Morgunblaðið - 06.01.2007, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
TRÉ Í ÞÁGU HEILSU
OG UMHVERFIS
Jón Geir Pétursson, skógfræðing-ur hjá Skógræktarfélagi Ís-lands, hefur vakið athygli á því
að skógrækt kunni að koma að gagni í
baráttunni við þann skaðvald, sem er
svifryk í höfuðborginni. Mikil notkun
nagladekkja ræður mestu um svif-
rykið, þótt aðrar orsakir komi þar
einnig við sögu. Svifrykið getur haft
skaðleg áhrif á heilsu fólks, ekki sízt
þeirra sem eru með öndunarfæra- og
lungnasjúkdóma.
Í samtali við Morgunblaðið í gær
bendir Jón Pétur á að ein leið til að
draga úr rykinu sé að gróðursetja tré
við umferðargötur. Tré geti tekið upp
svifryksagnir, auk þess sem þær setj-
ist á tré og lauf. Öll tré koma þannig
að gagni, vilji menn draga úr svif-
ryksmengun, en sígræn barrtré
koma að beztum notum, eðli málsins
samkvæmt þar sem þau eru græn á
veturna þegar svifrykið er mest.
„Þau virka eins og greiður, ekki
síst þegar þau standa nærri umferð-
aræðunum, og geta veitt í sig óhemju-
mikið af svifryki,“ segir Jón Pétur.
Vakin var athygli á skoðunum Jóns
Péturs á vef umhverfissviðs Reykja-
víkurborgar. Auðvitað stendur það
engum nær en borginni og öðrum
sveitarfélögum á höfuðborgarsvæð-
inu að fara eftir þessum ábendingum.
Raunar má undrum sæta að ekki hafi
fyrir löngu verið mörkuð sú stefna að
planta trjám meðfram helztu umferð-
argötum, þótt ekki sé nema vegna
þess að það myndi mjög fegra ásýnd
borgarinnar. Í mörgum erlendum
borgum er það reglan að planta trjám
meðfram fjölförnum götum. Sama
regla ætti auðvitað að eiga við hér,
enda víða berangurslegt við helztu
götur borgarinnar.
Það er ekki erfitt að rækta mynd-
arleg tré meðfram umferðargötum.
Það sýnir sú takmarkaða reynsla,
sem er af slíku á höfuðborgarsvæð-
inu, t.d. á milli Miklubrautar og
Skaftahlíðar, meðfram neðri hluta
Kringlumýrarbrautar, meðfram
Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ og víð-
ar. Við Skaftahlíðina og víðar gegnir
trjágróðurinn líka hlutverki hljóð-
manar og er mun fegurri en ýmsar
aðrar tilraunir, hannaðar af sérfræð-
ingum, sem gerðar hafa verið til að
koma í veg fyrir að umferðarhávaði
berist inn í íbúðarhverfi. Jón Geir
Pétursson bendir á að trjágróðurinn
myndi líka skjól og komi þannig í veg
fyrir að svifrykið þyrlist upp – fyrir
utan annað gagn, sem hafa má af
skjóli í þessu vindblásna landi. En
auðvitað tekur tíma að rækta upp
slíkan gróðurvegg.
Skógrækt hefur áhrif á umhverfi
okkar, heilsu og vellíðan í svo marg-
víslegum skilningi að full ástæða er
til þess að sveitarfélögin stórefli hana
á þeim svæðum, sem þau ráða yfir.
Rökin fyrir því að gróðursetja meira
meðfram umferðargötum eru sterk
og ástæða til að hlusta á þau.
BAKSLAG Í MÁLUM BASKA
Hvað er til bragðs þegar eiga þarfvið öfl sem beita óboðlegum að-
ferðum? Á að semja eða sýna hörku?
Á að láta undan þunga hryðjuverka?
Barátta ETA-hreyfingarinnar fyr-
ir sjálfstæði Baska á Norður-Spáni
hefur nú staðið í um fjóra áratugi og
kostað um 850 manns lífið. Skömmu
eftir að José Luis Rodríguez Zapa-
tero komst til valda á Spáni kviknuðu
vonir um að hreyfing myndi komast á
málefni Baska. Ákvörðun hans um að
gefa færi á viðræðum við ETA var þó
einnig gagnrýnd harðlega, einkum á
hægri vængnum. Ekki væri hægt að
verja að taka upp viðræður við
hryðjuverkamenn og morðingja.
Í mars á liðnu ári lýsti ETA yfir
vopnahléi ótímabundið og í sumar
sagði Zapatero að hann teldi að skýrt
hefði komið fram að ETA hefði hafn-
að ofbeldi í sjálfstæðisbaráttunni og
því yrðu hafnar hreyfingar.
Sprengjutilræði ETA í Madríd á
næstsíðasta degi ársins 2006 var bak-
slag í þessar umleitanir. 19 manns
særðust í sprengingunni og tveir
menn létu lífið, báðir frá Ekvador.
Zapatero lýsti þegar yfir því að þreif-
ingum um viðræður yrði slegið á frest
og var harðlega gagnrýndur fyrir að
ganga ekki lengra og slíta þeim ein-
faldlega. Skömmu síðar lýsti innan-
ríkisráðherra Spánar, Alfredo Perez
Rubalcaba, yfir því að friðarfrum-
kvæðið hefði verið að engu gert, þótt
Batasuna, hinn pólitíski armur ETA,
héldi því fram að enn væri líf í því.
Í fyrradag fannst síðan bíll hlaðinn
sprengiefni í Baskahéraði, nokkrum
stundum eftir að Zapatero kom fram
og hét því að stöðva blóðsúthelling-
arnar: „Ég er staðráðnari í því en
nokkru sinni fyrr að beina kröftum
mínum að því að binda enda á ofbeld-
ið og ná friði,“ sagði hann og bætti við
að allir borgarar ættu „rétt á lífi án
sprengna og ofbeldis“.
Enginn hefur lýst á hendur sér
ábyrgð á sprengjutilræðinu í Madríd.
Talið er að þar hafi verið að verki ein-
angrað brot úr ETA, sem hafi gengið
í berhögg við forustu samtakanna til
að grafa undan friðarumleitunum. Þá
væri í raun komin upp svipuð staða og
á Írlandi þar sem hinn pólitíski arm-
ur, Sinn Fein, hafði ekki bolmagn til
að halda aftur af vopnaða arminum,
Írska lýðveldishernum, og brotum
innan hans. Þá er spurning hvort
sprengjufundurinn í fyrradag sýni að
andstæðingar friðarferlisins innan
ETA séu ekki svo einangraðir þegar
allt kemur til alls.
Það er hins vegar ljóst að aðferðir
ETA njóta ekki mikillar hylli meðal
Baska. Meirihluti þeirra er fylgjandi
sjálfstæði, en hafnar leið ofbeldis og
morða. Sú stefna Zapateros að stilla
til friðar og fá ETA til að leggja niður
vopn hefur notið fylgis meirihluta
Spánverja. Staða forsætisráðherrans
er erfið, en það hlýtur að vera mark-
mið hans að blóðsúthellingunum
linni. Það getur kostað málamiðlanir,
sem erfitt verður að kyngja, en þær
fórnir yrðu þess virði ef raunveruleg-
ur árangur næðist.
Í frétt á baksíðu Morgunblaðsins laugardaginn 23. des-
ember 2006 var vitnað til umsagnar eftir Jón Ólafsson,
prófessor við Háskólann á Bifröst, um bók Guðna Th. Jó-
hannessonar Óvini ríkisins. Í fréttinni sagði, að fulltrúar
KGB og GRU (njósnastofnun sovéska hersins) hefðu frætt
Jón um það í Moskvu á árunum 1993–1995 að engin „óeðli-
leg“ starfsemi hefði verið stunduð á vegum þeirra á Ís-
landi á kaldastríðsárunum – „og þá var átt
við að ekki hefði verið um innlent njósnanet
að ræða,“ segir Jón.
Við fyrstu sýn mátti ætla, að með frétt-
inni væri verið grínast. Nánari athugun
sýndi, að blaðinu og Jóni var fúlasta alvara.
Þá vöknuðu spurningar: Hvaða heimild-
argildi hefur, að rússneskir leyniþjón-
ustumenn fullyrði, að stofnanir þeirra hafi
ekki stundað hér ,,óeðlilega“ starfsemi? Er
unnt að taka þann fræðimann alvarlega,
sem ætlast í fyrsta lagi til þess að hann fái
upplýsingar frá slíkum aðilum um hugs-
anlega ,,óeðlilega starfsemi“ og virðist síð-
an taka gildan vitnisburð þeirra um, að hún
hafi ekki farið hér fram? Sæmir það virðu-
legu og lífsreyndu dagblað að birta slíkan vitnisburð sem
baksíðufrétt? Hvaða kröfur eru gerðar til heimildarmanna
við slíkt fréttamat?
Umsögn Jóns Ólafssonar vakti ekki aðeins spurningar
af þessu tagi. Hún sýndi einnig, hve nauðsynlegt er að
halda því til haga, sem gerðist hér á landi um það leyti,
sem íslensk stjórnvöld voru að móta stefnu sína í öryggis-
málum og gera eigin ráðstafanir til að tryggja öryggi
borgaranna. Eins og hér verður sýnt, er Jóni Ólafssyni
ekki kappsmál að hafa það, sem sannara reynist í því efni.
KGB að störfum
Fyrir liggja óyggjandi heimildir um að austrænar leyni-
þjónustur hafi gert
allnokkrar tilraunir til að ráða Íslendinga í sína þjón-
ustu, eins og fram kemur í nýlegri grein eftir Þór White-
head, sagnfræðiprófessor við Háskóla Íslands, í tímaritinu
Þjóðmálum. Tvö þessara mála voru upplýst, vegna þess að
tilvonandi erindrekar skýrðu lögreglunni frá tilraunum
leyniþjónustumanna til að ráða þá til starfa: Í fyrsta lagi
hið alkunna mál Ragnars Gunnarssonar, en það leiddi til
þess að viðkomandi sovéskum leyniþjónustumönnum var
vísað úr landi. Í öðru lagi tilraun tékknesks sendiráðs-
manns til að ráða mann í þjónustu sína, en Tékki þessi
blandaðist einnig inn í mál Ragnars Gunnarssonar.
Þá segja heimildir, að Stasi, austur-þýska öryggis-
lögreglan, hafi gert ítrekaðar tilraunir til að ráða Íslend-
inga í sína þjónustu. Íslendingur (fulltrúi Sósíalistaflokks-
ins gagnvart austur-þýska bræðraflokknum) tók að sér
þetta ráðningarstarf ásamt smærri verkefnum. Sá flokks-
félagi hans, sem hann taldi upphaflega, að hefði gefið sér
vilyrði um að ganga í þjónustu Stasi, synjaði því að lokum,
m.a. með því að vísa til þess, að íslenska lögreglan hefði
flett ofan af tilraun sovésku leyniþjónustunnar til að ráða
mann í þjónustu sína.
Það er ómótmælanleg staðreynd, að á kalda stríðs-
árunum störfuðu tvær leyniþjónustur Sovétríkjanna, KGB
og GRU, í skjóli Sovétsendiráðsins í Reykjavík og starfs-
menn þeirra skiptu trúlega hundruðum frekar en tugum.
Hvernig unnu þessir menn fyrir kaupi sínu öðru vísi en
með því að sinna þeirri starfsemi sem slíkar stofnanir
sinna alls staðar? Fyrir utan beina njósnastarfsemi af því
tagi sem fram kom í upplýstum njósnamálum virðast
KGB-menn m.a. hafa komið hingað fé til að kosta starf-
semi Sósíalistaflokksins. Skyldi það falla undir ,,eðlilega
starfsemi“ að þeirra mati og Jóns Ólafssonar?
Jón og síldarflotinn
Undir lok umsagnar Jóns Ólafssonar um Óvini ríkisins
segir:
„Í fyrsta hluta bókarinnar segir Guðni frá ótta Bjarna
Benediktssonar utanríkisráðherra við mögulega innrás
Sovétmanna sumarið 1950. Það var sovéskur síldarfloti
fyrir norðan landið sem olli þessum ótta Bjarna, en menn
grunaði að síldveiðar Rússa á þessum slóðum væru yf-
irvarp. Raunverulegur tilgangur flotans, sem kom í fylgd
fjögurra móðurskipa væri annaðhvort upplýsingasöfnun
eða undirbúningur innrásar. Þótt breskir og bandarískir
hernaðarsérfræðingar teldu innrás útilokaða með öllu
starfaði ímyndunarafl íslenskra ráðamanna og embættis-
manna og varð ekki friðað fyrr en Bandaríkjamenn féllust
á að senda tundurspilla til að fylgjast með sovéska síld-
arflotanum (115–116) …
En sagan af síldarflotanum er líka ágætt dæmi um það
hve illa íslenskir ráðamenn bjuggu að upplýsingum og
greiningu á aðstæðum. Bjarni Benediktsson hafði engar
forsendur til að meta hvort hætta væri á innrás Sov-
étmanna 1950 og því kann hugmyndaflugið að hafa ráðið
ferðinni. Íslendingar höfðu á þessum árum lítinn aðgang
að upplýsingum frá leyniþjónustum erlendra ríkja og voru
því í raun háðir því að geta treyst bandamönnum sínum
fullkomlega, en það setur menn augljóslega í óþolandi
þrönga stöðu. Það er hinsvegar grátbroslegt ef þessi
skortur á „greiningardeild“ árið 1950 hefur aðallega orðið
til þess að viðamikil upplýsingasöfnun hófst um ein-
staklinga, frekar en að Íslendingar kæmu sér upp sér-
fræðingum sem færir væru um að meta öryggishagsmuni
og fjalla um öryggis-, varnar- og hernaðarmál.“
Grunnhyggni
Tilgangur hinna tilvitnuðu orða er að gera lítið úr þekk-
ingu íslenskra stjórnmálamanna á öryggis- og varnar-
málum á þessum árum, auk þess sem smíð
kenning um ástæður þess, að ríkisstjórn Í
nauðsynlegt að gera ráðstafanir til að fylg
sem hugsanlega myndu ógna öryggi ríkisi
í Reykjavík hefur aldrei verið ætlað að leg
aðarlega ytri ógn og ber það vott um lítið
muninum á starfsemi hers og lögreglu að
reglu yrði falið að vinna að hernaðarlegu m
Afstaða Jóns til hernaðarlegra álitaefna
grunnhyggni og raunar einnig
hannessonar, þegar hann ræð
öryggismálum við upphaf sjöt
og segir meðal annars: „Í Bre
ríkjunum drógu hernaðarsérf
embættismenn stórlega í efa a
væri í vændum. Þó var fallist
ganga úr skugga um það hvor
til í áhyggjum íslenskra valdh
unaraflið, andrúmsloft kalda s
minningar um innrásaraðferð
Noregi og Danmörku hlupu m
ur.“
Niðurstaða Guðna Th. og Jó
við þau gögn, sem fyrir hendi
tíma, eins og lýst er hér fyrir
Þór Whitehead sagt frá því í greininni Le
í tímaritinu Sögu 1991, og í bókinni The A
from the Cold frá 1998, að á þessum árum
aðarsérfræðingar, að hætta væri á skyndi
m.a. úr kaupskipum, fiskiskipum eða flugv
Í greininni í Sögu ræðir Þór um ástandi
meðal annars:
„Hvað var nú á seyði hér á landi? Íslens
um og erlendum stjórnarerindrekum virti
gætu hnigið að niðurstöðu, sem var eitthv
Ráðstjórnin var í óða önn að kanna hér að
aðar á landi, sjó og í lofti. Skylli á stríð, ky
að ráðast á landið með því að beita sovésk
og langdrægum flugvélum ellegar reiða si
tveggja. Hörðustu sovétvinir Sósíalistaflo
vera reiðubúnir til að opna árásarhernum
einkum með því að taka á sitt vald flugvel
og Reykjavík.“
Gögn frá þessum árum ákvarðana um a
Atlantshafsbandalaginu (NATO) 1949 og v
við Bandaríkin í maí 1951 sýna, að íslensk
málamenn og embættismenn gerðu sér gl
ólíku hlutverki hers og lögreglu. Þau sýna
áttu þá víðtækari viðræður um öryggis- og
lands við erlenda stjórnmálamenn og herf
nokkru sinni fyrr og líklega síðar í sögu þj
Í ritgerð sinni í Sögu 1991 segir Þór Wh
ræðum íslenskra ráðherra í mars 1949 við
ríkjahers og flota. Þór segir um afstöðu he
„Ótvíræð var þó sú höfuðniðurstaða þeirra
á því, að flugvellirnir í Reykjavík og Kefla
skyndiárás, raid, í upphafi styrjaldar eða r
fremja skemmdarverk á þeim. Frá herfræ
armiði væri ákjósanlegast fyrir Rússa að b
sig „fimmtu herdeild“ íslenskra kommúni
iðleika við að flytja hingað her.“
Mat og orðrómur 1948
Í frásögn Bjarna Benediktssonar utanr
18. ágúst 1948 af fundi hans með Richard
sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, segir
„Mr. Butrick sagðist ekki geta sagt mik
sem Ísland kynni að vera í. Það, sem hann
ef til ófriðar kæmi yrði Bandaríkjaflugher
heldur en rússneskur. Væri það þó mjög u
ið vegna þess, að flugher Bandaríkjamann
kyrrsettur vegna veðurs vestan við Atlant
kæmu Rússar hingað. Ég varpaði fram þe
hvort þetta væri líklegt, þegar á það væri
væri, að ef svo ófriðvænlega væri í heimin
gæti brotist út á hverri stundu, að Bandar
þá ekki flugflota stadda á öllum viðkomus
til Þýzkalands. Mr. Butrick kvað það kynn
en um hættuna væri hann sem sagt ekki m
dæma; sig skorti sérþekkingu á því. Um h
aðarsérfræðingar að segja, ef mark ætti a
manna væri sá, þótt það væri ekki örugg v
hefðu flugvöll í Spitzbergen og eins hefðu
(svo!) norðarlega í Finnlandi og a.m.k. gæ
Finnland hvenær sem þeim litist. Þeir væ
jafnlangt undan eins og við e.t.v. vildum v
Í þessu sambandi drap ég á orðróminn,
ar, um að rússneskur her kynni að vera um
nesku síldarskipunum og sagði, að ég hefð
Byrns frá þeim orðrómi, í fjarveru Butrick
unum, til að fregna hjá honum, hvort nokk
meginhætta væri í heimsmálum, að þetta
legt, en Mr. Byrns hefði sagt, að svo væri
láta mig vita, ef breyting yrði þar á.
Mr. Butrick spurði þá, hvort Rússar væ
kvaðst ég halda svo vera og sagði honum f
eitt rússneska skipið var tekið í landhelgi
reyndi þrisvar að kasta sér í sjóinn á leiðin
yfirmanninum á skipinu, að hann og aðrir
rússneska veiðiskips, hefðu allir verið, og
rússneska flotanum, en sjálfur hefði hann
síldveiðum komið. Þá sagði ég og skoðun í
manna, að Rússarnir yfirleitt virtust lítið
anna, enda hefðu þeir Íslendingar, sem þe
borð, ekki verið sérfræðingar í síldveiðum
annar þeirra. Mr. Butrick spurði þá nánar
anna. Sagði ég, að stærsta skipið mundi v
Eftir Björn Bjarnason
Björn Bjarnason
Jón og fimmta he