Morgunblaðið - 06.01.2007, Page 26

Morgunblaðið - 06.01.2007, Page 26
tíska 26 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Útsölur tískuverslana eru víðast hvar komnar ífullan gang og um leið runnið upp tækifæri tilað endurnýja úrvalið í klæðaskápnum að ein-hverju marki. Áður en ráðist er til atlögu við útsölurnar er þó klókt að undirbúa sig gaumgæfilega svo árangurinn verði sem mestur og bestur eins og breska blaðið Sunday Times bendir á. Fyrsta skrefið í þeim efnum er án efa að kanna hvaða flíkur mann vantar. Gott er að temja sér að henda einni flík út úr skápnum fyrir hverja nýja sem sett er í hann. Þetta kemur í veg fyrir plássleysi í skápunum og gerir eigandann án efa gagnrýnni á það sem hann kaupir. Ef svörtu buxurnar sem þú ert að máta eru ekki betri en þær sem hanga í skápnum heima, hví þá í ósköpunum að kaupa þær? Farið fyrst í dýrustu búðina Eftir að búið er að fara í gegnum fataskápinn er næsta skref að búa til lista yfir það sem þig vantar eða langar í. Þannig verða innkaupin markvissari. Þá er ráð að velja úr útsölur í nokkrum uppáhaldsverslunum í stað þess að reyna að komast yfir alla borgina á einum degi. Að því loknu er lagt af stað og farið fyrst í þá verslun sem er með dýrasta fatnaðinn af þeim sem þú valdir úr. Þar eru mestu líkurnar á að spara mestan pening, einfaldlega af því að á bak við hvert prósentustig sem gefið er í afslátt eru hærri fjárhæðir en í ódýrari verslunum. Fylgdu eigin hugboði Þvert á það sem margir halda getur borgað sig að kíkja í búðir síðustu dagar útsölunnar enda er þá allra mesti afslátturinn í boði. Vissulega er úrvalið minna en þeim mun einbeittari verður maður í innkaupunum. Kannski er fjólubláa peysan með gulu bryddingunum fullkomin fyrir þig og þinn smekk á meðan sterkir lit- irnir fæla flesta aðra frá? Loks má aldrei vanmeta gildi góðra grunnflíka sem eru úr gæðaefnum og með klæðileg snið. Þá er mikilvægt að fylgja eigin hugboði í stað þess að hlusta of mikið á vini eða tískurit. Ekki kaupa eitthvað sem þú fílar ekki alveg og á sama hátt ættir þú ekki að hika ef þú kolfellur fyrir einhverri flík. Undirbúum útsöluinnkaupin Kápa Falleg og klassísk yfirhöfn stendur alltaf fyrir sínu. Sand. Fullt verð 39.990 kr. Útsöluverð 23.994 kr. 40% afsláttur Útivistarfatnaður Vindþétt peysa kemur sér vel á Íslandi allt árið um kring. Útilíf. Fullt verð 7.990 kr. Útsöluverð 3.995 kr. 40% afsláttur. Undirföt Falleg nærklæði eru jafn- an á þolanlegra verði á útsölum. Knickerbox. Nærbuxur: Fullt verð 1.999 kr. Út- söluverð 1.399 kr. Toppur: Fullt verð 2.899 kr. Út- söluverð 2.029 kr. Afsláttur 30% Morgunblaðið/Ómar Grunnflíkur Gallabuxur með góðu sniði eru nauðsynlegar í klæða- skápnum. Levis búðin. Fullt verð 10.990 kr. Útsöluverð 6.594 kr. 40% afsláttur Málmlitað Belti með gull- og silfuráferð voru áberandi þegar vortískan var kynnt í New York. Reuters Skæði Fylltu hæl- arnir virðast ætla að halda velli í vor eins og sjá mátti á tísku- sýningum á Spáni í haust. Hvað verður áfram í tísku? Fylgihlutir úr málmi og með silfur- áferð. Þeir verða mikið í tísku á komandi tímabili og eru frábærir með þeim flíkum sem þú átt fyrir í skápnum. Fylltir hælar. Þeir verða áfram í tísku næsta vor. Stutt pils. Pínupilsin halda áfram þótt hnésíð pils standi alltaf fyrir sínu. Hvað verður ekki í tísku? Níðþröngar buxur – þær hafa runnið sitt skeið Fatnaður með lágri mittislínu. Lágir, mjóir hælar (kisuhælar). Hvað er alltaf gott að eiga? Kápur. Oft er hægt að gera góð kaup á yfirhöfnum sem duga langt fram á íslenska sumarið. Belti, enda geta þau algerlega breytt útliti fatnaðarins sem er til fyrir. Undirföt. Oft er hægt að næla sér í falleg lúxusnærklæði á þolanlegu verði á útsölum. Dýramynstur. Þau eru ekki hluti af vorlínunni en koma alltaf aftur og aftur svo það er ekki vitlaust að eiga þau í skápnum. Stígvél. Grunnfatnað, s.s. stuttermaboli, buxur, svarta og einlita boli og fleira í þeim dúr. Útivistarfatnað, s.s. góðar göngu- buxur, flíspeysur o.þ.h. sem nýtist í íslenskri veðráttu allt árið um kring. Leikfimisfatnað. Hann er oft að finna á góðu verði á útsölum. Flíkur til að fylgjast með Stutt Pínupilsin munu halda velli í vor. Retro. Fullt verð 5.990 kr. Útsöluverð 3.594 kr. Afsláttur 40% Vortískan Stuttu pilsin sáust títt á tískupöllunum í Bandaríkjunum í haust þegar vortískan var kynnt. Skór Fylltir hælar verða áfram í tísku næsta sumar. GS skór. Fullt verð 8.990 kr. Útsöluverð 2.990 kr. 67% afsláttur Silfur Fylgihlutir með málmáferð verða áfram í tísku. Friis & Company. Taska: Fullt verð 4.990 kr. Útsölu- verð 2.994 kr. Belti: Fullt verð 4.490 kr. Útsöluverð 2.694 kr. Afsláttur 40%

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.