Morgunblaðið - 06.01.2007, Side 34
34 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
D
ætur mínar fengu
margar góðar gjafir
á jólunum. Bækur og
bíómyndir, föt og alls
konar leikföng, sem
of langt mál væri að telja upp hér.
Fyrir jólin fórum við nokkrum
sinnum í leikfangaverslanir, enda
þurfti að kaupa ýmislegt fyrir
frændur og frænkur. Þeim fannst
margt freistandi, en annað alveg út
í hött. Ég sýndi þeim til dæmis fót-
boltaspil, þetta gamla góða, þar
sem litlir plastkarlar á gormi
keppa, með dyggri aðstoð stjórn-
enda. Þær horfðu á mig eins og ég
væri eitthvað undarleg. „Þetta er
strákadót!“ sögðu þær einum rómi.
Á aðfangadagskvöld kom Daníel
frændi þeirra í heimsókn. Hann
fékk fótboltaspil í jólagjöf og áður
en við vissum af voru stelpurnar
ljómandi af gleði og áhuga að leika
með honum. Þegar þær voru loks
skriðnar upp í rúm á jólanótt
spurði ég þær hvort þeim hefði
þótt gaman að spila fótboltaspilið.
„Já, mjög gaman,“ sagði Elísabet.
Það svar segir kannski ekki alla
söguna, því líklega gæti hún
skemmt sér stórkostlega við að
horfa á átrúnaðargoðið Daníel
leggja kapal. Margrét staðfesti
hins vegar að fótboltaspil væri af-
skaplega skemmtilegt. Og þá
spurði ég, eins og í leikfangabúð-
inni, hvort þær vildu kannski eign-
ast svona. „Nei, eða jú kannski,“
svaraði Elísabet og hefur áreið-
anlega séð fyrir sér að Daníel
myndi þá alltaf leika við hana þeg-
ar hann kæmi í heimsókn. Margrét
spurði hins vegar á móti: „Er til
svona spil með stelpum?“
Ég er búin að leita á Netinu, en
finn engin fótboltaspil þar sem litlu
plastkapparnir eru stelpur. Hetj-
urnar á fótboltavellinum eru strák-
ar og svoleiðis dót vilja stelpurnar
mínar ekki, þótt það sé skemmti-
legt. Þær hafa nefnilega af-
skaplega fastmótaðar hugmyndir
um hvað telst strákadót og hvað
stelpudót. Í herberginu þeirra eru
leikföng upp um alla veggi, en
samt lýsti Margrét því yfir um
daginn, að við yrðum að kaupa
strákadót. Drengurinn sem hún
elskar er nefnilega nýfluttur í
hverfið og hún vill taka á móti hon-
um með stæl.
Útlitið ræður því helst hvað þær
systur telja stráka- og stelpudót.
Þær hristu báðar höfuðið yfir vit-
leysunni í mömmunum þegar við
sýndum þeim litlar smásjár. Þessi
silfruðu og gráu vísindatæki voru
sko alls ekki heillandi. En svo
rakst Kata á bleikar smásjár og
núna grúfa þær sig yfir þær og
býsnast yfir munstrinu á flugu-
væng og örlítilli tréflís. Það er ekk-
ert strákalegt við það.
Þær fengu líka bleik Barbie-
labbrabb-tæki og þau eru alveg
frábær. Ég er sannfærð um að blá
labbrabb-tæki hefðu verið al-
gjörlega gagnslaus að mati tveggja
tæplega sex ára systra.
Mikið vildi ég að framleiðendur
leikfanga væru duglegri að taka
við sér og áttuðu sig á að stundum
er alveg nóg að skipta um lit til að
sama vara höfði til stráka og
stelpna.
Þegar ég leitaði sérstaklega eftir
stelpuleikföngum á Netinu kom
alltaf svipaður listi upp: Tuskudýr,
Disney-prinsessur af öllum gerð-
um, Barbie- og Bratz-dúkkur,
dúkkuhús, litlir bökunarofnar og
ryksugur, perlur til að búa til
skartgripi og ýmislegt annað fönd-
urdót.
Sambærilegur listi fyrir stráka
inniheldur kappakstursbrautir,
fjarstýrðar risaeðlur, sjóræn-
ingjakastala, alls konar kubba og
byggingarsett, bíla sem þeir geta
sjálfir setið í, talstöðvar, fjar-
stýrðar flugvélar, tölvuleiki og
geimverubúninga.
Skilaboðin eru auðvitað augljós.
Þær eiga að sitja og dunda sér,
þeir eiga að skella sér í hasarinn.
Ég veit hins vegar, sem móðir
tveggja tæplega sex ára stelpna, að
þær vilja gjarnan leika sér með
bíla og kappakstursbrautir, tal-
stöðvar og smásjár, svo framarlega
sem slíkt dót er „stelpulegt“, og
þær geta unað sér tímunum saman
við að byggja úr seguldótinu, enda
margir bleikir pinnar þar innan
um. Fyrir jólin vildi Elísabet ólm
eignast „svona flugvél sem getur
keyrt og það er hægt að opna hana
og setja fólk inn í hana og það eru
ljós“, en þær flugvélar sem við
sáum í leikfangabúðum voru allar
„strákalegar“. Og Margrét vildi
fjarstýrðan bíl, en þar var hið sama
upp á teningnum, við fundum eng-
an sem var nógu „stelpulegur“.
Mér finnst fjári hart hvað það er
erfitt að verða við óskum dætra
minna, sem vilja ekki bara sitja og
dunda sér við tuskudýr og dúkkur,
eða leika með eftirlíkingar af heim-
ilistækjum. Það eina sem þær fara
fram á er að dótið þeirra líti
„stelpulega“ út, en þær vilja svo
gjarnan leika með allt það dót, sem
annars telst víst hefðbundið
strákadót.
Þegar ég var lítil langaði mig í
riffil eins og Kristján bróðir fékk,
en þá hefði líklega aldrei hvarflað
að nokkrum manni að gefa stelpu
slíkan grip og núna fá auðvitað
engin börn vopn. Samstarfskona
mín ein fékk forláta leikfang-
aryksugu á meðan bróðir hennar
hljóp um allt hverfið með háværa
vélbyssu. Hún hefur ekki enn fyr-
irgefið þá mismunun. Og önnur
samstarfskona mín er enn dálítið
sár af því að hún fékk ekki Mekk-
ano til að byggja úr. Bara af því að
hún var stelpa og gerði hún þó eng-
ar kröfur um að það væri bleikt.
Stelpur áttu einfaldlega ekki að
leika sér með byggingarsett.
Það er löngu liðin tíð að fólki
þyki sjálfsagt að hann fái bók, en
hún nál og tvinna, eins og sungið er
um í jólalaginu. En ef þau vilja
bæði fjarstýrðan bíl, ætti auðvitað
að vera sjálfsagt að þau geti valið
þann sem þeim finnst fallegastur.
Annar verður þá kannski fag-
urblár, en hinn bleikur með glimm-
erskrauti.
Bleiku jóla-
gjafirnar
» Skilaboðin eru auðvitað augljós. Þær eiga aðsitja og dunda sér, þeir eiga að skella sér í
hasarinn. Ég veit hins vegar, sem móðir tveggja
tæplega sex ára stelpna, að þær vilja gjarnan
leika sér með bíla og kappakstursbrautir, tal-
stöðvar og smásjár, svo framarlega sem slíkt dót
er „stelpulegt“.
rsv@mbl.is
Ragnhildur Sverrisdóttir
FÖSTUDAGINN 29. desember
ritar Ólafur Oddsson, starfsmaður
skógræktar ríkisins grein í Morg-
unblaðinu sem ber heitið „Fjár-
hagsvandi Skógræktar ríkisins –
nóg komið, ráðamenn!“ Í greininni
telur Ólafur að Skógrækt ríkisins
hafi farið varhluta af fjárveitingum
undanfarin ár og lætur að því
liggja að ástæðan sé m.a. tilkoma
landshlutabundnu skógræktarverk-
efnanna. Vissulega er það rétt að
sé litið til framlaga til skógrækt-
arverkefnanna, hafa framlög til
Skógræktar ríkisins ekki hækkað í
sama hlutfalli, enda
ólíku saman að jafna.
Og það er einnig rétt
hjá Ólafi, og það vil ég
undirstrika, að vægi
Skógræktar ríkisins
hefur breyst, en þar
með er ekki sagt að
vægi hennar hafi
minnkað.
Ég sé ástæðu til að
þakka Ólafi greinina
sem gefur tilefni til að
rifja upp og halda til
haga þeirri ákvörðun
núverandi ríkisstjórn-
arflokka að hefja markvissa og
skipulagða skógrækt á Íslandi og
helstu breytingum sem sú ákvörð-
un fól í sér. Segja má að þetta ferli
hafi hafist með nytjaskógrækt á
bújörðum sem Skógrækt ríkisins
styrkti og svo tilkomu Héraðsskóga
árið 1991, en ég fullyrði að sam-
þykkt ríkisstjórnarinnar hinn 18.
desember 1996 um að verja 450
mkr. til átaks í landgræðslu og
skógrækt næstu fjögur árin, mark-
aði tímamót í sögu skógræktar á
Íslandi. Árið 1997 voru Suðurlands-
skógar stofnaðir og á grundvelli
laga um landshlutabundin skóg-
ræktarverkefni sem samþykkt voru
1999 voru Norðurlandsskógar,
Vesturlandsskógar, Skjólskógar á
Vestfjörðum og Austurlandsskógar
settir á fót. Öll þessi verkefni hafa
síðan vaxið og dafnað og teljast
veigamikill þáttur í atvinnu- og bú-
setumálum um allt land. Þótt að-
almarkmið verkefnanna sé að
rækta skóg hafa þau einnig önnur
markmið, s.s. eflingu byggða og at-
vinnulífs, auðlindasköpun og bind-
ingu kolefnis þá hafa í kjölfar verk-
efnanna opnast nýir möguleikar á
störfum á landsbyggðinni fyrir há-
skólamenntað fólk sem vissulega
var og er þörf á.
Ætlunin er að
rækta skóg á 5% af
láglendi landsins á 40
ára tímabili. Þessi
áætlun byggist ekki
hvað síst á farsælu
100 ára starfi Skóg-
ræktar ríkisins, sem
hefur með rann-
sóknum, tilraunum
og gróðursetningum
sannað að á Íslandi
er hægt að rækta
skóga. Með tilkomu
verkefnanna og þessu
mikla skógræktarátaki breyttist
óhjákvæmilega ýmislegt hjá Skóg-
rækt ríkisins og má tiltaka einkum
tvennt; dregið var úr gróðursetn-
ingu í lönd í eigu eða umsjá Skóg-
ræktar ríkisins og vegna sam-
keppnissjónarmiða var Skógrækt
ríkisins gert að hætta framleiðslu
og sölu skógarplantna á almennan
markað. Þetta þýddi samdrátt í
umsvifum Skógræktarinnar hvað
þessa þætti varðaði og tilheyrandi
fækkun starfsmanna. Skógræktin
hefur aftur á móti enn sem fyrr
viðamiklu hlutverki að gegna og má
þar ekki hvað síst benda á umsjón
og uppbyggingu þjóðskóganna sem
sífellt fleiri heimsækja og njóta ár
hvert, ásamt fjölþættum rann-
sóknum á sviði skógræktar sem er
og verður undirstaða skógræktar í
landinu. Engar áætlanir eru um
annað en að Skógrækt ríkisins
sinni áfram þessum þáttum ásamt
öðrum þeim verkefnum sem henni
eru falin.
Skógrækt ríkisins hefur eflaust
ekki, fremur en margar aðrar rík-
isstofnanir úr of miklum fjár-
munum að spila, en tillögur ráðu-
neytisins hafa gert ráð fyrir árlegri
aukningu til stofnunarinnar innan
þess fjárlagaramma sem ráðuneyt-
inu er settur. Það er hins vegar
staðreynd að aldrei hefur verið var-
ið meira fjármagni til skógræktar á
Íslandi en nú og hafa þær fjárveit-
ingar aukist jafnt og þétt ár frá ári
eins og meðfylgjandi skýring-
armynd ber með sér og segir trú-
lega meira en mörg orð.
Í upphafi ráðherraferils míns
fullyrti ég á opinberum vettvangi
að skógrækt væri landbúnaður og
var eftir þeim orðum tekið. Ég er
enn þeirrar skoðunar, og nú er
þetta orðin viðurkennd staðreynd.
Ráðuneytið hefur sinnt málefnum
skógræktar af kostgæfni og lagt
áherslu á að fá fjármagn í mála-
flokkinn, m.a. með þingsályktun
þess efnis sem hefur verið viðmið í
fjárlagagerð þess.
Undir lok greinar sinnar víkur
Ólafur svofelldum orðum ráða-
manna. „Ef til vill finnst ykkur eins
og svo mörgum að það sé í lagi að
svelta ríkisstofnun, það sé hvort
sem er ekkert gert af viti þar og
hana ætti að einkavæða.“ Ég svara
fyrir mitt leyti; hef hvorki heyrt né
séð slíka orðræðu fyrr og víðsfjarri
að hún geti samræmst mínum
skoðunum.
Ég vil svo nota tækifærið til að
óska öllu skógræktarfólki velfarn-
aðar í störfum sínum og Skógrækt
ríkisins og starfsfólki stofnunar-
innar flyt ég þakkir og heillaóskir í
tilefni 100 ára glæsilegs starfsfer-
ils.
Öflugur stuðningur við
íslenska skógrækt
Guðni Ágústsson svarar
grein Ólafs Oddssonar
»… vægi Skógræktarríkisins hefur
breyst, en þar með er
ekki sagt að vægi henn-
ar hafi minnkað.
Guðni Ágústsson
Höfundur er landbúnaðarráðherra.
Framlög til skógræktar á verðlagi hvers árs
0
100
200
300
400
500
600
700
800
1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007
milljónir
Verkefni
Skógrækt
ÉG LAS viðtal við Valdimar
Kristinsson í Morgunblaðinu frá
10. desember sl. þar sem sagt er
frá einkar athygli-
verðum hugmyndum
hans um byggða-
kjarna og þróun
byggðar á Íslandi.
Það er greinilegt að
þar var afar fram-
sýnn maður en hann
setti þessar hug-
myndir fram á sjö-
unda áratug síðustu
aldar.
Í framhaldi af
lestri greinarinnar
skrifaði ég nokkrar
hugleiðingar á blað
og ef til vill eru fleiri að hugsa á
svipuðum nótum.
Það var ánægjulegt að sjá þegar
bæjarstjórar Egilsstaða og
Fjarðabyggðar hittust í kaffi á
miðjum Fagradal sem merki um
að þessi bæjarfélög ættu að vinna
meira saman. Það yrði einnig
ánægjulegt ef fulltrúar Fjarða-
byggðar, Egilsstaða, Eyjafjarðar,
Skagafjarðar og Þingeyinga hitt-
ust í Mývatnssveit og
mörkuðu framtíðarsýn
og samvinnu þessara
bæjarfélaga til lengri
tíma.
Það er ótalmargt
sem er sameiginlegt
þessum bæjarfélögum
sem þau verða að
leysa á hagkvæman
hátt og má þar til
dæmis nefna heil-
brigðismál, mennta-
mál, kynningarmál,
samgöngumál, um-
hverfisstefnu og al-
menningssamgöngur.
Bakland þessara sveitarfélaga
er að styrkjast en nú þarf að
marka betur framtíðarsýn bæj-
arfélaganna svo að fjármagn nýt-
ist betur í þeim málaflokkum sem
áður hafa verið nefndir
Látum ekki allt gerast í Reykja-
vík, segjum frá framtíðarsýn okk-
ar hér á norðausturhorni landsins
sem má afmarka frá Skagafirði
austur á Djúpavog. Þetta er efna-
hagslega sterkt svæði, öflugur
sjávarútvegur, sterkur landbún-
aður, orkuiðnaður, ferða-
mannaþjónusta og þar af leiðandi
eina svæðið sem gæti keppt við
suðvesturhornið að einhverju ráði.
Látum ekki þrönga sérhags-
muni skemma sýn okkar á mögu-
leika þessara svæða, stöndum með
þeim einstaklingum sem mundu
bjóða í kaffi í Mývatnssveit eins
og gert var á Fagradal.
Látum ekki allt
gerast í Reykjavík
Örn Ingvarsson fjallar um
þróun byggðar á Íslandi
» Látum ekki allt ger-ast í Reykjavík,
segjum frá framtíð-
arsýn okkar hér á norð-
austurhorni landsins
sem má afmarka frá
Skagafirði austur á
Djúpavog.
Örn Ingvarsson
Höfundur er rafmagnsiðnfræðingur.