Morgunblaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ SANNKALLAÐ MEISTARAVERK SEM KVIKMYNDAÐ VAR AÐ MESTUM HLUTA Á ÍSLANDI CLINT EASTWOOD HLAUT TILNEFNINGU TIL GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA FYRIR BESTU LEIKSTJÓRN "SNJÖLL OG BRÁÐFYNDIN!" eeee HJ, MBL eeee L.I.B. TOPP5.IS eee Þ.J. FRÉTTABLAÐIÐ eeee S.V. MBL. SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is 20% afsláttur fyrir alla viðskiptavini Kaupþings ef greitt er með korti frá Kaupþingi KÖLD SLÓÐ kl. 3:30 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára CHILDREN OF MEN kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára FLAGS OF OUR FATHERS kl. 3 - 6 - 9 B.i. 16 ára FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 3 - 5:40 LEYFÐ DÉJÁ VU kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára THE DEPARTED kl. 7:40 - 10:30 B.i. 16 ára BOSS OF IT ALL kl. 5:30 B.i. 7 ára SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 3 LEYFÐ / KEFLAVÍK EMPLOYEE OF THE MONTH kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ FLAGS OF OUR FATHERS kl. 8 B.i. 16 ára FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 3 LEYFÐ HAPPY FEET m/ensku tali kl. 5:30 LEYFÐ ERAGON kl. 3 LEYFÐ SAW 3 kl. 10:30 B.I. 16 ára STRANGER THAN FICTION kl. 8 - 10 LEYFÐ FLAGS OF OUR FATHERS kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ HAPPY FEET m/ensku tali kl. 4 - 6 LEYFÐ SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 2 LEYFÐ / AKUREYRI FRAMLEIDD AF STEVEN SPIELBERG EFTIR ÓSKARSVERÐLAUNAHAFANN CLINT EASTWOOD GEGGJUÐ GRÍNMYND FRÁ FRAMLEIÐENDUM WEDDING CRASHERS FLUSHED AWAY eeee V.J.V. TOPP5.IS. eeee S.V. MBL. „KÖLD SLÓÐ ER AFBRAGÐS SAKAMÁLA- SAGA SEM HÆGT ER AÐ MÆLA MEГ VJV TOPP5.IS „MYNDIN VAR SKEMMTILEG, HÉLT ATHYGLI ALLAN TÍMANN OG PLOTTIÐ KOM Á ÓVART“ ASB VÍSIR.IS Skráðu þig á nýtur hún hylli á meðal landsmanna. Hún er komin nokk- uð á sjötugsaldur og er ekkert að leyna því. Fólk, sem lætur sprauta í sig ein- hverjum eiturefnum til þess að fela hrukkur í nokkra mánuði ætti að taka Danadrottningu sér til fyrirmyndar. Við Íslendingar höf- um átt margvísleg sam- skipti við fjölskyldu Margrétar langt aftur í aldir. Við eigum að rækta þau tengsl og sýna Margréti Dana- drottningu þá virðingu sem henni ber. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti, hefur ekki sízt átt þátt í því að tryggja ákveðið samband við Margréti og á þakkir skildar fyrir það. Áramótaræða Danadrottningar vakti verulega athygli og töluverðar umræður í Danmörku. Af þeim um- ræðum var ljóst að Danir bera virð- ingu fyrir drottningu sinni og taka mark á því sem hún segir. Og vænt- umþykja þeirra gagnvart henni er augljós. Kannski gera Danir sjálfir sér ekki grein fyrir því hversu heppnir þeir eru með þjóðhöfðingja. Margrét Danadrottn- ing er merkileg kona. Það er langt síðan í ljós kom að Danir höfðu verið heppnir með nú- verandi þjóðhöfðingja sinn. Áramótaræða henn- ar var athyglisverð. Hún var hrein og bein í umfjöllun sinni um inn- flytjendavandamál Dana og minnti þjóð sína á að víða um heim væru danskir þegnar í sömu sporum og þegn- ar annarra þjóða í Danmörku. Hún las ræðu sína upp af blöðum og reyndi ekki að láta sem hún talaði beint af munni fram eins og þeir sem lesa textann á skjá fyrir framan sig en koma fram gagn- vart sjónvarpsáhorfendum eins og þeir kunni textann utan að. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd. Hún reynir ekki að þykjast önnur en hún er – þjóðhöfð- ingi smáþjóðar. Hún er laus við allan hégómaskap. Hún talar af látleysi um fjölskyldu sína, heimilislíf sitt og barnabörnin. Hér skal ekki farið í neinn sam- anburð á milli þjóðhöfðingja Norð- urlanda. Aðeins sagt að Danir geta verið stoltir af drottningu sinni enda      víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Orð dagsins: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp- lokið verða. (Matt. 7, 7.) velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Íslenskan skal í heiðri höfð ÉG sótti ellilaunin mín í Trygg- ingastofnun ríkisins núna 3. janúar. Á borðinu hjá afgreiðslumann- inum var full skál af ókeypis barm- merkjum, með alls konar spaklegum áletrunum, svo og merki Trygg- ingastofnunarinnar. Á einu barmmerkinu stóð þetta: „Ef þú smælar framan í heiminn, þá smælar heimurinn framan í þig“ – ótrúlegt en satt! Ég hélt nú annars að þessi máls- háttur hefði verið þýddur og notaður á íslensku og fallega orðið „brosa“ notað þar. Ég spyr: Eiga gamlingjar og ör- yrkjar að bera þessa afskræmingu framan á sér og fyrir hverjum er eiginlega verið að snobba? Mér finnst að ríkisstofnun eigi að standa vörð um tungu okkar en af- skræma hana ekki með ósæmandi erlendu slangi. TR-fólk! Gætið að því hvað þið er- uð að gera! Ellilífeyrisþegi. Skilum myndunum ÉG er óánægð með að Reykjavík- urborg skuli halda myndum Jóhann- esar Kjarvals. Við eigum ekkert í þessum myndum og eigum að skila myndunum til erfingjanna. Anna S. Björnsdóttir, rithöfundur. Þakkir ÉG vil senda SPRON kærar þakkir fyrir gjafir á árinu 2006. En það var mikill afsláttur á fótsnyrtingu og tveir miðar í leikhús. Geri aðrir bankar betur. Ein þakklát. Sony-myndavél týndist SONY Digital-myndavél týndist lík- lega við húsgagnaverslunina Axis í Kópavogi í byrjun desember. Í vél- inni voru myndir frá jarðarför. Skil- vís finnandi hafi samband í síma 478 8861 eða 892 7151. Fundarlaun. Myndavélafótur fannst í Heiðmörk MYNDAVÉLAFÓTUR fannst í Heiðmörk á nýársdag. Upplýsingar í síma 865 8498. Svart veski týndist ÉG var stödd hjá Fjölskylduhjálp- inni rétt fyrir jólin og tapaði þar stóru svörtu veski. Í veskinu voru m.a. hanskar og trefill ásamt skil- ríkjum. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 698 0655. Gríma slapp úr flugvél á Reykjavíkurflugvelli GRÍMA, sem er átta ára læða, slapp úr flugvél á Reykjavíkurflugvelli fimmtudaginn 7. desember sl. og er hennar sárt saknað. Hún hefur sést nýlega á Boðagranda, Meist- aravöllum og núna síðast á Reyni- mel. Ég bið hjartahlýtt fólk að bjóða henni inn svo ég geti náð henni áður en kólnar meira. Þeir sem hafa orðið hennar varir eru vinsamlega beðnir að hafa samband í síma 661 5754. árnað heilla ritstjorn@mbl.is 60 ára af-mæli. Í dag, 6. janúar, verður sextug Aðalheiður Dúfa Krist- insdóttir. Hún verður stödd á hóteli innan- lands með fjöl- skyldu sinni á afmælisdaginn. Í tilefni þessara tíma- móta verður opið hús laugardaginn 13. janúar kl. 14 heima hjá Dúu og Didda í Breiðumörk 13, Hveragerði. Vinir og ættingjar velkomnir en gjafir vinsam- legast afþakkaðar. 50 ára af-mæli. Á morgun, sunnu- daginn 7. jan- úar, verður fimmtugur Kristján Hreinsson, skáld. Kristján mun eyða af- mælisdeginum í faðmi fjölskyldunnar og tekur á móti vinum og vandamönnum á heimili sínu, Einarsnesi 27 í Skerjafirði, á milli kl. 15 og 20. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að ber- ast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100 eða sent á netfangið ritstjorn@mbl.is. Hægt er að senda tilkynningar í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Árnað heilla ásamt frekari upplýs- ingum. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. dagbók Í dag er laugardagur 6. janúar, 6. dagur ársins 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.