Morgunblaðið - 06.02.2007, Síða 41
er Hudson tilnefnd fyrir bestan leik
í aukahlutverki. Auk þess fékk hún
Golden Globe verðlaun fyrr á árinu
fyrir hlutverk sitt í myndinni.
„Ég hefði aldrei trúað því að allt
þetta myndi koma fyrir mig á svo
stuttum tíma,“ sagði Hudson í við-
tali á dögunum og bætti við að hún
hefði lært mikið um það að höndla
frægðina af samleikkonu sinni
Beyoncé Knowles.
„Beyoncé er gyðja og hún hefur
haft mikil áhrif á mig.“
Bandaríski kvikmyndaleikarinnRyan O’Neal var handtekinn í
Kaliforníu í fyrradag eftir að hafa
lent í átökum við Griffin son sinn.
Lögregla handtók O’Neal á heimili
hans á Malibu í gær vegna gruns
um að hann hefði framið árás og
hleypt af skotvopni.
Að sögn fjölmiðla var O’Neal í
haldi í fimm stundir áður en honum
var sleppt. Lögregla sagði að um
hefði verið að ræða fjölskyldudeil-
ur. Griffin O’Neal, sem er 42 ára,
meiddist ekki en 22 ára gömul kona
hlaut áverka, þó ekki af völdum
byssu.
Ryan O’Neal, sem er 65 ára,
eignaðist Griffin með leikkonunni
Joanna Moore. Þau eignuðust einn-
ig dótturina Tatum O’Neal. O’Neal
eignaðist einnig soninn Redmond
með leikkonunni Farrah Fawcett.
Ryan O’Neal lék m.a. í sápuóper-
unni Peyton Place á árunum 1964
til 1969 en öðlaðist heimsfrægð
þegar hann lék í myndinni Love
Story. Þá lék hann í myndinni Pa-
per Moon ásamt Tatum dóttur
sinni.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2007 41
SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is
MAN OF THE YEAR kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 B.i. 7 ára
BLOOD DIAMOND kl. 8 - 10:50 B.i. 16 ára DIGITAL
VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ DIGITAL
CHARLOTTE´S WEB m/ensku tali kl. 8 LEYFÐ DIGITAL
THE PRESTIAGE kl. 10 B.i. 12 ára
FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 5:50 LEYFÐ DIGITAL
/ KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA
MAN OF THE YEAR kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 7 .ára.
BLOOD DIAMOND kl. 5 - 8 - 10:50 B.i.16 .ára.
BLOOD DIAMOND VIP kl. 5 - 8 - 10.50
VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ
BABEL kl. 8 - 10:50 B.i.16 .ára.
FORELDRAR kl. 8:15 LEYFÐ
THE PRESTIGE kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 .ára.
STRANGER THAN FICTION kl. 10:10 LEYFÐ
FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ
HAPPY FEET m/ensku tali kl. 5:50 LEYFÐ
ÓSKARSTILNEFNINGAR
m.a. sem besta mynd ársins7
eeeee
- B.S. FRÉTTABLAÐIÐ
eeee
- LIB, TOPP5.IS
HJÁLPIN BERST
AÐ OFAN
SÝND BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
ÓSKARSTILNEFNINGAR2
MEÐ CHRISTIAN BALE, HUGH JACKMAN OG
ÓSKARSVERÐLAUNAHAFANUM MICHAEL CAINE.
eeee
Þ.T. KVIKMYNDIR.IS
eeee
B.B.A. PANAMA.IS
eeee
V.J.V. TOPP5.IS
eeee
RÁS 2
eeee
B.S. FRÉTTABLAÐIÐ
GOLDEN GLOBE TILNEFNING
BESTI LEIKARI : WILL FERRELLABÍÓI
ÓSKARSTIL-
NEFNINGAR5
MARTIN SCORSESE
BESTI LEIKSTJÓRINN
ÓSKARSTILNEFNING
besta teiknimynd ársins1
eeee
H.J. MBL.
eeee
LIB - TOPP5.IS
eeee
FRÉTTABLAÐIÐ
GOLDEN GLOBE
BESTA MYND ÁRSINS
eee
S.V. - MBL
03.02.2007
4 11 14 34 36
7 2 6 6 4
7 9 5 3 8
3
31.01.2007
4 20 22 39 42 47
4331 44
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Fyrirgefning er meira en tákn frá
guði. Hún táknar breytingu, og án
hennar getur þú ekki haldið áfram.
Það lítur út fyrir að þú sért á nýjum
stað, en það sama gerist alltaf aftur.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú þarf að eiga við vandræðageml-
inga, erfitt fólk. Fólk sem lætur þig
þykjast vera einhver annar/önnur en
þú ert. Haltu áfram að brosa, líka
þegar þú ert orðin/n ráðþrota.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Æskan er yndisleg. Þú hangir í þeim
unaði, sama hver aldur þinn er, því
eðlislæg forvitni þín heldur þér ung-
um/ungri. Kvöldið verður áhugavert
vegna spurninganna sem þú spyrð.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Morgunninn er hægur í gang, jafnvel
eftir kaffibollann. Kannski þú sért á
taugum vegna komandi kynningar
eða eindaga. Orka og innblástur
koma seinna í dag.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Trú kemur til fólks eftir misjöfnum
leiðum. Umburðarlyndi þitt í því
ferli og fjölbreytileika þess veitir þér
þakklæti í stað dómhörku, sér-
staklega í því sem lýtur að þér sjálf-
um.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Besta leiðin til að sýna mátt þinn er
sveigjanleiki. Vilji til samvinnu og að
ná raunsæju samkomulagi hentar
þér vel. Vinsamleg þrjóska getur
gert kraftaverk.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Jafnvel þótt hlutirnir líti út fyrir að
vera einfaldir þýðir ekki að svo sé í
raun og veru. Það er ekki oft sem
innsæi þitt bregst þér. Trúðu því
sem þín innri rödd segir þér.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Það er fín lína milli þess að gera öðr-
um gott og ganga á sjálfan sig. Var-
astu að taka of mikið að þér. Að
segja nei er stundum það besta sem
maður gerir fyrir alla aðila.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þegar harðnar í ári og fólk byrjar að
þverskallast getur reynst best að
gefa upp stjórnvölinn. Þú getur
gengið í burtu hvenær sem þú vilt.
Það gefur þér mikil áhrif.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Ástin getur komið til manns á ólík-
legustu stöðum – í kjörbúðinni eða
bankanum. Hún gæti verið rétt fyrir
framan nefið á þér, ef þú myndir
bara opna augun og hætta að dæma
hana. Gefðu fyrirfram ákveðnum
hugmyndum um ástina reisupass-
ann.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú munt fá jákvæð viðbrögð við
verkefni sem þú hefur unnið að.
Ekki láta það stöðva þig í að gera
enn betur. Meyja með fullkomnunar-
áráttu getur hjálpað þér!
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Helsti andstæðingur þinn eru leið-
indi. Þótt vinnan sé þreytandi ætti
ekki að vera erfitt að finna leiðir til
að skemmta sér. Láttu bara ekki yf-
irmann þinn koma að þér að versla á
netinu eða senda vinunum skilaboð.
stjörnuspá
Holiday Mathis
Nærvera þín veitir öðrum
innblástur. Breyting í
vinnuumhverfi þínu gefur
þér meira frelsi í mars-
mánuði. Í maí mun eiga
sér stað bæði niðurrif og
uppbygging. Þú munt þenja sköpunargáf-
una til hins ýtrasta í júlí. Einleypir munu
ganga í hjónaband í ágúst. Ástarmerkin
eru meyja og tvíburar. Happatölurnar
þínar eru: 4, 39, 22, 19 og 45.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
EINN skemmtilegasti óperusöngv-
ari sem við eigum er án efa Bjarni
Thor Kristinsson bassi. Eins og
menn muna sló hann rækilega í
gegn í Brottnáminu úr kvenna-
búrinu eftir Mozart, en ég féll þó
kylliflatur fyrir honum talsvert fyrr,
eða þegar hann hélt tónleika í Saln-
um í Kópavogi fyrir nokkrum árum
undir yfirskriftinni „Kóngur, kjáni,
illmenni“. Fyrirsögnin vísaði til
hefðbundinna hlutverka bassa-
söngvarans í óperum, en bassinn
fær sjaldnast að vera elskhuginn
eða hetjan. Nú veit ég ekki alveg af
hverju; bassar hljóta að vera með
meira testósterón en tenórar og því
meiri elskhugar! Óneitanlega virkar
skær tenórrödd óttalega veim-
iltítuleg á köflum og tenórar geta
verið skelfilegar prímadonnur eins
og alkunna er.
Að öllu gamni slepptu þá var eng-
inn veimiltítublær á tónleikunum í
Salnum í Kópavogi á laugardaginn
var. Þar kom Bjarni Thor fram
ásamt Jónasi Ingimundarsyni pí-
anóleikara og söng af mikilli karl-
mennsku nokkuð hefðbundna dag-
skrá, þ.e.a.s. lög eftir Karl Ó.
Runólfsson, Sigfús Halldórsson,
Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Carl
Loewe og fleiri.
Lítið er um sjálfa dagskrána að
segja, stór hluti hennar hefur
heyrst oft áður, og tilþrif söngv-
arans voru ekki meiri eða merki-
legri en víða annars staðar und-
anfarið. Þar með er ekki sagt að
tónleikarnir hafi verið ómerkilegir;
þvert á móti. Vissulega eru sum ís-
lensku laganna, auk þeirra eftir
Kern og Clutsam, orðin að marg-
þvældri tuggu, en margir hafa samt
enn gaman af þeim. Ég er sann-
færður um að þeim hefur fundist
þau ákaflega skemmtileg í með-
förum Bjarna Thors.
Söngurinn var líka magnaður eins
og endranær, sérstaklega eftir því
sem á leið. Og burtséð frá tónlistinni
þá er rödd söngvarans svo óvenju-
lega svört og kraftmikil að það er
alltaf gaman að hlusta á hana.
Bjarni Thor sjálfur er líka sjarm-
erandi, skemmtilega afslappaður
fyrir sjálfum sér og oft fyndinn.
Maður fellur alltaf fyrir svoleiðis.
Jónas stóð sig ágætlega, píanó-
leikurinn var yfirleitt tær og vand-
aður, hljómmikill án þess að yf-
irgnæfa raust söngvarans. Þannig á
það einmitt að vera.
Karlmannlegur söngur
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Skemmtilegur Bjarni Thor Kristinsson bassi söng í Salnum á laugardag.
TÓNLIST
Salurinn í Kópavogi
Bjarni Thor Kristinsson flutti lög eftir Sig-
fús Halldórsson, Karl Ó. Runólfsson, Carl
Loewe, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Kern,
Clutsam og Speaks. Meðleikari: Jónas
Ingimundarson. Laugardagur 3. febrúar.
Söngtónleikar
Jónas Sen