Morgunblaðið - 06.02.2007, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 06.02.2007, Qupperneq 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Spádómar Fæðubótarefni Heilbrigði-hollusta-árangur! Herbalife leggur grunninn. Ráðgjöf og stuðningur alla leið. Hanna hjúkrunarfræðingur. S. 557 6181/897 4181. www.internet.is/heilsa Nudd Guðjón og Valborg nuddarar komnir til starfa! Heilnudd, íþróttanudd, svæðanudd og meðgöngunudd. Snyrtistofan Hrund, Grænatúni 1, Kópavogi. Sími 554 4025. Hljóðfæri Glæsilegt. Þetta glæsilega píanó bíður eftir því að komast á gott heim- ili.) Samick SU 127. Verð 285.000. Upplýsingar í síma 897 2927. Húsgögn 3+2+1 koníaksbrúnt leðursófa- sett. Glæsilegt, stílhreint og vel með farið 3+2+1 koníaksbrúnt leðursófa- sett. Upplýsingar í síma 867 1470. Húsnæði í boði Húsnæði í boði. Rúmgott ein- staklingsherb. með hreinlætisað- stöðu og litlu eldhúsi miðsvæðis í borginni (105 Rvík). Langtímaleiga. Reglusemi algjört skilyrði. Upplýs- ingar í síma 551 5158 til kl. 20.00. Sumarhús Sumarhús — orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu bygging- arstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Námskeið www.listnám.is Hannið og gerið sjálf skartgripi á einfaldan hátt. Kennum í Reykjavík og á landsbyggðinni. Pantið nám fyrir ykkar heimabyggð. Ath. okkar nemendur fá allt efni í heildsölu. www.listnam.is. Upplýsingar í síma 699 1011 og 695 0495. Til sölu Rafstöðvar 5 - 150KW - Hátíðniraf- suðutæki - Fjólhjól - Kerrur - Gáma- vagnar - Rafalar - Túrbínur fyrir virkj- anir 20-6400 kw. Uppl. á Haninn.is og í s. 895 6662. Bíla og búvélaverk- stæðið Holti v/Vegamót. Beinn inn- flutningur, betra verð. Þjónusta Þægileg tölvuþjónusta. Komum heim og gerum við tölvuna. Erum með 10 ára reynslu og viðurkenndir af Microsoft. Kvöld- og helgarvaktir. Garðar 693 5370. Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., s. 567 1130 og 893 6270. Tangarhöfða 9 Sími 893 5400 • lms.is Byggingavörur www.vidur.is Harðviður til húsbygginga. Vatns- klæðning, panill, pallaefni, parket o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði. Sjá nánar á vidur.is. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt Víngerðarefni - Útsala. 30-50% afsláttur. Verslunin flytur. 30-50% afsláttur af öllu víngerðarefni. Allt fyrsta flokks vínþrúgur. 7-16 lítra. Víngerðin Bíldshöfða 14, s. 564 2100 /895 6336. Tilboð Dömu kuldastígvél með hlýju fóðri Verð aðeins: 2.500.- Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Nýkominn, mjög flottur, mjalla- hvítur í BC skálum á kr. 2.350, buxur í stíl kr. 1.250. Nýkominn aftur þessi tæri blái litur í BCD skálum á 2.350 kr., buxur í stíl á 1.250 kr. Slétt skál mildur litur, passa undir allt! í BC skálum á 2.350 kr., buxur í stíl 1.250 kr. Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf www.misty.is Mjög góðir leður kuldaskór fyrir dömur og herra í úrvali. Gæruskinns- fóðraðir, með innleggi og höggdeyfi. Verð: 6.500, 8.950.-, 9.500.-, 10.500.- og 12.500.- Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Bílar Toyota Previa. Til sölu Toyota Previa árg. 2001, ekinn 69 þús. km. Dráttar- kúla, litað gler, bakkskynjari o.fl. Verð 1.690.000. Uppl. 554 2004/862 6338. TOYOTA LAND CRUISER 120 GX. Árgerð 2005, ekinn 49 þ.km, Dísel, Sjálfskiptur. lán 4.290.þús. TILBOÐ, FÆST Á 180.þús út og yfir- taka Rnr.122865 hofdabilar.is Höfðabílar, Fosshálsi 27 S. 577 4747. Þjónustuauglýsingar 5691100 Spenna að venju hjá Bridsfélagi Akureyrar Nú stendur yfir Akureyrarmótið í sveitakeppni og aðeins eru tveir leik- ir eftir af tíu. Þátt taka 8 sveitir og fyrst spiluðu allir við alla en þá var skipt í A og B úrslit eftir stöðu þar sem 4 sveitir spila innbyrðis 3 leiki. Sveitir taka aðeins með sér helm- ing stiga sinna inn í úrslitin en það er gert svo að síðustu 3 leikirnir hafi meira vægi. Aldrei hefur baráttan um Akureyrarmeistaratitilinn verið jafn hörð. Staðan eftir fyrsta leik A-úrslitanna er: Gylfi Pálsson 78 Sparisjóður Norðlendinga 78 Stefán Vilhjálmsson 77 Una Sveinsdóttir 70 B-úrslit: Stefán Sveinbjörnsson 76 Gissur Jónasson 59 Sigfús Aðalsteinsson 56 Lokastaðan sunnudaginn 14. jan.: Reynir Helgason - Frímann Stefánsson 23 Gissur Gissurarson - Gissur Jónasson 12 Stefán Sveinbjss - Ragnheiður Haraldsd. 6 Og sunnudaginn 28. jan: Reynir Helgason - Frímann Stefánsson 13 Sveinbj.Sigurðsson - Sigurður Marteinss. 6 Björn Þorlákss. - Sigurður Erlingsson 4 Að lokum minnum við á 4 kvölda bridgenámskeið sem á að hefjast í febrúar á vegum B.A. og Símey. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 2. feb. var spilað á 13 borðum. Meðalskor var 312. Úrslit í N/S Sæmundur Björnss. – Albert Þorsteinss. 406 Ragnar Björnss. – Gísli Víglundsson 385 Rafn Kristjánss. – Oliver Kristóferss. 383 A/V Sigurður Herlufs. – Steinmóður Einars. 380 Magnús Oddsson – Magnús Halldórsson 357 Kristján Þorlákss. – Jón Sævaldsson 351 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is ARMENÍA varð ólympíumeistari í opnum flokki sl. júní á ólympíu- mótinu sem haldið var á Ítalíu. Frá- bær frammistaða stigahæstu ar- mensku stórmeistaranna, Levons Aronjans (2.743) og Vladimirs Akopjans (2.700), á ólympíumótinu lagði grunninn að þessum fyrsta meistaratitli Armena. Báðir þessir meistarar urðu efstir á afar öflugum mótum sem lauk fyrir skömmu. Ar- onjan varð efstur í A-flokki Corus- skákhátíðarinnar ásamt Azeranum Radjabov (2.729) og Búlgaranum Topalov (2.783) en Akopjan varð einn efstur á Gibtelecom-mótinu sem lauk fyrir skömmu í Gíbraltar. Í ljósi framangreinds er ekki úr vegi að rekja nokkra snilldartakta þeirra fé- laga á þessum mótum. Aronjan tefldi afar traust á Corus- ofurmótinu í Wijk aan Zee í Hol- landi. Hann gerði níu jafntefli og vann fjórar skákir. Af þeim þremur sem urðu efstir var hann með flest mótsstigin. Í lokaumferðinni hafði hann hvítt gegn heimamanninum Sergei Tivjakov (2.667) og eftir 22. leik svarts kom eftirfarandi staða upp: Sjá stöðumynd 1. Svartur hafði þegið peð í byrjun tafls en í staðinn sat liðskipan hans eftir. Í síðasta leik drap hann aftur peð en nú á e5 með riddara sem stóð á d7. Armeninn svaraði því með að leika 23. De3! Nú hefði svartur átt að halda áfram með að leika 23. … Bc5 24. Bxh7+ Kxh7 25. De4+ Kg8 26. Rxe5 og standa aðeins verr að vígi en þess í stað kaus hann að fórna hrók eftir 23. … Rg4? Framhaldið varð þá: 24. Dxa7 Dxh5 25. Kg2 Bc5 26. Dxa5 Dh2+ 27. Kf3 Bxf2 Hvítur hefði nú getað gert út um skákina með að leika 28. Bxh7+! þar sem bæði eftir 28. … Dxh7 29. Kxg4 og 28. … Kxh7 29. Hh1 hefur hvítur léttunnið tafl. Hvítur lék þess í stað 28. Hd8 og vann eftir nokkurn barn- ing: 28. … Dxg3+ 29. Ke2 Bc5 30. Hxf8+ Bxf8 31. Da7 Dh2+ 32. Kd1 f6 33. Dd7 Rf2+ 34. Ke1 Rxe4 35. Dxe6+ Kh8 36. Dxe4 Dxa2 37. De8 Kg8 38. Hf3 Db1+ 39. Kf2 c5 40. De6+ Kh8 41. Re5 h6 42. Rd7 Dc2+ 43. De2 og svartur gafst upp. Félagi og landi Aronjans, Akopj- an, hóf mótið í Gíbraltar með tapi gegn bandarísku skákkonunni Irinu Krush (2.449). Eftir það vann hann hverja skákina á fætur annarri og leyfði eingöngu fyrrverandi heims- meistara kvenna, Zhu Chen (2.518), að gera jafntefli við sig. Aðrir and- stæðingar, sem allir voru karlkyns, lutu í lægra haldi fyrir Armenanum sterka. Af þeim fjórtán skákmönn- um öðrum sem voru með fleiri stig en 2.600 á mótinu tefldi Akopjan ein- göngu við Íslandsvininn Ivan Soko- lov (2.652). Sumir sigrar Akopjans voru snaggaralegir eins og sá gegn bandaríska alþjóðlega meistaranum Dean Ippolito (2.397) en eftir 23. leik Bandaríkjamannsins, Ke8-Kf7, kom eftirfarandi staða upp: Svartur hótar í senn biskupnum á f6 og peðinu á g2. Við þessu var ein- föld lausn eins og Akopjan sýndi fram á: 24. Be4! Snjallt línurof. Svartur stæði uppi með tapað tafl eftir 24. … fxe4 25. Dxh7+ og ekki var staða hans mikið fýsilegri í framhaldinu: 24. … Dxf6 25. Hxf5 Bxe4 26. Hxf6+ Kxf6 27. Dh4+! Kf5 28. Dxh7+ Hg6 29. He1! Hvítur hefur nú léttunnið tafl. 29. … Hd8 30. Dh5+ Hg5 31. Df7+ og svartur gafst upp enda fátt til varnar. Það verður áhugavert að fylgjast með gengi þessara tveggja Armena í framtíðinni en þó sérstaklega Aronj- ans. Hann er eingöngu 24 ára og er 7. stigahæsti skákmaður heims. Hann hefur tekið þátt í mörgum af öflugustu skákmótum heims á und- anförnum misserum og náð afar góð- um árangri. Þessir tveir ásamt fjölda annarra sterkra armenskra stór- meistara eru líklegir til þess að halda merki lands síns lengi á lofti í skák- listinni. Meistaramót Taflfélagsins Hellis er hafið Eitt fjölsóttasta skákmót hvers árs, Meistaramót Taflfélagsins Hellis, hófst í gær, mánudaginn 5. febrúar, í félagsheimilinu í Mjódd. Um sjö umferða kappskákmót er að ræða þar sem vegleg og fjölbreytt verðlaun eru í boði. Enn geta allir tekið þátt í því en teflt verður á mánu-, miðviku- og föstudögum. Reyndar verður gert hlé á mótinu vikuna 14.–21. febrúar næstkomandi vegna Norðurlandamótsins í skóla- skák. Umferðirnar hefjast kl. 19.00 en nánari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu félagsins, www.hellir.com. Armenar í stuði Helgi Áss Grétarsson SKÁK Armenskir ofurstórmeistarar CORUS-SKÁKHÁTÍÐIN OG GIBTELECOM- MÓTIÐ Janúar 2007 daggi@internet.is Stöðumynd 1.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.