Morgunblaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 31
um gert þetta mestallt sjálf. Mað-
urinn minn er mjög handlaginn og
hann sérsmíðaði líka allar hurðir
hér inni, því þær sem voru fyrir
voru svo ljótar. Hann smíðaði líka
eldhúsinnréttinguna, skipti um alla
glugga, pússaði upp gólffjalirnar og
setti múrhúð utan á húsið. Hér
voru allir veggir klæddir með
spónaplötum, sem við rifum burt og
klæddum í staðinn með panil sem
við máluðum. Maðurinn minn hefur
líka smíðað allar gardínustangir,
handföng og fleira. Hann hlóð líka
vegginn sem er hér fyrir utan. Við
bjuggum í húsinu á meðan við vor-
um að gera það upp og það kostaði
nokkur geðvonskuköst á milli bjart-
sýniskastanna, enda hefur þetta
tekið tvö og hálft ár,“ segir Kristín
sem hefur ekki síður lagt sitt af
mörkum, hún lagði til dæmis allar
flísar, bæði á baðherberginu og í
eldhúsinu.
„Mér finnst svo leiðinlegt hversu
mörg gömul hús eru rifin hér í
borginni og í staðinn byggð fjöl-
býlishús á lóðunum. Mér finnst það
ekki góð þróun. Í okkur hringdi til
dæmis maður sem vildi kaupa húsið
okkar og hann var ekkert að leyna
því að hann ætlaði að rífa það til að
byggja stærra.“
Stofa Heimasætan Belinda situr uppi á borði sem áður var forn kista. Bókaskápinn keyptu þau í Winchester.
Barnaherbergi Á milli gömlu rúmanna systranna stendur tvöhundruð ára
náttborð sem fylgdi með hjónarúmi mömmu og pabba.
Brúðargjöf Leirkerasmiðurinn og tengdafaðir Kristínar færði henni þenn-
an disk á brúðkaupsdegi hennar og hann stendur á heiðursstað í eldhúsinu.
khk@mbl.is
Breskir Slökkvarar úr messing. Einn á mann Skápar fyrir húfur.
„Gólfin hérna hallast öll
töluvert en við erum orðin
vön því að hlutir rúlli sjálf-
krafa eftir þeim.“
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 31
Upplifðu enska boltann á mbl.is!
Vertu á tánum og fylgstu
með enska boltanum á
Meðal efnis á vefnum er:
• Daglegar fréttir af enska boltanum
• Getraunaleikurinn „Skjóttu á úrslitin“ með veglegum vinningum
• Staðan í deildinni og úrslit leikja
• Boltablogg
• Yfirlit yfir næstu leiki
• Tenglar á vefsíður stuðningsmannaklúbba
H
ví
ta
h
ú
si
ð
/
SÍ
A
Taktu þátt í getraunaleiknum „Skjóttu á úrslitin“ og þú gætir
verið á leiðinni á leik í Ensku úrvalsdeildinni í boði Iceland Express.
Verður þú stjóri mánaðarins? Í hverjum mánuði fær heppinn
giskari borðspilið um enska boltann, Stjórann, í verðlaun fyrir þátttökuna.