Morgunblaðið - 19.03.2007, Page 1

Morgunblaðið - 19.03.2007, Page 1
STOFNAÐ 1913 . TBL. 95. ÁRG. MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is FRÉTTASKÝRING Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is FRUMVARP til laga um að Alcan á Ís- landi gangi inn í hið almenna skattkerfi var eitt þeirra sem ekki fengu afgreiðslu á ný- yfirstöðnu þingi. „Óþægilegt og slæmt að þetta sé ekki á hreinu,“ segir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Menn velta því nú fyrir sér hvort þetta geti haft áhrif á atkvæða- greiðslu um stækkun álversins. Með lögunum hefði verið staðfestur samningur ríkisins og Alcan frá 5. mars. Í honum felst m.a. að Alcan greiði hefðbundin fasteignagjöld til Hafnarfjarðarbæjar vegna álversins í Straumsvík, en ekki fram- leiðslugjald til íslenska ríkisins. Þetta hefði í för með sér umtalsverðar tekjur til bæj- arfélagsins, sem í dag fær aðeins um 70 milljónir á ári af framleiðslugjaldinu. Í samningi um álverið, sem er frá 1966, er ákvæði um að fyrirtækinu sé heimilt að velja að borga samkvæmt almennum ís- lenskum skattalögum í staðinn fyrir sér- samninga. Alcan tilkynnti um slíkt val 28. maí 2003, eða fyrir tæpum fjórum árum. Í samningnum frá ’66 segir að við þannig til- kynningu skuli þegar ganga til samninga um yfirfærslu í almenna skattkerfið. Fjárhagsleg rök Alcan séu nú brostin Í viðræðum var lengi ágreiningur um hvort nýr samningur ætti að gilda aftur- virkt frá 1. janúar 2004 eða 2005. Niðurstað- an varð 2005. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að bærinn muni samt leita samninga um það sem út af standi, 100 milljónir. Það hefði þó alls ekki átt að koma í veg fyrir að frumvarpið yrði afgreitt, það sé annað mál. „Frumvarpið var lykilatriði í að koma öllum málum á hreint.“ Miklu skiptir að allt liggi sem skýrast fyrir þegar gengið verður til atkvæðagreiðslu um stækkun ál- versins í Straumsvík, 31. mars. Samtökin Sól í Straumi sendu í gær frá sér yfirlýsingu þess efnis að rök Alcan um fjárhagslegan ávinning bæjarins af stækk- un álversins séu nú brostin, en fyrirtækið hafi byggt sína baráttu fyrir stækkun á því að lagabreytingin væri föst í hendi. Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, sem flutti frumvarpið, leggur hins vegar áherslu á að nákvæmlega hvenær frumvarpið sé af- greitt breyti engu, þar sem búið sé að und- irrita samninginn. Þess vegna hafi af- greiðslan dottið út við samninga um meðferð mála við þinglok. „Varðandi at- kvæðagreiðsluna um stækkun eru allar upplýsingar klárar,“ segir Jón. Þá segir Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, að stjórnvöld muni standa við sitt. Morgunblaðið/Ómar Straumsvík Spenna ríkir um málefni ál- versins vegna umdeildrar stækkunar. „Skiptir ekki máli hvenær“ Frumvarp um skattlagn- ingu Alcan ekki í gegn Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is LOKA þurfti Hellisheiði, Holta- vörðuheiði, Víkurskarði auk Kirkjubólshlíðar á Vestfjörðum í gær vegna veðurs og ófærðar. Hellisheiði var upphaflega lokað í gærmorgun og síðan aftur klukkan fjögur eftir að reynt hafði verið að opna hana að nýju. Nokkrir tugir bíla festust á heiðinni og þurftu sumir að skilja bíla sína eftir utan vega. Björgunarsveitarmenn komu fólki til hjálpar en nokkuð var um árekstra og slösuðust m.a. þrír út- lendingar, en keyrt var aftan á bíl þeirra eftir að þeir höfðu stöðvað hann vegna skorts á skyggni. Holtavörðuheiði var lokað upp úr hádegi í gær eftir að ljóst varð að tæpur tugur bíla var þar fastur. Tókst björgunarsveitarmönnum að losa alla bílana og var aðgerðum þar lokið um klukkan fjögur. Í Víkurskarði þurftu björgunar- sveitarmenn frá Svalbarðseyri að hjálpa ökumönnum tveggja bíla en um 15 bílar þurftu að snúa við. Þar varð árekstur milli snjóruðnings- tækis og jepplings, sem skemmdist mikið, en enginn slasaðist. Mörg snjóflóð féllu á vegina til og frá Ísafirði um helgina og höfðu vegagerðarmenn í nógu að snúast við að halda þeim opnum. Starfs- maður Vegagerðarinnar lenti í snjóflóði í Kirkjubólshlíð án þess að verða fyrir meiðslum. | 4 Vegfarendur veður- tepptir víða um land Morgunblaðið/Sverrir Óveður Hjálparsveit skáta dró þennan jeppa úr ófærð á Hellisheiði en sumir þurftu að skilja bílana þar eftir. Vegagerðin, björgunarsveitir og lögregla höfðu í nógu að snúast „MAÐUR getur ekkert gert og fær náttúrlega sjokk,“ sagði Guð- bjartur B. Ólafsson, starfsmaður Vegagerðarinnar, sem lenti í snjó- flóði þegar hann var að ryðja snjó á milli Ísafjarðar og Súðavíkur. Snemma á laugardeginum hófu starfsmenn Vegagerðarinnar á Ísafirði að ryðja vegi til og frá Ísa- firði en reglulega féllu snjóflóð á vegina til Bolungarvíkur og Súða- víkur. Að sögn Guðbjartar var veðrið afleitt og skyggni lítið sem ekkert. „Ég var að moka við Bása í Kirkjubólshlíð en ég hafði verið að keyra þarna fram og til baka um dag- inn. Flóðið skall svo á moksturstönnina framan á bílnum með miklum krafti. Ég sá ekki neitt og hélt fyrst að þetta væri bara vindhviða en svo sá maður kögglana hlaðast á milli tannarinnar og bílsins.“ Bíll Guðbjartar lenti fyrst ekki sjálfur í flóðinu en um leið og flóðið skall á moksturstönninni snerist bíllinn heilan hring á veginum og kastaðist í vegrásina. „Ég sat bara rólegur þegar bíllinn stöðvaðist og reyndi að átta mig á hver staðan væri. Flóðið var tæpir fjór- ir metrar á dýpt en það var þó ekki mikið breiðara en bíllinn.“ Guðbjartur segist hafa komist sjálfur út en bíllinn hafi verið algjörlega fastur í flóðinu. Sem starfsmaður Vegagerðarinnar hefur Guð- bjartur áður lent í snjóflóðum sem þessum. „Svo hef- ur maður náttúrulega lent í alls konar smáspýjum.“ Mokstursbíllinn skemmdist lítillega en var kominn aftur í baráttuna við veðrið á sunnudagsmorgni. „Maður fær náttúrlega sjokk“ Guðbjartur B. Ólafsson ÞUMALLÍNA, fimm ára hryssa, er minnsti hestur heims, aðeins 44,5 cm há og 26 kíló á þyngd. Hryssan forðast stærri hesta en er hænd að hundum sem eru svip- aðir að stærð og hún. Hún er hér með eiganda sínum og hundi í smá- hestabúgarði í Missouri í Banda- ríkjunum. | 14 AP Minnsta hross heims Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is RAGNHEIÐUR Bragadóttir lagaprófessor telur að lagaákvæði um ófyrnanleika kynferðisbrota muni hafa lítil áhrif. Þetta nýja ákvæði er hluti af lögum um breyt- ingu á kynferðisbrotakafla hegn- ingarlaga sem samþykkt voru í þinglok. Hún segir að ýmis önnur ákvæði frumvarpsins muni hafa meiri áhrif. Ragnheiður segir að sönnunar- staðan í kynferðisbrotamálum sem beinast gegn börnum sé alltaf strembin fyrir ákæruvaldið og eftir því sem lengri tími líði frá því að brot var framið, þeim mun minni líkur séu á því að sönnun takist. Þetta stafi af því að sönnunargögn glatist, menn muni atburði verr eftir því sem lengra er um liðið frá því að þeir gerðust auk þess sem staða sökunautar til að verja sig verður erfiðari. Brotin kærð fyrr Ragnheiður telur jafnframt að upplýstari umræða hafi leitt til þess að brotin séu kærð fyrr en ella og því ekki nauðsynlegt að gera þau ófyrnanleg. „Það er auðvelt að trúa því að reglur um ófyrnanleika leysi einhvern vanda, en ég tel nán- ast engar líkur á að svo verði og sakfellingardómum mun væntan- lega ekki fjölga vegna þessarar breytingar,“ segir Ragnheiður og tekur fram að hún sé ekki ein um þessa skoðun, heldur hafi ýmsir fræðimenn haldið hinu sama fram. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, segist fagna þeirri þverpólitísku sátt sem náðist um málið og aðspurður um það af hverju ekki hafi verið farið að til- lögum Ragnheiðar segir hann að Alþingi hafi einfaldlega tekið þá refsipólitísku ákvörðun að gera umrædd brot ófyrnanleg. | 2 Telur fyrningar- ákvæðið litlu breyta ROKKHUNDAR U2-LIMIR BERA ÞAÐ EKKI UTAN Á SÉR EN ÞEIR ERU MJÖG TRÚAÐIR >> 17 KONUR VERÐLAUNA KONUR Í FYRSTA SINN SAMSTAÐA FJÖRUVERÐLAUNIN >> 15

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.