Morgunblaðið - 06.02.2007, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ALÞINGI
Sími 590 5000
Opið kl. 10–18 á Laugavegi 174
13.990 kr. afborgun á mánuði fyrir hverja milljón *
* M.v. 10% útborgun og gengistryggðan bílasamning til 84 mánaða.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
8
1
0
2
Eigum frábært úrval nýlegra lúxusfólksbíla og jeppa frá Volkswagen, Audi og Mercedes Benz með allt að 90%
lánum á afar hagstæðum kjörum. Í boði eru jafnlöng lán og á nýjum bílum, sem lækkar greiðslubyrðina
til muna. Bílarnir eru til sýnis á Bílaþingi, Laugavegi 174.
Audi A6 quattro V8 4,2
Leðurinnrétting,18" álfelgur
sex geisladiska spilari
fjórhjóladrif, hiti í sætum
hraðastillir, leðurinnrétting
loftkæling, rafmagn í sætum
regnskynjari, sóllúga, xenon-ljós
Verð 6.950.000 kr.
ÍSLAND er enginn
eftirbátur annarra
þjóða og mun ekki
skerast úr leik þeg-
ar kemur að því að
vinna gegn lofts-
lagsbreytingum.
Þetta sagði Geir H.
Haarde forsætis-
ráðherra á Alþingi
í gær er hann svaraði fyrirspurn
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur,
þingmanns Samfylkingarinnar, um
loftslagsbreytingar. „Það er rangt
að gera því skóna að eitthvað af því
sem hér er að gerast sé með ein-
hverjum hætti Íslendingum að
kenna,“ sagði Geir og áréttaði að Ís-
land hefði lagt sitt af mörkum til að
draga úr mengun.
Ingibjörg benti á þann fjölda þjóð-
arleiðtoga sem hefur gefið yfirlýs-
ingar um nýja skýrslu Sameinuðu
þjóðanna um loftslagsbreytingar og
spurði hvort íslensk stjórnvöld ætl-
uðu að taka undir með Evrópu-
þjóðum og draga verulega úr meng-
un eða hvort þau ætluðu að halda
uppteknum hætti og reyna að fá sér-
meðferð í þessum efnum. Hún var
ekki sátt við þau orð Geirs að spurn-
ingum hennar væri erfitt að svara í
óundirbúnum fyrirspurnartíma.
„Það eru sem sagt Bush og Geir
Haarde sem standa eftir eins og salt-
stólpar í þessu máli og geta ekki tek-
ið afstöðu til málsins meðan allir
aðrir geta gert það.“
Mun ekki
skerast úr leik
Geir H. Haarde
„ÞETTA er loforðabæklingur og í
honum er hvergi sagt hvernig
ástandið er,“ sagði Ásta R. Jóhann-
esdóttir, þingmaður Samfylking-
arinnar, í fyrirspurnatíma á Al-
þingi í gær, og gagnrýndi
heilbrigðisráðherra harðlega fyrir
að hafa notað peninga úr fram-
kvæmdasjóði aldraðra í kynning-
arbækling um öldrunarmál. „Ég
get ekki séð að ráðherra hafi
nokkra heimild til að taka peninga
úr sjóðnum í svona verkefni fyrir
sjálfa sig,“ sagði Ásta og bætti við
að þetta væri dæmigerður kosn-
ingabæklingur þar sem ráðherra
segði frá því í fyrstu persónu hvað
hún hygðist gera eftir kosningar.
Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis-
ráðherra sagði um nýja stefnumót-
un að ræða og að ráðherra væri
skylt að upplýsa um hana. „Það er
alveg skýrt að það er heimilt að
veita fé úr sjóðnum til annarra
verkefna en byggingar öldr-
unarstofnana enda mjög mikilvægt
að geta veitt styrki, t.d. til þróun-
arverkefna, rannsóknarverkefna
og til að koma upplýsingum á fram-
færi til að efla öldrunarþjónustuna
um allt land,“ sagði Siv og bætti því
við að það væri fráleitt að tala um
þetta sem persónulegt mál.
Loforðabæklingur
um öldrunarþjónustu?
Morgunblaðið/RAX
Spennan magnast Þingmenn gefa sér tíma til að slá á létta strengi þótt
spennan fari vaxandi nú þegar kosningabaráttan er að hefjast fyrir alvöru.
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
ÞAÐ ER álitaefni hvort leynilegir
viðaukar við varnarsamning Íslands
og Bandaríkjanna 1951 hafi staðist
21. grein stjórnarskrárinnar. Þetta
kom fram í máli Valgerðar Sverris-
dóttur, utanríkisráðherra, í utandag-
skrárumræðum á Alþingi í gær. „Ég
kýs að fjölyrða ekki um þetta atriði
hér enda er þetta fyrst og fremst lög-
fræðilegt álitaefni,“ sagði Valgerður
en umrædd stjórnarskrárgrein kveð-
ur á um að ekki megi gera við önnur
ríki neina samninga sem fela í sér af-
sal eða kvaðir á landi eða landhelgi, án
samþykkis Alþingis.
Steingrímur J. Sigfússon, þing-
maður Vinstri grænna, hóf um-
ræðuna og benti á að Alþingi hefði
ekki fengið herverndarsamninginn til
umfjöllunar á sínum tíma. „Þetta var
nógu slæmt, þótt ekki bættist það við
sem nú liggur fyrir, að á bak við her-
verndarsamninginn voru gerðir leyni-
samningar sem Alþingi og þjóð voru
leynd í meira en hálfa öld, að því er
best verður séð eingöngu af pólitísk-
um ástæðum,“ sagði Steingrímur og
gagnrýndi harðlega þau ákvæði í
leynilegu viðaukunum að Bandaríkja-
menn gætu tekið í sínar hendur fulla
stjórn og ábyrgð á flugi um Keflavík-
urflugvöll. „Hvaða stöðu hafa viðauk-
arnir núna?“ spurði Steingrímur. „Er
hægt að ýta lögum um flugmálastjórn
á Keflavíkurflugvelli og loftferðir til
hliðar með samningi úti í bæ við er-
lenda ráðherra sem hefur enga laga-
stoð?“
Valgerður sagði aðstæður við gerð
varnarsamningsins hafa verið allt
aðrar en í dag og að hann hefði líklega
verið umdeildasti tvíhliða samningur
sem Ísland hefði gert. „Tveimur árum
áður höfðu átt sér stað uppþot á Aust-
urvelli þegar Alþingi samþykkti aðild
Íslands að Atlantshafsbandalaginu,“
sagði Valgerður en hún sagðist jafn-
framt hafa viljað sjá meiri skuldbind-
ingu af hálfu Bandaríkjanna hvað
varðar hreinsun á landi eftir brott-
hvarf hersins sl. haust.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra,
sagði leynilegu viðaukana endur-
spegla tíðarandann sem var 1951 og
að núverandi stjórnvöld gætu ekki
borið ábyrgð á því. Í hans augum væri
ekkert í samningnum sem þyrfti að
halda leyndu, en að það hefði horft
öðruvísi við þeim sem gerðu samning-
inn á sínum tíma.
Össur Skarphéðinsson, þingmaður
Samfylkingarinnar, sagði himin og
haf vera milli viðhorfa utanríkisráð-
herra og forsætisráðherra í málinu.
„Forsætisráðherra lýsti því yfir síðast
fyrir örfáum dögum að hann teldi að
skilasamningarnir frá því í haust
hefðu verið fullnægjandi,“ sagði Öss-
ur og bætti við að utanríkisráðherra
hefði hins vegar sagt skýrt að hendur
Íslendinga hefðu verið bundnar í
samningaviðræðunum vegna leyni-
samninganna frá árinu 1951.
Álitaefni hvort leynilegir
viðaukar standist stjórnarskrá
Í HNOTSKURN
» Steingrímur J. Sigfússonsegir leynilega viðauka við
varnarsamninginn hafa falið í
sér miklu meira afsal á landi
en samningurinn sjálfur.
» Utanríkisráðherra segirþað vera lögfræðilegt
álitaefni.
● Umræður um fundarstjórn forseta
fóru út um víðan völl á Alþingi í gær
og gengu skotin í allar áttir. Ögmund-
ur Jónasson byrjaði á því að gera at-
hugasemd við ákvörðun um það
hvaða fyrirspurnir voru teknar á dag-
skrá í óundirbúnum fyrirspurnartíma.
Sagði hann undarlegt að fyrirspurn
Ingibjargar Sólrúnar um loftslags-
breytingar kæmist að, þegar VG
hefði þegar óskað eftir utan-
dagskrárumræðu um sama efni.
Ósáttur við
fundarstjórn
● Sigurður Kári
Kristjánsson
sagði greinilegt
að samstarf
stjórnarandstöð-
unnar virkaði illa
þar sem VG og
Samfylking gætu
ekki einu sinni
náð samkomulagi
um hver „hefði
forgang að því að ræða um loftslags-
málin.“ „Það er komin upp alvarleg
staða hér í þinginu,“ sagði Sigurður
Kári. „Ég held það væri ráð, frú for-
seti, að þú myndir fresta fundi þann-
ig að stjórnarandstaðan gæti fengið
sér 10 dropa af kaffi og ráðið ráðum
sínum vegna þess að það er alveg
ljóst af þessari umræðu að hún er
ekki jafnsameinuð og menn í þess-
um stjórnarandstöðuflokkum vilja
vera láta,“ sagði Sigurður Kári.
Þurfa tíu dropa
Sigurður Kári
Kristjánsson
● Sigurður Kári var sjálfur ekki látinn
óáreittur. Mörður Árnason sagði hann
hafa sett á svið leikrit í fyrirspurn-
artímanum. Í „leikritinu“ hefði Sig-
urður Kári vakið athygli á því að sam-
kvæmt nýrri skýrslu Hagstofunnar
væri tekjudreifing á Íslandi mun jafn-
ari en í flestum Evrópuríkjum. Spurði
hann forsætisráðherra um afstöðu
hans til skýrslunnar, og auðvitað var
svarið hið jákvæðasta.
Arnbjörg Sveinsdóttir var ósátt við
að talað væri um leikrit í þessu sam-
hengi. Össur Skarphéðinsson sagðist
hafa skilning á því, enda hefði Sig-
urður Kári málfrelsi á þingi eins og
aðrir. „Ég held þó að ég og formaður
þingflokks sjálfstæðismanna getum
þó verið sammála um að hann lék
þetta mjög vel,“ sagði Össur og upp-
skar hlátur.
Góður leikari
● Fundur Alþingis hefst kl. 13.30 í
dag og fjöldi mála er á dagskrá. Fé-
lagsmálaráðherra mælir meðal ann-
ars fyrir frumvarpi um skyldur er-
lendra fyrirtækja og starfskjör
starfsmanna þeirra.
Dagskrá þingsins
ÞETTA HELST …