Morgunblaðið - 06.01.2007, Side 47
verið yndislegt að sjá þau eins og er
þau voru svo ung og dugleg. Vil ég
þakka honum hve vel hann hefir
hugsað um Unni mína.
Við sendum ástvinum hans og fjöl-
skyldu innilega samúð okkar allra
héðan við óvænt fráfall hans nú þessi
árslok.
Jóhanna og Halldór.
Okkar góði félagi Magnús E.
Baldvinsson, úrsmíðameistari og
fyrrverandi formaður Úrsmiða-
félags Íslands, er látinn. Fljótlega
eftir að ég hóf nám í úrsmíði kynntist
ég Magnúsi sem þá rak vinsæla úra-
og gjafavöruverslun við Laugaveg-
inn. Ég var stundum sendur í fyr-
irtæki Magnúsar að sækja varahluti,
vörur eða fá letrað á skrautmuni en
Magnús kom mér fyrir sjónir sem
ákaflega hlý og lífsglöð persóna.
Alltaf leysti hann ljúflega úr öllum
bónum með sínu góða starfsfólki.
Þegar ég hafði lokið námi og var
farinn að reka mína eigin úra- og
skartgripaverslun átti ég í talsverð-
um viðskiptum við Magnús sem seldi
okkur úrsmiðunum vörur tilheyr-
andi rekstrinum. Óhætt var að
treysta því að segði Magnús að eitt-
hvað væri söluvara þá seldist það
eins og heitar lummur. Hann hafði
næmt auga fyrir nýjungum og tísku-
straumum. Þessi farsælu viðskipti
okkar stóðu yfir í um 20 ár eða allt
þar til Magnús stofnaði úra- og
skartgripaverslunina MEBA í
Kringlunni ásamt tengdasyni sínum
og félaga Birni Á. Ágústssyni úr-
smið.
Magnús var formaður Úrsmiða-
félags Íslands í 16 ár og hélt þar uppi
lifandi og faglegu félagstarfi og átti
frumkvæðið að því að Úrsmiðafélag
Íslands gekk í Norðurlandasamtök
úrsmiða. Þar sat hann í stjórn í mörg
ár. Fyrir störf sín í Norðurlandsam-
tökunum var hann sæmdur heiður-
speningi Arthurs Johnsons. Undir-
ritaður varð formaður
Úrsmiðafélags Íslands tólf árum eft-
ir að Magnús hætti sem formaður og
tók þar meðal annars þátt í sam-
starfi norrænna úrsmiða. Oftar en
ekki voru mér sagðar skemmtisögur
af Magnúsi þar sem fram kom hvað
hann var skemmtilegur félagi, uppá-
tækjasamur og hvatvís en þegar
sögustundinni var lokið var ég beð-
inn fyrir kærar kveðjur heim til Ís-
lands til Magnúsar og hans góðu
konu, Unnar. Hann sýndi félagi okk-
ar alla tíð mikinn áhuga og var virk-
ur í félagsstarfinu og gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir félagið. Hann
var sæmdur gullmerki félagsins og
gerður að heiðursfélaga þess.
Nú þegar síðasta sandkornið hef-
ur fyllt stundaglas Magnúsar þakka
ég samfylgdina og við félagar í Úr-
smiðafélagi Íslands kveðjum mætan
félaga. Fyrir hönd Úrsmiðafélags Ís-
lands sendi ég Unni og fjölskyldu
þeirra innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hans.
Axel Eiríksson, formaður
Úrsmiðafélags Íslands.
Kveðja frá Lionsklúbbnum
Nirði
Kær Lionsfélagi er fallinn frá.
Íþróttamaðurinn og lífskúnstnerinn,
úrsmíðameistarinn og kaupmaður-
inn, Magnús E. Baldvinsson, lést eft-
ir skamma sjúkrahúsdvöl 83 ára að
aldri.
Magnús var virkur félagi í Lions-
klúbbnum Nirði, Reykjavík frá því
að hann gekk í klúbbinn árið 1962.
Hann var þéttur á velli, fastur fyrir
ef þurfti, ráðagóður ef til hans var
leitað, en fyrst og fremst einkenndist
lyndi Magnúsar af glaðværð og kát-
ínu. Við Lionsfélagar minnumst
sögumannsins snjalla, en Magnús
var einkar orðheppinn og sagði frá
með smitandi gleði.
Magnús var gerður að Melvin
Jones-félaga, sem er ein æðsta við-
urkenning Lionshreyfingarinnar,
1993.
Við félagar Magnúsar í Lions-
klúbbnum Nirði þökkum Magnúsi
samfylgdina og kveðjum hann með
söknuði. Minningin um góðan félaga
lifir. Við sendum Unni, dætrum og
fjölskyldum þeirra okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Jón Eyjólfur Jónsson.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 47
ÞRÁTT fyrir ýmis skakkaföll á
síðasta misseri trónir búlgarski
stórmeistarinn Veselin Topalov í
efsta sæti á janúarlista FIDE sem
birtur var á dögunum. Hann hefur
þó engu að síður tapað 30 stigum.
Indverjinn Wisvanathan Anand,
sem margir telja sterkasta skák-
mann heims, er aðeins þremur stig-
um á eftir og heimsmeistarinn
Kramnik er kominn í 3. sæti. Tíu
efstu menn eru:
1. Topalov (Búlgaríu) 2.783
2. Anand (Indlandi) 2.779
3. Kramnik (Rússlandi) 2.766
4. Mamedyarov 2.754
5. Ivanchuk (Úkraínu) 2.750
6. Leko (Ungverjalandi) 2.749
7. Aronian (Armeníu) 2.744
8. Morozevich (Rússlandi) 2.741
9. Adams (Englandi) 2.735
10. Gelfand (Ísrael) 2.733
Frægustu óvirku skákmenn
heims eru vitaskuld Garrij Kasp-
arov og Bobby Fischer, báðir með í
kringum 2.800 Elo-stig þegar þeir
hættu!
Tíu efstu skákmenn Íslands eru:
1. Jóhann Hjartarson 2.594
2. Hannes Hlífar Stefánsson 2.576
3. Helgi Ólafsson 2.538
4. Jón L. Árnason 2.507
5. Henrik Danielssen 2.506
6. Stefán Kristjánsson 2.485
7. Héðinn Steingrímsson 2.482
8. Þröstur Þórhallsson 2.465
9. Helgi Áss Grétarsson 2.462
10. Arnar Gunnarsson 2.439
Friðrik Ólafsson, Guðmundur
Sigurjónsson og Margeir Péturs-
son: fræg nöfn sem eru komin á
„óvirka“ listann. Sumir aðrir eins
og málaðir til hálfs líkt og í mynd
eftir Magnús Tómasson; tígrisdýr
eða ljón á leið út úr málverkinu.
Nashyrningur horfir á.
Margir ungir skákmenn taka
undir sig stökk. Vilhjálmur Pálma-
son hækkar mest allra, um 153 stig.
Dagur Arngrímsson hefur hins
vegar teflt flestar skákir á tíma-
bilinu.
Meðal kvenna hefur Lenka
Ptacnikova hækkað sig verulega
eða um 46 stig en nýliði meðal
kvenna á listanum er Tinna Kristín
Finnbogadóttir sem kemur inn með
1.659 stig. Hjörleifur Halldórsson
frá Dalvík er stigahæsti nýliðinn
með 2.110 stig.
Hækkanir eru yfirleitt mestar
hjá hinum stigalægri enda er
breytistuðullinn hærri. Guðmund-
ur Kjartansson átti gott tímabil,
hækkaði um 51 stig og er með 2.297
stig. Guðmundur sigraði með yfir-
burðum á Haustmóti TR 2006,
skákstíll hans er orðinn miklu til-
þrifameiri en áður. Eftirfarandi
skák sem tefld var á heimsmeist-
aramóti unglinga 20 ára og yngri í
Yerevan í Armeníu sl. haust er gott
dæmi um skákhæfni hans.
Heimsmeistaramót unglinga,
2006
Guðmundur Kjartansson –
Daniel Brandenburg (Hollandi)
Sikileyjarvörn
Guðmundur lætur sig ekki muna
um að hrista fram úr erminni nýjan
leik, 14. Bxd6. Hugmyndin kemur
fram með hinum magnaða riddara-
leik 16. Rd5! Í stað 18. … Be6 lá
beinast við að hirða hrókinn á h1 en
þá kemur 19. Df6 t.d. 19. … Hf8 20.
Bc4 með hótuninni 21. d6. í stað 20.
Dd4 taldi Guðmundur enn sterkara
að leika 20. Df5 sem er greinilega
stílhreinna. Riddarinn á h1 er
býsna skrefstuttur og vantar nauð-
synlega fótfestu. Vandi Guðmundar
felst í að innbyrða vinninginn
skiptamun undir en þrír sterkir
leikir, 29. g4, 30. Bf1 og 31. h4,
treysta yfirburði hans. Hrókur,
riddari og peð eru stórhættuleg
þrenning eins og framhaldið leiðir í
ljós.
Þetta er að mínum dómi ein af
best tefldu skákum ársins 2006
meðal íslenskra skákmanna.
1. e4 c5. 2. Rf3 d6. 3. d4 cxd4. 4.
Rxd4 Rf6. 5. Rc3 Rc6. 6. Bg5 e6. 7.
Dd2 a6. 8. 0-0-0 Bd7. 9. f4 h6. 10.
Bh4 g5. 11. fxg5 Rg4. 12. Rf3
hxg5. 13. Bg3 Be7. 14. Bxd6 Bxd6.
15. Dxd6 Rf2. 16. Rd5
Sjá stöðumynd 1
16. … exd5. 17. exd5 Re7. 18.
He1 Be6. 19. De5 Rg6. 20. Dd4
Rxh1. 21. Bd3 0-0. 22. dxe6 Dxd4.
23. exf7+ Kxf7. 24. Rxd4 Rf2. 25.
Hf1 Kg7. 26. Rf5+ Kg8. 27. Hxf2
Rf4. 28. Bc4+ Kh8. 29. g4 Hac8 .
30. Bf1 Hcd8. 31. h4 Hfe8. 32. b3
He1+. 33. Kb2 Hdd1. 34. Bc4 b5.
35. hxg5 bxc4. 36. Hxf4 cxb3. 37.
axb3 Kh7. 38. Hc4 Kg6. 39. Rh4+
Kf7. 40. Hc6 Hb1+. 41. Kc3 He3+.
42. Kd2 Hg3. 43. g6 Ke8. 44. Hc8+
Kd7. 45. g7 – svartur gafst upp.
Jólaskákþrautirnar – „Lausn“
Friðriks Ólafssonar
Greinarhöfundur fékk ágætis
viðbrögð og ábendingar vegna jóla-
skákþrautanna sem birtust á að-
fangadag, t.d. frá Eyjólfi Ó. Eyj-
ólfssyni, sem er greinilega mikill
„connoisseur“ þegar kemur að
skákdæmum. Ein athyglisverðustu
viðbrögðin voru frá fyrsta stór-
meistara Íslendinga og „skákmanni
20. aldar“, Friðriki Ólafssyni. Þau
vörðuðu sjötta dæmið og það erf-
iðasta að flestra mati. Þegar Frið-
rik hafði setið yfir dæminu dágóða
stund og fundið lausn tók hann eftir
því að hann hafði stillt því vitlaust
upp; hafði sett kónginn á b8 en í
blaðinu var kóngurinn á a7. Friðrik
leysti þá dæmið upp á nýtt en lausn-
in var gefin í Morgunblaðinu hinn
28. desember sl. Eftir stendur þó að
dæmið hefur öðlast nýtt líf ef við
setjum kónginn á b8. Friðrik hefur
því í reynd töfrað fram nýtt skák-
dæmi sem lítur svona út:
Hvítur leikur og mátar í 3. leik.
Sjá stöðumynd 2
Skeljungsmótið 2007 – Skák-
þing Reykjavíkur 2007
Skeljungsmótið 2007 – Skákþing
Reykjavíkur hefst sunnudaginn 8.
janúar nk. kl. 14. Tefldar verða níu
umferðir eftir svissnesku kerfi og
eru tímamörk að jafnaði 1½ klst. á
alla skákina auk 30 sek. á leik (90
30) sem eru hin svonefndu FIDE-
tímamörk. Umferðir verða á mið-
vikudögum og föstudögum kl. 19.00
og á sunnudögum kl. 14.00. Þátt-
tökugjöld verða kr. 3.500 fyrir 16
ára og eldri og kr. 2.000 fyrir 15 ára
og yngri. Dagskrá mótsins:
1. umf. sunnud. 7. jan. kl. 14–18
2. umf. miðvikud. 10. jan. kl. 19–
23
3. umf. föstud. 12. jan. kl. 19–23
4. umf. sunnud. 14. jan. kl. 14–18
5. umf. miðvikud. 17. jan. kl. 19–
23
6. umf. föstud. 19. jan. kl. 19–23
7. umf. sunnud. 21. jan. kl. 14–18
8. umf. miðvikud. 24. jan. kl. 19–
23
9. umf. föstud. 26. jan. kl. 19–23
Skráning er á heimasíðu TR,
www.skaknet.is, og þar verður að
finna nánari upplýsingar og kepp-
endalista. Einnig er hægt að skrá
sig í síma 895-5860 (Ólafur) eða í
netfangið rz@itn.is (Ríkharður).
Hraðskákmót Reykjavíkur verður
haldið sunnudaginn 28. janúar og
hefst það kl. 14.00. Tefldar verða
2 x 7 umferðir eftir Monradkerfi.
Topalov enn efstur á stigalista FIDE
Skák
Stöðumynd 1. Stöðumynd 2.
helol@simnet.is
✝
Faðir okkar,
HARALDUR AÐALSTEINSSON
frá Svalbarði, Djúpavogi,
síðast til heimilis í Norðurbrún 1,
Reykjavík,
sem andaðist föstudaginn 29. desember sl., verður
jarðsunginn frá Djúpavogskirkju mánudaginn
8. janúar kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sævar og Hörður.
Það kom sorglega
við mig fimmtudaginn
14. desember sl. að fá sms frá Íslandi
út til Flórída kl. 8.30 að staðartíma,
þá var klukkan hér heima 13.30.
Skilaboð, sorgarfrétt. Ég vissi vel
um veikindin en hélt í vonina um
bata. Þjáningarfullu stríðstímabili
við óvæginn sjúkdóm var lokið á
miðri aðventunni. Vinur minn í hart-
nær fjörutíu ár, Guðlaugur B. Arn-
aldsson, fallinn fyrir sjúkdóms-
brandi.
Það segist hér eins og það var,
Gulli var góð fyrirmynd. Gjörvuleiki,
staðfesta, blítt viðmót og kímni.
Oft hefur verið rifjað upp tímabil
þessara ára fyrir 1970. Ungur raf-
virki við iðn sína, tengingar, sem
enduðu með því að hver ljósastaur-
inn efir annan fékk að láta ljós sitt
skína. Karlotta, Kalla, kom inn í líf
hans á þessu tímabili. Það var spenn-
andi. Við Kalla áttum heima sitt
hvorum megin við götuna á Aðalgötu
Guðlaugur B.
Arnaldsson
✝ GuðlaugurBenedikt Arn-
aldsson fæddist í
Reykjavík 7. júní
1943. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 14.
desember síðastlið-
inn og var útför
hans gerð frá Foss-
vogskirkju 20. des-
ember.
1 og 2 á Suðureyri
þegar samband þeirra
var að þróast til hjóna-
bands. Mikil og góð
samskipti höfðu alltaf
verið milli heimila
okkar Köllu og þegar
Gulli kom til sögunnar,
einstakt prúðmenni,
hnýttust við hann
vinabönd sem hafa
haldið allar götur síð-
an.
Sandgerði varð
heimili ungu
hjónanna, hennar sem
var svo rík af systkinum og hans sem
var eina barn foreldra sinna. Þar
komu saman máttur og megin því
honum var afar vel tekið af stórfjöl-
skyldunni. Ungu hjónin byggðu við
húsið, líka stóran bílskúr, girtu lóð-
ina og ræktuðu garðinn sinn. Í sum-
arfegurð Suðureyrar blómstra nú í
garðinum þeirra tré hærri húsinu og
runnar. Þannig hefur Gulli einnig
ræktað vini sína, með einlægni. Gulli
hafði góða nærveru. Vinátta er dýr-
mæt. Á Suðureyri, í Keflavík og
Kópavogi var gaman að vera gestur í
húsum þeirra. Mér hefur ekki nema
einu sinni verið brugðið í matarboði.
Það var hjá þeim í Keflavík er Gulli
tjáði mér sérstaklega, þá konan hans
bar steikina á borðið beint úr ofn-
inum, að þetta væri spendýr í heilu
lagi! Svei mér þá. Mér var nær öllum
lokið. Hafði þá aldrei setið andspæn-
is steiktri kanínu. Ekki meir um það.
Við hittumst í gegnum tíðina, oftar
fyrstu árin, en svo sjaldnar. Áttum
alltaf góðar stundir, í heimboðum,
útilegum og félagsmálum. Útilegur
lögðust af. Í staðinn kom Sandgerði.
Þar höfum við hjónin litið inn örfáum
sinnum, svo og hann og Kalla til okk-
ar í nágrenninu. Á vordögum hugð-
um við gott til glóðarinnar. Í ágúst sl.
var ákveðið að stansa nú lengur hvor
hjá öðrum, í Sandgerði og á Laug-
arvatni. Það gerðist ekki eins og
hugur stóð til. Veikindi herjuðu á,
Gulli varð mjög veikur. Veikindin
urðu strax svo alvarleg að samskipti
takmörkuðust. Við töluðumst einu
sinni við í síma eftir það. Eigi má
sköpum renna.
Góði vinur minn, nú ertu farinn á
Guðs vegum og ég þakka þér traust
og góð kynni. Okkar liðnu samveru-
stundir fara nú í minningasjóð með
söknuði.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Elsku Kalla, börn og venslafólk.
Við Bryndís vottum ykkur einlæga
samúð og biðjum góðan Guð að
styrkja ykkur í sorginni.
Blessuð sé minning hans.
Guðm. Óskar Hermannsson.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari upp-
lýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar