Morgunblaðið - 06.02.2007, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson,
svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is
netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Morgunblaðið í dag
þriðjudagur 6. 2. 2007
íþróttir mbl.isíþróttir
NFL-titillinn er fyrsti meiriháttar liðstitill í sögu Indianapolisborgar >> 4
REYNSLULEYSI Á HM?
VARNARLEIKUR LANDSLIÐSINS VAR Í MIKLU LAMASESSI OG
HEFUR REYNDAR VERIÐ ÞAÐ ALLT FRÁ ÞVÍ Í HAUST >> 2
Eftir Guðmund Hilmarsson
ummih@mbl.is
,Það var allt í góðu hjá mér framan
af degi en síðan fékk ég þvílíkan höf-
uðverk og ældi í kjölfarið og það var
ekkert vit í því að reyna að spila, þó
vo ég hafi að mestu verið búinn að
afna mig fyrir leikinn. Rijkaard var
búinn að segja mér að ég ætti að
byrja inná en eins mikið og mig
angaði til þess að spila þá var engin
glóra í því að ætla að vera inni á vell-
num hálf ringlaður og slappur,“
agði Eiður Smári við Morgunblaðið
gær.
Eiður sagðist hafa verið eftir sig í
gær en hann gat þó æft með liðinu
og býst ekki við öðru en hann verði
ilbúinn í baráttuna um næstu helgi
þegar Barcelona tekur á móti Rac-
ng Santander í spænsku úrvals-
deildinni.
Fyrir leikinn gegn Osasuna hafði
Eiður ekki verið í byrjunarliði
Barcelona í fimm leikjum í röð en
Argentínumaðurinn Javier Saviola
ók stöðu Eiðs í byrjun ársins og
hefur haldið sæti sínu. Saviola hafði
ig lítt frammi gegn Osasuna og
ömuleiðis gegn Real Zaragoza í
bikarnum í síðustu viku þar sem
Barcelona tapaði á heimavelli, 0:1.
,,Ég verð bara að bíða eftir næsta
tækifæri og vonandi fæ ég það um
næstu helgi. Það er búið að vera
eitthvert slen yfir mannskapnum á
þessu nýja ári en það á líka við um
fleiri. Sevilla hefur gefið eftir og
ekki er Real Madrid að gera góða
hluti um þessar mundir. Það sem er
pirrandi er að okkur hefur ekki tek-
ist að nýta okkur þetta. Við erum nú
samt enn í toppsætinu en við vitum
sjálfir að við getum spilað betur en
við höfum gert. Ég tel mjög mik-
ilvægt að við rífum okkur upp í
næstu leikjum fyrir leikinn á móti
Liverpool í Meistaradeildinni,“ sagði
Eiður en fyrri rimma Evrópumeist-
ara Barcelona og Evrópumeistar-
anna frá árinu 2005 fer fram á Nou
Camp miðvikudaginn 21. þessa mán-
aðar.
Er hjá besta liði í heimi
Eiður Smári hefur skorað 10
mörk fyrir Börsunga í öllum keppn-
um liðsins á leiktíðinni en honum
hefur ekki tekist að finna netmöskv-
ana á nýju ári. Hann hefur reyndar
ekki spilað margar mínútur með
meistaraliðinu á árinu en hann skor-
aði síðast fyrir liðið í 4:0 sigri á Villa-
real þann 25. nóvember.
,,Fólk verður bara að gera sér
grein fyrir því að ég er hjá besta fé-
lagsliði í heimi og það er ekkert
sjálfgefið að spila hverja einustu
mínútu. Ég vissi það þegar ég kom
til liðsins. Ég mun halda áfram að
berjast fyrir mínu sæti og ég þrífst
best þegar samkeppnin er mikil,“
sagði Eiður Smári.
Eiður Smári
átti að byrja
EIÐUR Smári Guðjohnsen átti að
vera í byrjunarliði Evrópu- og
Spánarmeistara Barcelona í leikn-
um gegn Osasuna í fyrrakvöld en
þar sem hann fékk heiftarlegt mí-
grenikast var tekin sú ákvörðun að
efla honum ekki fram í leiknum.
Fékk heiftarlegt mígrenikast
ALAIN Quintallet,
sjúkraþjálfari franska
landsliðsins í handknatt-
leik, hefur verið úr-
skurðaður í tveggja ára
bann frá alþjóðlegum
leikjum af IHF, Al-
þjóðahandknattleiks-
sambandinu.
Quintallet réðst á
norska dómarann Ken-
neth Abrahamsen eftir
að franska liðið tapaði
í undanúrslitunum á
HM í Þýskalandi síðasta
fimmtudag. Hann fór
þar mannavillt en leik-
inn dæmdu sænsku
dómararnir Patrick
Håkansson og Maths
Nilsson, og þeir gerðu
afdrifarík mistök á loka-
sekúndum leiksins þeg-
ar þeir dæmdu löglegt
mark af franska liðinu.
Franska handknattleiks-
mótmælt þessum úr-
skurði. Þá var þýska
handknattleikssamband-
ið sektað um 5.000 evr-
ur, um 450 þúsund ís-
lenskar krónur, vegna of
mikillar hlutdrægni hjá
kynninum á leik Þýska-
lands og Frakklands
Hann þótti fara yfir
strikið í að hvetja sína
menn og Frakkar gerðu
athugasemd við fram-
Sjúkraþjálfari Frakka
í tveggja ára bann
LITHÁSKI auðjöfurinn Vladimir
Romanov, eigandi skoska úrvals-
deildarliðsins Hearts í Edinborg,
egist ekki ætla að sleppa taki
ínu á félaginu en eins og fram
kom í Morgunblaðinu á sunnudag-
nn hefur hópur skoskra fjárfesta
og smárra hluthafa í Hearts í
hyggju að gera yfirtökutilboð í fé-
agið og hefur hópurinn leitað til
slenskra fjárfesta í því sambandi.
Talsmaður Romanovs sagði við
koska fjölmiðla að Romanov tæki
neitaði þeim möguleika að yfir-
taka væri í aðsigi.
„Herra Romanov væri áhuga-
samari ef tilboðið væri frá Mari-
lyn Monroe en frá Pat Munro.
Hann hefur ekki uppi nein áform
um að selja Hearts og hefur ekki
áhuga á neinum tilboðum,“ sagði
talsmaður Romanovs.
Munro, sem er verktaki og fjár-
festir í Edinborg, fer fyrir hópn-
um sem vill eignast Hearts en
hann sagði við Morgunblaðið að
hald Romanovs og hvernig staðið
væri að málum hjá félaginu undir
hans stjórn. Hearts er á góðri leið
með að verða litháskt félag. Fé-
lagið hefur fengið 13 leikmenn frá
litháska félaginu Kaunas tíma-
bundið til liðs við sig en það félag
er líka í eigu Romanovs.
Stjórn skosku úrvalsdeildarinn-
ar og skoska knattspyrnusam-
bandið skoðuðu þau mál en þau
segjast ekkert geta aðhafst til að
koma í veg fyrir að Hearts fái
Romanov ætlar ekki að
sleppa takinu á Hearts
Morgunblaðið/Günter Schröder
Brotið blað Það má segja að Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsmaður í handknattleik, hafi brotið blað í sögu
heimsmeistarakeppninnar í handknattleik þegar hann varð markakóngur með 66 mörk. Í gegnum tíðina hafa
stórskyttur hampað markakóngstitlinum, en það sýnir sig kannski best hvað miklar breytingar hafa orðið á hand-
knattleiknum að hornamaður sem er fljótur fram í hraðaupphlaup verður markakóngur.
Yf ir l i t
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Í dag
Sigmund 8 Bréf 25
Staksteinar 8 Minningar 26/30
Veður 8 Brids 32
Úr verinu 12 Skák 32
Viðskipti 13 Menning 33/37
Erlent 14/15 Leikhús 35
Menning 15 Myndasögur 36
Akureyri 16 Dægradvöl 37
Austurland 16 StaðurStund 38/39
Suðurnes 17 Dagbók 40/41
Landið 17 Víkverji 40
Daglegt líf 18/21 Velvakandi 40
Forystugrein 22 Bíó 38/41
Umræðan 24/25 Ljósvakamiðlar 42
* * * Það er álitaefni hvort leynilegir
viðaukar við varnarsamning Íslands
og Bandaríkjanna frá 1951 hafi stað-
ist 21. grein stjórnarskrárinnar.
Þetta kom fram í máli Valgerðar
Sverrisdóttur utanríkisráðherra í
utandagskrárumræðum á Alþingi í
gær. » 10
Viðskipti
Glitnir banki heldur áfram útrás
sinni á Norðurlöndum en í gær var
tilkynnt um kaup bankans á 68%
hlut í finnska fjármálafyrirtækinu
FIM Group. » 13
Erlent
Um 1.500 fjölskyldur hafa flúið
heimili sín í bænum Musa Qala í
Innlent
Skattrannsóknastjóri hefur neit-
að að afhenda ríkislögreglustjóra
skattagögn, m.a. skattagögn Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar, en í sér-
fræðiáliti skattrannsóknastjóra
varðandi kröfu ríkislögreglustjóra
um skattagögn níu núverandi og
fyrrverandi starfsmanna Baugs er
komist að þeirri niðurstöðu að lög-
regla sé ekki bær til að hefja op-
inbera rannsókn á meintum skatta-
lagabrotum einstaklinga þegar
málum þeirra hefur verið lokið með
endanlegum úrskurði yfirskatta-
nefndar. » 44
Nýstofnað alþjóðlegt fjárfesting-
arfyrirtæki á orkusviðinu, Geysir
Green Energy ehf., hefur ákveðið að
setja höfuðstöðvar sínar upp í
Reykjanesbæ. » 17
sunnanverðu Afganistan af ótta við
að alþjóðlega herliðið geri loftárásir
á hann. Talíbanar hertóku bæinn um
helgina. Yfirleitt er gert ráð fyrir að
í fjölskyldu séu sex manns að meðal-
tali í Afganistan. »14
Þriggja ára fangelsisdómur yfir
Chung Mong-Koo, forstjóra bílaris-
ans Hyundai, þykir sæta tíðindum í
fjármála- og stjórnmálalífi Suður-
Kóreu en hann var dæmdur fyrir að
stofna sérstakan milljarðasjóð til að
múta ráðamönnum. » 14
Talið er að um fjórðungur úr
milljón barna undir 18 ára aldri,
reyndar oft mun yngri, séu her-
menn, einkum í Afríku, Rómönsku
Ameríku og sumum löndum Asíu, að
sögn Sameinuðu þjóðanna. Al-
þjóðleg ráðstefna um leiðir til að
stemma stigu við þessari meðferð á
börnum og auðvelda þeim að hefja
nýtt líf hófst í París í gær. » 14
VILJAYFIRLÝSING um að auka
til muna húsnæðisframboð fyrir
stúdenta við Háskóla Íslands á
næstu þremur árum var undirrituð
í gær af hálfu Reykjavíkurborgar,
Stúdentaráðs Háskóla Íslands og
Félagsstofnunar stúdenta. Að sögn
Sigurðar Arnar Hilmarssonar, for-
manns Stúdentaráðs, er að rætast
langþráður draumur stúdenta í
húsnæðismálum þeirra og segir
hann viljayfirlýsinguna fela í sér
ein mestu tímamót í sögu húsnæð-
ismála stúdenta.
Í viljayfirlýsingunni lýsa aðilar
sig sammála um að á næstu þrem-
ur árum fari framtíðaruppbygging
fram á þremur svæðum í Reykja-
vík. Í fyrsta lagi er um að ræða
svæði við Hverfisgötu í nágrenni
við nýlegar stúdentaíbúðir við
Lindargötu, í öðru lagi á nýju
íbúðasvæði við Sléttuveg í Foss-
vogi og í þriðja lagi í Vatnsmýr-
inni í samráði við Háskóla Íslands.
Skipaður verður sérstakur sam-
ráðshópur fulltrúa Stúdentaráðs
Háskóla Íslands, Félagsstofnunar
stúdenta og skipulagsyfirvalda í
Reykjavík, sem vinnur í framhald-
inu að nánari útfærslu og leggur
fram áætlun um uppbyggingu í
maí næstkomandi.
Hefur mjög mikla þýðingu
„Þetta hefur mjög mikla þýð-
ingu fyrir stúdenta, enda eru á
hverju hausti um 700 stúdentar á
biðlista eftir úthlutun stúdenta-
íbúða,“ segir Sigurður Örn. „Nú
hefur verið stigið stórt skref í þá
átt að mæta þessari miklu eftir-
spurn. Félagsstofnun stúdenta
hefur sett sér það markmið að tvö-
falda fjölda stúdentaíbúða til að
mæta eftirspurninni og ég tel að
við förum langleiðina með það á
þeim reitum sem talað er um í
viljayfirlýsingunni. Það á síðan eft-
ir að koma í ljós hversu margar
íbúðir er um að ræða, en það skýr-
ist vonandi í maí þegar starfshóp-
urinn lýkur störfum sínum,“ segir
Sigurður Örn.
Stúdentaíbúðum fjölgað
Ein stærstu tímamót í húsnæðis-
málum stúdenta við HÍ eru í nánd
Samkomulag Samið var í gær um fjölgun stúdentaíbúða. Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson borgarstjóri og Sigurður Örn Hilmarsson, formaður stúdentaráðs.
SAGAN segir að iðnaðarmenn séu vandfundnir í allri
framkvæmdagleði landans. Þó varð á vegi ljósmyndara
Morgunblaðsins málari sem vann hörðum höndum við
að dytta að Kaffi Reykjavík niðri í bæ. Trúlega öfunda
hann fáir af því að þurfa að mála upp fyrir sig. Hann
mun þó án efa þykja öfundsverður í innivinnunni í dag,
því spáð er frosti um allt land, mest fimmtán stiga
frosti í innsveitum.
Morgunblaðið/G. Rúnar
Viltu mála allan heiminn …?
GLITNIR hefur keypt 68% hlut í
finnska fjármálafyrirtækinu FIM
Group, sem er með höfuðstöðvar
sínar í Helsinki. Öðrum hluthöfum
verður gert yfirtökutilboð en mið-
að við að Glitnir greiði átta evrur á
hlut er kaupverðið fyrir allt fyr-
irtækið um 30 milljarðar króna.
Bjarni Ármannsson, forstjóri
Glitnis, segir aðspurður hvort
þessi kaup gefi fyrirheit um frek-
ari útrás Glitnis á árinu að bank-
inn sé stöðugt að „fylla inn í eyð-
ur“ í vöruframboði sínu á
Norðurlöndunum og í Bretlandi.
Kaupin á FIM gera Glitni að
þriðja stærsta verðbréfamiðlara á
Norðurlöndunum, miðað við veltu,
næst á eftir Enskilda Banken og
Carnegie. Bjarni segir að nýkynnt-
ar skipulagsbreytingar hjá Glitni
geri bankann enn betur í stakk bú-
inn til að takast á við aukinn vöxt.
Framundan sé mikil vinna við að
samþætta starfsemi bankans á er-
lendum vettvangi. | 13
Glitnir fyllir
í eyðurnar
„HÁLENDIÐ er afar verðmætt
svæði vegna náttúru, landslags og
víðerna, bæði á landsvísu og alþjóð-
lega vísu. Vegna neikvæðra áhrifa
ber að stöðva frekari gerð upp-
byggðra vega á hálendinu, nema afar
ríkir þjóðhagslegir hagsmunir séu í
húfi. Jafnframt ber að takmarka gerð
annarra vega eins og kostur er og
jafnvel loka tilteknum slóðum eða
skilgreina þá til takmarkaðra nota.
Hafa ber í huga að nýr vegur kallar
yfirleitt á annan.“ Þetta segir í nið-
urstöðu skýrsludraga um hálendis-
vegi sem Landvernd lagði fram á síð-
asta ári.
Landvernd er að ljúka vinnu við
skýrsluna og ætlar að leggja hana
fram á aðalfundi samtakanna í apríl.
Bergur Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Landverndar, sagði að það lægi
vegur yfir Kjöl, en það væri ljóst að ef
hann yrði byggð-
ur upp og malbik-
aður myndi um-
ferð aukast mikið
og sú ró sem væri
á þessu svæði
spillast.
„Við erum ekki
á móti malbikinu
sem slíku,“ sagði
Bergur. „Vel
lagður, malbikaður ferðamannavegur
þarf ekki að valda sama raski og upp-
byggð hraðbraut þvert yfir landið.
Það er okkar meginsjónarmið í þessu
máli.“
Vanti heildarsýn á vegagerðina
Í drögum að skýrslu Landverndar
um hálendisvegi er bent á að heild-
stæð sýn á vegagerð á hálendinu sé
ekki fyrir hendi í áætlunum stjórn-
valda. Í samgönguáætlun séu til-
greindir fjórir sk. landsvegir sem
áformað sé að bæta en ekki tilgreint
hvernig. „Í öðrum áætlunum stjórn-
valda er umfjöllun um hálendisvegi
mjög misvísandi. Í stefnumörkun um
byggðamál er hvergi fjallað um upp-
byggða hálendisvegi á milli lands-
hluta sem leið til að efla byggð og bú-
setu um landið.
Núverandi vegasamgöngur inn á
hálendið eru ekki hindrun fyrir ferða-
menn sem þangað vilja sækja. Marg-
ir eftirsóttir áningarstaðir eru öllum
aðgengilegir á sumrin með áætlunar-
ferðum og jafnvel fólksbílum. Ferða-
menn á hálendinu eru almennt ekki
hliðhollir uppbyggðum vegum.“
Í skýrslunni er bent á að margar
virkjanir, tilgreindar í rammaáætlun,
muni kalla á uppbyggða vegi komi til
þess að þær verði byggðar.
Stöðva ber gerð upp-
byggðra hálendisvega
Landvernd ekki á móti öllum malbikuðum vegum á hálendinu
Bergur Sigurðsson