Morgunblaðið - 06.01.2007, Side 24

Morgunblaðið - 06.01.2007, Side 24
|laugardagur|6. 1. 2007| mbl.is daglegtlíf Helga Bergsteinsdóttir og Guð- finna Sigurðardóttir Hansen, hafa vakið athygli í Dubai fyrir vinsæl heilsunámskeið. » 28 daglegt líf Um helgina tekur fólk niður jólaskraut og seríur og losar sig við jólatréð sé það ekki endur- nýtanlegt að ári. » 29 jólatré Kíkt var í heimsókn til sex manna fjölskyldu sem býr í litlu, gömlu húsi í Vesturbænum sem er frá árinu 1890. » 30 lifun Talið er að um fimmtíu hús eða íbúðir í Stykkishólmi séu í eigu fólks sem á lögheimili annars staðar. »29 bæjarlíf Nú er rétta tækifærið til að endurnýja úrvalið í klæða- skápnum því á útsölunum má finna ýmislegt bitastætt. » 26 tíska Sólóklúbburinn varð óform-lega til skömmu fyrir jólvegna fjölda fyrirspurna,sem bárust Önnu Magneu Harðardóttur eftir að hún hrinti þessari hugmynd sinni í fram- kvæmd. „Ég stofnaði bloggsíðu um þessa hugmynd mína og fékk haug af pósti frá áhugasömu fólki. Í kjölfarið boð- aði ég allt þetta fólk á kaffihús þar sem þessi fyrsti kjarni sást og kynntist, en í klúbbnum erum við öll undir okkar réttu nöfnum og ekkert pukur eða leynimakk í gangi. Sífellt fleiri bætast við og er félagið nú komið með heimasíðu, sem hefur að geyma m.a. spjallrás og það sem er efst á baugi hjá okkur hverju sinni. Margir eru einmana Hópurinn er virkur í lifandi spjalli dags daglega, einkum á kvöldin þeg- ar börnin eru sofnuð. Þá hittist hóp- urinn gjarnan á spjallrásinni og ræð- ir ýmis mál, sem er mjög skemmti- legt. Það kom t.d. vel í ljós yfir hátíðarnar hversu mikil þörf er fyrir slíkt. Þetta er mjög skemmtilegt og ljóst að þörf er fyrir svona samfélag því margir eru einmana og vilja efla félagstengslin þegar stund gefst frá amstri dagsins. Klúbburinn er eink- um fyrir einhleypt fólk af báðum kynjum á aldrinum 30 til 50 ára sem vantar einhleypa vini til að gera eitt- hvað skemmtilegt með. Nú stendur til að halda fyrsta aðalfund félagsins og stofna stjórn og hugmyndir eru svo uppi um alls konar félagsstarf- semi í stærri eða minni hópum. Okk- ur langar til dæmis að stofna göngu- klúbb, sundklúbb, leikhúsklúbb, bíóklúbb, matarklúbb, leshring og ferðaklúbb svo eitthvað sé nefnt. Á vefnum okkar er svo þráður fyrir skyndihugdettur og gsm-númera- listi þannig að ef mig langar í bíó get ég sent inn fyrirspurn og séð hvort einhver vill koma með, frekar en að fara ein,“ segir Anna Magnea. Gera má þó ráð fyrir að kaffihúsafund- irnir verði vikulega því þótt félagið sé öllum einhleypingum opið er farið fram á að verðandi félagsmenn sæki kaffihúsafund í eigin persónu áður en fullur aðgangur er veittur að Sólóklúbbnum. „Þetta er áhugaverður og góður hópur fólks sem er hér í leit að skemmtilegum félagsskap í fullri al- vöru. Við komum fram undir fullu nafni og í eigin persónu, en viljum hvorki pukur né leynimakk, eins og t.d. tíðkast á einkamál.is.“ Karlar efla síður félagsnetið Að sögn Önnu Magneu, sem er kennari og þriggja barna einstæð móðir, var hugmyndin fyrst sú að hafa klúbbinn eingöngu fyrir konur, en þar sem karlar sýndu meiri áhuga féll hún algjörlega frá því. „Þeir voru hins vegar óduglegri við að mæta á fyrstu fundina en kon- urnar, en eru nú allir að koma til. Karlmenn eru einfaldlega meira ein- mana en við konurnar og eru síður að rækta sín félagslegu tengsl. Þessi félagsskapur er kominn á gott flug og lofar bara góðu um framhaldið enda er þetta allt mjög heilbrigt og elskulegt fólk, sem vill kynnast fólki á heilbrigðum forsendum. Ég hef til dæmis ekki rekist á einhleypan karl- mann í fjórtán ár enda vinn ég á kvennavinnustað og hef ekki áhuga á að vera á öldurhúsum borg- arinnar,“ segir Anna Magnea og hlær. „Það eru því einkum eigin- menn vinkvennanna sem maður hitt- ir,“ bætir hún við. Vilja hvorki pukur né leynimakk Morgunblaðið/Árni Sæberg Framtakssemi Nú stendur til að halda fyrsta aðalfund félagsins og stofna stjórn og hugmyndir eru svo uppi um alls konar félagsstarfsemi í stærri eða minni hópum segir aðalhvatakonan Anna Magnea Harðardóttir. Sólóklúbburinn er heil- brigður félagsskapur fyr- ir einhleypa, sem vilja stækka félagahóp sinn og gera eitthvað skemmti- legt í frístundunum með fólki í svipaðri stöðu,“ segir Anna Magnea Harðardóttir, aðal- hvatakona að stofnun Sólóklúbbsins svokallaða. Klúbburinn er einkum fyrir ein- hleypt fólk af báðum kynjum á aldrinum 30 til 50 ára sem vantar einhleypa vini til að gera eitthvað skemmtilegt með. FINNAR sem halda gæludýr eru heilsuveilli en aðrir, samkvæmt nýrri rannsókn, þvert á það sem áður var talið. Lengi hefur gæludýrahald verið talið af hinu góða fyrir heilsuna enda er ekki óvarlegt að ætla að þeir sem eigi hund hreyfi sig meira en aðrir. Aðrir benda á já- kvæð áhrif gæludýra fyrir and- lega heilsu. Þessu er þó allt öðruvísi farið ef marka má niðurstöður finnskra vísindamanna við háskólann í Turku sem forskning.no greinir frá. Þær sýna fram á að Finnar sem eiga gæludýr glíma við fleiri heilsuvandamál en aðrir. Niðurstöðurnar eru byggðar á upplýsingum úr umfangsmikilli rannsókn á heilsu og lífsgæðum finnsku þjóðarinnar. Af þeim var hægt að ráða að samhengi er á milli gæludýrahalds og lítilla tekna sem og lágrar stéttarstöðu. Gæludýr eru sérstaklega vinsæl meðal Finna sem starfa við land- búnað því í þeim hópi áttu fjórir af hverjum fimm gæludýr, á með- an gæludýraeignin var 41% í öðr- um starfshópum. Þá reykja Finn- ar sem eiga gæludýr meira og hreyfa sig minna en aðrir. Af þeim sem héldu gæludýr áttu 58% hund og þeir hreyfðu sig meira en aðrir gæludýraeigendur, en þó ekki nægilega til að það hefði áhrif á líkamsþyngdarstuðul þeirra. Gæludýraeigendur áttu oftar við heilsuvandamál að stríða, s.s. háan blóðþrýsting og sjúkdóma honum tengda, sykursýki, magasár, þung- lyndi og kvíða. Munurinn á gæludýraeigendum og öðrum er skýrður með fé- lagslegum þáttum, s.s. að þeir sem hafi helst tíma til að hugsa um gæludýr séu komnir af léttasta skeiði eða séu ekki í „fínu“ starfi sem krefjist þess að þeir séu mik- ið að heiman. Finni fólk fyrir slappleika og heilsubresti er því ósennilegt að hann megi rekja til kattarins eða hundsins. Hins vegar virðist goð- sögnin um heilbrigði og frískleika gæludýraeigenda hafa fengið á sig brotsjó. Gæludýraeigendur veikari en aðrir Slappur? Köttur og hvítar mýs virðast ekki valda Greg Pike heilsutjóni. Reuters gæludýr

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.