Morgunblaðið - 06.01.2007, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 39
hugann að því hvernig Ísland verður
þegar hans kynslóð er fallinn frá.
Vinnusemi, nægjusemi, hjálpsemi.
Hvað verður um þessa eiginleika?
Hvernig verður að vinna á heimilum
fyrir aldraða í framtíðinni? Við verð-
um ekki öll eins jákvæð og nægjusöm
og Auðunn var. Eins hef ég leitt hug-
ann að því hversu gott er að hverfa
frá þessu lífi vitandi það að allir eiga
góðar minningar um mann. Þær eig-
um við nægar um hann Auðun Gests-
son. Það er gott að eiga góðs að minn-
ast.
Harpa Rós.
Þú ert hagur það ég veit
þitt er fag að smíða
alla daga út í sveit
ert’u að laga og prýða.
(S.H.)
Í dag kveðjum við hinstu kveðju
föðurbróður okkar, Auðunn Gests-
son á Kálfhóli, og langar okkur til að
minnast hans með nokkrum fátæk-
legum orðum. Auðunn var borinn og
barnfæddur á Kálfhóli, tók við búi af
föður sínum og bjó þar lengst af. Þó
að hann væri fyrst og fremst bóndi
þá var hann einnig liðtækur smiður
og starfaði við það víða um sveitir, er
stund gafst frá bústörfum. Eftir að
hann hætti búskap og flutti á Selfoss
vann hann við smíðar fram í háa elli.
Auðunn var hjálpsamur, glaðvær
og gamansamur maður og gott var að
alast upp í sambýli við hann. Þar sem
tvíbýli var á Kálfhóli bjuggum við svo
til á sama hlaði og var samgangur
mikill á milli bæjanna, nánast eins og
eitt samfélag. Stór barnahópur á
báðum bæjum sem voru saman í leik
og starfi sem systkini, svo oft hefur
verið fjör í kotinu og ekki alltaf heigl-
um hent að hafa hemil á svo stórum
hópi. Auðunn lét það ekki raska ró
sinni. Þó var einn staður sem var
honum helgur en það var smíðaher-
bergið og verkfærin hans og virtum
við það að mestu. En tól og tæki
freistuðu barnanna og einu sinni var
lagt af stað í smíðaherbergið með
soninn Ólaf í broddi fylkingar. Nú
skyldu tækin könnuð. Er leikar stóðu
sem hæst heyrðum við að einhver var
að koma. Fór nú að fara um hópinn,
Ólafur stökk upp á borð og króaðist
af úti í horni, inn kom Auðunn frekar
þungur á brún, verkfærin út um allt.
Þá stundi Ólafur upp með angistar-
svip: „Nú er ég hræddur.“ Þar með
var það búið. Gamansemi Auðuns
varð þó öllu öðru yfirsterkari og gat
hann ekki annað en hlegið að öllu
saman.
Oft var setið löngum stundum við
eldhúsborðið í vesturbænum og
spjallað við Auðun því hann hafði það
sem er ekki öllum er gefið – að geta
talað við börnin sem jafningja: „Hvað
segir þú heillin,“ var oft viðkvæðið,
„eigum við að spila?“ en hann hafði
mjög gaman af spilamennsku og var
óþreytandi að spila við okkur og þá
oftar en ekki Marías.
Auðunn lætur eftir sig fjölmargar
ljúfar minningar sem við munum
varðveita. Öðlingur er fallinn frá og
þökkum við honum kærlega fyrir
samfylgdina.
Að lokum viljum við senda að-
standendum hans innilegustu sam-
úðarkveðjur okkar. Minningin um
góðan mann mun lifa og ylja ykkur
um ókomna tíð.
Systkinin úr austurbænum.
Auðunn tók við búi á Kálfhóli 1946
ásamt Þórði bróður sínum. Þá varð
ég þar vikapiltur, kom þar einu miss-
eri á eftir Kristínu sem varð strax
kona Auðuns. Raunar losnaði ég
aldrei síðan þaðan meðan þau
bjuggu. Þá skipti handaflið máli, að
kunna að sveifla orfi, hrífu og skóflu
og ráða við hestana, að láta ekki
kýrnar sparka um mjólkurfötunni.
Þá þoldu störf enn samræður, eyrna-
skjól voru óþekkt enda var hlustað af
ákefð á sögur af skrýtnum körlum
þar á Skeiðum. Hvort sem þær voru
sagðar undir þaki í hlöðunni, oná ný-
björguðu heyinu og regnið skellur á
þakinu að utan, eða við eldhúsborðið
að dagsverki loknu, þá var hlegið.
Ekki dró það úr hlátrinum að þar var
húsfreyja við verkstjórn. Reyndar
kom fólk víða að til að hlæja við það
borð.
Auðunn var sveitarsmiður, sjaldan
voru byggingaframkvæmdir nær-
sveitis að hann væri ekki kallaður til.
Hönnun og smíði voru þá eitt og lítið
þurfti að borga í vinnulaun. Um þau
laun gilti sama og þegar hann var að
gera við amboð nágranna: það var
ekki ástæða til þess að borga mikið,
maðurinn var svo flinkur hvort eð var
og hafði ekkert fyrir þessu. En laun
skiptu Auðun litlu í fé talið, greið-
vikni hans var eðlislæg, hann naut
smíðanna. Í lok búskapartíðar sinnar
smíðaði hann innvols í slaghörpu og
þótti ekki tiltökumál. Þetta var að
fyrirsögn vikapilts sem nú er orðinn
tónskáld og organisti.
Það var ekki bara í viðhorfum sem
Auðunn hafði reisn til að bera. Hann
bar sig vel, teinréttur fram á síðustu
daga og hnitmiðaður í hreyfingum.
Ég hygg hann hafi tileinkað sér þetta
í Héraðsskólanum á Laugarvatni,
Bjarni heitinn hvatti nemendur sína
til að rétta úr sér og ganga beinir.
Ekki þótti öllum það vera skynsam-
leg holning á þeim tíma. Sömuleiðis
lærði hann margt um líkamsbeitingu
á tveggja vikna lögreglunámskeiði
sem haldið var að Brautarholti á
Skeiðum sumarið 1937. Þá var verið
að efna til hinnar svokölluðu sveita-
lögreglu sem um nokkurra áratuga
skeið stuðlaði mjög að friðsamlegu
samkomuhaldi í héruðum. Það voru
bændur og þeirra synir sem brugðu
sér í lögreglubúning þegar samkom-
ur voru haldnar. Afar sjaldan bar við
að slegist væri þar sem Auðunn var á
vakt, væri Stokkseyringur ódæll
fékk Auðunn hann með sér út fyrir
og ræddi aflabrögð, yrði Hreppa-
maður hugumstór, var rætt við hann
um fjárleitir. Fengu þá mennirnir að
njóta sín í frásögnum og gleymdu
slagsmálum. Nú er reynt að kenna
líkamsbeitingu í sérstökum áföngum
í framhaldsskólum og þykir erfitt.
Allt var það gott sem Auðunn
smíðaði og hannaði, afkomendur
hans eru bestu vitnin um það. Við
syrgjum hann auðvitað, en fyrst og
fremst er gleði í hug þegar Auðuns er
minnst, það er sú tilfinning sem hann
miðlaði helst. Við munum hann glað-
an og reifan. Hann var orðinn þreytt-
ur í lokin og skyldi engan undra, en
það lýsir verkhyggni hans að hann
deyr á helgum jóladegi, þegar allt
hans fólk gat verið hjá honum, hann
er jarðsunginn um leið og jólin eru
sungin út. Aldrei sló sá maður feilp-
úst í hönnun sinni og skipulagningu.
Blessuð sé minning hans og þeirra
hjóna.
Þór Vigfússon.
Ég kveð vin minn, Auðun, með
nokkrum línum.
Við urðum kunnugir eftir að hann
brá búi og fluttist til Selfoss. Auðunn
var þá og til æviloka ern og hress, öt-
ull í starfi. Áhugi og vílleysi ein-
kenndu hann alla tíð.
Það er mikil breyting á lífshlaupi
bónda að flytjast úr sveit í kaupstað,
enda munur á malbiki og móum eða
túni.
Honum farnaðist vel við þessi um-
skipti, enda átti hann ættingjum og
vinum að mæta á Selfossi. Ingileif
dóttir hans var honum sem vernd-
arengill. Það var að tilstuðlan hennar
sem ég kynntist Auðuni. Hún vann
með mér á sjúkrahúsinu og leitaði til
mín vegna föður síns. Við læknuðum
blóðleysi sem hrjáði hann fyrir meira
en áratug. Hún sprautaði svo föður
sinn reglulega eftir það.
Auðunn var mér þakklátur eftir
þessa litlu hjálp. Eftir þetta hittumst
við oft.
Auðunn var hvorki íhaldssamur né
róttækur í skoðunum, mildur í dóm-
um og illt umtal heyrði ég ekki af
hans vörum. Hann var orðvar um
annað fólk.
En það leyndi sér ekki að vænt
þótti honum um æskuslóðirnar.
Endilega vildi hann sýna mér, Hún-
vetningnum, sveitina sína, Skeið og
Gnúpverjahrepp.
Og það varð úr.
Á fögrum sumardegi fékk hann sér
bíl og bílstjóra og sagði mér frá bæj-
um og landslagi, sögur af sér og
bernskuslóðunum, af mikilli alúð og
ást. Augu mín lukust upp fyrir dá-
semdum þessarar sveitar. Þetta var
dagur Auðuns og mér ógleymanleg-
ur.
Við fráfall Auðuns er mitt að
þakka kynnin og láta það í ljós.
Ég sendi kveðju mína til ættingja
hans og vina með þessum ljóðlínum:
Árnesþing,
veröld vona,
var sem bros
í hjarta þér
Unnir moldu,
mildi jarðar.
Muna skal
sá
eftir fer.
Brynleifur H. Steingrímsson.
Auðunn á Kálfhóli er dáinn og hluti
af æskuminningum mínum vill koma
fram, minningar um sumardaga í
sveitinni, góða granna sem alltaf
höfðu nægan tíma hver fyrir annan.
Pabbi minn og Gústi í Skálmholti
riðu einhvern tímann um Skálm-
holtshraunið að líta eftir nautgripum
og áður en þeir vissu voru þeir komn-
ir í námunda við Kálfhól og upplagt
að líta við. Auðunn bóndi stóð þá
spariklæddur á hlaðinu og heilsaði
þeim með þessum orðum: „Setjist þið
bara inn, strákar mínir, ég þarf rétt
að skreppa í eina fermingarveislu
niðrá Selfoss, ég kem strax aftur!“
Þetta tilsvar lýsir honum vel og varð
orðatiltæki heima hjá mér.
Ég man eftir sumarhelgum og
sveitaböllum. Mamma skutlar okkur
systrum á Kálfhól, sem var fé-
lagsmiðstöðin okkar, nema hvað þar
voru ekki bara okkar jafnaldrar held-
ur allar kynslóðir samankomnar á
bæjunum tveimur. Krakkarnir
þeirra Stínu og Auðuns voru enn með
annan fótinn heima og eins var með
hópinn á hinum bænum, þar á ofan
kom slatti af sumarkrökkum og um
helgar bættust við kaupafólk frá
fyrri árum og vinir þeirra. Eldhúsið
hjá Stínu fullt af fólki og hlátrasköll-
um og við borðsendann sat Auðunn
bóndi og ruggaði sér á stólnum. Æv-
inlega á ullarsokkum þótt um hásum-
ar væri. Heilsaði með virktum og
spurði frétta. Stína stóð við vaskinn
og mátti aldrei vera að því að setjast
niður, reykti camel þar til ekkert var
eftir af sígarettunni nema glóðin.
Skaut inn stríðnislegum athuga-
semdum, sagði sögur og hló með okk-
ur.
Við göntuðumst með það að hjóna-
band þeirra væri svona gott af því
þau hittust ekki svo mikið. Stína gat
vakað með okkur eins lengi fram eft-
ir og við vildum og það var viðbúið að
ef við komum undir morgun heim af
balli væri Auðunn vaknaður. Í þessu
eldhúsi æfðum við okkur í að segja
frá þannig að hlustað væri, að ræða
um allt milli himins og jarðar – út-
varpsdagskrána, skáldskap, pólitík-
ina, daglegt líf og skondnar uppá-
komur á þessum bæ sem og öðrum,
góð tilsvör, undarlegar uppátektir og
allar hliðar mannlífsins sem talist
gátu skondnar og skemmtilegar.
Hellt á kaffi í gríð og erg. Og mætti
maður ekki vera að því að drekka það
var eins gott að afþakka almennilega.
Mjólkurbílstjórinn álpaðist til að
segja að hann ætlaði að eiga það inni
og Stína stakk kaffibollanum hans í
ísskápinn og geymdi þar til næst! Ég
man aldrei eftir að hafa séð Stínu
smakka vín og Auðunn sagði að það
þýddi ekki að gefa sér áfengi því það
virkaði ekki fyrr en daginn eftir og til
hvers væri það? Það var þeirra að-
ferð við að sýna okkur gott fordæmi.
Þannig lærðum við í rólegheitum
(eða ekki svo miklum rólegheitum)
hvað væri við hæfi og hvað ekki. Og
aðallega lærðum við að hver maður
er með sínu sniði og allt er það gott í
bland. Sumir vilja meina að táningar
vilji helst vera út af fyrir sig, en við
sóttum í eldhúsin þar sem allar kyn-
slóðir sátu og ævinlega var pláss fyr-
ir einn í viðbót. Hvort heldur það var
á Kálfhóli, Egilsstaðakoti, Heiðarbæ
eða Skálmholti var ævinlega tekið á
móti skaranum með bros á vör, nú
eða reynt að sofa ófriðinn af sér þeg-
ar við mættum í eldhús eftir ball og
vorum ekki tilbúin til að hætta og
þurftum að syngja eitt lag enn eða
spila eitt spil áður en við þyrftum að
þykjast vera mjög fast sofandi til að
þurfa ekki að fara í fjósið. Góðir
tímar!
Löngu síðar fluttu Auðunn og
Stína á Selfoss og ég heimsótti þau
þar og ég kom til Auðuns á heimili
hans á Grænumörk líka og ekki
breyttist andrúmsloftið. Það sem er
kallað „virk hlustun“ á fínu máli og er
kennt á námskeiðum í dag kunnu þau
frá upphafi. Þótt mörg ár liðu milli
þess sem við hittumst á seinni árum,
Auðunn og ég, þá mundi hann alltaf
hvað ég hafði verið að gera síðast og
hvaða fréttir hann hafði haft af mér.
Og alveg síðan ég var táningur hefur
mér þótt upphefð að þessum áhuga,
þessum einföldu táknum um vænt-
umþykju, það sem skiptir máli.
En nú er komið að ferðalokum,
Auðunn og Stína komin í nýtt eldhús,
og um leið og ég sendi þeim báðum
hjartans þakkir fyrir svo ótalmargar
skemmtilegar minningar mínar og
annarra ungmenna sem áttu leið um
þeirra hús, þá veit ég að einhvern
tímann hittumst við öll aftur við eld-
húsborðið þeirra.
Heiðrún Dóra Eyvindardóttir.
Á tíræðisaldri smíðaði afi minn,
Auðunn Gestsson, síðustu gjöfina.
Öll eigum við ættingjarnir eitthvað
sem afi smíðaði í höndunum, með
hvert og eitt okkar í huga. Hann
smíðaði skálar, vasa, hirslur, nátt-
borðin eru ófá vítt og breitt um ætt-
ina, dúkkurúm svo falleg og fullkom-
in og svo margt annað frá litlum
hlutum eins og smjörhnífum í stór
símaborð með áföstum bekk, svo
ekki sé minnst á allt annað sem hann
hefur tekið sér fyrir hendur ýmist
heima í sveitinni, í vinnu hjá Samtaki
eða í vinnuskúrnum sínum. Þessir
hlutir verða á heimilum okkar um
aldur og ævi.
Sem betur fer eigum við flest sög-
ur og minningar frá afa. Fyrir um
fimm árum fórum við afi ásamt
mömmu og pabba upp að Húsatóft-
um í sunnudagskaffi. Á leiðinni taldi
afi upp fyrir mig hvern bóndabæ,
hvern hól, hverja þúfu og hvert fjall
sem bar nafn. Eftir kaffið var leiðinni
haldið heim og þá byrjaði afi strax að
spyrja mig hvað hver þúfa, fjall, hóll
eða bóndabær héti og að sjálfsögðu
gat ég nær engu svarað, afa til mik-
illar furðu. Hvernig stóð á því að
stelpan vissi ekki neitt? Hann var
nýbúinn að þylja þetta allt upp fyrir
henni. Helst hefði hann viljað keyra
um Skeiðahreppinn þangað til ég
næði þessu öllu en sem betur fer
slapp ég við það.
En viðbrögð afa voru kostuleg.
Kímnigáfa er eitthvað sem afa skorti
aldrei og var hann ætíð fljótur til
svars, sem oftar en ekki fékk fólkið í
kring til að skríkja úr hlátri. Eftir-
minnilegar vísur komu þegar við síst
áttum von á, heilræði, hlátur, og góð-
mennskuna og hlýjuna vantaði aldr-
ei.
Það er ekki öllum sem farnast veg-
ferðin jafnvel og þeim hjónum Stínu
og Auðuni frá Kálfhóli en þau tókust
með ótrúlegum hætti á við það sem
lífið hafði upp á að bjóða, bæði góðar
og slæmar stundir. Með opnum örm-
um, gestrisni, ást og umburðarlyndi
tóku þau á móti hverjum sem gekk að
Kálfhóli og veittu húsaskjól. Ég er
stolt af því að hafa kynnst þeim, að fá
tækifæri til að líta yfir farinn veg og
sjá hvernig afi og amma spiluðu út
sínum spilum.
Vinnusemin, hlýjan og dugnaður-
inn hafa skilað sér til afkomenda.
Þeir sem fylgst hafa með afa vita
hvernig á að haga sér, vita hversu
mikilvægt það er að skila góðri vinnu,
að gera ávallt sitt besta og hugsa vel
um sig og sína.
Nú er það okkar hinna sem eftir
lifum að halda áfram, halda í minn-
ingarnar um ömmu og afa sem mest
við getum, reyna að lifa eftir þeim
fordæmum sem þau hafa sýnt okkur
og ef við erum heppin þá skilar það
okkur ögn af þeirri gleði og virðingu
sem amma og afi gáfu okkur og þau
skilja eftir sig.
Blessuð sé minning þeirra.
Fanný Guðbjörg Jónsdóttir.
✝
Eiginmaður minn og faðir okkar,
SIGURÐUR Á. BENEDIKTSSON,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð föstudaginn
15. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Kristín Eva Árnadóttir,
Magnús Hallur Norðdahl Sigurðsson,
Hallgrímur Norðdahl Sigurðsson,
Berglind Norðdahl Sigurðardóttir,
Ragna Margrét Norðdahl Sigurðardóttir,
tengdabörn og barnabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SÆUNN ÞURÍÐUR GÍSLADÓTTIR,
til heimilis á Hrafnistu í Reykjavík,
lést föstudaginn 5. janúar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Margrét Kjartansdóttir, Sólberg Vigfússon,
Gísli Kjartansson, Júlíana Aradóttir,
Svava Kjartansdóttir,
Ingibjörg Kjartansdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, dóttir,
sambýliskona og amma,
ÓSK DAGBJÖRT GUÐMUNDSDÓTTIR,
Sóleyjarima 3,
Reykjavík,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 2. janúar.
Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju miðviku-
daginn 10. janúar kl. 13.00.
Þökkum hlýhug og vinsemd.
Guðný Ólöf Reimarsdóttir, Guðjón Jónsson,
Inga Lára Reimarsdóttir, Hilmar Þór Elefsen,
Magnea Vala Reimarsdóttir, Anna Dagbjört Þorleifsdóttir,
Óskar Jónsson
og barnabörn.