Morgunblaðið - 19.03.2007, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.03.2007, Qupperneq 2
Hætta sölu fatn- aðar frá Myanmar BRESKA tískuvöruverslunin MkOne, sem er í eigu Baugs, hefur tekið ákveðinn fatnað úr sölu eftir að dagblaðið The Observer flutti fréttir af því að vörurnar væru framleiddar í Myanmar. Afar gagnrýnivert þykir að verslanir bjóði vörur frá Myanmar til sölu en landinu er stjórnað af ein- ræðisstjórn hersins. Mannréttinda- brot eru þar tíð auk þess sem fólk er neytt til vinnu fyrir smánarlaun, jafn- vel á mælikvarða þriðja heims ríkja. Hafa félagasamtök sem almennt beita sér fyrir að fyrirtæki reyni að bæta aðbúnað í framleiðslulöndunum sagt að ástandið í Myanmar sé svo slæmt að fordæma beri þær verslanir sem selji vörur frá landinu. MkOne hefur lýst því yfir að fyrirtækið vilji ekki versla með vörur frá landinu. Breytt stefna verslunarkeðju í eigu Baugs Reuters Mótmæli Fólk hefur mótmælt aðbúnaði verkafólks í Myanmar. 2 MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Her- mannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Ágúst Ólafur Ágústsson Ragnheiður Bragadóttir Í HNOTSKURN »Fyrning alvarlegustu kyn-ferðisbrota gagnvart börnum hefur verið afnumin. »Réttarvernd barna hefurjafnframt verið aukin til muna, við kynferðismökum gagnvart börnum yngri en 15 ára liggur nú sama refsing og við nauðgun. »Þrjú ákvæði hegning-arlaganna um kynferðis- misnotkun hafa verið sam- einuð í eitt almennt nauðgunarákvæði og skýrt er kveðið á um refsingu við kyn- ferðislegri áreitni. Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is FRUMVARP til laga um breytingu á kynferðisbrotakafla almennra hegn- ingarlaga var samþykkt á Alþingi sl. laugardag. Með hinum nýju lögum, sem þegar hafa öðlast gildi, hefur fyrningarfrestur á alvarlegustu kyn- ferðisbrotum gegn börnum verið af- numinn og réttarvernd þeirra aukin til muna, kynferðislegur lágmarks- aldur færður úr 14 árum í 15, skil- greining á nauðgun verið rýmkuð verulega, almennt ákvæði um kyn- ferðislega áreitni verið lögfest og vændi til framfærslu gert refsilaust, svo dæmi séu tekin. Þverpólitísk sátt „Ég fagna þeirri þverpólitísku sátt sem náðist um að fyrningarfrestur í alvarlegustu kynferðisafbrotum gagnvart börnum verði afnuminn,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þing- maður Samfylkingarinnar, sem bar- ist hefur fyrir málinu í fjögur ár. Með nýsamþykktu lögunum hefur fyrn- ingarkafla hegningarlaga verið breytt á þann veg að fyrning sakar vegna alvarlegra kynferðisafbrota gagnvart börnum undir 18 ára aldri fellur niður og fyrningarfrestur vegna annarra kynferðisbrota gagn- vart börnum telst frá þeim degi er brotaþoli nær 18 ára aldri. Í upp- runalegu frumvarpi var ekki lagt til að fyrning vegna umræddra brota yrði afnumin og telur Ragnheiður Bragadóttir, frumvarpshöfundur og lagaprófessor við Háskóla Íslands, að ákvæðið sem nú hefur verið sett í lög muni hafa lítil áhrif. Sönnunarstaðan í málaflokknum sé alltaf erfið og eftir því sem lengri tími líði sé erfiðara að færa sönnur á að brot hafi átt sér stað. Hún bendir jafnframt á að um- ræðan um kynferðisbrot gagnvart börnum sé orðin mun upplýstari en áður og þolendur séu farnir að kæra brotin fyrr en ella. „Það er auðvelt að trúa því að reglur um ófyrnanleika leysi einhvern vanda, en ég tel nánast engar líkur á að svo verði og sakfell- ingardómum mun væntanlega ekki fjölga vegna þessarar breytingar,“ segir Ragnheiður og kveður fyrning- arákvæðið ekki vera það stórmál sem gert hafi verið úr því, rýmkun nauðg- unarhugtaksins og aukin réttarvernd barna í kynferðisbrotakaflanum feli í sér mun meiri réttarbót sem leiða muni til sjáanlegra breytinga. Með hinum nýju lögum hafa refsi- mörk fyrir samræði og önnur kyn- ferðismök við börn yngri en 15 ára verið hækkuð þannig að nú liggur sama refsing við þeim brotum og liggur við nauðgun, þ.e. fangelsi frá 1 ári og allt að 16 árum, en fram að þessu hefur verið tekið vægar á kyn- ferðisbrotum gagnvart börnum en nauðgun. „Með þessu er lögð áhersla á alvarleika þessara brota, þegar þau beinast að börnum, og teljast því nauðgun og kynmök við barn undir 15 ára aldri alvarlegustu kynferð- isbrotin í stað nauðgunarinnar einnar áður,“ segir Ragnheiður. Ágúst tekur undir með Ragnheiði og segir að áður hafi verið um hrópandi misræmi í lög- unum að ræða. Nauðgunarhugtakið rýmkað Með lögunum hefur nauðg- unarhugtakið verið rýmkað til muna og þrjú ákvæði í kynferðisbrotakafl- anum sameinuð í eitt almennt nauðg- unarákvæði. Gera lögin ráð fyrir því að önnur kynferðisnauðung og mis- notkun á bágu andlegu ástandi og því að þolandi getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans, teljist nauðgun. Hingað til hefur verið litið á samræði við manneskju sem ekki getur spornað við því, t.d. sökum áfengisdrykkju eða svefndrunga, sem sérstakt, vægara brot, en með hinum nýju lögum er litið á athæfið sem nauðgun. Þá hefur almennt ákvæði um kyn- ferðislega áreitni verið lögfest, en samkvæmt því skal sá sem gerist sek- ur um kynferðislega áreitni s.s. með því að strjúka, þukla eða káfa á kyn- færum eða brjóstum annars manns, sæta fangelsi allt að tveimur árum. Ágúst Ólafur segist þeirrar skoð- unar að lögin séu í flokki þeirra þýð- ingarmestu sem samþykkt hafa verið á yfirstandandi þingi. „Réttarbæt- urnar munu snerta fjölda fólks og það er mjög ánægjulegt að kjörtímabilinu hafi lokið með þessum hætti.“ „Réttarbæturnar munu snerta fjölda fólks“ Með nýsamþykktum breytingum á hegningarlögum hefur réttarvernd barna gagnvart kynferðisbrotamönnum verið aukin til muna og nauðgunarhugtak laganna rýmkað ÓSTAÐFESTAR fréttir hermdu í gærkvöldi að tvítugur Íslendingur, Haukur Hilmarsson, hefði verið handtekinn í Hebron á Vesturbakk- anum í gær. Talsmaður mannréttindahreyfing- ar í Hebron sagði í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi að Haukur hefði verið staddur á stað þar sem palest- ínsk ungmenni hefðu grýtt ísraelska lögreglumenn síðdegis í gær. Lög- reglumennirnir hefðu þá ráðist að ungmennunum og Haukur reynt að ganga á milli ásamt danskri konu. Lögreglumennirnir handtóku þau og færðu þau á næstu lögreglustöð. Samkvæmt síðustu fréttum hafði Haukur verið í haldi lögreglunnar í fjórar klukkustundir. Þessi frásögn hafði ekki verið stað- fest í gærkvöldi. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ís- land-Palestína, kvaðst ekki hafa frétt af því að Haukur hefði verið handtek- inn. Hann sagði að Haukur væri ekki á Vesturbakkanum á vegum félags- ins. Aðspurður sagði Sveinn Rúnar að Hauki kynni að verða vísað úr landi. Ísraelsk yfirvöld teldu sig hafa rétt til að grípa til slíkra aðgerða þar sem þau litu svo á að Vesturlandabúar hefðu ekki leyfi til að vera á Vest- urbakkanum. Heimildir Morgunblaðsins hermdu að Haukur hefði verið ný- kominn til Hebron frá Bretlandi þeg- ar hann var handtekinn. Íslendingur í haldi í Hebron Reyndi að stöðva ísraelska lögreglu- menn sem réðust að ungmennum AP Mótmæli Palestínsk ungmenni kveikja í fánum í Hebron í gær. FÉLAG læknanema ásamt björg- unarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæð- inu og starfsfólki slysadeildar stóð fyrir stórslysaæfingu læknanema um helgina. Æfingin fór fram í Öskjuhlíðinni, við hús Flugbjörg- unarsveitarinnar við Flugvallarveg í Reykjavík. Veðrið lék stórt hlut- verk í æfingunni því að það gekk á með snjókomu. Læknanemarnir voru ánægðir með að fá tækifæri til að þjálfa sig við erfiðar að- stæður. Í æfingunni æfa læknanemar á öllum árum viðbrögð við hamför- um og hefur þessi þekking nýst læknum og læknanemum vel í slæmum aðstæðum síðar. Björg- unarsveitirnar og læknar og hjúkr- unarfræðingar af slysadeild miðla þekkingu sinni á skipulagningu vettvangs stórslysa og meðferð slasaðra. Morgunblaðið/Sverrir Snjókoma á slysa- æfingu læknanema VÆNDI til framfærslu var gert refsi- laust þegar lög um breytingu á kyn- ferðisbrotakafla hegningarlaganna voru samþykkt á Alþingi sl. laugar- dag. Hins vegar leggja hin nýju lög refsingu við því að bjóða fram, miðla eða óska eftir kynmökum við annan mann í opinberri auglýsingu. Í at- hugasemdum við frumvarpið, sem nú er orðið að lögum, kemur fram að markmið niðurfellingarinnar sé ekki að hvetja til háttseminnar eða lögleiða vændi, heldur þvert á móti að hjálpa einstaklingum sem hafa mátt þola erfiðar aðstæður í stað þess að refsa þeim. Með því að gera vændi til fram- færslu refsilaust aukist jafnframt lík- urnar á því að þeir sem stundi vændi beri vitni í málum gegn vændismiðl- urum og þeim sem beitt hafa þá of- beldi og séu viljugri til að leita sér að- stoðar, bæði hjá félags- og heilbrigðisyfirvöldum, þar sem þeir þurfa ekki lengur að óttast að eiga málshöfðun yfir höfði sér. Á síðari stigum málsins lögðu Ágúst Ólafur Ágústsson, Kolbrún Halldórsdóttir og fleiri fram breyt- ingartillögu þess efnis að kaup á vændi varði refsingu. Ekki virðist hafa verið meirihlutavilji fyrir því að fara þá leið, sem nefnd hefur verið sænska leiðin, og segist Ágúst gjarna hafa viljað sjá breytingartillöguna fara í gegn. Sala á kyn- lífi refsilaus

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.