Morgunblaðið - 06.02.2007, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 06.02.2007, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2007 39 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10:30 -bara lúxus Sími 553 2075 www.laugarasbio.is KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK eee Ó.H.T RÁS 2 eeee -ROKKLAND Á RÁS2 eeeee BAGGALÚTUR.IS * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu 450 KR. Í BÍÓ * Sími - 551 9000 Rocky Balboa kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 12 ára Little Children kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 14 ára Night at the Museum kl. 5.40 Litle Miss Sunshine kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 7 ára Köld Slóð kl. 8 B.i. 12 ára Mýrin kl. 10.20 B.i. 12 ára - Verslaðu miða á netinu ÓSKARSTILNEFNINGAR3 eeee SVALI Á FM 957 eeee L.I.B. - TOPP5.IS eeee DÓRI DNA - DV eeee AFB, BLAÐIÐ eee SV, MBL Sýnd kl. 5.45 eee S.V. - MBL eee V.J.V. - TOP5.IS 8TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA Golden Globe VERÐLAUN m.a. besta myndin3 ATH: EKKERT HLÉ Á MYNDUM GRÆNA LJÓSSINS ÓSKARSTILNEFNINGAR m.a. sem besta mynd ársins4 eeee MHG - FRÉTTABLAÐIÐ eeee H.J. - MBL eeee LIB - TOPP5.IS Sýnd kl. 8 og 10:30 B.I. 14 ára eeee DÓRI DNA - DV eeee AFB, BLAÐIÐ eee SV, MBL eeee SVALI Á FM 957 eeee L.I.B. - TOPP5.IS Sýnd kl. 10:30 B.I. 16 ÓSKARSTILNEFNINGAR3 EDDIE MURPHY BEYONCÉ KNOWLES JAMIE FOXX 20% AFSLÁTTUR EF GREITT ER MEÐ SPRON-KORTI DÖJ, KVIKMYNDIR.COM eeee LIB, TOPP5.IS Sýnd kl. 6 Ísl. tal 450 KR Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl. 9. Fermingarfræðsla kl. 16 (hóp- ur 2). Árbæjarkirkja | Foreldramorgnar kl. 10-12. Kaffi, spjall, fræðsla, helgistund. Áskirkja | Kl. 10 föndur með kerti og íkona. Kl. 12 hádegisbæn í umsjá sóknarprests. Súpa og brauð á eftir. Kl. 14 brids eða vist. Allir velkomnir. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Kirkjustarf aldraðra kl. 12. Léttur málsverður. Helgistund í umsjá Valgerðar Gísladóttir, kaffi og bingó. Starf KFUM&KFUK 10-12 ára kl. 17. Opið frá 16.30. Æsku- lýðsstarf Meme fyrir 14-15 ára kl. 19.30-21.30. www.digraneskirkja.is Fríkirkjan í Hafnarfirði | Aðal- fundur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, verður haldinn, þriðjudaginn 6. febrúar, í safnaðarheimilinu v/ Lin- netstíg 6, Hafnarfirði. Fríkirkjan í Reykjavík | Laufásvegi 13. Kl. 12 bænastund í Kapellu í Safnaðarheimilisins. Allir velkomnir. Fyrirbænum má koma með net- pósti á netfangið: fyrirbaen- ir@hotmail.com. Fríkirkjan Kefas | Í kvöld verður brauðsbrotning kl. 20.30. Að henni lokinni verður almenn bænastund og eru allir velkomnir. Garðasókn | Opið hús í Kirkjuhvoli, Vídalínskirkju á þriðjudögum kl. 13 til 16. Við púttum, spilum lomber, vist og bridge. Röbbum saman og njótum þess að eiga samfélag við aðra. Kaffi og meðlæti kl. 14.30. Helgistund í kirkjunni kl. 16. Akstur fyrir þá sem vilja, upplýsingar í síma 895 0169. Allir velkomnir. Grafarholtssókn | Unglingastarf KFUM & KFUK í Ingunnarskóla kl. 17-18.30. Allir í 7.-10. bekk vel- komnir. Umsjón María og Þorgeir. Grafarvogskirkja | Þorragleði eldri borgara í dag kl. 12. Geir H. Haarde flytur ræðu á léttum nótum. Þor- valdur Halldórsson spilar og syng- ur. Að lokum verður stiginn dans. TTT fyrir börn 10-12 ára í Engja- skóla, kl. 17-18 TTT fyrir börn 10-12 ára í Borgaskóla, kl. 17-18. Grensáskirkja | Á þriðjudögum kl. 12 er kyrrðarstund. Góð stund til að staldra við í amstri dagsins. Í safnaðarheimili er seldur matur gegn vægu gjaldi eftir stundina. Allir velkomnir. Alla þriðjudaga kl. 17-18 eru 10-12 ára stelpur velkomnar í Grens- áskirkju til starfa með KFUK. Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðs- þjónusta alla þriðjudaga kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Starf fyrir eldri borgara alla þriðju- daga og föstudaga kl. 11-14. Leik- fimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja - starf eldri borgara | Á morgun er stund í kirkjunni kl. 11. Súpa og brauð kl. 12. Brids kl. 13. Kaffi kl. 15. Allir velkomnir. Hjallakirkja | Prédikunarklúbbur presta er á þriðjudögum kl. 9.15-11 í umsjá sr. Sigurjóns Árna Eyjólfs- sonar, héraðsprests. Bæna- og kyrrðarstund þriðjudaga kl. 18. KFUM og KFUK | Holtavegi 28. Fundur í AD KFUK þriðjudaginn 6. febrúar kl. 20. „Hirðir í ríki Krists.“ Sr. Frank M. Halldórsson fjallar um Hirðisbréfin í Nýja testamentinu. Kaffi eftir fund. Allar konur eru vel- komnar. Fundur í AD KFUM fimmtudaginn 8. febrúar kl. 20. „Vinaleið þjóð- kirkjunnar.“ Efni og hugleiðing: Sr. Hans Guðberg Alfreðsson. Kaffi eftir fund. Allir karlmenn eru vel- komnir. Kristniboðssalurinn | Háaleit- isbraut 58-60. Samkoma miðviku- daginn 7. febrúar kl. 20. „Af náð eruð þér hólpnir orðnir.“ Birna G. Jónsdóttir talar. Fréttir af starfinu í Addis Abeba: Bjarni Gíslason. Kaffi. Allir eru velkomnir. Langholtskirkja | Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Spjall, fræðsla, kaffisopi, söngur fyrir börnin. Umsjón hefur Lóa Maja Stefánsdóttir, sjúkraliði og móðir. Verið velkomin. Upplýsingar í síma 520 1300. Aðalfundur Kvenfélags Langholts- sóknar í kvöld, þriðjudag, kl. 20. Matur í boði sóknarnefndar. Venju- leg aðalfundarstörf. Mætum vel. Laugarneskirkja | Kvöldsöngur kl. 20, Þorvaldur Halldórsson og Gunnar Gunnarsson leiða. Sig- urbjörn Þorkelsson segir nokkur orð og hefur bæn. Allir velkomnir. Kl. 20.30 að loknum kvöldsöng mun Sigurbjörn Þorkelsson rithöf- undur og framkvæmdastjóri kirkj- unnar fjalla um fyrirgefninguna, velta upp spurningum og bjóða upp á spjall því tengt. Er fyrirgefningin raunhæfur valkostur? Hver á að fyrirgefa og þá hverjum og hvern- ig? Kl. 20.30 að loknum kvöldsöngnum er einnig boðið upp á opinn 12 spora fund. 12 sporin eru andlegt ferðalag til uppbyggingar og sjálfs- hjálpar, til að rækta trúna og kær- leikann hið innra og í samfélagi við aðra. Umsjón Guðrún K. Þórsdóttir djákni. Allir velkomnir. Njarðvíkurkirkja | Foreldramorg- unn í Safnaðarheimilinu kl. 10-12. Umsjón hefur Erla Guðmundsdóttir guðfræðingur. Morgunblaðið/Árni Sæberg ALLT frá stofnun Blásarasveitar Reykjavíkur 1999 hefur hún átt mikinn þátt í að efla framgang blásarasveitartónlistar á Íslandi, sérstaklega með tilliti til nýsköp- unar, en sveitin hefur frumflutt á annan tug nýrra verka sem sum hver hafa verið samin sérstaklega fyrir hana. Fyrst á dagskrá sveit- arinnar sunnudaginn 28. janúar var frumflutningur á Trufluðum Tangó eftir Eirík Árna Sigtryggs- son. Í verkinu takast margar ólík- ar hugmyndir á og upplifði ég það sumpart eins og ferð í gegnum skemmtigarð, þar sem stemningin var oft vissulega trufluð en eins stundum mjög ómþýð og ljúf. Slagverkspartarnir voru mjög drífandi, en í sumum slagverks- lausum köflum sá píanóið um að halda uppi taktinum, sem mér fannst koma mjög vel út. Eins var ég sérstaklega hrifin af köflunum þar sem saxófónsóló var leikið of- an á þunna taktvissa textúru af málmblásurum. Næst kom Konsert fyrir klarin- ettu og blásarasveit eftir stjórn- andann, Tryggva M. Baldvinsson. Einleikaranum, Helgu Björg Arn- ardóttur, fórst flutningurinn mjög vel úr hendi. Hún sýndi skýr merki ríks innri púls, listfengis og hélt áhorfendunum vel við efnið. Ég naut þess mjög að heyra ólík blæbrigði blásarasveitarinnar sem Tryggva tókst að laða fram í tón- smíðum sínum, sem eru í senn sí- gildar, tímalausar og forvitnilegar á margan hátt. Einnig spillti ekki fyrir upplifuninni að Tryggvi er greinilega ástríðufullur stjórnandi og virtist vera í góðu sambandi við hljómsveitina og einleikarann. Verk Tróndar Bogasonar, Konstantin, sem flutt var í fyrsta sinn á Íslandi fannst mér ein- staklega hrífandi og í raun eft- irminnilegasta númerið á dag- skránni. Tónefniviðurinn byggist á síendurteknum fallandi moll- tónstiga sem er hið stöðuga í verkinu, ásamt slagverkinu, með- an ákveðnar nótur og ryþmamótíf rísa og falla. Í mín eyru var Konstantin mjög grípandi verk, einfalt og markvisst að gerð og hljóðan en kom samt sífellt á óvart með óvæntum útspilum. Köld sturta eftir Tryggva M. Baldvinsson var næst á dagsskrá. Þar gældi Tryggvi við frumkraft rokktónlistarinnar, en verkið er innblásið af tónlist rokksveit- arinnar Rammstein, sem kom höf- undinum til bjargar þegar eyru hans og sál voru stútmettuð af að- ferðafræði tónsmíðaaðferða á Ung Nordisk Musik hátíðinni í Osló. Mér þótti sagan góð og verkið fyndið og frískandi, án þess þó að það skildi beint mikið eftir. En frumkrafturinn komst vel til skila þegar sveitin dúndraði út nótunum af miklum ofsa. Að lokum var svo verkið Truflaður tangó eftir Eirík Árna Sigtryggsson aftur á dag- skrá, sem mér þótti harla óvenju- legt en upptaka á tónleikunum gæti hugsanlega hafa verið ástæð- an. Í heildina voru tónleikar Blás- arasveitar Reykjavíkur frábært innlegg í þá fjölbreyttu tónlist- arflóru sem sprettur fram á sjón- arsviðið á Myrkum músíkdögum og er ég vongóð um að blás- arasveitartónlistin muni eiga góða lífdaga hérlendis, allavega meðan svo spilaglaðir hljóðfæraleikarar, ástríðufullur stjórnandi og opin og frjálsleg tónskáld eru í stakk búin til að halda áfram að gleðja tón- listarunnendur með list sinni. Hrífandi innblástur TÓNLIST Seltjarnarneskirkja Blásarasveit Reykjavíkur flutti tónlist eftir Eirík Árna Sigtryggsson, Tryggva M. Baldvinsson og Trónd Bogason. Stjórn- andi: Tryggvi M. Baldvinsson. Einleikari: Helga Björg Arnardóttir, klarinetta. 28. janúar. Myrkir músíkdagar – Blásarasveit Reykjavíkur Ólöf Helga Einarsdóttir Vinir söngkon-unnar Kylie Minogue segja hana hafa gert sér grein fyrir því að fjögurra ára sambandi hennar og franska leik- arans Olivier Martinez væri lokið er hann ákvað að koma ekki til Ástralíu til að vera viðstaddur upphaf Showg- irl Homecoming-tónleikaferðar henn- ar í nóvember, en einu og hálfu ári fyrr hafði hún þurft að aflýsa tón- leikaferðinni eftir að hún greindist með brjóstakrabbamein. „Honum virðist standa nákvæm- lega á sama,“ segir ónefndur vinur Kylie. „Hann hefur greinilega engar áhyggjur af tilfinningum hennar. Hann gaf sig á tal við Penelope nokkrum sekúndum eftir að hún sett- ist til borðs með vinum sínum,“ segir vinur söngkonunnar og vísar þar til leikkonunnar Penelope Cruz sem Martinez sást á tali við nokkrum klukkutímum eftir að tilkynnt var um sambandsslit þeirra Minogue. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.