Morgunblaðið - 06.01.2007, Page 64

Morgunblaðið - 06.01.2007, Page 64
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 6. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Hæg suðlæg og síðan austlæg átt, skúrir eða él. Bjartviðri á NA- og A-landi. NA 8–15 m/s á Vest- fjörðum með snjókomu. » 8 Heitast Kaldast 3°C -1°C Í ÍSLENSKU neyslusamfélagi þykir nánast eðlilegt að í hverju herbergi á heimili hverrar fjölskyldu sé sjón- varpstæki. En svo er ekki hjá sex manna fjölskyldu í Vesturbænum sem býr í litlu, gömlu húsi þar sem börnin deila með sér herbergjum og ekki eitt einasta sjónvarpstæki finnst á heimilinu. Og þau geta vart beðið eftir því að losa sig við bílinn. Áherslurnar eru aðrar og fjöl- skyldan leggur mikið upp úr sam- verustundum. | 30 Morgunblaðið/Kristinn Heima er best Heimasætan Belinda lætur fara vel um sig í stofunni. Fjölskyldu- líf án sjón- varpsins ÍSLENDINGAR sem breyttu um mataræði að ráði Íslensku vigtar- ráðgjafanna misstu samtals um 25.000 kg á síðasta ári, segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Mataræðið, sem gengur undir nafninu „danski kúrinn“ á meðal landsmanna, gengur út á mikla neyslu grænmetis og ávaxta og nákvæma vigtun allra matvæla áð- ur en þeirra er neytt. Markmiðið með vigtuninni er að gera fólk meðvitaðra um magn þess matar sem það borðar. ,,Það sem mér finnst mjög gefandi er að sjá hversu miklu lífsstílsbreyting, eins og þessi, getur breytt í lífi fólks, allt frá fermingu og til áttræðs. Það hreinlega blómstrar,“ segir Katrín V. Óladóttir, hjúkr- unarfræðingur og stofnandi Ís- lensku vigtarráðgjafanna. | 25 Misstu 25 tonn í danska megr- unarkúrnum Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „VIÐ erum kvíðnir um framhald- ið,“ segir Geir Jón Þórisson, yf- irlögregluþjónn í Reykjavík, en undanfarna daga hefur borið á til- kynningum til lögreglu vegna vist- manna sem yfirgefið hafa meðferð- arheimilið Byrgið í kjölfar umfjöllunar í fjölmiðlum um mál- efni heimilisins og forstöðumanns þess, Guðmundar Jónssonar. Um 20 manns hafa yfirgefið vistheim- ilið, að því er fram kom í Morg- unblaðinu í vikunni. Geir Jón segir að lögreglan sé farin að taka eftir breytingum vegna þessa. „Menn sem við vissum að væru þarna inni [í Byrginu] og vorum afskaplega glaðir með að væru ekki úti á götunni eru komnir út,“ segir hann. Geir segir að þarna á meðal séu einstaklingar sem séu þekktir hjá lögreglunni fyrir fíkniefnaneyslu og erfið samskipti og mikið hafi borið á. Þann tíma sem þessir menn hafi ekki verið á götunni hafi róast yfir. Þau mál sem tilkynnt hafi verið lögreglu varði ofbeldi, neyslu fíkni- efna og ýmislegt sem því fylgi. Það hafi verið sorglegt að frétta af því að um 20 manns hafi yfirgefið Byrgið. Fólkið fari ekki allt beint á götuna, „en við merkjum að það er byrjað,“ segir Geir. Þegar Byrgið hafi farið í fulla starfsemi á sínum tíma hafi farið af götunni nokkuð stór hópur ungs fólks sem hafi verið illa farinn af neyslu fíkniefna og búið á götunni. „Við kvíðum því að það fari aftur í sama munstrið og sama ferilinn og áður þekktist,“ segir hann. Fólkið eigi í hús að venda til að byrja með en fari það á kaf í neyslu endi það á götunni. Lögreglan í Reykjavík kveðst kvíða framhaldinu Í HNOTSKURN »Félagsmálaráðuneytiðstöðvaði á dögunum tíma- bundið greiðslur til Byrgisins að tilmælum Ríkisendurskoð- unar sem nú fer yfir mál þess. »Sigurður Þórðarson rík-isendurskoðandi segir að stefnt sé að því að ljúka skoð- uninni í næstu viku. Unnið sé að málinu af fullum krafti. »Um 20 manns munu hafayfirgefið Byrgið undan- farna daga. Hópur vistmanna sem hefur yfirgefið meðferðarheimilið Byrgið er á götunni ÁKAFANN vantaði ekki hjá ungu stúlkunni og víst er að sársoltnar, eða gráðugar, gæsirnar voru henni þakklátar fyrir brauðgjöfina nú á dög- unum þegar ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferð við Lækinn í Hafn- arfirði. Gæsirnar hópuðust að úr öllum áttum og mátti stúlkan hafa sig alla við svo brauðið yrði ekki rifið úr höndum hennar. Bersýnilegt er að fleiri mættu gefa sér tíma til að gefa fuglunum á köldum vetrardögum. Morgunblaðið/Ómar Gráðugar gæsirnar sólgnar í brauðið ÍSLENSK stjórnvöld voru ekki ein um að hafa áhyggjur af sovéskum síldveiðiskipum í nágrenni Íslands um miðja síðustu öld. Bandaríska herfor- ingjaráðið hafði miklar áhyggjur af sovéska flot- anum og sendi herskip til að fylgjast með skip- unum án hvatningar íslenskra stjórnvalda. Þetta kemur fram í grein Björns Bjarnasonar dóms- málaráðherra í Morgunblaðinu í dag. Í greininni vitnar Björn orðrétt í samtímafrá- sagnir föður síns Bjarna Benediktssonar, þáver- andi utanríkisráðherra, af fundum sem Bjarni átti með sendiherra Bandaríkjanna 18. ágúst 1948 og með herforingjum í Washington 19. september 1950. Björn segir í grein sinni að íslensk stjórnvöld hafi búið yfir vitneskju um að stjórnendur rúss- nesku skipanna væru í rússneska herflotanum. „Þá sáust byssustæði á sovéskum skipum í fiski- flotanum. Töldu stjórnvöld einfaldlega eðlilegt, að þeir, sem vildu styrkja varnir Íslands, fylgdust með ferðum flotans. Bandaríkjastjórn var sama sinnis og þess vegna var brugðist við á þann veg sumarið 1950 að senda herskip á vettvang og kanna flotann nánar. Það hefði að sjálfsögðu ekki verið gert, ef flotastjórnin hefði talið þessar grun- semdir út í hött,“ segir Björn. Fram kemur að 19. september 1950 hitti Bjarni Benediktsson fulltrúa í svonefndri Standing Group NATO, eða fastanefnd herforingja, í Penta- gon. Vék Bjarni að því að þá um sumarið hefði ver- ið mikill floti af rússneskum skipum í nágrenni Ís- lands. Orðrétt segir í frásögn Bjarna af fundinum: „Samkvæmt fregnum, sem við höfum, eitt stórt Liberty skip, um 10.000 tonn, 3 móðurskip um 3.000 tonn og 3 eða 4 e.t.v. 400 til 500 tonn. Og við höfum getað talið h.u.b. 40 fiskibáta, en menn halda, að þeir kunni að vera 80–90. Nú er auðvitað ekkert við því að segja á friðartímum, en á miklum hættutímum hefðum við haldið, að það kynni að vera nokkur hætta af þessum rússnesku skipum í nágrenni landsins […]“ Fram kemur að Omar Bradley, hershöfðingi í Bandaríkjaher, sat fundinn og brást við þessum orðum Bjarna með því að segja: „Við vissum um þennan flota, þegar þið sögðuð okkur frá honum, og tókum ákvörðun um að senda þessi skip þangað þessar ferðir. En það er erfitt að hafa þessi skip úti á hafi allt sumarið, þegar þau geta ekki komið inn og verið í einhverri höfn, sérstaklega þar sem við höfum skuldbindingar um heim allan og svo mikið lið fast í Kóreu um þetta leyti, svo að herforingja- ráð okkar taldi, að þeir hefðu ekki efni á að halda þessum herskipum þarna allan tímann, en þeir hafa sent þau þangað, eins og þér sögðuð, í þrjú mismunandi skipti. Návist þessa flota er eitt af því, sem hefur fengið okkur svo mikillar áhyggju, að við höfum beðið ykkur að ræða þetta [það er her- afla á Íslandi] og hugsa um það[…]“ | Miðopna Bandaríkin áttu frumkvæðið Bandarískir herforingjar lýstu áhyggjum af rússneskum skipum við Ísland 1950 LÖGREGLAN í Neskaupstað grennslaðist í gærkvöldi fyrir um ferðir 15 ára gamallar stúlku, sem hugsanlega fékk far með bifreið yf- ir til Eskifjarðar og ef til vill áfram þaðan á milli klukkan eitt og tvö í gærdag. Stúlkan er svarthærð, í meðallagi há og var í svartri peysu og galla- buxum. Þeir sem kunna að hafa gefið henni far eða séð til hennar eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Neskaupstað. Grennslast fyrir um ferðir 15 ára stúlku

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.