Morgunblaðið - 06.01.2007, Síða 54

Morgunblaðið - 06.01.2007, Síða 54
54 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is KAMMERSVEITIN Ísafold og Ís- lenska óperan standa fyrir „Öðruvísi Vínartónleikum“ í Duus-húsum í Keflavík í dag og í Íslensku óperunni á morgun. Einsöngvarar á tónleik- unum eru Ágúst Ólafsson barítón og Hulda Björk Garðarsdóttir sópran en hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason. Hann segir ekki um neina venjulega Vínartónleika að ræða. „Venjulegir Vínartónleikar myndu vera tónleikar þar sem leikn- ir eru Vínarvalsar eftir valsakóng- ana Johann Strauss og pabba hans, og eitthvað í þeim dúr,“ segir hann. „Það sem við erum að flytja er tónlist sem er frá Vínarborg, en af svolítið öðrum toga. Þetta eru verk eftir Ma- hler, og þetta eru útsetningar sem voru gerðar af hópi manna sem voru undir forystu tónskáldsins Arnolds Schönbergs í kringum 1920 í Vínar- borg. Þetta var klúbbur sem útsetti meðal annars verk ýmissa meistara fyrir smærri hópa. Það er það sem er kannski svolítið óvenjulegt við þetta hjá okkur,“ segir Daníel, en um- ræddur klúbbur kallaðist „Verein für Musikalische Privatauffuhrun- gen“ eða „félag um einkaflutning tónverka“. Fæst þeirra verka sem félagið útsetti og flutti hafa verið flutt hér á landi, en þetta er annað árið í röð sem kammersveitin Ísafold flytur verk af þessu tagi undir yf- irskriftinni Öðruvísi Vínartónleikar. Á efnisskrá tónleikanna er sinfónía nr. 4 og Kindertotenlieder (Barna- dauðasöngvar) eftir Mahler. Þótt um sé að ræða Vínartónleika efast Daníel um að hægt verði að dansa Vínarvalsa. „Nei, það yrði eitt- hvað skrautlegt.“ Kammersveitin Ísafold var stofn- uð veturinn 2003–2004 og sérhæfir sig í flutningi tónlistar 20. og 21. ald- ar. Sveitin er eingöngu skipuð ung- um hljóðfæraleikurum. Óvenjulegir Vínartónleikar Óhefðbundið Á efnisskránni eru sinfónía nr. 4 og Kindertotenlieder (Barnadauðasöngvar) eftir Mahler. Tónleikarnir í Duus-húsum í Kefla- vík eru í dag klukkan 17 en tónleik- arnir í Íslensku óperunni eru klukkan 20 annað kvöld. Miðaverð er 2.000 krónur en námsmenn fá 2 miða fyrir 1 gegn framvísun skólaskírteinis. Morgunblaðið/Ásdís GESTIR þáttarins Orð skulu standa í dag eru Atli Ingólfsson tónskáld og Vésteinn Ólason, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar. Þeir ásamt liðsstjórunum Hlín Agnars- dóttur og Davíð Þór Jónssyni fást við þennan fyrripart, ortan um af- töku Saddams Husseins: Ræður í heimi ríkjum enn réttarfar liðinna alda. Í áramótaþætti var fyrriparturinn þessi: Með von um frelsi og friðarsól við fögnum nýju ári. Ásta Kr. Ragnarsdóttir botnaði í þættinum: Heitin strengjum heims um ból höfnum stríði og fári. Pétur Gunnarsson blaðamaður: Það kom hér rigning og rok um jól því ráða fékk hann Kári. Davíð Þór Jónsson brá á leik: Nú er Gunna á nýjum kjól – nei, annars, þetta er Kári. Meðal hlustenda botnaði Ey- steinn Pétursson með skáldaleyfi: Að vondir menn á valdastól víki fyrir skári. Sævar Sigbjarnarson m.a.: Bjarta daga Bónus ól, brosir Gunnar Smári. Komdu hérna krakkafól og kættu þig með tári. Kvaddi einn og komst í stól með „curly“ lokk í hári. Sigurjón Guðmundsson: Herra vor á himinstól hlífi oss við fári. Auðunn Bragi Sveinsson: Hátíð mikla heims um ból héldum við með „tári“. Þórhallur Hróðmarsson: Laus við helsi og haftaól hellum í oss tári. Í jólaþætti var fyrripartur svona: Sendum bestu óskir um ánægjulega daga. Þórhallur Hróðmarsson: Að komist heill frá kræsingum, kunnirðu mál þíns maga. Auðunn Bragi Sveinsson orti m.a.: Vondum gleymum vetrinum; vart mun hann oss baga. Eyrún Birgisdóttir kvartaði und- an fyrripartinum: Framsetning á fyrripörtum finnst mér þurfi að laga. Útvarp | Orð skulu standa Réttarfar liðinna alda Hlustendur geta sent sína botna í netfangið ord@ruv.is eða bréfleið- is til Orð skulu standa, Ríkisút- varpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. Útvarpsþáttur Orð skulu standa er á dagskrá Rásar 1 kl. 16.10 í dag. Um- sjónarmaður þáttarins og spyrill er Karl Th. Birgisson en liðsstjórar eru þau Davíð Þór Jónsson og Hlín Agnarsdóttir. ÓFAGRA VERÖLD Fös 12/1 kl. 20 3. sýning Rauð kort Sun 21/1 kl. 20 4.sýning Græn kort Fös 26/1 kl. 20 5.sýning Blá kort Sun 28/1 kl. 20 Lau 13/1 kl. 20 Fös 19/1 kl. 20 Fim 25/1 kl. 20 Fös 2/2 kl. 20 SAN FRANCISCO BALLETTINN Samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Borgarleikhússins. Mið 16/5 kl. 20 UPPS. Fim 17/5 kl. 20 Fös 18/5 kl. 20 Lau 19/5 kl. 14 Lau 19/5 kl. 20 Sun 20/5 kl. 14 Sun 20/5 kl. 20 Miðaverð 4.800 Sun 7/1 kl. 20 AUKAS. Sun 14/1 kl.20 AUKAS. Lau 20/1 kl. 20 AUKAS. Lau 27/1 kl. 20 AUKAS. Síðustu sýningar DAGUR VONAR Mið 10/1 kl. 20 Forsýning UPPS. Fim 11/1 Afmælissýning UPPS. Fös 12/1 kl. 20 Fim 18/1 kl. 20 Sun 21/1 kl. 20 Fös 26/1 kl. 20 Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning er hafin. Sun 7/1 kl. 20 Sun 14/1 kl. 20 Lau 20/1 kl. 20 Síðustu sýningar Í kvöld kl. 20 Fim 11/1 kl. 20 Fim 18/1 kl. 20 Lau 27/1 kl. 20 Síðustu sýningar RONJA RÆNINGJADÓTTIR Sun 7/1 kl. 14 Sun 14/1 kl. 14 Sun 21/1 kl. 14 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Í kvöld kl.20 Lau 13/1 kl. 20 Fös 19/1 kl. 20 Síðustu sýningar Afgreiðsla er opin kl. 12:30 – 18:00 mán. – þri. Aðra daga kl. 12:30 – 20:00. SKOPPA OG SKRÍTLA eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur Í dag lau. 6/1 kl. 11:00 uppselt, kl. 12:15 örfá sæti laus og kl. 14:00 uppselt, sun. 7/1 kl. 11:00 örfá sæti laus, kl. 12:15 nokkur sæti laus og kl. 14:00, lau. 13/1 kl. 11:00 örfá sæti laus, kl. 12:15 og kl. 14:00 uppselt, sun. 14/1 kl. 11:00 örfá sæti laus, kl. 12:15 og kl. 14:00 uppselt. Kúlan Smíðaverkstæðið kl. 20:00 PATREKUR 1,5 eftir Michael Druker. Í kvöld lau. 6/1 örfá sæti laus, fös. 12/1 kl. 16:30 nokkur sæti laus, lau. 13/1 örfá sæti laus, þri. 16/1 kl. 20:00 uppselt, mið. 17/1 kl. 14:30 uppselt, lau. 20/1, mið. 24/1 kl. 14:30 uppselt. Ath! Miðaverð aðeins 1.500 kr. fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis. Miðasala í síma 551 1200 og á netinu www.leikhusid.is. STÓRFENGLEG! eftir Peter Quilter Í kvöld lau. 6/1 nokkur sæti laus, lau. 13/1 nokkur sæti laus, lau. 20/1, lau. 27/1. SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikgerð Illugi Jökulsson. Í dag lau. 6/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 7/1 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 20:00 örfá sæti laus, lau. 13/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 14/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 20/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 21/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 27/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 28/1 kl. 14:00. BAKKYNJUR eftir Evrípídes 6. sýn. fim. 11/1 örfá sæti laus, 7. sýn. fös. 12/1 nokkur sæti laus, 8. sýn. fim. 18/1. Stóra sviðið kl. 20:00 Patrekur 1,5 Svartur köttur – forsala hafin! Lau 20. jan kl. 20 Frumsýn UPPSELT Sun 21. jan kl. 20 2. kortasýn örfá sæti laus Fim 25.jan kl. 20 3. kortasýn UPPSELT Fös 26.jan kl. 20 4. kortasýn örfá sæti laus Lau 27.jan kl. 20 5. kortasýn örfá sæti laus Sun 28.jan kl. 20 Aukasýn UPPSELT Næstu sýn: 2., 3., 4., 9., 10., 16., 17. febrúar. Skoppa og Skrítla – forsala hafin! Lau 10. feb kl. 11 og 12.15 Sala hafin! Sun 11. feb kl. 11 Sala hafin! www.leikfelag.is 4 600 200                                      ! "                  !    "  ! # $ %       &'#    ( ) !  ###     $    "!( *++ $,-- .#   # +/#-- ! )00" 1 '  !  ! /#   # ,-#-- !     & # ,#--- 1 2 ( ,  + 3 4   # 5#  # # ,- 1   6     %   &  % 37889: 398&"2 1 ;'9<= #"   12  4 >>>#  '   ( &  % )    &  % 389 "?2:289 ;9@A0 BC9&:A8 ";98D E 1 ,*      *-F     !  *+ +     &  ,-.  / 0 1     2 LeikkonanLindsay Lohan var flutt með hraði á sjúkrahús í fyrra- dag með botn- langabólgu og var botnlangi hennar fjar- lægður. Leikkonan tilkynnti sig veika á miðvikudag en hún er að leika í kvik- mynd sem nefnist „I Know Who Kil- led Me“ en hún hélt að hún væri með flensu. Þegar hún fór til læknis kom í ljós að um botnlangabólgu var að ræða.    FyrirsætanDita Von Teese hefur sótt um skilnað við rokkarann Mari- lyn Manson. Teese og Marilyn Manson, sem heitir réttu nafni Brian Warner, hafa verið saman í sjö ár en þau gengu í hjóna- band fyrir ári síð- an. Samkvæmt heimildarmanni bandaríska dag- blaðsins New York Post segir að Teese hafi fengið nóg af sambandinu þrátt fyrir að elska rokkarann heitt. Miklir samskiptaörðugleikar hafa einkennt sambandið og þegar hún reyndi að segja honum að hún vildi skilnað þá hlustaði hann ekki á hana. Hún flutti út af heimilinu fyrir jól en Manson hefur ekki enn gert sér grein fyrir því. Forstjóri snyrtivörufyrirtækisins Estée Lauder, John Demsey, segir að samstarfsfólk Teese sé mjög leitt yfir endalokum sambandsins en Teese er andlit fyrirtækisins fyrir MAC snyrtivörur. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.