Morgunblaðið - 06.02.2007, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
París. AFP. | Talið er að um fjórð-
ungur úr milljón barna undir 18 ára
aldri, reyndar oft mun yngri, séu
hermenn, einkum í Afríku, Róm-
önsku Ameríku og sumum löndum
Asíu, að sögn Sameinuðu þjóðanna.
Alþjóðleg ráðstefna um leiðir til að
stemma stigu við þessari meðferð á
börnum og auðvelda þeim að hefja
nýtt líf hófst í París í gær.
Ishmael Beah var 11 ára þegar
hann gekk til liðs við einn vígahóp-
anna sem herjuðu á landsmenn í
Vestur-Afríkuríkinu Síerra Leone
þegar þar braust út borgarastríð
fyrir 15 árum. Gerðist þetta eftir að
foreldrar hans og tveir bræður
höfðu týnt lífi í átökunum. „Það var
jafnauðvelt fyrir mig að taka upp
byssu og skjóta einhvern eins og að
drekka glas af vatni,“ sagði Beah,
sem nú er 26 ára, á ráðstefnunni.
Hann sagði að gefa yrði börnunum
tíma til að jafna sig andlega eftir
þessa reynslu. „Erfiðast er að end-
urheimta eigin mennsku.“
Beah var hermaður í tvö ár en
var þá sendur í endurhæfing-
armiðstöð fyrir barnahermenn í
höfuðborg landsins, Freetown.
Hann býr nú í New York og senn
kemur út bók sem hann skrifaði um
reynslu sína.
Oft eru börnin ekki aðeins notuð
sem hermenn heldur gerð að sendi-
boðum og njósnurum eða notuð sem
kynlífsþrælar. Philippe Douste-
Blazy, utanríkisráðherra Frakk-
lands, sagði að umrædd börn væru
nú eins og glötuð þjóðum sínum.
AP
Frjáls Ishmael Beah varð 11 ára að aldri hermaður í einni af mörgum víga-
sveitum Sierra Leone í borgarastyrjöldinni í landinu.
Gegn barnahermennsku
Kandahar. AFP, AP. | Um 1500 fjöl-
skyldur hafa flúið heimili sín í bæn-
um Musa Qala í sunnanverðu Afg-
anistan af ótta við að alþjóðlega
herliðið geri loftárásir á hann. Tal-
íbanar hertóku bæinn um helgina.
Yfirleitt er gert ráð fyrir að í fjöl-
skyldu séu sex manns að meðaltali í
Afganistan. Dreift hefur verið flug-
ritum yfir Musa Qala þar sem her-
menn talíbana eru hvattir til að
hafa sig á brott, ella verði hafnar
árásir á þá.
Á föstudag gerði hópur talíbana
árás á bæinn, sem er mjög af-
skekktur. Breskir hermenn í hér-
aðinu sömdu í fyrra við öldungaráð
Musa Qala um að halda sig fjarri
bænum en ráðið sagði bæjarbúa
geta haft hemil á talíbönum. Hinir
síðarnefndu hafa nú leyst upp öld-
ungaráðið og lagt byggingar bæj-
arstjórnar og lögreglu í rúst með
jarðýtum. Leiðtogi hópsins, múllah
Ghafour, var felldur með flugskeyti
á sunnudag ásamt nokkrum ráð-
gjöfum sínum.
Talíbanar
hertóku bæ
AP
Fjarri Breskir hermenn í Kabúl.
Moskva. AFP. | Saksóknarar í Rússlandi hafa lagt fram
nýjar ákærur um fjárdrátt og peningaþvætti á hendur
auðkýfingnum Míkhaíl Khodorkovskí sem nú er í fang-
elsi í Síberíu. Verði hann sekur fundinn gætu þessar
ákærur merkt að bætt verði mörgum árum við dóm
hans, að sögn verjenda hans.
Khodorkovskí var árið 2005 dæmdur í fangelsi fyrir
fjármálamisferli og skattsvik. Hann hafnaði nýju ákær-
unum, að sögn eins verjenda hans, Karínnu Moskalenkó,
í gær. „Þetta eru fáránlegar ásakanir,“ sagði hún. Við-
skiptafélagi Khodorkovskís, Platon Lebedev, var einnig
ákærður fyrir sams konar sakir í gær.
Líklegt þykir að nýju ákærurnar geri að engu vonir Khodorkovskís um
að fá reynslulausn fyrir tímann. Hafa þær ýtt undir grunsemdir um að
Vladímír Pútín forseti og menn hans misbeiti valdi sínu til að ofsækja olíu-
furstann fyrrverandi sem áður réð yfir olíurisanum Yukos.
Ákærður fyrir peningaþvætti
Míkhaíl
Khodorkovskí
ÍRÖNSK stjórnvöld hafa sett upp
300 skilvindur til úranauðgunar á
tveimur stöðum í Natanz-neðan-
jarðarsamstæðunni, að sögn vest-
rænna diplómata.
300 skilvindur
NJÓSNAFORINGINN fyrrverandi
Alexander Lítvínenko, sem lést af
völdum póloneitrunar, taldi Andrei
Lugovoi hafa átt þátt að máli, að
sögn vinar hans Borisar Berezovskí.
Benti á Lugovoi
ÁÆTLANIR Bandaríkjastjórnar um
að reisa gagneldflaugavarnarkerfi í
Mið-Evrópu eru „ógn“ við Úkraínu,
að því er Mykola Azarov aðstoðar-
forsætisráðherra lýsti yfir í gær.
Hann þykir hallur undir Rússa.
Ógn við Úkraínu
ALAN Johnson, menntamálaráð-
herra Bretlands, hefur ákveðið að
sonnettur leikritaskáldsins Will-
iams Shakespeare, heimsstyrjald-
irnar tvær og helförin séu „ósnert-
anlegt“ kennsluefni sem ekki megi
með nokkrum hætti vinsa úr náms-
bókum fyrir 11 til 14 ára börn.
Jafnframt eru skólar hvattir til
að kenna „efnahagslega gagnleg“
tungumál, á borð við úrdú og mand-
arínsku, í stað frönsku og þýsku.
Ósnertanlegt efni
Sígildur Ljóð Shakespeares fara hvergi.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ásgeir Sverrisson
asv@mbl.is
LÖGMENN Chung Mong-Koo
höfðu hvatt til þess að tekið yrði
mildilega á máli hans; vist innan
fangelsismúra myndi ekki aðeins
skaða risafyrirtækið sem hann
stjórnar, sjálft hagkerfi Suður-Kór-
eu myndi verða fyrir þungu höggi.
Þetta ákall dugði skammt. Sannað
þykir að Chung hafi sem forstjóri
Hyundai-fyrirtækisins beitt hugvits-
samlegum brögðum til að koma sér
upp digrum sjóði sem hann hafi síðan
nýtt til að múta stjórnmála- og emb-
ættismönnum.
„Skapandi bókhald“
Chung var í gær dæmdur í þriggja
ára fangelsi eftir að hafa verið fund-
inn sekur um svik og fjárdrátt. Sann-
að þykir að hann hafi með „skapandi
bókhaldi“, eins og það kallast nú um
stundir, komist yfir 90 milljarða won,
sem svara til um 96 milljóna Banda-
ríkjadala eða um 6.600 milljóna
króna. Fjármunum þessum kom
hann fyrir í sérstökum sjóði til að
standa straum af mútugreiðslum.
Hluta upphæðarinnar var varið til að
greiða fyrir því að Euisun, sonur
Chungs, tæki við sem forstjóri Kia,
sem er eitt fyrirtækja Hyundai.
Þriggja ára fangelsi fyrir þessar
sakir þætti tæpast lýsa hamslausri
refsigleði í Evrópu eða Bandaríkjun-
um en í Suður-Kóreu þykir dómur-
inn marka tímamót; greinilegt sé að
yfirvöld dómsmála hyggist nú
„hreinsa til“ í viðskiptalífinu sem
löngum hefur verið annálað fyrir
spillingu. Og það ástand mála tengist
beint stjórnmálastéttinni í landinu.
Forseti dómsins, Kim Dong-Oh,
sagði er hann opinberaði úrskurðinn
að ekki léki vafi á sekt Chungs. Upp-
ræta þyrfti slíkt framferði og það
bæri ekki síst að gera í því skyni að
tryggja vöxt og viðgang hagkerfis-
ins. Þrír undirsáta Chungs hjá Hy-
undai fengu skilorðsbundna dóma en
þeir lýstu yfir því að þeir hefðu ein-
ungis farið að fyrirmælum hans.
Mildir dómar
Talsmaður Hyundai sagði að refs-
ingin væri úr hófi fram hörð. Og vís-
ast hefur sá ágæti maður eitthvað til
síns máls þegar skoðuð eru viðlíka
hneyksli sem afhjúpuð hafa verið í
Suður-Kóreu á undanliðnum árum.
Stjórnvöld hafa að vísu reynt að
koma böndum á auðhringina almátt-
ugu, sem nefnast chaebol þar eystra,
en dómar sem felldir hafa verið yfir
þekktum mönnum í viðskiptalífinu
hafa þótt mildir. Ákæruvaldið hafði
raunar farið fram á að Chung yrði
dæmdur í sex ára fangelsi og þær
raddir heyrðust í gær að enn væri
dómskerfið sýnilega ekki tilbúið að
taka af fullri hörku á spillingu á
þessu sviði þjóðlífsins. Sjálfur var
Chung sem steinrunninn er dómur-
inn var kveðinn upp og neitaði að tjá
sig. Málinu verður nú áfrýjað og
Chung nýtur frelsis þar til dómur
fellur á ný. Iðnaðar- og viðskiptaráð
Suður-Kóreu hefur þegar hvatt til
þess að dómurinn verði mildaður.
Sjötti stærsti bíla-
framleiðandinn
Hyundai yfirtók Kia Motors árið
1998 og er nú sjötti stærsti bílafram-
leiðandi í heimi hér. Fyrirtækið ræð-
ur nú yfir um 70% markaðarins í
Suður-Kóreu og leggur til um 5,4%
af vergri landsframleiðslu.
Chung, sem er sonur stofnanda
Hyundai-fyrirtækisins, tók við sem
forstjóri árið 1998. Hann þykir hafa
náð góðum árangri í starfi, Hyundai
hefur náð traustri fótfestu í Banda-
ríkjunum og áhersla Chungs á aukin
gæði er talin hafa gjörbreytt ímynd
fyrirtækisins. Forstjórinn, sem þyk-
ir afar kröfuharður, er annálaður
fyrir vinnusemi og skipulagsgáfu.
Heldur hefur þó hallað undan fæti
síðustu misserin. Chung var hand-
tekinn í apríl í fyrra og var þá í fang-
elsi í tvo mánuði uns honum var
sleppt gegn tryggingu. Mál forstjór-
ans er talið hafa spillt fyrir áformum
um frekari sókn í Evrópu og Banda-
ríkjunum. Að auki hafa kröfur verka-
manna um launahækkanir komið illa
við fyrirtækið, sem stendur frammi
fyrir harðnandi samkeppni, einkum
frá Japan. Breytt staða hvað sam-
keppni varðar er ekki síst rakin til
þess hversu sterkur gjaldmiðill won-
ið er nú um stundir. Að sögn tals-
manna fyrirtækisins dróst fram-
leiðslan saman um 115.000 bifreiðar í
fyrra sökum verkfalla. Hagnaður
minnkaði um 34% frá árinu 2005 sem
aftur varð til þess að verðmæti hluta-
bréfa rýrnaði um þriðjung.
Hét frekari sókn og bættum
árangri gegn vægum dómi
„Fyrirtækið stendur frammi fyrir
margvíslegum vanda. Gefi rétturinn
mér tækifæri mun ég launa það með
því að gera Hyundai eitt af fimm
stærstu fyrirtækjum heimsins á sviði
framleiðslu ökutækja,“ sagði Chung
í réttarsal er hann viðurkenndi brot
sín og baðst vægðar.
Innvígðir sögðu í gær að dómurinn
yfir Chung myndi skaða hagsmuni
Hyundai. Ljóst væri að þar til loka-
dómur félli í máli hans myndi Chung
enn koma að öllum stærri ákvörðun-
um og fjárfestingum.
Milljarðasjóður til að
múta ráðamönnum
Reuters
Orðlaus Chung Mong-Koo, forstjóri Hyundai, neitaði að svara spurningum
fréttamanna er dómur hafði verið kveðinn upp yfir honum.
Chung Mong-Koo, forstjóri suður-kóreska risafyrirtækisins
Hyundai, dæmdur í fangelsi fyrir fjárdrátt
Í HNOTSKURN
»Chung Mong-Koo, for-stjóri Hyundai, er 68 ára
gamall. Faðir hans stofnaði
fyrirtækið árið 1967. Það var í
fyrstu eins konar útibú Ford í
Asíu. Fyrsta frumhönnun fyr-
irtækisins, sem nefndist Pony,
rann af færibandinu árið 1975
og árið 1986 hófst útflutn-
ingur til Bandaríkjanna.
»Chung Mong-Koo hefurlagt áherslu á að bæta
ímynd fyrirtækisins og náð
góðum árangri.
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
VARAFORSETI Íraks, súnní-arab-
inn Tariq Hashimi, sagði í gær að
Bandaríkjamenn yrðu að hraða því
að koma fyrir bandarísku herliði á
mikilvægum stöðum í landinu til að
hindra átök og hryðjuverkaárásir.
Alls féllu yfir 130 manns í höfuðborg-
inni Bagdad um helgina og minnst 47
manns í gær. Tony Fratto, talsmaður
George W. Bush Bandaríkjaforseta,
neitaði því í gær að tafir á fram-
kvæmd áætlunar um aukið, banda-
rískt herlið hefðu skapað betri að-
stæður fyrir ofbeldismenn.
„Ég held ekki að við höfum farið
okkur of hægt,“ sagði Fratto. „Ég
held að við séum á þeim hraða sem
hægt er að ætlast til að við náum á
þessu stigi málsins,“ sagði hann.
„Þetta eru ekki vandamál sem hægt
er að leysa á einni nóttu. Áætluninni
er ætlað að stuðla að langvarandi ör-
yggi í Bagdad og það mun taka
ákveðinn tíma að koma öllum hlutum
í sinn rétta farveg.“
Bush ákvað fyrir skömmu að
senda um 21.000 manna lið í viðbót til
Íraks til að aðstoða íraska herinn við
að koma á lögum og reglu. Gagnrýn-
endur Bandaríkjastjórnar hafa hald-
ið því fram að þær tafir sem orðið hafi
á því að hrinda áætlun Bush í fram-
kvæmd hafi veitt liðsmönnum her-
skárra samtaka Íraka svigrúm til að
fara í felur áður en liðsstyrkur
Bandaríkjahers í landinu verður auk-
inn. Jafnframt hafi liðsmenn víga-
sveita sjía-araba, sem haldið hafi
uppi nokkru öryggiseftirliti sums
staðar í hverfum sjíta í höfuðborg-
inni, horfið á braut eða verið hraktir
burt án þess að nokkuð hafi komið í
staðinn.
Stjórn Bush kynnir
fjárlagatillögur
Bush forseti kynnti í gær fjárlaga-
tillögur sínar fyrir næsta fjárlagaár,
þar á meðal tillögur um hversu miklu
verði varið í hernað í Írak og Afgan-
istan frá 1. október á þessu ári og
fram til 1. október 2008. Er um að
ræða 235 milljarða dollara aukalega
vegna hernaðarins í löndunum tveim.
Samkvæmt frumvarpinu verða heild-
arútgjöld bandaríska alríkisins 2,9
billjónir dala, eða 2,9 milljónir millj-
óna.Gert er ráð fyrir að spara 66
milljarða dala útgjöld til bandaríska
heilbrigðistryggingakerfisins.
Saka Bush um seinagang