Morgunblaðið - 06.02.2007, Síða 18
Japanska söngkonan
Kumi Koda hlaut háls-
men þegar henni voru
veitt verðlaun fyrir að
nota oft marga og fal-
lega skartgripi á
stærstu alþjóðlegu
skartgripasýningunni
sem haldin var 18. sinni í
Tókýó í Japan nú fyrir
skömmu. Reuters
Glitrandi
|þriðjudagur|6. 2. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Matráðurinn í Klébergsskóla
segir 95% nemenda borða í
skólanum og þar er hollustan í
fyrirrúmi. » 20
matur
Það er ekki víst að allir myndu
þora að skella sér í slökunar-
nudd þar sem litríkir snákar sjá
um nuddið. » 21
daglegt líf
Skór eru ekki fylgihlutir heldur
einkenni, segir Christian Lou-
boutin sem er vinsæll skóhönn-
uður um þessar mundir. » 20
tíska
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
Það er mikið púlað og svitn-að og þetta tekur svosannarlega á öllum lík-amshlutum. Aðalatriðið
finnst mér vera það að þessi hreyf-
ing er svo svakalega skemmtileg,
finnst okkur. Þetta eru einföld
dansspor með leikfimiívafi og engin
hætta er á að konur gefist upp á
ræktinni og drepist úr leiðindum í
þessu,“ segir Kolbrún Ýr Gunn-
arsdóttir, sem býður upp á svokall-
aða dansleikfimi fyrir konur á öll-
um aldri yfir tvítugt í húsakynnum
Hreyfilands við Stangarhyl tvisvar
í viku.
Kolbrún hannaði hreyfinguna og
sporin eftir eigin höfði enda hefur
dansinn verið stórt áhugamál hjá
henni allt frá sex ára aldri. „Dans-
leikfiminn er fyrir þær konur sem
langar að breyta út af venjunni og
dansa og gleyma sér í brennslunni
í staðinn fyrir að fara í hefðbundna
leikfimi eða tækjasal, sem sumum
reynist erfitt að stunda reglulega,
kannski vegna þess að það er bara
ekki nógu skemmtilegt.
Vill ekki unglinga-„fílinginn“
Dansleikfimin samanstendur af
djassdansi, hip-hop, salsa, nútíma-
dansi og eróbikksporum og svo
notum við skemmtilega tónlist á
borð við r’n’b, hip-hop, salsa og
diskó. Ég byggi tímann þannig upp
að við hitum upp í tuttugu mínútur,
tökum styrktaræfingar í tíu til
fimmtán mínútur, dönsum síðan á
fullu í rúmar tuttugumínútur og
teygjum svo vel í lokin. Ég er að
reyna að hafa þetta skemmtilegt og
einfalt fyrir fullorðnar konur og
þess vegna miða ég við tuttugu ára
aldurstakmark af því að ég vil ekki
fá unglinga-„fílinginn“ inn í þessa
tíma,“ segir Kolbrún Ýr, en hún
sér nú einnig um mæðrafimina í
Hreyfilandi.
Sjálf á hún sjö og þriggja ára
börn. Hún er menntaður fatahönn-
uður og rekur verslunina KVK við
Laugaveg þar sem hún selur eigin
hönnun.
Hannar föt á daginn
„Fatnaðurinn minn er fallegur,
sérstakur og þægilegur og hentar
konum á öllum aldri. Ég er sem
sagt sjálf að hanna föt á daginn og
fæ svo útrás í dansinum á kvöldin.
Þetta er mín líkamsrækt og mín
uppskrift að góðri hreyfingu. Og
sem betur fer „fíla“ aðrar konur
þetta í botn með mér,“ segir Kol-
brún Ýr að lokum.
„Við leggjum fyrst og fremst
áherslu á að vera fjölskyldu- og
barnvæn enda höfum við hannað
allt umhverfi okkar í samræmi við
það," segir Krisztina G. Agueda,
framkvæmdastjóri Hreyfilands, og
á m.a. við litríka skápa, dýnur og
dót auk þess sem hún bendir á
skiptiaðstöðu fyrir ungbörnin og
sér salerni fyrir þau börn sem eru
orðin aðeins eldri.
„Við bjóðum m.a. upp á leikfimi
fyrir óléttar konur, nýbakaðar
mæður og krílin þeirra auk þess
sem boðið er upp á brjósta-
gjafaráðgjöf vikulega."
Enginn drepst úr leiðindum í dansleikfimi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Danskennarinn Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir hefur dansað frá sex ára aldri og hefur nú hannað dansleikfimi, sem hún segir að engum geti leiðst í.
Líkamsræktin Dansleikfimin felur í sér einföld dansspor með leikfimiívafi
sem taka á öllum vöðvum líkamans.
www.hreyfiland.is
„ÞETTA er rosalega gaman
og ég mæli með þessari hreyf-
ingu fyrir konur sem eru orðn-
ar hundleiðar á tækjum og
eróbikki,“ segir Caroline Le-
fort, sem byrjaði í dansleikfim-
inni eftir áramót. Hún segist
þó ekki hafa verið að koma í
Hreyfiland í fyrsta skipti því
hún hafi byrjað með son sinn í
mæðrafiminni nýfæddan til að
styrkja bæði sjálfa sig eftir
barnsburðinn, örva soninn og
síðast en ekki síst að vera í
skemmtilegum félagsskap með
öðrum mömmum og litlum
krílum. „Ég ákvað að dans-
leikfimin væri rökrétt fram-
hald og alltaf má koma með
börnin með því hér í Hreyf-
ilandi er bæði fjölskylduvænt
og barnvænt umhverfi.“
„Ég er mest í mæðrafiminni
á morgnana með Huldu, átta
mánaða dóttur mína, en fæ út-
rás í dansleikfiminni á kvöldin
ef eitthvað kemur upp á og ég
kemst ekki í hreyfinguna á
morgnana,“ segir Ragnheiður
Sveinbjörnsdóttir og bætir við
að eldri dóttirin, Inga Vildís,
mæti svo í sína tíma á laug-
ardagsmorgnum.
Mikil samhæfing
„Dansleikfimin er mjög
skemmtileg og svakalega
styrkjandi. Í dansinum felst
mikil samhæfing og þarf smá-
æfingu til að ná almennilegum
tökum á því að nota hendur og
fætur samtímis.
Það er svolítið flókið í
fyrstu. Svo er gott að hafa 20
ára aldurstakmark svo að við
konurnar þurfum ekki að
hrista okkur innan um smá-
stelpur.“
Konurnar þurfa ekki að hrista sig innan um smástelpur
Styrkjandi Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, sem hér heldur á
dótturinni Ingu Vildísi, segir dansleikfimina skemmtilega.
Gaman Caroline Lefort segir dansleikfimina hafa verið rök-
rétt framhald á mömmuleikfiminni.