Morgunblaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 29
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 29 Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Útikerti eru oft staðsett þannig að hætta er á að yngsta kynslóðin rekist í þau og að yfirhafnir fullorðinna, sérstaklega kápur og frakkar fullorðinna sláist í loga þeirra Munið að slökkva á kertunum i Frönskunámskeið hefjast 15. janúar Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Taltímar og einkatímar. Viðskiptafranska og lagafranska. Námskeið fyrir börn. Kennum í fyrirtækjum. Tryggvagata 8, 101 Reykjavík, fax 562 3820. Veffang: www.af.is Netfang: alliance@af.is Innritun í síma 552 3870 8.-13. janúar  Nú árið er liðið. Við tökum á móti nýju ári með bjartsýni í huga og um leið þökkum við fyrir góðar minningar sem við eigum frá síð- asta ári. Jólahátíðin var friðsöm í Hólm- inum eins og vera ber. Margir fara til kirkju um jól eða áramót. Við áttum kost á að sækja messu í þremur kirkjum, í Stykkishólms- kirkju, hjá systrum í katólsku kirkj- unni og hjá Hvítasunnusöfnuðinum.    Lítið var um ferðamenn í Hólm- inum um áramót. Það stafar m.a. af því að hótelið er lokað yfir vetr- artímann. Forsvarsmenn þess segja að erfitt reynist að laða erlenda ferðamenn út á landsbyggðina yfir dimmasta skammdegið. Ekki er hægt að treysta á að norðurljósin verði til staðar fyrir gesti þegar á þarf að halda. Þetta er annar vet- urinn sem hótelið er lokað, Það er slæmt en ekkert við því að segja ef rekstur þess stendur ekki undir kostnaði þennan árstímann.    Yngri kynslóðin fagnar nýju ári. Nú um helgina flytja leikskólabörn í glænýjan leikskóla. Leikskólinn hefur verið til húsa St. Franciskus- spítala frá upphafi. Það húsnæði þótti ekki lengur nógu hentugt fyrir starfsemi leikskólans og bæj- arfélagið hóf byggingu nýs skóla fyrir einu og hálfu ári. Nú er hann tilbúinn og eru börnum og starfs- fólki færðar hamingjuóskir með nýja skólann. Ekki er enn ákveðið hvað gert verður við húsnæðið sem leikskól- inn hafði til afnota, en það verður vonandi notað fyrir aukna starfsemi St. Franciskusspítala. Starfsemi bakdeildar sjúkrahússins og sjúkra- þjálfun henni tengd hefur vaxið á síðustu árum því gott orð hefur far- ið af þeirri starfsemi.    Íbúum Stykkishólms fækkaði á síð- asta ári. Hinn 1. desember voru skráðir hér 1.149 íbúar sem er fækkun um 16 íbúa frá árinu áður. Það þykja ekki góðar fréttir. Þar sem húsbyggingar eru með mesta móti í bænum koma þessar fréttir frekar á óvart. Á það er bent að áhugi höfuðborgarbúa fyrir að eign- ast hús í Stykkishólmi er mikill og því ekki óeðlilegt að það þurfi að byggja ný hús til að vega þar á móti. Talið er að um 50 hús eða íbúðir í Stykkishólmi séu í eigu fólks sem á lögheimili annars stað- ar. Það er orðin nokkuð há pró- senta af húsum í bæjarfélaginu.    Atvinnulífið er undirstaða hvers bæjarfélagsins. Með fjölbreytni í störfum er byggt á traustari grunni. Það liggur fyrir að ný störf verða til í Stykkishólmi á þessu ári. Stykkishólmsbær og Ungmenna- félag Íslands hafa auglýst starf æskulýðsfulltrúa og svæðisstjóra og verður ráðið í þá stöðu á fyrri hluta árs. Í vikunni auglýsti Fiskistofa eftir þremur starfsmönnum við útibú Fiskistofu sem tekur til starfa 1. apríl nk. Árni Mathiesen, þáverandi sjáv- arútvegsráðherra, ákvað árið 2005 að færa hluta af starfsemi Fiski- stofu frá höfuðborgarsvæðinu til landsbyggðarinnar. Meðal þess sem ákveðið var að á árinu 2007 yrði stofnað hér útibú og á árinu 2008 yrðu starfsmönnum fjölgað um þrjá. STYKKISHÓLMUR Gunnlaugur Árnason fréttaritari Morgunblaðið/ Gunnlaugur Árnason Flutningar Leikskólabörnin á Stykkishólmi munu flytja í nýtt hús- næði nú um helgina. Hjálmar Freysteinsson velti þvífyrir sér þegar hann vaknaði í gærmorgun hvort liðið skáld væri farið að yrkja í gegnum sig eða hvort hann væri bara að verða ruglaður. Ástæðan var sú að hann vaknaði með þessa undarlegu vísu í höfðinu: Kalli litli könguló kominn er á nýja skó og heldur nú í hættuför, en hann þarf reyndar fleiri pör. Hallmundi Kristinssyni fannst þetta athyglisvert og orti: Ljóðagerð manna var löngum sem nú leikur að orðum. Kannski ertu ruglaður. Kannski varst þú könguló forðum? Í gær birtist vísa ort af Valdemar Guðmundssyni yfirfangaverði á Skólavörðustíg 9 árið 1973. Annar fangavörður, Gunnar Kristinsson frá Múla, varðstjóri í tugthúsinu, orti margt. En þegar hann hafði verið fangavörður í nokkur ár orti Kristján Schram, vinur hans: Tugthúsið þig tók í sátt, týndan son mun geyma. Þú hefur, vinur, aldrei átt annars staðar heima. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af fanga- verði og könguló ÞAÐ að fara öfugum megin fram úr rúminu getur haft áhrif fram eftir degi og hefur m.a. áhrif á árangur fólks í vinnu. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var við Wharton-háskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Þá getur góð morg- unstund aftur á móti haft jákvæð áhrif á frammistöðu fólks í vinnu. Nancy Rothbard, prófessor við háskólann, segir það vera mikilvæg- ustu niðurstöðu rannsóknarinnar að það skap sem fylgi mönnum í vinnu á morgnana hafi meiri áhrif en það sem gerist á sjálfum vinnustaðnum. Rothbard segir þó að vinnuveit- endur veiti þessu almennt ekki at- hygli en að mögulegt sé að ná betri árangri og framleiðni með því að hjálpa starfsmönnum að ná tökum á einkalífinu. heilsa Morgun- úrillska slæm fyrir vinnuna Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.