Morgunblaðið - 06.01.2007, Side 20
20 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Í VIÐTALI við
The Seattle Tim-
es segir þýski
kvikmyndaleik-
stjórinn Tom
Tykwer frá stutt-
um kynnum af
landa sínum, rit-
höfundinum Pat-
rick Süskind.
Süskind er höf-
undur metsölubókarinnar Ilmsins:
Sögu af morðingja (Das Parfum:
Die Geschichte eines Mörders) sem
nú hefur verið færð upp á hvíta
tjaldið í leikstjórn Tykwer. Süskind
er frægur fyrir að gefa ekki svo
glatt á sér færi. Hann veitir ekki
viðtöl né kemur opinberlega fram.
Eins og Tykwer bendir á í um-
ræddu viðtali eru í raun fáar myndir
til af rithöfundinum.
„Hann er mjög undarleg per-
sóna,“ er haft eftir Tykwer sem
skrifaði einnig handritið að mynd-
inni ásamt Andrew Birkin og fram-
leiðanda hennar, Bernd Eichinger.
Tykwer hitti Süskind aðeins einu
sinni. „Það var augljóst að hann
vildi ekki láta flækja sér í vinnuna
við myndina. Við snæddum saman
og hann óskaði mér góðs gengis. Ég
veit ekki einu sinu hvort hann er bú-
inn að sjá myndina.“
Það var mikil þrautaganga fyrir
framleiðandann Bernd Eichinger að
fá Süskind til að samþykkja gerð
myndarinnar, reyndar 15 ára
þrautaganga.
Tykwer, sem er frægastur fyrir
myndina Hlauptu Lola (Lola
Rennt), segir handritshöfundana
þrjá hafa gert 23 uppköst að end-
anlega handritinu á tveggja ára
tímabili. Að sögn Tykwer var
vandamálið fyrst og fremst hin
óvenjulega söguhetja, Jean-Baptiste
Grenouille.
„Mjög und-
arlegur“
Tykwer hitti
Süskind einu sinni
Tom Tykwer
TITILL nýjustu
bókarinnar í
bókaröðinni Ung-
ur Bond (Young
Bond), sem
fjallar um æsku-
ár og bernskuaf-
rek James
Bonds, hefur ver-
ið tilkynntur.
Mun bókin heita
Double or Die. Það er breski grín-
istinn og rithöfundurinn Charlie
Higson sem er maðurinn á bak við
bækurnar um hinn unga Bond en
hann er einkum þekktur í heima-
landinu fyrir aðkomu sína að BBC-
gamanþættinum Fast Show.
Fyrsta bókin í bókaröðinni var
gefin út árið 2005 undir heitinu
SilverFin. Bókin sló strax í gegn og
var fylgt eftir með nýrri í fyrra,
Blood Fever. Higson, sem hefur
samþykkt að skrifa tvær bækur í
viðbót, hefur gefið í skyn að kvik-
myndir byggðar á verkum sínum
kunni að líta dagsins ljós í náinni
framtíð, en þó ekki fyrr en hann
hefur lokið við fyrstu fimm bæk-
urnar.
Í hinni væntanlegu Double or Die
segir frá kynnum hins unga Bonds
af ólöglegum spilavítisgrenjum,
njósnurum frá Cambridge, gengi
frá austurhluta London og harð-
skeyttum írskum hafnarverka-
mönnum.
Það voru aðdáendur Ungs Bonds
sem völdu heiti nýju bókarinnar úr
úrvali þriggja titla og höfnuðu um
leið Nemesis og The Deadlock
Cipher. Bækurnar eru gefnar út
með leyfi ættingja Ian Flemings,
höfundar James Bonds.
Ungur Bond
fær nafn
Charlie Higson
BOÐIÐ verður upp á leiðsögn
á morgun klukkan 14 í fylgd
Rakelar Pétursdóttur, safn-
afræðings á Listasafni Íslands.
Rakel mun beina sjónum sín-
um að sýningunni Frelsun lit-
arins/Regard Fauve sem kem-
ur frá Fagurlistasafninu í
Bordeaux í Frakklandi. Á sýn-
ingunni eru verk eftir heims-
þekkta málara listasögunnar,
m.a. Raoul Dufy, Pierre Bonnard, Henri Matisse,
Oskar Kokoschka, Auguste Reoir og Félix Vallo-
ton. Er þetta í fyrsta sinn sem verk frá þessu
tímabili eru kynnt hér á landi.
Aðgangur að Listasafni Íslands er ókeypis.
Myndlist
Leiðsögn á
Listasafni Íslands
Rakel Pétursdóttir
EFTIR að hafa verið uppseld
hjá útgefanda um nokkurt
skeið hefur bókin Leitin að til-
gangi lífsins eftir austurríska
geðlækninn Viktor E. Frankl
verið endurútgefin með
breyttu útliti. Bókin kom fyrst
út hérlendis árið 1997 á vegum
Siðfræðistofnunar og Háskóla-
útgáfunnar.
Frankl var upphafsmaður
kenningar í sálarfræði sem nefnd er tilgangs-
meðferð þar sem lögð er áhersla á að í lífi sér-
hvers manns sé einstakur tilgangur sem hver og
einn verði að finna fyrir sjálfan sig. Páll Skúlason
ritar inngang að íslensku útgáfunni.
Bókmenntir
Leitin að tilgangi
lífsins endurútgefin
Viktor E. Frankl
ÚT ER komið 10. hefti Jóns á
Bægisá, tímarits þýðenda.
Heftið er blanda af fræðilegu
efni og þýðingum fagur-
bókmennta. Meðal efnis:
Greinar Kristjönu Gunnars og
Jóns Bjarna Atlasonar um þýð-
ingar og tvær greinar eftir
Franz Gíslason, einn af stofn-
endum tímaritsins og ritnefnd-
armann frá upphafi, sem lést í
fyrra. Þá eru nokkur þýdd ljóð.
Heftið er 115 blaðsíður. Verð í lausasölu er
1.500 krónur. Útgefandi er Ormstunga. Nánari
upplýsingar er að finna á vefslóðinni
www.ormstunga.is.
Þýðingar
Tíunda hefti Jóns
á Bægisá komið út
Tíunda hefti
Jóns á Bægisá.
Eftir Flóka Guðmundsson
floki@mbl.is
NÝJASTA kvikmyndahús landsins er á frekar
ólíklegum stað og af heldur óvenjulegu tagi. Seyð-
isfjörður er nú vettvangur Mini Ciné, svokallaðs
míkrókvikmyndahúss sem parið Hassan Harazi
og Lilja Dögg Jónsdóttir Eldon standa að. Þar
hyggjast þau reglulega bjóða bæjarbúum, og öðr-
um sem þangað sækja, upp á stuttmyndir af fjöl-
breyttu tagi: gamanmyndir, dramatík, tilraunast-
uttmyndir, teiknimyndir, heimamyndbönd og
annað sem á fjörur þeirra rekur; og það sem
meira er, aðgangur er ókeypis og öllum opinn.
„Við vildum flytja út á land. Við eigum ung börn
og fannst það því tilvalið. Og þar sem Seyð-
isfjörður er fallegasti bær á Íslandi ákváðum við
að flytja hingað,“ segir Hassan um þá ákvörðun
þeirra Lilju Daggar síðasta sumar að yfirgefa
Reykjavík og búa sér heimili með tveimur ungum
börnum sínum í hinum austfirska firði. „Hér fund-
um við meira að segja hús með viðbyggingu sem
hentaði fullkomlega því sem okkur hefur lengi
langað að gera, að koma okkur upp eigin aðstöðu
til kvikmyndasýninga.“
Með tuttugu ára reynslu
Hassan, sem er frá Englandi, er enginn ný-
græðingur þegar kemur að kvikmyndasýningum,
hefur verið viðloðandi bransann í ein tuttugu ár.
Hann var meðlimur í Exploding Cinema Collect-
ive í London um 1990 og rak um skeið Lundabíó
Alternative Cinema í Reykjavík. Auk þess var
hann einn stofnenda Bíó Reykjavík. Hann segist
trúa því að kvikmyndahús sé mikilvægur hluti lif-
andi listasamfélags. Með Mini Ciné takist þeim
Lilju Dögg því að sameina ástríðuna fyrir kvik-
myndum og þjónustu við samfélagið sem þau búa
í.
Hann játar því að starfsemin sé ekki rekin
áfram af gróðavon. „Þess vegna er mikilvægt að
við séum með eigin aðstöðu, þá þurfum við ekki að
leigja húsnæði undir sýningarnar. Myndirnar
fáum við svo oftast ókeypis,“ segir Hassan og
bætir við að sýningargestir geti keypt drykkjar-
föng og snarl á kostnaðarverði.
Markmiðið er að sýna athyglisverðar kvik-
myndir og myndbönd frá öllum heimshornum,
myndir sem allajafna rati ekki í hérlenda sýning-
arsali. Að sögn Hassans er auðveldara að nálgast
myndir af þeim meiði en margan grunar.
„Við auglýsum eftir óháðum stuttmyndum í
tímaritum og á sérstökum vefsíðum og kvik-
myndagerðarmennirnir setja sig svo í samband
við okkur. Auk þess hef ég góð sambönd frá fyrri
tíð. Við borgum kvikmyndagerðarmönnunum yf-
irleitt ekkert. Þeir senda okkur myndirnar kynn-
ingarinnar vegna. Það er gott fyrir þá að geta
greint frá því að myndin þeirra hafi verið sýnd á
Íslandi.“
Í gömlu verslunarhúsnæði
Sýningarsalur Mini Ciné er að miklu leyti inn-
réttaður úr endurunnum hlutum og efni.
„Þarna var áður verslun [E.J. Waage] sem nú
hefur flutt um set. Þar sem við áttum enga pen-
inga tókum við niður hillur, og bara hvað sem þar
var að finna, og notuðum til að endurhanna hús-
næðið. Það eina sem við þurftum að borga sjálf
var því smávegis málning og efni til að búa til tjöld
og annað slíkt.“
Seyðfirsk skólabörn voru fyrstu gestir kvik-
myndahússins 8. desember sl. en næst á dagskrá
er sýning frönsku myndarinnar Être et avoir. Um
er að ræða heimildarmynd um grunnskóla í 200
manna smáþorpi í Frakklandi þar sem nemendum
frá fjögurra til tólf ára er kennt saman í einum
bekk af hinum áhugasama kennara Georges
Lopez. Myndin er með enskum texta og verður
kennurum grunnskólans á Seyðisfirði sérstaklega
boðið.
Nýtt kvikmyndahús
Lilja Dögg Jónsdóttir Eldon og Hassan Harazi hafa opnað míkrókvikmynda-
húsið Mini Ciné á Seyðisfirði þar sem boðið verður upp á óháðar stuttmyndir
Nýir Seyðfirðingar Lilja Dögg og Hassan ásamt börnum sínum, hinum þriggja ára gamla Hilmari
Smára og Heiðbjörk Emblu sem er eins árs. Parið hefur brennandi áhuga á kvikmyndum.
www.thefreedomcouncil.com
Morgunblaðið/Steinunn
BRAGI Bergþórsson tenór hlaut í
gær fjárstyrk úr Tónlistarsjóði Rót-
arýhreyfingarinnar á Íslandi. Um er
að ræða styrk til frekara tónlistar-
náms að upphæð 500.000 krónur. Er
þetta í þriðja sinn sem styrknum er
úthlutað en hann er ætlaður ungu
tónlistarfólki sem þykir hafa skarað
framúr á sínu sviði. Fyrri styrkþeg-
ar eru Víkingur Heiðar Ólafsson
píanóleikari og Ari Þór Vilhjálmsson
fiðluleikari.
Við söngnám í London
Bragi er fæddur í Reykjavík árið
1981. Ungur hóf hann nám á fiðlu og
píanó en sneri sé að söngnámi árið
2002 í Tónlistarskólanum í Reykja-
vík hjá Dr. Þórunni Guðmunds-
dóttur. Árið 2004 hélt hann til Lond-
on þar sem hann hefur stundað nám
við Guildhall School of Music &
Drama undir handleiðslu Adrians
Thompsons og Rudolfs Piernays.
Hann lauk meistaragráðu við skól-
ann árið 2005 en er nú við nám í
óperudeild hans. Hann hefur komið
fram í ýmsum óperum, t.d. frum-
flutningi á Gretti Þorkels Sig-
urbjörnssonar, auk þess að hafa
sungið á tónleikum, nú síðast í Re-
quiem Mozarts í Dover í Englandi.
Bragi hlýtur tón-
listarstyrk Rótarý
Morgunblaðið/ÞÖK
Styrktur Bragi Bergþórsson veitti styrk Tónlistarsjóðs Rótarýhreyfing-
arinnar viðtöku við hátíðlega athöfn í gær.
♦♦♦