vel með útbreiðslu þeirra á næstunni en þær hafa áður fundist í sunnanverðu Eystrasalti og við vesturströnd Svíþjóðar. Sagði frá þessu á fréttavef Aftenposten í gær. Þessi marglytta var upphaflega bundin við austurströnd Bandaríkj- anna en síðan hefur hún borist víða með kjölvatni skipa. Á níunda ára- tug síðustu aldar gaus hún upp í Svartahafi og vann þar mikið her- virki á lífríkinu. Lifir hún á fisk- seiðum og vegna hennar lögðust veiðar sums staðar af. Norskir vís- indamenn og sjávarlíffræðingar segjast samt ekki óttast að mar- glyttan valdi miklum skaða við Nor- eg. Ný mar- glytta við Noreg Olli tjóni í Svartahafi fyrir 20 árum VERÐSTÖÐNUN hefur ríkt á fasteignamarkaði í Kaupmanna- höfn síðan í mars á nýliðnu ári en nú lækkar verðið hratt, að því er segir á vef blaðsins Berlingske Tidende. Að undanförnu hefur verð lækkað að meðaltali um 5– 10%. Dæmi eru um lækkanir er nema 20% frá ásettu verði, að sögn Niels Brandt hjá landssambandi fasteignasala. Brandt segir að lækkanir af þessu tagi séu „afar óvenjulegar“, en fasteignasalar eigi æ erfiðara með að finna áhugasama kaupend- ur og því sé ekki alltaf auðvelt að losna við eignirnar. „Verðhrunið sýnir að liðið getur langur tími áð- ur en nokkur nennir að leggja fram tilboð,“ segir Brandt. Fasteigna- verð hrapar ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.