Morgunblaðið - 06.01.2007, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 41
peyi. Sá draumur rættist það árið og
var betri en ég átti von á. Sem lítill
peyi ofan af landi þótti mér fátt
skemmtilegra en að heimsækja
Magga frænda á sumrin. Þú oftar en
ekki úti á sjó en fjörið hófst þegar þú
komst í land. Vá, hvað sjómennskan
heillaði mig þá! Allar þjóðhátíðirnar
sem við áttum saman og þolinmæðin
þín í garð okkar Magga þegar við
brölluðum ýmislegt í Eyjum. Ég
þakka þér fyrir allar þær stundir sem
við áttum saman bæði í fríum og um
borði í Valdimar Sveinssyni.
Elsku Bára, Magnús, Stefán Þór
og fjölskyldur, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð.
Arnar Sigurbjörnsson.
Elsku Steindór.
Missirinn er mikill en nú ertu kom-
inn á betri stað og laus við þennan
hræðilega sjúkdóm. Það verður
skrítið að koma til Eyja og þú ekki á
bryggjunni með Báru að bíða eftir
frænku-þríeykinu. Síðastliðin sumur
hefur leið okkar legið til Eyja og þá
til að fara á þjóðhátíð. Alltaf fengum
við gistingu hjá ykkur hjónum og
alltaf var hugsað jafn vel um okkur.
Ef þú fréttir að einhver okkar hefði
gert eitthvað af sér kom stríðnin upp
í þér og þú naust þess að atast í þeirri
sem í hlut átti. Síðasta skiptið sem við
hittum þig var á spítalanum en þrátt
fyrir mikil veikindi var stutt í húm-
orinn og stríðnina. Já Steindór, þú
varst sko stríðinn.
Það er erfitt að sætta sig við að þú
sért farinn og kveðjum við þig með
miklum trega og söknuði.
Við spyrjum margs en finnum fátt
um fullnægjandi svör.
Við treystum á hinn mikla mátt sem mildar
allra kjör.
Í skjóli hans þú athvarf átt er endar lífsins
för.
Þú skilur eftir auðlegð þá sem enginn tekið
fær.
Ást í hjarta, blik á brá, og brosin silfurtær.
Mesta auðinn eignast sá er öllum reynist
kær.
Þín minning öllu skærar skín þó skilji leið
um sinn.
Þó okkur byrgi sorgin sýn mun sólin brjót-
ast inn.
Við biðjum Guð að gæta þín og greiða veg-
inn þinn.
(G.Ö.)
Elsku Bára, Maggi, Bergey, Stef-
án, Þórhildur og litlu afabörnin, Guð
gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tím-
um.
Hjördís, Guðbjörg og Hugrún.
Mig langar að minnast Steindórs
með nokkrum orðum, hvernig hann
kom mér fyrir sjónir og hvaða mann
hann hafði að geyma.
Steindór var afar handlaginn mað-
ur. Þegar þau, hann og Bára frænka
mín, byggðu hús sitt á Höfðaveginum
bað hann mig að segja sér til í múr-
verki. Ég var honum innan handar
við þann hluta byggingarinnar sem
sneri að mínu fagi, en ekki var hann
lengi að ná réttu handtökunum og
gerði hlutina sem fagmaður til
margra ára væri. Ekki minnkaði
áhuginn og eljan þegar sumarbústað-
urinn á Flúðum var reistur. Steindór
fékk smáaðstoð við að reisa beina-
grindina, enda bara með tvær hend-
ur og 180 cm á hæð, en síðan var það
hans að klára verkið. Og það reyndist
ekki erfitt fyrir þennan vinnuþjark.
Allt virtist leika í höndunum á honum
og allur frágangur var til fyrirmynd-
ar. Í bústaðnum leið allri fjölskyld-
unni vel, ekki síst barnabörnunum
sem elskuðu að eiga svona góðan afa
sem einmitt hugsaði um að þau hefðu
pláss hvort sem var innandyra eða
úti við.
Við Steindór þóttum líkir á yngri
árum og olli það stöku sinnum rugl-
ingi. Stuttu eftir að Steindór kom í
ættina var hann spurður hverra
manna hann væri og svaraði hann þá
að hann væri tengdasonur Magga á
Kirkjubæ. Sá sem spurði svaraði um
hæl: „Hvers konar þvæla er þetta í
þér? Þú getur ekki verið bæði sonur
hennar Jónu á Kirkjubæ og tengda-
sonur Magga!“ Steindór svaraði þá
að hann mætti alveg hafa þetta eins
og hann vildi, hann væri bara víst
tengdasonur hans Magga á
Kirkjubæ. Eftir þetta heilsuðumst
við oftast með orðunum „sæll bróð-
ir“.
Elsku Bára, Maggi, Stefán og aðr-
ir ástvinir. Með þessum kveðjuorðum
langar mig að votta ykkur samúð
mína. Eigið bjarta framtíð þótt einn
hlekkur sé nú fallinn frá.
Hvíldu í friði, bróðir.
Gísli Sigurgeirsson.
„Þið eruð nú meiru sleðarnir. Þyk-
ist svo vera sjómenn en ætlið að slug-
sast við að draga 10 trossur í allan
dag. Ég held þið ættuð að finna ykk-
ur aðra vinnu ef þið farið ekki að
hreyfa á ykkur spaðana.“ Þetta voru
mín fyrstu kynni af Steindóri þegar
ég byrjaði á Valdimari Sveinssyni
VE 22 í janúar 1985. Þessa fyrstu
vertíð mína um borð stóð Steindór
alltaf aftastur við netaborðið og þrus-
aði yfir mannskapnum. Oft var ansi
fjörugt þegar hann var búin að æsa
okkur svo upp að það sauð á öllum.
Þá flugu trossurnar inn og brosti
hann þá og sagðist loksins vera búin
að koma blóðinu í okkur á hreyfingu.
Steindór hugsaði alltaf vel um út-
gerðina, aldrei neitt til sparað í
vinnuaðstöðu á dekki eða í fiskileitar-
og siglingatækjum í brú. Skipinu var
alltaf vel við haldið og þrifalegt enda
var Valdimar eitt best búna vertíð-
arskipið þegar hann var seldur árið
2000.
Steindór var einn af þeim sem vildi
gera hlutina sjálfur. Skipti þá engu
máli hvort það þurfti að mála einn
vegg eða byggja eitt stykki sumarbú-
stað, það væri nú ekki mikið mál.
Þegar ég heimsótti Steindór og Báru
í bústaðinn í vor var hann mjög stolt-
ur þegar hann sýndi mér bústaðinn
og albúmið með byggingarsögunni.
Einnig töluðum við um það að við
þyrftum að hittast oftar en þær
heimsóknir urðu aðeins þrjár og allar
á Landspítalann þar sem hann háði
þessa stuttu baráttu við þennan ill-
víga sjúkdóm. Með þessum orðum vil
ég kveðja kæran vin og góðan vinnu-
veitanda til 15 ára og þakka það
mikla traust sem mér var sýnt hjá út-
gerðinni.
Elsku Bára, Magnús, Stefán og
fjölskyldur, guð styrki ykkur við
þann mikla missi sem þið hafið orðið
fyrir.
Óskar Örn Ólafsson.
Elsku vinur, nú er stríði þínu lokið,
en aðeins tveir mánuðir eru síðan þú
greindist með krabbamein. Þetta var
ótrúlega stuttur tími, en samt í lokin
svo langur, því varla er hægt að
ímynda sér neitt erfiðara en að horfa
upp á ástvin sinn svo veikan og geta
svo lítið hjálpað, en Bára vék ekki frá
þér og sama má segja um strákana
þína og tengdadætur. Öll lögðu þau
sitt af mörkum til þess að gera þenn-
an tíma sem bærilegastan fyrir þig.
Einnig varst þú mjög ánægður þegar
barnabörnin þín komu í heimsókn,
þau voru svo sannarlega augastein-
arnir þínir, Steindór minn.
Við viljum þakka þér öll árin sem
vinskapur okkar hefur haldist. Marg-
ar góðar stundir höfum við átt saman
og var alltaf jafn gaman að „þrasa“
pínulítið við þig. Þú hafðir ákveðnar
skoðanir á hlutunum, það vissu allir
sem þig þekktu.
Þú varst mikill Akoges-maður og
varst alltaf boðinn og búinn til þess
að gera það sem þurfti þar á bæ.
Vegna mikils áhuga hjá þér ákvað ég
að ganga til liðs við þennan góða fé-
lagsskap og þar höfum við átt saman
margar góðar stundir.
Elsku Bára mín, Maggi, Bergey,
Stefán og Þórhildur.
Á stundu sem þessari er svo lítið
hægt að segja.Ykkar missir er svo
mikill og hugur okkar er hjá ykkur
öllum. Minningarnar eigið þið um
góðan eiginmann, föður, tengdaföður
og afa.
Litlu barnabörnin ykkar hafa
misst afa sinn sem var þeim svo góð-
ur, alltaf tilbúinn að gera eitthvað
með þeim. Oft var farið í bústaðinn
með ömmu og afa eða fengið að sofa.
Kæru vinir, Guð styrki ykkur og
leiði á þeim erfiðu tímum sem fram-
undan eru.
Systkinum Steindórs, tengdafor-
eldrum og öðrum ástvinum sendum
við innilegar samúðarkveðjur.
Elsku Steindór, takk fyrir allt. Guð
blessi minningu þína.
Þórður og Guðmunda.
Stuttri og snarpri baráttu Stein-
dórs félaga míns við krabbamein er
lokið fyrr en okkur óraði. Í septem-
ber komum við útgerðarmenn í Vest-
mannaeyjum og stjórn Landssam-
bands íslenskra útvegsmanna saman
til gleðskapar og lék þá Steindór á als
oddi og naut lífsins.
Leiðir okkar lágu saman fyrir um
sex árum þegar við áttum viðskipti.
Við þau kynni komu í ljós mannkostir
og heiðarleiki Steindórs, myndaðist
þar traust vinátta okkar á milli sem
ekki bar skugga á. Steindór var hlut-
hafi hjá mér í útgerð minni í skamm-
an tíma og var gaman að spjalla um
útvegsmál við hann.
Steindór var mjög vinnusamur
maður og naut sín best við að byggja
upp sælureit fjölskyldunnar við
Flúðir, þar átti fjölskyldan sínar
bestu stundir við leik og störf. Eftir
að Steindór hætti í útgerð keypti
hann skóverslun Axel Ó sem fjöl-
skyldan hefur rekið af mikilli sam-
heldni og myndarskap hér í Eyjum
og á Selfossi þar sem þau hafa haslað
sér völl.
Samheldni fjölskyldunnar kom vel
í ljós í veikindum Steindórs og stóðu
Bára og börnin saman eins og klettar
við hlið hans þar til yfir lauk. Það var
fjölskyldunni mjög dýrmætt að
Steindór komst á sjúkrahúsið í Eyj-
um fyrir jólin og áttu þau sín síðustu
jól saman við sérstakar aðstæður,
sem þau náðu samt að gera hátíðleg-
ar og notalegar fyrir þau öll.
Við biðjum góðan Guð að styðja
Báru og fjölskylduna alla við þennan
óvænta missi og hjálpa þeim að horfa
fram á veginn með gott veganesti frá
Steindóri sem vildi hag fjölskyldunn-
ar sem mestan.
Magnús og Lóa.
Elsku Steindór, við þökkum þér
fyrir öll árin sem við áttum með þér
og kveðjum þig með söknuði.
Hafðu þökk fyrir allt.
Hvíl í friði.
Við andlátsfregn þína allt stöðvast í tímans
ranni.
Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með
sanni,
að ósk mín um bata þinn tjáð var í bæn-
unum mínum,
en guð vildi fá þig og hafa með englunum
sínum.
Við getum ei breytt því, sem frelsarinn hef-
ur að segja,
um hver fær að lifa, og hver á svo næstur
að deyja.
Þau örlög, sem við höfum hlotið, það verður
að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð við lútum að frels-
arans vilja.
Þótt farin þú sért og horfin burt þessum
heimi.
Ég minningu þína þá ávallt í hjarta mér
geymi.
Ástvini þína ég bið síðan guð minn að
styðja,
og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim
biðja.
(Bryndís Jónsdóttir)
Elsku Bára, Maggi, Bergey, Stef-
án, Þórhildur, Guðrún Bára, Aron
Smári, Karen Eir og Logi Snær, við
biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur
á þessum erfiðu stundum.
Finna og Pétur.
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi, bróðir og mágur,
UNNSTEINN PÁLSSON
trésmiður,
Sundlaugavegi 12,
lést á krabbameinsdeild 11E, Landspítala, fimmtu-
daginn 21. desember.
Útförin fer fram frá Laugarneskirkju mánudaginn
8. janúar klukkan 13.00.
Guðríður Haraldsdóttir,
Elísabet Unnsteinsdóttir, Böðvar Páll Jónsson,
Baldur Jón Böðvarsson,
Þórunn Halla Unnsteinsdóttir, Runólfur Einarsson,
Þórdís Pálsdóttir, Jón Bergsson.
✝
Bróðir minn,
GUNNAR ÞORVARÐARSON
frá Bakka,
Kjalarnesi,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánu-
daginn 8. janúar kl. 13.00.
Fyrir hönd ættingja,
Bjarni Þorvarðarson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
VALGERÐUR ÓLAFSDÓTTIR,
lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund laugar-
daginn 30. desember.
Niels Ómar Laursen,
Óli Guðlaugur Laursen, Auður Ingibjörg Hafþórsdóttir
og barnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SÚSANNA REGÍNA GUNNARSDÓTTIR,
Kleppsvegi 38,
Reykjavík,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsi Neskaupstaðar
þriðjudaginn 2. janúar, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn 10. janúar kl. 15.00.
Þorgeir Kristján Eyberg, Þórdís María Blomsterberg,
Einar Hafsteinn Árnason, Karen Hilmarsdóttir,
Sigurlaug Ísabella Árnadóttir, Ragnar Valgeir Jónsson,
Jónas Hannes Eyberg, Ester Guðjónsdóttir
og barnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, afi og
bróðir,
STURLA ERLENDSSON,
Hjarðarhaga 11,
Reykjavík,
lést á Landspítala Hringbraut föstudaginn 5. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Þóra Þórhildur Guðjónsdóttir,
Sara Sturludóttir,
Sölvi Sturluson,
Björk Sturludóttir,
barnabörn og systkini.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,
MAGNÚS GUÐMUNDSSON
skipasmíðameistari og skipaeftirlitsmaður,
Heiðargerði 55,
Reykjavík,
andaðist á Sóltúni miðvikudaginn 3. janúar.
Útförin verður gerð frá Grensáskirkju fimmtudaginn
11. janúar kl. 13.00.
Guðmundur Magnússon,
Sigþór Magnússon, Valdís Ósk Jónasdóttir,
Kristbjörn Magnússon, Helga Gurli Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
Fleiri minningargreinar
um Steindór Árnason bíða birting-
ar og munu birtast í blaðinu næstu
daga. Höfundar eru: Aðalheiður