Morgunblaðið - 06.02.2007, Page 4

Morgunblaðið - 06.02.2007, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is STARFSHÓPUR Landbúnaðarstofnunar um við- brögð við fuglaflensu fundaði í gær með fulltrúa Tilraunastöðvar Háskóla Íslands að Keldum, Halldóri Runólfssyni yfirdýralækni og Jóni Gísla- syni forstjóra stofnunarinnar um það hvort færa ætti viðbrögð við fuglaflensu af stofni H5N1-veir- unnar á annað viðbúnaðarstig vegna þess að hún hefði um helgina greinst í kalkúnabúi á Bretlands- eyjum. Var niðurstaða fundarmanna sú, að ekki væri ástæða til að hækka viðbúnaðarstigið. Spurður um þetta mat segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir að um sé að ræða einangrað tilfelli á Bretlandseyjum og allar líkur séu á að breskum stjórnvöldum takist að ráða niðurlögum þess. „Okkar áhættumat á að hækka viðbúnaðarstig miðaðist við að flensan myndi greinast í villtum fuglum,“ segir Halldór. „Það liggur ekkert fyrir um að svo hafi gerst. Villtir fuglar koma hingað frá svæðum norðar en þetta, eftir því sem best er vit- að. Að þessu samanlögðu er þetta niðurstaðan.“ Kunna að þurfa að hækka viðbúnaðarstigið Aðspurður um þá ákvörðun franskra stjórn- valda að hækka viðbúnaðarstigið gagnvart fugla- flensu vegna málsins á Bretlandseyjum segir Halldór að reiknað sé með að síðar kunni að þurfa að hækka það hér á landi. „Við biðjum alla sem eru með alifugla úti við að fara vel yfir sína hluti og vera viðbúnir slíkum ákvörðunum. Verði viðbún- aðarstigið hækkað verður þeim sem hafa fuglana utandyra skipað að taka þá inn til að koma í veg fyrir snertingu við villta fugla.“ Halldór segir stigið hafa verið hækkað um eitt þrep eftir að dauður svanur fannst á Bretlandi í fyrravor og að stærstu alifuglaframleiðendur séu þegar við öllu búnir. Ekki sé hægt að fylgjast með smærri framleiðendum. Þeir verði að sýna ábyrgð. Viðbúnaður við fuglaflensu ekki aukinn hér á landi í bili Starfshópur Landbúnaðarstofnunar telur breska tilvikið ekki réttlæta breytingu FUGLAFLENSA greindist á kalkúnabúinu Bernard Matth- ews í Holton á Englandi um helgina. Var tekin ákvörðun um að farga öllum 159.000 kalkún- unum á búinu og er búist við að það muni taka nokkra daga. Að sögn Halldórs Runólfssonar yf- irdýralæknis var framkvæmd rannsókn á stóru svæði um- hverfis búið til að tryggja að aðrir fuglar hefðu ekki smitast. Í ljósi þess að fyr- irtækið rekur samskonar bú í Ungverjalandi hefur þeirri spurningu verið velt upp hvort smit kunni að hafa borist til Saga Foods búsins þar. Rússar og Japanar hafa brugðist við með því að banna inn- flutning á fersku alifuglakjöti frá Bretlandi. Einangrað tilvik? Halldór Runólfsson LÖGREGLAN á Selfossi stöðvaði ökumann bifreiðar á 159 km hraða á Suðurlandsvegi rétt austan Hvera- gerðis í gær og færði hann á lög- reglustöð. Grunur lék á um að hann væri undir áhrifum ávana- og fíkni- efna. Má hann búast við hárri sekt fyrir hraðabrotið auk þess sem fíkni- efnaþátturinn verður nánar rann- sakaður. Þá varð bílvelta í gær á Landvegi rétt við Laugaland. Að sögn lögregl- unnar á Hvolsvelli voru tveir erlend- ir ferðamenn í bílnum og missti öku- maður stjórn á honum, en nokkur hálka var á staðnum. Hvorugur meiddist, en bíllinn er talsvert skemmdur og var hann fjarlægður af slysstað. Ók á 159 km hraða SLÁTURFÉLAG Suðurlands (SS) og Reykjagarður hafa keypt hluta- félagið Förgun ehf., sem rekur kjöt- mjölsverksmiðjuna í Flóahreppi. Verksmiðjunni var lokað um áramót- in en reksturinn fer af stað á ný á næstu dögum. Kaupendur gefa ekki upp verðið í þessum viðskiptum. Verksmiðjan er sú eina sinnar teg- undar hér á landi en hún tekur á móti sláturúrgangi og öðrum lífræn- um úrgangi og framleiðir úr þessum afurðum mjöl og fitu. Fitan er að stærstum hluta notuð til gufufram- leiðslu fyrir verksmiðjuna og er verksmiðjan því nær sjálfbær um orku. Framkvæmdastjóri Förgunar verður Torfi Áskelsson. Kjötmjöls- verksmiðjan í gang á ný ÁLAG á raforkukerfi Landsnets náði sögulegu hámarki 22. janúar kl. 19, en þá flutti raforkukerfið 1.388 MW. Páll Magnússon, hjá Landsneti, sagði að ástæðan fyrir þessari miklu orkunotkun þennan dag hefði verið sú að mjög kalt var í veðri, stóriðjufyrirtækin hefðu verið keyrð á fullum afköst- um og loðnubræðslur hefðu verið að fara af stað. Síðasta met í raforkuflutningi var frá 18. desember sl. þegar 1.377 MW voru flutt um kerfi Landsnets. Páll sagði að orkunotkun væri hægt og sígandi að aukast. Á árinu 2005 hefði mesti orkuflutn- ingurinn verið 1.121 MW. Að und- anförnu hefði kerfi Landsnets hins vegar flutt um 1.300 MW. Páll sagði að raforkuflutningurinn ætti eftir að aukast enn meira þegar liði á þetta ár. Í sumar yrði byrjað að keyra upp ker hjá Fjarðaáli á Reyðarfirði. Einnig væri stækkun hjá Norðuráli á Grundartanga að fara í gang. Hann sagðist því eiga von á að Landsnet myndi flytja um 2.000 MW af rafmagni í lok þessa árs. Rafmagns- notkun í sögulegu hámarki SKIPVERJAR á Særifi SH brugðust skjótt við í gær- kvöldi í höfninni við Arnarstapa þegar eldur varð laus í Reyni Þór SH, 15 tonna báti sem lá þar bundinn. Skip- verjum á Særifi varð ljóst hvað hafði gerst þegar þeir voru að ljúka löndun og hugðust leggja upp að síðunni á Reyni Þór. Þá mætti þeim svartur reykur frá vél- arrúmi í mannlausum bátnum og fóru þeir um borð og hófu slökkvistörf. Að sögn Arnars Laxdals á Særifi byrjuðu þeir á því að loka öllum loftinntökum og varna því að eldurinn næði sér almennilega á strik. „Þetta gekk alveg ótrúlega vel og við teljum okkur hafa brugðist hárrétt við,“ sagði Arnar. Eigandi Reynis Þórs kom skömmu síðar á vettvang en þá hafði tekist að kæfa eldinn. „Við settum í gang slökkvikerfi og kældum síðan niður eldsvæðið með sjó. Eldurinn var bundinn við vélarrúmið og dreifðist ekki um bátinn. En það hefði ekki mátt muna miklu að verr færi,“ sagði Arnar. Morgunblaðið/Alfons Skipverjar afstýrðu eldsvoða í báti ♦♦♦ FRAMKVÆMDASTJÓRN Lands- sambands eldra borgara lýsir undr- un sinni og óánægju með að greitt skuli hafa verið fyrir bækling, sem Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráð- herra lét gera á síðasta ári um áherslur sínar í öldrunarmálum, úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Í ályktun sem framkvæmdastjórn LEB sendi frá sér í gær er minnt á að í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Landssambands eldri borgara frá 19. júlí 2006 komi fram að fjármagn sem gengið hafi til reksturs stofnana úr Framkvæmdasjóði aldraðra skuli framvegis ganga til uppbyggingar öldrunarstofnana. Framkvæmdastjórnin hafi tekið undir tilboð ráðherra um að liðsinna sambandinu og styðja útsendingu fé- lagsblaðs þess sl. haust, enda hafi yf- irlýsing ríkisstjórnarinnar og LEB verið meðal þess efnis sem birt var í blaðinu. Stjórn LEB hafi ekki séð neitt óeðlilegt við að stjórnvöld fyrir sitt leyti styddu við bakið á LEB vegna þess og bæklingur ráðherrans hafi fylgt með. „Hins vegar lýsir LEB undrun og óánægju með að fjármagnið í þetta verkefni var tekið úr Framkvæmda- sjóði aldraðra, kr. 1.324.458 (447.558 prentun bæklings og 876.900 í burð- argjöld),“ segir svo í ályktuninni. Lýsir stjórnin jafnframt megnri óánægju með að sjóðurinn skuli ekki hafa brugðist nægilega hratt við brýnasta verkefninu í málefnum aldraðra og aðstandenda, sem sé uppbygging hjúkrunarrýma. Framkvæmdasjóður aldraðra borgaði bækling LEB lýsir undr- un og óánægju STJÓRN Framtíðarlandsins hefur boðað til fundar á morgun, miðviku- dag, til að fá úr því skorið með lýð- ræðislegum hætti hvort félagar í Framtíðarlandinu samþykki að boð- ið verði fram í nafni félagsins til Al- þingis í kosningunum í vor. Tillagan verður lögð fram af stjórn félagsins sem einnig leggur fyrir fundinn drög að stefnuskjali, að því er kemur fram í fundarboði stjórnarinnar. Krafist er aukins meirihluta (2/3 hluta greiddra at- kvæða) fyrir samþykki tillögunnar, en félagsmenn eru um 2.600 talsins. Skiptar skoðanir Reynir Harðarson, stjórnarmaður í Framtíðarlandinu, segir hugmynd- ina um framboð alltaf hafa blundað í félagsmönnum þótt skoðanir séu skiptar. „Það hefur alltaf verið talað um möguleikann eða ógnina um framboð í Framtíðarlandinu og nú er komið að því að félagsmenn ákveði hvort af því verður. Það eru ýmsar leiðir að þessu markmiði og þá er umdeilt hvort rétt sé að bjóða fram. Báðar fylkingar hafa ýmislegt til síns máls og þess vegna er eðlilegt að félagsmenn ákveði þetta sjálfir,“ segir Reynir, sem sjálfur er hlynntur framboði. „Það hefur verið þörf á nýju stjórnmálaafli hægra megin við miðju sem kemur fram án farangurs. Það virðist vera að gömlu flokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar- flokkur, hafi lítinn áhuga á umhverf- ismálum,“ segir Reynir. Hvað varðar fyrirkomulag fram- boðsins, hvar boðið verður fram og hvernig listum verður stillt upp, seg- ir Reynir það verða ákveðið á fund- inum á miðvikudaginn. Leggja til að boðið verði fram til Alþingis Morgunblaðið/RAX ♦♦♦ HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr- skurð Héraðsdóms Suðurlands um að tveir bræður sæti gæsluvarðhaldi vegna gruns um fíkniefnasmygl. Annar maðurinn var úrskurðaður í varðhald til 6. febrúar en hinn til 9. febrúar. Sakarefnið varðar rúm 100 grömm af kókaíni, sem send voru til Íslands í hraðsendingu í pósti frá Guyana. Annar mannanna var skráður viðtakandi en hinn sótti pakkann á pósthúsið í Hveragerði og var þá handtekinn af lögreglu. Tollverðir höfðu áður fundið kóka- ínið í pakkanum og voru fíkniefnin fjarlægð og gerviefni sett í staðinn. Í gæslu fyrir kókaín

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.