Morgunblaðið - 06.02.2007, Page 33

Morgunblaðið - 06.02.2007, Page 33
|þriðjudagur|6. 2. 2007| mbl.is Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is BORGARLEIKHÚSIÐ í Vasa í Finnlandi setur upp barnaleikritið Bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason á stóra sviði hússins vor- ið 2009. Leikstjóri þess verður Stefán Sturla Sigurjónsson og í tengslum við frumsýningu verksins verður haldin íslensk menning- arvika í Vasa á sama tíma. „Ég og Petra Högnäs konan mín fluttum til Vasa í fyrrasumar en hún er sænskumælandi Finni. Sem leikhúsmaður byrjaði ég að skoða hvað væri á döfinni í leikhúsunum hérna og kynna mig. Ég heimsótti leikhússtjórann í borgarleikhúsinu en hann er mikill áhugamaður um Ísland. Blái hnötturinn verður síð- asta sýningin sem hann stendur að í leikhúsinu, hann er að hætta og vill ljúka sínum ferli á annarri ís- lenskri menningarviku. Árið 1992 var borgarleikhúsið opnað aftur eftir nokkurra ára enduruppbygg- ingu með íslenskri menningarviku. Þá var leikhópurinn Bandamenn, sem ég er meðlimur í, fenginn til að koma þarna út ásamt Vigdísi Finn- bogadóttur til að opna leikhúsið,“ segir Stefán. Vigdís heiðursgestur Það er leikhúsið í samvinnu við Pohjola-Norden sem stendur að komandi menningarviku og hefur Vigdís Finnbogadóttir samþykkt að endurtaka leikinn og vera heið- ursgestur og verndari menning- arvikunnar í Vasa í apríl 2009. „Við erum að byrja að skipu- leggja vikuna með því að fá liðsinni menningarstofnana og atvinnulífs- ins. Hafþór Ingvarsson hjá Lista- safni Reykjavíkur verður tengiliður fyrir myndlistina og Guðni Franz- son við klassísku tónlistina, það er mjög líklegt að Caput hópurinn komi og flytji verk, jafnvel í sam- vinnu við Sinfóníuna í Vasa. Vignir Jóhannsson mun sjá um leikmynd og búninga í Bláa hnett- inum og verður líka með stóra myndlistarsýningu á menning- arvikunni,“ segir Stefán en bætir við að allt eigi eftir að koma betur í ljós þegar nær dregur. Barnaleikrit og bók Uppsetning Bláa hnattarins í Vasa yrði ekki sú fyrsta í Finnlandi því nú standa yfir sýningar á verk- inu í stóru leikhúsi rétt fyrir utan Helsinki. Finnska er fimmta tungu- málið sem Blái hnötturinn er sett upp á og að sögn Stefáns er hann nú í samskiptum við leikhús í Sví- þjóð sem hefur líka mikinn áhuga á að setja verkið upp. Stefán hefur kynnt íslensku leik- verkin Bláa hnöttinn og Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson í leikhúsum í Finnlandi og hefur honum verið boðið að leikstýra vor- ið 2008 við Vasa Teater sem er sænskumælandi leikhúsið í Vasa og er verið að skoða uppsetningu á Græna landinu. „Þau í sænska leikhúsinu hringdu í mig og spurðu hvort ég væri til í að setja upp verk, helst ís- lenskt. Mér finnst Græna landið eitt besta leikrit sem skrifað hefur verið á íslenskri tungu og nú er verið að skoða hvort það verði tekið upp.“ Það er nóg að gera hjá Stefáni en þar með er ekki allt upptalið því næstkomandi haust mun leikfélagið á Sauðárkróki frumsýna nýtt leik- rit eftir hann. „Þetta er ævintýraverk fyrir börn. Bókaforlagið Fjölvi komst svo yfir leikverkið og vildi gefa það út sem bók, þannig að það kemur út barnabók eftir mig í haust í sam- floti við leikritið,“ segir Stefán sem sendi frá sér barnabókina Trjálfur og Mimmli árið 2000. „Ég hef dálítið helgað ævistarfið börnum enda er það ákaflega þroskandi og gefur manni eilífa æsku,“ segir hann að lokum. Íslensk menningarvika í Finnlandi Morgunblaðið/Ásdís Vinsælt Blái hnötturinn verður settur upp í annað sinn í Finnlandi leikárið 2008-2009 við borgarleikhúsið í Vasa. Stefán Sturla Sigurjónsson leikstýrir Bláa hnettinum í Vasa vorið 2009 Frömuður Stefán Sturla Sigur- jónsson leikari og leikstjóri. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is ÆFINGAR fyrir söngleikinn Leg sem frumsýndur verður í Þjóðleik- húsinu þann 8. mars hófust nú eft- ir áramót, en verkið er eftir Hug- leik Dagsson og í leikstjórn Stefáns Jónssonar. Verkið verður forsýnt fyrstu þrjá daga marsmán- aðar og þeim sem kaupa miða á þær sýningar býðst að sækja sér- stakt námskeið um verkið. „Grunn- hugsunin varðandi þetta námskeið er að fara í pælingaferlið þannig að þeir sem koma geta fengið nasasjón af því hvernig listrænir stjórnendur sýningarinnar eru að hugsa, og hvað þeir vilja fá fram með sýningunni,“ segir Vigdís Jak- obsdóttir, verkefnastjóri fræðslu- starfs Þjóðleikhússins, en alls er um þrjú kvöld að ræða. „Fyrsta kvöldið [í kvöld] koma Hugleikur og Stefán til með að setja þátttak- endur inn í verkið, því það þekkir það náttúrulega enginn, þetta er ný saga og nýjar persónur. Þetta verður myndskreytt kynning á persónum verksins og söguþræði þess,“ segir Vigdís, og bætir því við að persónurnar í sýningunni séu með sérstakar MySpace síður sem leikararnir halda úti. „Þetta er hluti af persónusköpun og vinnu leikaranna, því svo eiga þeir í sam- skiptum við almenning og fólk get- ur skrifað inn færslur og fleira.“ Tæknilega krefjandi Vigdís segir að tæknilega séð sé um að ræða eina erfiðustu sýningu Þjóðleikhússins frá upphafi. „Þetta er náttúrulega söngleikur með öllu sem honum tilheyrir. Það er danshöfundur og hljómsveit og svo er fullt af myndbands- upptökum sem þarf að gera fyr- irfram, auk þess sem það eru bein- ar útsendingar í sýningunni annars staðar úr húsinu. Svo er leik- myndin líka mjög tæknileg,“ segir hún. Eins og áður segir eru forsýn- ingar 1., 2. og 3. mars, en nám- skeiðið fer fram í kvöld, 6. febrúar, og svo 13. febrúar og 13. mars. Síðasta kvöldið er því eftir frum- sýningu og er þá gert ráð fyrir al- mennum umræðum um sýninguna. Miðaverð á forsýningu og nám- skeiðið er 1.500 krónur. Námskeið um söngleikinn Leg haldið í Þjóðleikhúsinu Leg Leikarar og aðrir aðstandendur sýningarinnar á fyrsta samlestri. www.leikhusid.is www.myspace.com/hugleikur staðurstund Jón B.K. Ransu fjallar meðal annars um endurgerðir laga, hugmynda og kvikmynda í listapistli dagsins. » 35 af listum Þorgeir Tryggvason fjallar um leiksýninguna 50 Ways To Leave Your Lover sem sýnd er í Austurbæ. » 35 leiklist Einungis helmingur Smashing Pumpkins vill taka þátt í end- urkomu sveitarinnar en Wham! ætla að taka saman á ný. » 40 fólk Gamanmyndin Night at the Mu- seum er enn mest sótta kvik- myndin í íslenskum bíóhúsum, þriðju vikuna í röð. » 34 bíó Einn skemmtilegasti óperu- söngvari sem við eigum er án efa Bjarni Thor Kristinsson bassi, segir Jónas Sen. » 41 dómur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.