Morgunblaðið - 06.02.2007, Síða 44
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 37. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
A 3–8 m/s S- og
V-til, annars hæg-
viðri. Víðast létt-
skýjað, skýjað eða
hálfskýjað NA-til. Frost um
allt land. » 8
Heitast Kaldast
0°C -15°C
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FRAMLEIÐSLA metangass hjá Metani
hf. í Álfsnesi á Kjalarnesi fullnægir þörf um
4.000 smærri ökutækja á ári eða sem svar-
ar öllum skráðum bifreiðum í Mosfellsbæ,
en nú eru um 55 ökutæki hérlendis sem
ganga fyrir metani að hluta eða öllu leyti.
Árið 1999 stofnaði Sorpa bs. ásamt Afl-
vaka hf. fyrirtækið Metan hf. til að þróa,
framleiða og markaðssetja orku úr haug-
gasi.
Í fyrra tók Sorpa í notkun nýja hreinsi-
stöð í Álfsnesi og getur hún annað því
magni af metani sem ætlað er að geti komið
úr haugnum. Sorpa hefur leyfi til að urða í
Álfsnesi til ársins 2014 en þó svo að hætt
verði að urða það árið er gert ráð fyrir að
framleiðsla á gasi verði í haugnum í vinn-
anlegum mæli að minnsta kosti til ársins
2035. Björn H. Halldórsson, framkvæmda-
stjóri Metans hf., segir að auk þess sé
möguleiki að framleiða metan úr úrgangi
og með ræktun á sérstökum plöntum. | 11
Fullnægir
þörf allra bíla
í Mosfellsbæ
LÖGREGLUNNI á höfuðborgarsvæðinu tókst nýverið að stöðva inn-
brotahrinu sem stóð yfir í seinni hluta janúar. Fimm manns voru úr-
skurðaðir í gæsluvarðhald vegna aðskilinna mála en þeir höfðu brotist
inn í bíla, fyrirtæki og heimili. Lagði lögreglan hald á mikið þýfi, eink-
um geisladiska, hljómflutningstæki og myndavélar. Aðgerðir lögreglu
höfðu sín áhrif því mjög lítið var um innbrot síðastliðna helgi. Menn-
irnir sem hnepptir voru í gæsluvarðhald höfðu verið mjög virkir í inn-
brotum sínum. Þrír hinna handteknu áttu tiltölulega stuttan brotaferil
að baki en ferill hinna tveggja var lengri. Taldi lögreglan nauðsynlegt
að taka þá úr umferð með því að krefjast síbrotagæslu yfir þeim. Einn
fimmmenninganna hafði verið sérstaklega djarfur við innbrotin.
Í innbrotunum sem framin voru í fyrirtæki var ekki miklu stolið að
sögn lögreglu en þeim mun meira eyðilagt og rótað. Einn hinna hand-
teknu er grunaður um hvert fyrirtækjainnbrotið á fætur öðru í Ármúla
og í kringum Suðurlandsbraut. Á myndinni er verið að handtaka ung-
menni á eftirlýstum bíl í gær sem stolið var í Mosfellsbæ.
Morgunblaðið/Júlíus
Slegið á innbrotahrinu með handtökum
Í SÉRFRÆÐIÁLITI sem gert hefur verið fyr-
ir embætti skattrannsóknastjóra varðandi
kröfu ríkislögreglustjóra um skattagögn níu
núverandi og fyrrverandi starfsmanna og
stjórnarmanna Baugs er komist að þeirri nið-
urstöðu að lögregla sé ekki bær til að hefja op-
inbera rannsókn á meintum skattalagabrotum
einstaklinga þegar málum þeirra hefur verið
lokið með endanlegum úrskurði yfirskatta-
nefndar eða sekt af hálfu skattrannsóknastjóra.
Sagt var frá þessu máli í fréttum RÚV í gær
en skv. RÚV var það Róbert Spanó lagapró-
fessor sem skrifaði umrætt sérfræðiálit.
Fram kom að skattrannsóknastjóri hefði
neitað að afhenda ríkislögreglustjóra umrædd
skattagögn, m.a. skattagögn Jóns Ásgeirs Jó-
hannessonar, forstjóra Baugs, Tryggva Jóns-
sonar, fv. aðstoðarforstjóra, og Óskars Magn-
ússonar, fv. stjórnarformanns.
Getur verið brot á lögum
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsókna-
stjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að skipt-
ar skoðanir væru um aðgang að gögnum og
valdmörk þessara embætta.
Helgi Magnús Gunnarsson, yfirmaður efna-
hagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, segist
hissa á því að bréf fyrrverandi og núverandi
skattrannsóknastjóra frá því um miðjan desem-
ber hafi borist fjölmiðlum. „Þetta er þess eðlis
að ekki er hægt að tjá sig um þetta, snýr m.a.
að afgreiðslu á málefnum manna hjá skattkerf-
inu og yfirskattanefnd sem á að fara leynt.“
Hann segir ljóst að ef bréfið hefur verið afhent
af einhverjum sem bundinn er þagnarskyldu
geti það verið brot á lögum, og tekur fram að
verjendur sakborninga falli undir þá skyldu.
Sakborningar séu hins vegar ekki bundnir
þagnarskyldu.
„Þetta er enn ein staðfesting þess sem við
höfum alltaf haldið fram, að ríkislögreglustjóri
gengur að því er virðist miklu harðar fram í
þessu máli en nokkru öðru,“ segir Gestur Jóns-
son, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, for-
stjóra Baugs, um kröfu ríkislögreglustjóra.
Ríkislögreglustjóri og
skattayfirvöld takast á
Má lögreglan rannsaka mál sem skattayfirvöld hafa afgreitt frá sér?
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
VESTUR-ÍSLENDINGURINN Robert
Samuel Morris fagnaði sigri með félögum sín-
um í liði Indianapolis Colts, sem vann Chicago
Bears 29-17 í úrslitaleik ameríska fótboltans í
Miami í fyrrinótt.
Robert Morris á ættir að rekja til íslenskra
mormóna í Utah og er fyrstur manna af ís-
lenskum ættum til að verða meistari í NFL-
deildinni. Eyjólfur Eiríksson frá Nýjabæ í
Rangárvallasýslu flutti til Utah í Bandaríkj-
unum 1886 og Jarþrúður Runólfsdóttir frá
Mýrarholti í Borgarfirði hélt sömu leið 1887.
Þau voru langalangafi og langalangamma
Robs í móðurætt.
Rob fæddist 1975 og gekk í Brigham
Young-háskólann í Utah. Hann lék með fót-
boltaliði skólans og er talinn einn besti varn-
armaðurinn í sögu skólaliðsins. Hann hefur
verið leikmaður Indianapolis Colts síðan 2000,
lengst af sem varnarmaður á miðjunni, en var
færður út á kantinn í vetur með góðum ár-
angri.
Ameríski fótboltinn er vinsælasta íþróttin í
Bandaríkjunum og fleiri horfa á úrslitaleikinn
í NFL-deildinni í sjónvarpi en nokkurn annan
viðburð. Talið er að um 90 milljónir manna
hafi horft á sjónvarpsútsendinguna í fyrrinótt.
Vestur-Íslendingur
í meistaraliði Colts
Meistarar Robert Samuel Morris með þjálfara sínum Tony Dungy.
NÝSTOFNAÐ alþjóðlegt fjárfestingar-
fyrirtæki á orkusviðinu, Geysir Green
Energy ehf., hefur ákveðið að setja höf-
uðstöðvar sínar upp í Reykjanesbæ. Bær-
inn mun kaupa lítinn hlut í fyrirtækinu
sem jafnframt mun standa að uppbygg-
ingu þekkingarseturs á sviði vistvænnar
orku í Reykjanesbæ.
„Það er langþráður draumur að rætast,
að hér verði miðstöð rannsókna á vistvæn-
um orkugjöfum,“ sagði Árni Sigfússon,
bæjarstjóri í Reykjanesbæ, þegar sam-
komulagið var staðfest og starfsemi
Geysis Green Energy ehf. kynnt. | 17
Geysir og
Reykjanesbær
vinna saman
♦♦♦