Morgunblaðið - 06.01.2007, Page 27
neytendur
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 27
SÍÐASTI dagur jóla er runninn upp
og hátíðirnar að baki. Eitt af árviss-
um verkum á nýju ári er að koma
jólaskrauti og seríum fyrir uppi á
háalofti eða niðri í geymslu og losa
sig við jólatréð, sé það ekki endur-
nýtanlegt að ári.
„Flestir setja trén út eftir þrett-
ándann og við miðum við að fólk
dragi þau út fyrir lóðarmörk svo að
okkar menn sjái þau vel,“ segir Ísak
Möller, rekstrarstjóri hjá Hverfa-
stöðinni í Breiðholti, en starfsmenn
á vegum borgarinnar munu aka götu
úr götu og hirða upp jólatré borg-
arbúa dagana 8.–12. janúar næst-
komandi.
Með seríum, skrauti og fæti
Hann segir undirtektir við þessari
þjónustu hafa verið mjög góðar und-
anfarin ár. „Yfirleitt hefur þetta
gengið vel en vissulega hefur komið
fyrir að við höfum séð trén liggjandi
inni á lóðum fram á vor eða þar til
fólk fer að taka til í görðunum hjá
sér. Sem betur fer er þó ekki mikið
um það.“ Jólatréð sjálft er þó ekki
það eina sem villist upp í kerrur
borgarstarfsmanna þessa daga.
„Nei nei, það kemur fyrir að trén
komi með skrautinu, seríunni, fæt-
inum og öllu,“ segir Ísak.
Hann bendir fólki á að binda svo
um hnúta að trén fari ekki á flug
enda geti fjúkandi jólatré auðveld-
lega valdið skemmdum. „Ég á nú
von á að margir nýti helgina til þess
að losa sig við trén. Sennilega verður
töluvert mikið að gera hjá okkur á
mánudaginn við þetta. Við förum svo
með trén í Gámaþjónustuna þar sem
þau eru kurluð niður og nýtt í moltu
eða annan jarðveg,“ segir hann.
Þeir sem ekki setja trén út í síð-
asta lagi á föstudag þurfa sjálfir að
sjá um að koma þeim á gámastöðvar
Sorpu.
Morgunblaðið/Eggert
Jólin að baki Best er að koma jólatrjánum fyrir utan lóðarmarka og þann-
ig að þau sjáist vel og fjúki ekki þó að það hvessi.
Jólatrén þurfa að
fara út í næstu viku
MARGT er það sem valdið getur
hugarangri hjá nútímafólki og sumt
af því er hégómlegra en annað. Ein
af nýjustu sálarflækjum Breta felst
t.d. í því að verða sér mögulega til
skammar á fínum veitingastöðum,
samkvæmt því sem segir á vefmiðli
Guardian þar sem vitnað er í nýlega
rannsókn.
Óskapleg skömm virðist fylgja því
að vera ekki nógu vel að sér í fínum
mat og vínum og lætur fólk það hik-
laust aftra sér frá því að njóta þess
sem boðið er upp á. Jafnvel sleppir
fólk því að panta girnilega rétti á
matseðlinum af ótta við að bera nafn-
ið ekki rétt fram. Eins telja Bretar
sig ekki vera þannig gerða að þeir
kvarti og 63% þeirra sem þátt tóku í
rannsókninni sögðust frekar þegja ef
matur sem pantaður hefði verið á
veitingastað væri á einhvern hátt
ófullnægjandi, heldur en senda hann
til baka með tilheyrandi athygli.
Meirihluti þeirra sem taka reglulega
þátt í s.k. viðskiptamáltíðum segist
velja sér rétti af matseðlinum með
það í huga að þóknast eða ganga í
augun á öðrum, frekar en að velja
það sem þá langar raunverulega til
að borða.
Sumir segja það ekki koma á óvart
að hjá Bretum fylgi sálarflækjur því
að fara út að borða, því þeir séu bæði
hæverskir og meðvitaðir um sjálfa
sig. En vissulega er það dapurlegt að
fólk láti nautnina, sem góður matur
og borðhald ætti að vera, snúast upp
í einhvers konar yfirheyrslu eða
próf.
Skömmin
skemmir
unaðinn
Fáðu úrslitin
send í símann þinn
Viltu komast í form?
Fagleg heilsurækt
Frábær a›sta›a
Frábær lífsstíls námskei›
Frábær sta›setning
Nánari uppl‡singar um fleiri námskei›
og stundaskrá fyrir vori› 2007 á
www.hreyfigreining.is
Höf›abakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is
Haukur
Gu›mundsson,
lei›beinandi
Arna Hrönn
Aradóttir,
Rope-Yoga kennari
Gígja fiór›ardóttir,
sjúkrafljálfari BSc
Sandra Dögg
Árnadóttir,
sjúkrafljálfari BSc
Harpa Helgadóttir,
sjúkrafljálfari BSc,
MTc, MHSc
Talya Freeman,
Jógakennari
Joga flæ›i
N‡ námskei› eru a› hefjast
Brei›u
bökin
Í formi til
framtí›ar
Bókanir eru hafnar í flessi
vinsælu a›halds- og
lífsstílsnámskei› fyrir
konur. 8 e›a 16 vikur.
Rope
Joga
hjá Örnu Ara.
Námskei› eru a› hefjast.
Skráning í síma 895 7275.
www.arnaara.com
Joga Flæ›i
Talya Freeman heldur flessi
Joga námskei› flar sem
öndun og hreyfing flæ›a
saman. Námskei› hefjast
á helgarnámskei›i flann
15. janúar.
Betri lí›an í hálsi,
her›um og baki.
Skráning í síma: 897 2896.
www.bakleikfimi.is
Einka-
fljálfun
Bumban
burt
Loku› námskei› fyrir
karla sem vilja ná árangri.
8 vikna námskei›.
Mó›ir og
barn
Bókanir eru hafnar í fimm
vikna námskei› Söndru
Daggar Árnadóttur.
Námskei›i› byrjar 9. jan.
Líkamsrækt
Frábær a›sta›a til a› æfa
á eigin vegum á flægi-
legum sta›.
Opnir tímar. Stundaskrá:
www.hreyfigreining.is
Fagleg fljónusta, markviss
og örugg einkafljálfun hjá
sjúkrafljálfurum.
S J Ú K R A fi J Á L F U N O G L Í K A M S R Æ K T