Morgunblaðið - 06.01.2007, Page 55

Morgunblaðið - 06.01.2007, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 55 menning Í ANDDYRI Háskólabíós á fimmtu- dagskvöldið mátti sjá nokkur kringlótt borð sem voru hulin svört- um dúkum. Á hverju borði brann svart kerti. Óneitanlega minnti þetta á sviðsmyndina í einhverri ónefndri hryllingsmynd. Var svört messa í aðsigi? Nei, aðeins Vín- artónleikar Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands. Svörtu kertin voru ekki brennd til að hylla Myrkradróttin, heldur konung Vínarvalsanna, Jo- hann Strauss yngri, sem samdi Dónárvalsinn ódauðlega. Og sá vals var einmitt leikinn á tónleikunum. Ásamt annarri áþekkri tónlist. Á undan dagskránni léku fjórir hljóðfæraleikarar Vínartónlist í kammerútgáfu í anddyri Há- skólabíós. Nú man ég hreinlega ekki hvort þetta hefur verið gert á Vín- artónleikum áður, en það var einkar viðeigandi. Þarna var hægt að fá forsmekk að stemningunni á sjálf- um tónleikunum, auk þess sem mað- ur var minntur á að Vínartónlist var – og er – partítónlist. Að vísu var leikur fjórmenninganna ekki alltaf nægilega nákvæmur, en sjálfsagt er ekki þægilegt að spila á meðan mas- andi tónleikagestir eru í metra- fjarlægð. Auk þess voru gæði tón- listarflutningsins ekki aðalatriðið hér, heldur stemningin sem hann skapaði. Allar misfellur fyrirgáfust því auðveldlega. Tæknilegar hliðar hljóðfæraleiks- ins voru mikilvægari á sjálfum tón- leikunum. Og segjast verður eins og er að Sinfónían lék prýðilega undir stjórn Christophers Warrens Greens. Hápunktarnir í hverju verki voru glæsilega útfærðir og hljóðfæraleikurinn almennt skýr og öruggur. Kynningar Greens á hin- um ýmsu tónleikaatriðum voru líka þægilega afslappaðar (og fyndnar) og þegar hann kynnti einsöngvara kvöldsins, Þóru Einarsdóttur sópr- an, sem Eifsdóttur eða Eipsdóttur, var það bara sjarmerandi. Eips- dóttir kom fram nokkrum sinnum á tónleikunum, og hljómsveitarstjór- anum tókst á endanum að bera nafnið hennar rétt fram: E-I-N-A- R-S-DÓTTIR! Þegar það gerðist brutust út gífurleg fagnaðarlæti í salnum. Þóra söng ákaflega fallega. Nú er hugsanlegt að söngurinn hafi verið örlítið magnaður með raftækni; í öllu falli barst rödd hennar vel þangað sem ég sat, en það var á tólfta bekk. Söngurinn var líka un- aðslega skær og hljómmikill, auk þess sem leikræn tilþrif voru svo kómísk að maður sprakk úr hlátri hvað eftir annað. Óhætt er að full- yrða að frammistaða söngkonunnar hafi verið frábær á tónleikunum. Margt annað var einnig kostu- legt, sérstaklega atriðið með Frank Aarnink slagverksleikara, en hann spilaði á afar sérstætt hljóðfæri sem ekki verður lýst frekar hér, enda á það að koma á óvart. Og einleiks- strófur ýmissa hljóðfæraleikara á borð við Sigurgeir Agnarsson selló- leikara og Áshildi Haraldsdóttur flautuleikara, auk fiðluleikaranna Sigrúnar Eðvaldsdóttur og Sifjar Tulinius, voru markvissar og flottar. Ef ég má leyfa mér að vera per- sónulegur, þá verð ég að viðurkenna að mér finnst Vínartónlist ekki skemmtileg. En þegar hún er svona vel flutt og ríkulega krydduð með húmor, þá er ekki annað hægt en að hafa gaman af. Varla hefur Valsa- dróttinn snúið sér við í gröfinni þetta kvöldið; ég mæli hiklaust með þessum tónleikum. Valsadróttinn ákaft hylltur Morgunblaðið/ÞÖK Frábær Óhætt er að segja að gagnrýnanda hafi líkað frammistaða Þóru á Vínartónleikum Sinfóníunnar. TÓNLIST Háskólabíó Vinartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands undir stjórn Christophers Warrens Greens. Einsöngvari: Þóra Einarsdóttir. Einnig kom Frank Aarnink slagverksleik- ari fram. Flutt var tónlist eftir Strauss yngri og eldri, Heuberger og Millöcker. Fimmtudagur 4. janúar. Sinfóníutónleikar Jónas Sen Í SAL félagsins Íslensk grafík verður í dag opnuð sýning Önnu Maríu Lindar Geirsdóttur „Hver eru mörkin II“. Sýningin sam- anstendur af ljósmyndum af gjörn- ingnum „Spunnið á fjöllum“ sem hefur staðið yfir með hléum frá 1993. Hann felst í því að Anna heldur á fjöll með rokk og spinnur á tindum þeirra. Textílverkin sem eru á sýningunni eru náskyld spunagjörningnum að sögn lista- mannsins. Bæjarlistamaður Akureyrar, Joris Rademaker, opnar í dag kl. 16 sýningu í galleríinu Jónas Viðar en þar gefur að líta afraksturinn af vinnu hans sl. hálft ár en hann hefur notið listamannalauna þann tíma. Spuni Anna María Lind spinnur verk sín bókstaflega á fjöllum. Sýningar í Reykjavík og á Akureyri Spunnið á fjöllum Afrakstur Horft yfir sýningu Jorisar Redemakers á Akureyri. Skráning stendur yfir á jákvætt námskeið um hjónaband og sambúð Upplýsingar og skráning á thorhallur.heimisson@kirkjan.is • Samskipti hjóna. • Aðferðir til að styrkja hjónabandið. • Orsakir sambúðarerfiðleika. • Leiðir út úr vítahring deilna og átaka. • Ástina, kynlífið, hamingjuna og börnin. Á námskeiðunum er m.a. fjallað um: 7.500 þátttakendur frá upphafi Leiðbeinandi á námskeiðinu er sr. Þórhallur Heimisson. fl group er aðalstyrktaraðili sinfóníuhljómsveitar íslands SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Hljómsveitarstjóri ::: Christopher Warren-Green Einsöngvari ::: Þóra Einarsdóttir Vínartónlist eftir Strauss-feðga o.fl. tónleikar í háskólabíói Í DAG, LAUGARDAG KL.17.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS Vínartónleikar Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar eru í huga margra jafn ómissandi hluti af því að fagna nýju ári og flugeldar og brennur. Líklega verður uppselt á Vínartónleika og því er ráðlegt að tryggja sér miða í tíma á www.sinfonia.is JÓGA – DANS – PILATES www.man.is MANNRÆKT Í MOSÓ Síðumúla 34 - sími 568 6076 Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Borðstofuhús ögn Stakir skápar Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.