Morgunblaðið - 06.02.2007, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
menning
Kalvin & Hobbes
SOLLA, Á ÉG AÐ SEGJA
ÞÉR LEYNDARMÁL?
JÁ!
ÉG HELD AÐ SKÓLA-
STJÓRINN SÉ NJÓSNARI
FRÁ ANNARI PLÁNETU
HANN ÆTLAR AÐ HEILAÞVO
OKKUR SVO VIÐ SÝNUM
ENGAN MÓTÞRÓA ÞEGAR
GEIMVERURNAR GERA ÁRÁS
Á JÖRÐINA
LOFARÐU
AÐ SEGJA
ENGUM FRÁ
ÞESSU?
EKKI
HAFA
ÁHYGGJUR
Kalvin & Hobbes
HOBBES, HVAÐ RÁÐLEGGUR
ÞÚ MÉR AÐ GERA NÆST
ÞEGAR MUMMI ÆTLAR AÐ
LEMJA MIG Í
LEIKFIMI?
VEISTU HVAÐ VIÐ
TÍGRISDÝRIN GERUM
ÞEGAR NASHYRNINGUR
RÆÐST Á OKKUR?
HVAÐ
GERIÐI?
VIÐ HLAUPUM
EINS OG
VITLEYSINGAR
UPP Í NÆSTA
TRÉ
ERU
ÞETTA ÞÍN
RÁÐ?!?
AÐ SITJA
UPPI Í TRÉ
Í HEILAN
DAG!!
ÞAÐ HEILLAR
EKKI STELP-
URNAR. EN
ÞAÐ GAGNAST
MANNI LÍTIÐ
AÐ HEILLA
STELPURNAR
OG DEYJA
SÍÐAN
Kalvin & Hobbes
HOBBES, ERTU NOKKUÐ
TIL Í AÐ GERA MÉR
GREIÐA?
ERTU TIL Í AÐ MÆTA
NIÐUR Í SKÓLA OG ÉTA
MUMMA?!
VILTU AÐ
ÉG ÉTI
HANN? TÍGRISDÝR
ERU ALLTAF
AÐ ÉTA FÓLK
EN HVAÐ EF KONURNAR Í
MÖTUNEYTINU LEYFA MÉR
EKKI AÐ NOTA OFNINN
Litli Svalur
© DUPUIS
EEE... HÆ!
MÁ ÉG HRINGJA?
JÁ! FYRIR EINUNGIS
EINA KRÓNU
HMM... DRÍNG
DRÍNG
HALLÓ
NÍNA?! GOTT AÐ ÉG NÁÐI Í
ÞIG. MIG LANGAÐI SVO
MIKIÐ TIL AÐ TALA
VIÐ ÞIG. ÞAÐ ER
MIKLU EINFALDARA Í
GEGNUM SÍMANN
SVALUR!
EN ÓVÆNT!
MÉR DATT Í HUG
AÐ VIÐ GÆTUM
HIST Á MORGUN
VIÐ HEYBAGGANA
VÁ! EN
RÓMANTÍSKT!
ÉG ER TIL Í
ÞAÐ!
FRÁBÆRT!
ÖÖ...BLESS NÍNA
ÖÖÖ... ÞÚ ÁTT
AÐ LEGGJA Á
JÁ,
BLESS
BLESS
NEI ÞÚ
ALLT Í LAGI
NEI, ÞÚ
FYRST
EINN
TVEI.. SÉ ÞIG
BLESS
ÞRÍR
ÖÖÖ... HVAÐ KOSTAR
AÐ HRINGJA?
ÞAÐ FER
EFTIR ÝMSU... BORGIÐ ÞÉRMEÐ ÁVÍSUN
EÐA KORTI?
SÍMI
SÍMI SÍMI
Lagadeild Háskóla Íslandsefnir til málstofu næst-komandi miðvikudag, 7.febrúar. Málstofan ber yf-
irskriftina Eiga stjórnmálaflokkar að
vera ríkisreknir?, en þar munu Gunn-
ar Helgi Kristinsson, prófessor við
félagsvísindadeild HÍ, og Borgar Þór
Einarsson, lögfræðingur og formað-
ur SUS – sambands ungra sjálfstæð-
ismanna, ræða stöðu og hlutverk
stjórnmálaflokka í lýðræðisskipulagi
og rökin að baki nýrri lagasetningu
um fjármál þeirra.
Málstofan er haldin í stofu 101 í
Lögbergi frá kl. 12.15 til 13.30.
„Skömmu fyrir jól voru samþykkt
á Alþingi lög þar sem settar voru
strangar skorður við stuðningi ein-
staklinga og lögaðila við stjórn-
málaflokka, en með lögunum eru
stjórnmálaflokkar nær eingöngu
fjármagnaðir af ríkisvaldinu,“ út-
skýrir Borgar Þór. „Af öllum þeim
málum sem SUS lætur sig varða telj-
um við þetta vera eitt það mikilvæg-
asta, og varða sjálft lýðræðið og inn-
tak þess.“
Borgar Þór segir margvísleg rök
mæla gegn því fyrirkomulagi sem
komið var á með lögunum: „Höf-
undum laganna hefur gengið það til
að koma í veg fyrir að stjórn-
málaflokkar yrðu ofurseldir áhrifum
fjármagnsins,“ segir Borgar Þór.
„SUS telur hins vegar að með nýju
lögunum missi stjórnmálaflokkarnir
nauðsynlegt aðhald sem þeim er veitt
ef þeir eru háðir framlögum kjósend-
anna sjálfra.“
„Þótt stöðugleiki sé af hinu góða er
það álit SUS að mikilvægt sé fyrir
eðlilega lýðræðislega þróun að fyrir
hendi sé möguleikinn á stöðugum
breytingum,“ bætir Borgar Þór við.
„Með því ríkisstyrkjakerfi sem lögin
kveða á um er í raun verið að festa í
sessi núverandi stjórnmálaflokka.
Nýjar stjórnmálahreyfingar sem
kynnu að koma fram á sjónarsviðið
munu eiga erfitt uppdráttar í þessu
kerfi, og það sem verra er; núverandi
stjórnmálaflokkar missa nauðsynlegt
aðhald til að endurnýja sig stöðugt.“
En hvernig koma lögin í veg fyrir
innri endurnýjun flokkanna? „Lögin
setja skorður við kostnaði við próf-
kjör og stuðningi við einstaka próf-
kjörsframbjóðendur. Það hefur í för
með sér að ef nýtt fólk hyggst hasla
sér völl og velta úr sessi sitjandi
þingmönnum eða öðrum framjóð-
endum standa þeir alltaf mun betur
að vígi sem fyrir sitja þegar kemur
að kynningu og aðgangi að sviðsljós-
inu,“ útskýrir Borgar Þór og nefnir
dæmi um aðrar lausnir á því vanda-
máli sem lögin kljást við: „Lög sem
kvæðu á um upplýsingaskyldu um
helstu fjármál stjórnmálaflokkanna
myndu gera sama gagn, án þess að
setja stjórnarskrárbundnum rétt-
indum einstaklinga svo miklar skorð-
ur.“
Að loknum erindum Borgars Þórs
og Gunnars Helga verða fyrirspurnir
og umræður. Fundurinn er öllum op-
inn og aðgangur ókeypis, en mál-
stofan er haldin í tengslum við nám-
skeið í stjórnskipunarrétti við
lagadeild. Fundarstjóri er Björg
Thorarensen, prófessor við lagadeild.
Nánari upplýsingar má finna á
www.lagadeild.hi.is.
Lögfræði | Málþing lagadeildar HÍ um fjár-
mögnun og fjármál stjórnmálaflokka á Íslandi
Ríkisreknir stjórn-
málaflokkar?
Borgar Þór
Einarsson fædd-
ist á Akranesi
1975. Hann lauk
stúdentsprófi frá
MR 1995, emb-
ættisprófi í lög-
fræði frá laga-
deild Háskóla
Íslands 2004 og
hlaut hdl.-réttindi 2006. Borgar Þór
var blaðamaður á Morgunblaðinu
frá 1997–2000, aðstoðarmaður
menntamálaráðherra 2003–2004 og
starfaði á Lex lögmannsstofu 2004–
2005. Hann hefur starfað á lög-
fræðisviði Landsbankans frá 2005
og verið formaður SUS – sambands
ungra sjálfstæðismanna.
SÓLIN séð í gegnum útblástur orkuvers í útjaðri Sjanghæ. Kínverjar segjast
nú vera að undirbúa áætlun sem muni taka á loftslagsbreytingum en líklegt
þykir að sú áætlun muni hafa áhrif á hraðan vöxt efnahagsins í landinu.
Reuters
Sól sortnar