Morgunblaðið - 06.01.2007, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 23
LANDIÐ
Eftir Gunnlaug Árnason
Stykkishólmur | Tímamót urðu í atvinnusögu
Stykkishólms um áramótin þegar St. Franc-
iskusreglan seldi ríkissjóði St. Franciskusspít-
alann og hætti rekstri hans. Reglan hefur rekið
spítalann í yfir 70 ár. Systurnar kvöddu starfs-
fólk spítalans og þökkuðu því samstarfið á liðn-
um árum.
Fram kom hjá Róberti Jörgensen, fram-
kvæmdastjóra spítalans, að um sjö ár eru síðan
systurnar fóru fram á það með formlegum hætti
við ríkið að það keypti spítalann. Systurnar hafa
í minnkandi mæli tekið þátt í almennu starfi á
spítalanum. Nú er sr. Antonia ein eftir. En hún
nýtist vel þar sem hún starfar á 3 stöðum, á
legudeild, í röntgen og lyfjabúri.
„Ég tala smátt og smátt“
Róbert sagði ennfremur: „Sé sagan skoðuð
þá hafa St. Franciskussystur líkt og aðrar líkn-
arreglur í heilbrigðiskerfinu komið inn þegar
neyð hefur verið og síðan farið aftur þegar sam-
félagið er orðið efnahagslega sjálfstætt. Brýn
þörf var á heilbrigðisþjónustu við Breiðafjörð
árið 1930 þegar Páll Vídalín Bjarnason sýslu-
maður og Oskar Clausen leituðu til kaþólsku
kirkjunnar um aðstoð við að fá í Stykkishólm
systrareglu sem vildi byggja og reka sjúkrahús
til hagsbóta fyrir íbúa við Breiðafjörð. Nú er
öldin önnur og er komið að St. Franciskusregl-
unni að yfirgefa heilbrigðiskerfi Íslendinga.“
Systir Petra kom til Stykkishólms árið 1961
og hefur starfað hér í 45 ár. Hún starfaði í
prentsmiðju kaþólsku kirkjunnar á Íslandi allt
til þess tíma að prentsmiðjan var seld árið 1994.
„Ég kom frá Hollandi til Íslands og átti að vera
hér í eitt ár og ég er hér enn. Ég kunni strax vel
við mig á Íslandi og hér vildi ég eiga heima. Ætli
það hafi ekki verið fjöllin, hafið og veðráttan
sem höfðu þessi áhrif á mig,“ segir systir Petra.
Hún segir að mikið starf hafi verið í prent-
smiðjunni. Þá var allt handsett, einn stafur eftir
annan, sem mynduðu að lokum orð og svo setn-
ingar. Þegar búið var að prenta þurfti að flokka
stafina upp á nýtt fyrir næstu prentun. „Ég
lærði íslenskuna smátt og smátt, og var fyrsta
setningin sem ég sagði á íslensku: „Ég tala
smátt og smátt.“ Krakkarnir sem sóttu leikskól-
ann voru mínir góðu kennarar. Nú er það orðið
þannig að þegar ég horfi á franskar myndir í
sjónvarpinu finnst mér betra að lesa íslenska
textann, en hlusta á talið,“ segir systir Petra.
Nú hefur systir Petra sest í helgan stein. Hún
er mikil handavinnukona. Síðustu ár hefur hún
verið dugleg að hekla teppi, sem hún gefur
Rauða krossinum.
Sér um trúfræðslu á Snæfellsnesi
Systir Czeslawa hefur dvalist skemmst systr-
anna í Stykkishólmi. Hún kom hingað fyrir tæp-
um fjórum árum. Hún er pólsk og er lærður vél-
virki. Hún kom til Íslands fyrir 14 árum og
starfaði fyrst í Hafnarfirði. Í Stykkishólmi sér
hún um trúfræðslu kaþólskra barna á Snæfells-
nesi. Hún heimsækir börnin í Grundarfirði,
Ólafsvík og Rifi og undirbýr þau fyrir fermingu
og fyrstu altarisgöngu. Hún sagði að hvort
tveggja hefði mikla þýðingu í katólskri trú. „Ég
kenni 13 börnum í vetur, og af þeim fermast 5 í
vor. Ég fer í hverri viku út á Nes að hitta börn-
in. Ég fer heim til þeirra og kenni þeim þar.
Þetta er skemmtilegt og gefandi starf segir
systir Czeslawa.
Þegar systurnar voru spurðar hvort þær
yrðu áfram í Stykkishólmi eftir að þær hefðu
hætt rekstri spítalans sögðust þær ekki vita
mikið um það. „Við lofuðum að þjóna Guði um
leið og við gengum í St. Franciskusregluna og
því stjórnum við ekki okkar ferðum. Við hlýðum
vilja yfirpríorinnunnar í Belgíu. Ef það er henn-
ar vilji að við verðum hér sættum við okkur
mjög vel við það.“
„Hér vildi ég eiga heima“
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Handavinna Systir Petra og systir Czeslawa með teppi sem systir Petra heklar og gefur
Rauða krossinum. Systurnar hafa nú enn meiri tíma fyrir handavinnuna.
St. Franciskussystur
hætta rekstri spítalans
Borgarnes | Grábrókarveita, ný
vatnsveita Orkuveitu Reykjavíkur
í Borgarfirði, var formlega tekin í
notkun í gær. Af því tilefni var
efnt til hátíðar í Borgarnesi.
Þegar Orkuveitan eignaðist
vatnsveiturnar í Borgarnesi og á
Bifröst var það áskilið við kaupin
að fyrirtækið réðist í þær end-
urbætur á vatnsöflun fyrir hér-
aðið, sem þegar voru áform um.
Leitað var fanga í Grábrókar-
hrauni og fundust prýðileg vatns-
ból við boranir á árinu 2004.
Nú hefur verið lokið við lagn-
ingu nýrrar vatnsæðar allt frá
Bifröst í Borgarnes og er hún ríf-
lega 30 kílómetra löng. Á leiðinni
eru nokkrar stórar sumarhúsa-
byggðir auk bújarða og gefst
þeim kostur á að tengjast nýju
vatnsæðinni. Talsverður skortur
hefur verið á góðu neysluvatni í
nokkrum þessara byggða og
munu byggðirnar í Munaðarnesi
og Stóru Skógum t.a.m. njóta
lagnarinnar.
Lagt við veginn
Lagning vatnsleiðslunnar hefur
staðið frá árinu 2004 en leitast
var við að fella framkvæmdir við
lagningu hennar saman við vega-
gerð. Leiðslan liggur meðfram
þjóðvegi 1 um Borgarfjörð en síð-
ustu misseri hafa endurbætur
staðið yfir á hringveginum á hluta
milli Borgarness og Bifrastar.
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir
Hátíð Nýrri vatnsveitu var fagnað með mikilli hátíð í Borgarnesi í gær.
Vatn úr Grábrókarhrauni
Skagafjörður | Staðfest hefur verið
að riðuveiki er í kind á bænum Sól-
heimum í Sæmundarhlíð í Skagafirði.
Á bænum er rekið kúabú og þar
eru einungis tuttugu kindur. Þeim
verður fargað á næstunni. Bóndinn í
Sólheimum, Valdimar Sigmarsson,
sem býr þar ásamt fjölskyldu sinni,
sagði að þetta hefði ekki teljandi
áhrif á þeirra búskap en hann teldi að
þetta væri í raun meira áfall fyrir ná-
granna sína. Á Auðnum, næsta bæ
sunnan við, væri stærsta fjárbú sveit-
arinnar en í Árgerði, sem er næsti
bær utan við Sólheima, hefðu verið
tekin lömb í haust eftir niðurskurð
árið 2004.
Riðuveikin hefur verið þrálát í Sæ-
mundarhlíð því alls hefur hún komið
upp á fjórum bæjum og tvívegis á
tveimur. Valdimar sagði að hans fé
hefði ekki verið sleppt í afrétt und-
anfarin ár heldur verið haft heima í
girðingu á sumrin. Hann hefði því
haft von um að féð myndi sleppa við
riðuveikina.
Riða staðfest á
bæ í Sæmundarhlíð
Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi!
Kjósum sigurstranglegan lista
laugardaginn 13. janúar
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra
opnar kosningamiðstöð sína og tekur vel á
móti gestum alla vikuna.
Kosningamiðstöðin er lífleg:
Laugardagur 6. janúar
Kl. 16:00 – Opnun kosningamiðstöðvar
Góðir gestir og óvæntar uppákomur
Sunnudagur 7. janúar:
Kl. 15:00 – Síðdegiskaffi með eldri borgurum
Sérstakur gestur Sigríður Schiöth söngstjóri
Kl. 20:00 – Gamanmál, Jón Kristjánsson,
Alþingismaður
Mánudagur 8. janúar
Kl. 12:00 – Orkuháskóli á Akureyri?
Þórleifur Stefán Björnsson, Háskólanum á Akureyri
Kl. 17:00 – Straumar og stefnur stjórnmálanna
Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur
Kl. 20:00 – Fíkniefnaneysla á Akureyri
Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn
Þriðjudagur 9. janúar
Kl. 12:00 – Hlýnun loftslags, áhrif á skipaferðir
Þór Jakobsson veðurfræðingur
Kl. 17:00 – Samstarf í ferðamálum á Norðausturlandi.
Kjartan Lárusson, Markaðsskrifstofa ferðamála á
Norðurlandi
Kl. 20:00 – Staða jafnréttismála
Margrét María Sigurðardóttir, Jafnréttisstofu
Miðvikudagur 10. janúar
Kl. 12:00 – Auðlindir Þingeyjarsýslu
Bjarni Gautason forstöðumaður ÍSOR
Kl. 17:00 – Framtíð íslensku krónunnar
Stefán Gunnarsson frkvstj. Íslenskra verðbréfa
Kl. 20:00 – Vetni og vistvænt eldsneyti
Ágústa S. Loftsdóttir, Orkustofnun
Fimmtudagur 11. janúar
Kl. 12:00 – Uppbygging reiðhallar á Akureyri
Sigfús Helgason hestamaður
Kl. 17:00 – Hraun í Öxnadal – 200 ár frá fæðingu
Jónasar. Tryggvi Gíslason fyrrv. skólameistari
Kl. 20:00 – Petra Björk Pálsdóttir söngstjóri og fleiri
góðir gestir
Föstudagur 12. janúar
Kl. 12:00 – Álver á Norðurlandi?
Erna Indriðadóttir upplýsingastjóri ALCOA
Kl. 20:00 – Opið hús stuðningsmanna
Kosningamiðstöðin Hafnarstræti 108
(Bókabúð Jónasar), Akureyri, sími 867 8703.
Opið frá kl. 12:00 alla daga til 13. janúar.
Allir hjartanlega velkomnir.
Kaffi á könnunni og súpa í hádeginu.
Stuðningsmenn Valgerðar Sverrisdóttur
Forysta og frumkvæði
– fyrir kjördæmið allt