Morgunblaðið - 06.01.2007, Síða 58

Morgunblaðið - 06.01.2007, Síða 58
58 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ staðurstund Fulltrúar foreldra frá grunn-skólunum í Vesturbæ, Grandaskóla, Landakotsskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla, og Þjónustumiðstöðin Vest- urgarður efna til þrettándagleði í Vesturbænum í dag, laugardag- inn 6. janúar, frá kl. 16–18. Markmið nefndarinnar er að há- tíðin verði eftirminnileg og góð samverustund fjölskyldna í Vest- urbænum. Hátíðin hefst við Melaskóla á ávarpi formanns Hverfaráðs Vesturbæjar. Skólarnir flytja síðan skólasöngva sína og kór Neskirkju leiðir fjöldasöng. Heyrst hefur að hin umdeildu hjón Grýla og Leppalúði muni heiðra samkomuna með nær- veru sinni. Að því loknu verður gengið fylktu liði með trymbla og fánabera fremsta í flokki niður að Ægisíðu þar sem þrettándabrennan verður. Það er sérstaklega jákvætt að skólarnir í Vesturbænum sameini krafta sína í þessari skipulagningu og stuðli þannig að því að tengja Vesturbæinga sterkari böndum. Með þessu vilja foreldrafélög skólanna hafa áhrif á það umhverfi sem börnin lifa og starfa í. Uppákoma Foreldrafélög skóla í Vesturbæn- um efna til þrettándagleði Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Tónlist DOMO Bar | Nettettinn spilar á Domo, Þingholtsstræti 5, sunnudaginn 7. janúar og hefjast tónleikarnir um kl. 22. Aðgangs- eyrir er 500 kr. Funk, djass og fusion. Grand Rokk | Hljómsveitirnar Dikta og Ourlives kveðja jólin með stórtónleikum á Grand Rokki. Þetta eru síðustu tónleikar Diktu áður en sveitin heldur í tónleikaferð um Bretland. Aðgangseyrir 500 kr., tón- leikarnir hefjast á miðnætti. Myndlist Art-Iceland.com, | Skólavörðustíg 1a, er með smámyndasýningu til 14. janúar. Lista- mennirnir 20 og galleríið gefa 10% af söl- unni til Barnaheilla. Verkin á sýningunni eru mjög fjölbreytt og áhugaverð. Opið frá kl. 12–18. Allir velkomnir. Gerðuberg | Hugarheimar – Guðrún Bergs- dóttir sýnir útsaum og tússteikningar. Ein allsherjarsinfónía fjölskrúðugra lita og for- ma; eins og íslensk brekka þakin berjum að hausti eða brúðarklæði frá Austurlöndum. Verk Guðrúnar vitna um hina óheftu tján- ingu sem sprettur fram úr hugarheimi hennar. Sýningin stendur til 21. janúar. Sýning á myndskreytingum í íslenskum barnabókum 2006. Sýningin stendur til 21. janúar 2007. Tekið er á móti 8 ára skóla- börnum í samstarfi við Borgarbókasafnið. Gerðuberg á í safni sínu um 1000 listaverk eftir börn sem unnin voru í listsmiðjunum Gagn og Gaman sem starfræktar voru sumrin 1988–2004. Fyrirtæki og stofnanir geta fengið leigð verk úr safninu til lengri eða skemmri tíma. Sýningin stendur til 21. janúar. Sjá www.gerduberg.is. Hrafnista Hafnarfirði | Ellen Bjarnadóttir sýnir í Menningarsal til 8. janúar. Kling og Bang gallerí | Sirra Sigrún Sig- urðardóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir, Ásdís Sif Gunnarsdóttir og Daníel Björnsson sýna í Kling & Bang galleríi, Laugavegi 23. Sýningin heitir Ljósaskipti – jólasýning Kling og Bang og stendur til 28. janúar. Listasafn ASÍ | Jóhann Ludwig Torfason sýnir „Ný leikföng“, tölvugerð málverk af skálduðum leikföngum fyrir hina meðvit- uðu yngstu kynslóð, og silkiþrykktar þraut- ir. Hlynur Helgason sýnir verk sem hann nefnir „63 dyr Landspítala við Hring- braut“: kvikmynd, ljósmyndir og málverk. Til 28. janúar. Aðgangur ókeypis. Listasafn Íslands | Frelsun litarins/Regard Fauve, sýning á frönskum expressjónisma í upphafi 20. aldar. Sýningin kemur frá Mu- sée des beaux-arts í Bordeaux í Frakklandi, 52 verk eftir 13 listamenn. Sýning á verk- um Jóns Stefánssonar í sal 2. Opið kl. 11–17 alla daga, lokað mánudaga. Leiðsögn Rakelar Pétursdóttur safnafræð- ings á sunnudag kl. 14 um sýninguna Frels- un litarins/Regard Fauve. Nánar um fræðsludagskrá sýningarinnar á www.lista- safn.is. Ókeypis aðgangur. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Lokað í janúar. Skaftfell | Framköllun, sýning Haraldar Jónssonar, stendur til 20. janúar. Opið um helgar eða eftir samkomulagi. Zedrus | Litrík og skemmtileg akrýl- listaverk frá Senegal. Sýning í versluninni Zedrus, Hlíðasmára 11, Kópavogi, frá kl. 11– 18 virka daga og laugardaga kl. 11–15. Til 14. jan. Þjóðminjasafn Íslands | Á Veggnum í Þjóð- minjasafninu stendur yfir jólasýning með myndum tvíburabræðranna Ingimundar og Kristjáns Magnússona. Myndirnar fanga anda jólanna á sjöunda áratugnum. Í Myndasal Þjóðminjasafnsins eru til sýnis þjóðlífsmyndir úr safni hins þjóðþekkta Guðna Þórðarsonar í Sunnu, blaðamanns, ljósmyndara og ferðamálafrömuðar. Mynd- irnar tók hann við störf og ferðalög á tíma- bilinu 1946–1960. Þær eru eins og tíma- sneið af miklu umbrotaskeiði í sögu þjóðarinnar. Í Bogasal Þjóðminjasafnsins stendur yfir sýning á útsaumuðum handverkum list- fengra kvenna frá fyrri öldum. Sýningin byggir á rannsóknum Elsu E. Guðjónsson textíl- og búningafræðings. Söfn Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Nú stend- ur yfir á Bókatorgi í Grófarhúsi, Tryggva- götu 15, 1. hæð, sýningin „… hér er hlið him- insins“ sem Borgarskjalasafn Reykjavíkur vann í tilefni af 20 ára vígsluafmæli Hall- grímskirkju. Sýningin er opin virka daga kl. 11–19 og um helgar kl. 13–17. Aðgangur ókeypis, allir vel- komnir. Til 7. jan. Gljúfrasteinn – hús skáldsins | Opið alla daga nema mánudaga kl. 10–17. Hljóð- leiðsögn á íslensku, ensku, þýsku og sænsku. Margmiðlunarsýning og göngu- leiðir í nágrenninu. www.gljufrasteinn.is. Landnámssýningin Reykjavík 871±2 | Landnámssýningin Reykjavík 871±2, Að- alstræti 16, er lokuð í janúar og febrúar vegna lokaáfanga forvörslu skálarúst- arinnar. Opnað að nýju 3. mars. Þjóðmenningarhúsið | Að vanda eru fjöl- breyttar sýningar í sölum Þjóðmenning- arhússins. Þær eru: Íslensk tískuhönnun, með fatalínum frá níu merkjum eða hönn- uðum í samhengi við íslenska náttúru; Berlin Excursion, bókagerðarlist frá forlagi rithöfunda og myndlistarmanna frá Berlín; Fyrirheitna landið og Handritin að auki. Þjóðminjasafn Íslands | Skoðunarferð um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er æv- intýralegt ferðalag gegnum 1200 ár sem hefst í skipi landnámsmanna og lýkur í flughöfn nútímans. Fjölbreyttar sýningar, fræðsla og leikir fyrir alla fjölskylduna. Skemmtileg safnbúð og notalegt kaffihúss. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Dans Dansskóli Jóns Péturs og Köru | Hjá Dansskóla Jóns Péturs og Köru er 4 til 5 ára börnum er boðið upp á dans, söng og leik. Hjá eldri börnum og unglingum er boð- ið upp á námskeið í samkvæmisdönsum og freestyle. Innritun daglega kl. 12–19 í síma 553 6645 eða á www.dansskoli.is. Dansskóli Jóns Péturs og Köru býður upp á námskeið í barnadönsum, freestyle, break, samkvæmisdönsum, tjútti, mambó og salsa. Boðið verður upp á einstaklingsnámskeið fyrir fullorðna í salsa. Innritun kl. 12–19 í síma 553 6645 eða á www.dansskoli.is. Kennsla hefst 11. jan. SÁÁ félagsstarf | Þrettándagleði verður haldin í Von, Efstaleiti 7, laugardaginn 6. janúar og hefst kl. 22. Kiddi Bjarna leikur fyrir dansi fram á nótt. Léttar veitingar um miðnætti. Miðaverð kr. 1500. Miðasala við innganginn. Skemmtanir Kringlukráin | Unglingahljómsveitin Pops og Eiríkur Hauksson stíga á svið. Pops hef- ur fengið aftur til liðs við sig alla leið frá Noregi engan annan en stórsöngvarann Ei- rík Hauksson sem sló eftirminnilega í gegn með sveitinni á síðasta ári. Vélsmiðjan, Akureyri | Hljómsveit Rúnars Þórs í kvöld, frítt inn til miðmættis. Fyrirlestrar og fundir ITC-Fífa | Bókakynningarfundur Fífu, Kópavogsdeildar ITC 1, á nýju ári er laug- ardaginn 6. janúar kl. 12.00 á veit- ingastaðnum Litlubrekku við Lækj- arbrekku, Bankastræti 2, Reykjavík. Allir áhugasamir velkomnir. Uppl. á www.sim- net.is/itc, itcfifa@isl.is og hjá Guðrúnu í síma 698 0144. Fréttir og tilkynningar GA- fundir (Gamblers Anonymous) | Er spilafíkn að hrjá þig eða þína aðstand- endur? Hringdu í síma 698 3888. Happdrætti bókatíðinda | Númer í Happ- drætti bókatíðinda 2006: 1. des. 90691; 2. des. 88144; 3. des. 95685; 4. des. 106130; 5. des. 22269; 6. des. 11721; 7. des. 56451; 8. des. 47200; 9. des. 14990; 10. des. 27358; 11. des. 527; 12. des. 61088; 13. des. 66802; 14. des. 10799; 15. des. 25279; 16. des. 68; 17. des. 72121; 18. des. 30281; 19. des. 74492; 20. des. 794; 21. des. 1573; 22. des. 1925; 23. des. 109542; 24. des. 46978. Frístundir og námskeið Dansskóli Jóns Péturs og Köru | Dans- skóli Jóns Péturs og Köru býður upp á kennslu í break-dansi. Innritun fer fram virka daga kl. 12–19 í síma 553 6645 eða á heimasíðu dansskólans, www.dansskoli.is. Gigtarfélag Íslands | Vetrarnámskeið hefj- ast mánudaginn 8. janúar. Róleg leikfimi, stott-pilates, jóga, karlahópur, þyngd- arstjórnun. Fagfólk sér um alla þjálfun. Ró- legt umhverfi. Upplýsingar á skrifstofu G.Í., Ármúla 5, sími 530 3600. Lesblindusetrið | Hraðlestur fyrir börn (9– 13 ára). Sérsniðið hraðlestrarnámskeið fyr- ir börn og unglinga. Kolbeinn Sigurjónsson, Davis-ráðgjafi hjá Lesblindusetrinu. kol- beinn@lesblindusetrid.is, sími 566 6664. Málaskólinn LINGVA, | Faxafeni 10, býður upp á örnámskeið í ítölsku, spænsku, ensku, þýsku og frönsku á nýja árinu. Skráning í síma 561 0315, eða á www.lingva.is. Icelandic courses for for- eigners at our school. Free of charge for everybody! Book at www.lingva.is or phone 561 0315. Börn Þjóðminjasafn Íslands | Á Torginu í Þjóð- minjasafninu stendur yfir sýningin Sér- kenni sveinanna. Á sýningunni er lítið jóla- hús og ýmislegt sem tengist jólasveinunum, svo sem kjöt fyrir Ketkrók og bjúgu fyrir Bjúgnakræki. Sýningin getur hjálpað börnunum að skilja hin skrýtnu nöfn jólasveinanna. Sími - 564 0000Sími - 462 3500 - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann - Engar biðraðir Köld slóð kl. 8 og 10 B.i. 12 ára Tenacious D in the Pick of Destiny kl. 8 og 10 B.i. 12 ára Artúr & Mínimóarnir kl. 4 (450 kr.) og 6 Eragon kl. 3 (450 kr.) B.i. 10 ára Casino Royale kl. 5:15 B.i. 14 ára Litle Miss Sunshine kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 B.i. 7 ára Köld slóð kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15 B.i. 10 ára Köld slóð LÚXUS kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15 Artúr & Mínimóarnir kl. 1.30, 3.45 og 5.50 Eragon kl. 1, 3.20, 5.40 og 8 B.i. 10 ára Casino Royale kl. 10.15 B.i. 14 ára Mýrin kl. 8 B.i. 12 ára Borat kl. 10.20 B.i. 12 ára Hátíð í bæ kl. 1.30 Hnotubrjóturinn kl. 1.30 20% afsláttur fyrir alla viðskiptavini Kaupþings ef greitt er með korti frá Kaupþingi „ÓBORGANLEG!“ - ROGER EBERT Óborganleg og bráðfyndin perla sem hefur farið siguför um heiminn ATH: EKKERT HLÉ Á MYNDUM GRÆNA LJÓSSINS. „KÖLD SLÓÐ ER AFBRAGÐS SAKAMÁLA- SAGA SEM HÆGT ER AÐ MÆLA MEГ VJV TOPP5.IS „ÉG MÆLI EINDREGIÐ MEÐ ÞESSARI MYND. HÚN ER SKEMMTILEG BLANDA AF RÓMANTÍK, DRAMA, HASAR OG SMÁ DRAUGAGANGI.“ HUGI.IS/KVIKMYNDIR BM „MYNDIN VAR SKEMMTILEG, HÉLT ATHYGLI ALLAN TÍMANN OG PLOTTIÐ KOM Á ÓVART“ ASB VÍSIR.IS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.