Morgunblaðið - 06.01.2007, Side 22

Morgunblaðið - 06.01.2007, Side 22
22 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ÁRLEG þrettándagleði Íþrótta- félagsins Þórs verður haldin í Bog- anum í dag, laugardaginn 6. janúar, og hefst kl. 17. Álfakóngur og föruneyti hans koma á svæðið að vanda. Tröll og alls kyns kynjaverur sveima um sal- inn, þar á meðal púkarnir sem sett hafa svip sinn á þrettándagleðina í áratugi. Óskar Pétursson og Dagný Elísa Halldórsdóttir skemmta með söng, jólasveinarnir Ketkrókur, Hurða- skellir og Kertasníkir mæta eins og mörg undanfarin ár og dansflokkur undir stjórn Gunnars Smára Björg- vinssonar leikur listir sínar. Að lokum verður boðið upp á flugeldasýningu á Þórssvæðinu. Aðgangseyrir á þrettándagleðina er 500 kr. en hver fjölskylda greiðir 2.000 kr. að hámarki. Kakó og rjómavöfflur verða seld í Hamri fyrir og eftir sýningu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þrettánda- gleðin í dag í Boganum Gaman Þessar stúlkur komu á þrettándagleðina fyrir ári. MUN fleiri bækur voru lánaðar gestum Amtsbókasafnsins á Akur- eyri í fyrra en árið áður; aukningin var 12%. Þetta er mikil breyting frá því sem verið hefur, því árið 2005 fjölgaði útlánum um 4% en árið 2003 fækkaði þeim um 5% frá árinu á und- an. Þrátt fyrir aukin útlán voru gest- ir safnsins samt færri í fyrra en árið þar á undan. Alls voru 194.748 gögn lánuð út ár- ið 2006 sem samsvarar því að hver Akureyringur hafi fengið 11,58 safn- gögn að láni, u.þ.b. eitt á mánuði. Samanlagður þungi þessara gagna er um 53,5 tonn. Ef gögnunum sem fengin voru að láni á árinu væri stafl- að hverju ofan á annað yrði til turn sem væri 2.726 metra hár. Til sam- anburðar má geta þess að Kerling, hæsta fjall Norðurlands, er 1.536 metra hátt og Súlutindur sem gnæfir yfir Akureyri er 1.144 metra hár. Samanlögð hæð þessara fjalla er 46 metrum minni en þessi ímyndaði gagnaturn Amtsbókasafnsins. „Já, ég hef að sjálfsögðu gengið á Súlur en ekki á Kerlingu. Var ég þó alinn upp að fjögurra ára aldri undir því fjalli; á Finnastöðum,“ sagði Hólmkell Hreinsson amtsbókavörð- ur við Morgunblaðið í gær, spurður vegna samanburðarins. Sem fyrr eru bækur vinsælastar meðal lánþega, eða um 75% þess sem lánað var út á árinu. Næst koma tímarit (15%) og myndbönd (5%). Bækur Arnaldar Indriðasonar voru þær vinsælustu hjá viðskipta- vinum Amtsbókasafnsins í fyrra, eins og árin þar á undan, ásamt tveimur erlendum skáldsögum; Flugdrekahlauparanum og Skugga vindsins. Þá var bókin Myndin af pabba, saga Thelmu Ásdísardóttur, mikið lánuð út. Gestir Amtsbókasafnsins árið 2006 voru 107.694 og fækkaði þeim um tæplega 1.800 milli ára, sem er athyglisvert í ljósi þess að útlánum fjölgaði svo mikið sem raun ber vitni. Hólmkell Hreinsson segir þessa þró- un þá sömu og í öðrum bókasöfnum landsins, þveröfugt við það sem ger- ist annars staðar á Vesturlöndum. Hann segir umferðina á safnið hafa breyst. „Áður voru miklir toppar en nú eru heimsóknir jafnari; það má segja að hingað sé stöðugur straum- ur. En það kom mér satt að segja dá- lítið á óvart að gestum skyldi fækka milli ára,“ sagði hann. Til gamans má benda á að ef þess- ir safngestir stilltu sér upp í einfalda röð yrði hún 64,6 kílómetrar að lengd, sem er u.þ.b. vegalengdin milli Akureyrar og Lauga í Reykja- dal. Röðin yrði fjórum kílómetrum lengri en sem nemur vegalengdinni milli Akureyrar og Ólafsfjarðar. Bókastaflinn hærri en Kerling og Súlur Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Á verði! Hólmkell Hreinsson, amtsbókavörður á Akureyri, á sínum stað. Í HNOTSKURN »Mun fleiri bækur voru lán-aðar út í fyrra en árið á undan en gestum safnsins fækkaði engu að síður. »Bækur Arnaldar Indriða-sonar eru vinsælasta lesn- ingin hjá gestum Amtsbóka- safnsins og svo hefur verið síðustu ár. ÍBÚAR bæjarins Grænuhlíðar í Eyjafjarðarsveit, sem þurftu að yf- irgefa jörðina í kjölfar aurskriðna skömmu fyrir jól, eru enn ekki fluttir heim aftur og flytja ekki á næstunni. Óljóst er hvenær af því getur orðið. Tjón vegna hamfaranna í sveitar- félaginu hefur ekki verið metið og segir Bjarni Kristjánsson sveitar- stjóri að leitað verði til stjórnar Bjargráðasjóðs um það með hvaða hætti sjóðurinn geti komið að mati á tjóni vegna skriðufallanna og flóð- anna og greiðslu bóta í samræmi við lög um sjóðinn. „Það er verið að safna upplýsing- um frá einstaklingum og ég geri ráð fyrir því að menn skili því inn í næstu viku sem hægt er; veður þarf að vera hagstætt svo hægt sé að meta tjónið, þar sem hefur snjóað hverfa um- merki tímabundið. Trúnaðarmenn sjóðsins meta svo endanlega hvað verður tekið til skoðunar,“ sagði Bjarni við Morgunblaðið. Sveitarstjórnin samþykkti á fundi á dögunum að bjóða þeim, sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni, aðstoð við að leita réttar síns og einnig að leita til umhverfisráðuneytisins um hættumat á flóðasvæðinu. Náttúrufræðistofnun vinnur að samantekt greinargerðar um at- burðina og verður hún væntanlega til umfjöllunar hjá stjórn Ofanflóða- sjóðs í næstu viku. Sveitarstjórnin samþykkti að þakka sérstaklega félögum í hjálp- arsveitinni Dalbjörg fyrir skjót við- brögð við hættuástandi og ómetan- lega aðstoð í kjölfar þess, sérstak- lega aðstoð við heimilisfólkið í Grænuhlíð. Ekki vitað hve mikið tjónið er Eftir Jóhann Óla Hilmarsson Stokkseyri | Álfar flytja búferlum á nýársnótt, eins og kunnugt er og var engin undantekning á Stokkseyri þessi áramót. Forsvarsmenn hins nýja Álfa-, trölla- og norður- ljósasafns unnu að undirbúningi flutninganna á gamlársdag með við- höfn. Margir vættir eru nú á hrakhólum vegna stórframkvæmda í landinu og því tóku góðhjartaðir menn í Flóan- um sig til og ákváðu að skjóta skjóls- húsi yfir þá. Tekið var sérstaklega vel á móti álfunum á nýársnótt og að sjálfsögðu verður þeim gefinn góður tími til að aðlagast nýjum heimkynnum áður en safnið verður formlega opnað. Í beinu framhaldi er gert ráð fyrir að tröllin flytji inn og gangi allt eftir verður vetrarríkið með norður- ljósum o.fl. einnig tilbúið innan skamms. Íslensk náttúra er fyrirmyndin Fréttaritari lagði nokkrar spurn- ingar fyrir Benedikt G. Guðmunds- son, framkvæmdastjóra Álfa-, trölla- og norðurljósasafnsins eða Icelandic Wonders, eins og fyrirtækið nefnist, sem stendur að baki safninu. Á þetta safn fyrirmynd? „Fyrirmynd þessa safns er í raun íslensk náttúra eins og hún gerist best og allt kapp hefur verið lagt á að hafa umhverfið sem eðlilegast og náttúrlegast. Það er fyrst og fremst gert til að gera búsetu vænlega fyrir álfa, tröll og huldufólk, enda von- umst við til að halda þeim hér árið um kring. Þegar við byggðum Draugasetrið fyrir um fjórum árum langaði okkur einnig strax til þess að gera álfum og tröllum góð skil. Ástæðan var fyrst og fremst sú að þetta eru þeir hlutar úr okkar þjóðtrú sem okkur finnst hvað mest spennandi. Markmið okk- ar með þessu nýja safni var að sjálf- sögðu að gera betur en síðast og er- um við bjartsýn á að það muni takast.“ Hvað býðst gestum? „Gestum mun bjóðast að skyggn- ast inn í heim álfa, trölla og huldu- fólks, auk þess sem þeir munu sjá norðurljósin í sínu eðlilega umhverfi. Markmiðið er að auka áhuga okkar Íslendinga á þjóðtrú okkar sem og gera hana aðgengilegri fyrir erlenda gesti sem heimsækja landið.“ Hverjir standa að baki safninu? „Aðalhugmyndasmiður og hönn- uður þessa safns er Benedikt G. Guðmundsson. Auk hans koma fjöl- margir góðir aðilar að þessu verk- efni, m.a. Indriði Ingimundarson að- stoðarhönnuður, Sveinn Tyrfingsson, Guðmundur Tyrfings- son og starfsmenn, Sigurgeir Hilm- ar leikstjóri, Ingólfur Júlíusson tökumaður, að ógleymdum snilling- unum Þór Vigfússyni og Bjarna Harðarsyni sem eru í broddi fylk- ingar.“ Hvenær áætlarðu að safnið verði opnað? „Tröllin munu flytja inn strax í ársbyrjun en hvenær óhætt verður að heimsækja þessar mætu verur er of snemmt að segja til um. Við ger- um ráð fyrir að það taki nokkra daga og jafnvel vikur fyrir þær að aðlag- ast nýjum heimkynnum. Formleg opnun þessa safns er því alls ekki í okkar höndum en líklegt má telja að hún verði á fyrstu vikum á nýju ári.“ Fjölbreytt menningarstarfsemi Safnið er í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri. Það er á um 1.200 fermetrum af jarðhæðinni í þessu mikla lista- og menningarhúsi. Fjölmargir listamenn og söfn hafa í dag aðsetur í þessu sama húsi. Draugasetrið, Elvar Guðni mynd- listamaður með meiru og dætur hans, auk þess eru í húsinu org- elsmiður, glerlistamaður, fjölmörg gallerí og handverksfólk með frá- bæra listmuni auk þess sem Lista- og menningarverstöðin er með sína starfsemi þarna í stórum salar- kynnum. Benedikt naut fulltingis Bjarna Harðarsonar, stjórnarformanns Álfasafnsins, og Þórs Vigfússonar, stjórnarformanns Draugasetursins, þegar þeir gengu kringum húsið og kyrjuðu fullum hálsi: „Komi þeir sem koma vilja, veri þeir sem vera vilja, fari þeir sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu.“ Nánari upplýsingar má finna á vefnum www.icelandicwonders.com. Villuráfandi álfar og tröll fá loks varanlegt húsaskjól Komi þeir sem koma vilja Aðstandendur Álfa-, trölla- og norðurljósasafnsins á Stokkseyri bjóða álfana velkomna með fornum kveðskap, frá vinstri Þór Vigfússon, Benedikt G. Guðmundsson og Bjarni Harðarson. Álfa-, trölla- og norð- urljósasafn byggt upp á Stokkseyri Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson ÁRBORGARSVÆÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.