Morgunblaðið - 19.03.2007, Síða 11

Morgunblaðið - 19.03.2007, Síða 11
Morgunblaðið/Líney TILKYNNT var um bruna í yfirbyggðum trébáti við höfnina á Þórshöfn á Langa- nesi um fimmleytið í fyrrinótt. Mikill eldur var í bátnum og er hann mikið skemmdur, líklega ónýtur. Vel gekk að slökkva eldinn en slökkviliðsmenn voru um þrjá tíma að störfum við að tryggja að slokknað væri í öllum glæðum. Ekki er vitað um eldupptök en rannsókn á þeim er í gangi. Bátur á Þórshöfn brann í höfninni MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 11 FRÉTTIR ÞETTA er stór dagur fyrir jafn- réttisbaráttuna – en þetta er líka stór dagur fyrir lýðræðið,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í ávarpi sínu á landsfundi sænskra jafnaðarmanna um helgina. Með þessu vísaði hún í kjör Monu Sahl- in sem fyrstu konunnar sem leiðir flokkinn í 118 ára sögu. Ingibjörg var heiðursgestur sænska jafn- aðarmannaflokksins í Svíþjóð á landsfundi flokksins um helgina, ásamt Helle Thorning Schmidt, formanni danska jafnaðarflokks- ins. Mikilvægasta fjárfestingin „Konur eru helmingur mann- kyns. Samfélag sem byggist á reynslu bæði kvenna og karla, menningarheimi beggja og áhuga- málum er sterkara og réttsýnna samfélag en samfélag sem ekki nýtir til fullnustu þann mannauð sem býr í báðum kynjum.“ „Það er mikið rætt um stórar fjárfestingar í opinberri umræðu en okkur hættir til að gleyma þeirri fjárfestingu sem mestu skiptir, börnunum okkar … Þrátt fyrir stórvirkar tækniframfarir sem eiga að auðvelda líf okkar, þá er hraðinn og streitan meiri en nokkru sinni fyrr. Sífellt meiri kröfur eru lagðar á fólk og fjöl- skyldur á vinnumarkaði en þau sem líða mest fyrir þetta streitu- ástand eru börnin okkar, þau sem síst skyldi.“ Ingibjörg sagði að mörgum börnum finnist þau sniðgengin, vanrækt og meðhöndluð á órétt- látan hátt. Þessi börn alist upp við erfið félagsleg skilyrði, s.s. fátækt eða finni til einangrunar. „Þau telja sig ekki hafa sömu möguleika og aðrir í samfélaginu.“ Vonleysi þeirra og gremja geti hæglega leitt af sér skaðlega hegðun. „Við verð- um að hafa í huga að ef við nýtum ekki þann auð sem býr í börnunum okkar þá sitjum við uppi með hálf- karað samfélag … Í þessu efni mun hlutur og lífssýn okkar jafn- aðarmanna skipta meira máli en nokkru sinni fyrr.“ „Stór dagur fyrir lýðræðið“ Ingibjörg á lands- fundi sænskra jafnaðarmanna Formenn jafnaðarflokka Helle Thorning Schmidt og Mona Sahlin fagna Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að loknu ávarpi hennar. KRAKKARNIR í sunddeild UMFG í Grindavík tóku þátt í sérstæðri fjáröflun fyrir sunddeildina þegar þau mættu í kulda og roki ásamt foreldrum sínum upp í kísilnámuna þar sem gamla Bláa lónið var í eina tíð og mokuðu um 80 tonnum af kísil í kör sem hífð voru í burtu. Kísillinn verður notaður í nýja lónið en þarna þar sem kísillinn safnaðist í eina tíð í þykkar breiður er hver að verða síðastur að bjarga einhverju af honum þar sem nýtt orkuver er í byggingu á svæðinu þar sem Bláa lónið myndaðist í upphafi. Magnúsi Má Jakobssyni, þjálfara, hefur tekist að byggja upp sunddeild innan UMFG sem gengur kraftaverki næst í öllum fót- og körfuboltanum. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Söfnuðu áttatíu tonnum af kísil MEÐAL þeirra frumvarpa sem urðu að lögum á síðustu dögum þingsins, var frumvarp um breytingu á samkeppnislögum. Þetta gerist um svipað leyti og Hæstiréttur vísaði frá máli um meint refsiverð brot forstjóra ol- íufélaganna á samkeppnislögum, fyrst og fremst vegna ófullkom- leika laganna. Frumvarpið var byggt á vinnu nefndar sem forsætisráðherra skipaði í október 2004. Nefndin fjallaði um viðurlög við efnahags- brotum og skilaði af sér í októ- ber 2006 bæði skýrslu og tveim- ur frumvarpsdrögum. Meðal helstu breytinga sem þessi ný- samþykktu lög fela í sér, er að refsiábyrgð einstaklinga vegna brota gegn samkeppnislögum er afmörkuð nánar. Þá er gert óheimilt að nota upplýsingar, sem fyrirsvarsmaður fyrirtækis hefur veitt Samkeppniseftirlit- inu, sem sönnunargagn í máli gegn honum um brot á sam- keppnislögunum. Breyting á samkeppn- islögum Refsiábyrgð ein- staklinga afmörkuð Yfirlýsing frá Agnesi Bragadóttur: „Það á ekki að koma gamal- reyndum blaðamanni eins og mér á óvart að vera vænd um ósannindi, slúður, gróusögur eða eitthvað þaðan af verra. Það var því fátt sem skók hugarró mína í gær- morgun, þegar ég las yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um fréttaskýringu eftir mig, sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins í fyrradag undir fyrirsögninni „Ein- leikur með fölskum hljómi“ og und- irfyrirsögninni „Geir og Jón sáu við Barbabrellum Össurar“. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, fer með ósannindi í yfirlýsingu sinni og það þykir mér, hennar vegna, miður. Hún segir að því sé haldið fram í forsíðufréttaskýringu minni að Össur Skarphéðinsson hafi efnt til blaðamannafundar stjórnarand- stöðuflokkanna um stjórnarskrár- málið í óþökk flestra samfylking- armanna. Þetta er rangt. Það er hvergi minnst einu orði á blaða- mannafund stjórnarandstöðunnar í fréttaskýringunni, enda var mér fullkunnugt um að Össur hafði fullt umboð til þess að efna til þess fundar í samvinnu við þá Steingrím J. Sigfússon og Guðjón A. Krist- jánsson, í fjarveru Ingibjargar Sól- rúnar, sem var á sólarströndum Kanarí, þegar umræddur fundur átti sér stað. Ég minntist ekkert á fundinn í þessari stuttu skýru, ein- faldlega vegna þess að hann skipti engu máli, heldur það sem gerðist á bak við tjöldin og hver voru meg- inmarkmið Össurar – markmið sem hann hefur ekki staðfest op- inberlega að hann hefði í huga, fyrr en í Silfri Egils í gær. Skýringin á fyrirsögninni felst í því, að ég fékk staðfestar upplýs- ingar úr flokki þeirra svilsystkina Ingibjargar Sólrúnar og Össurar, um að formaðurinn kynni fyrrver- andi formanni litlar þakkir fyrir það hvernig hann spilaði úr því um- boði sem hann hafði; hann lék ein- leik, bæði á blaðamannafundinum, á Alþingi, í sérnefndinni og í ótelj- andi fjölmiðlaviðtölum, vegna þess að hann hafði sitt „prívat agenda“ að laða Framsókn til fylgis við orðalag um auðlindaákvæðið, sem allir flokkar nema Sjálfstæðis- flokkurinn gætu sæst á. Hefði Framsókn látið táldragast, en vit- að er að ákveðnir þingmenn Fram- sóknar höfðu sterka tilhneigingu til að láta fallerast af gylliboðum stjórnarandstöðu, hefði það ekki þýtt neitt annað en stjórnarslit. Þess vegna er orðalagið í fyrir- sögninni „Einleikur með fölskum hljómi“ valið. Ingibjörg Sólrún veit mætavel, að ég á mér trausta og áreiðanlega heimildamenn innan Samfylking- arinnar, bæði úr hennar ranni og Össurar. Ég fer ekki með slúður. Mér finnst nauðsynlegt þegar for- maður í stjórnmálaflokki kemur fram og þykist bera hag lesenda Morgunblaðsins fyrir brjósti, með því að ráðast á mig og Morgunblað- ið, að svara fyrir mig og Morgun- blaðið. Staðreynd málsins er sú að stjórnmálaforingjar, hvað sem þeir heita, hafa ekki endilega í huga að upplýsa lesendur Morgunblaðsins um hið sanna í hverju máli, miklu fremur vilja þeir koma á framfæri „upplýsingum“, „áróðri“, „plöntun frétta“, allt eftir því sem þeim hentar hverju sinni, í voninni að ná til sem flestra atkvæða. Hlutverk okkar á ritstjórn Morgunblaðsins er að vera á verði gagnvart slíkri plöntun, vera fær um að vinsa úr, hafa þannig tengslanet, að á það sé að treysta, og geta þannig komið því til lesenda Morgunblaðsins, sem skiptir máli, varpar ljósi á það sem í raun gerðist og komast yfir höfuð framhjá þeim sýndarleik sem svo margir stjórnmálamenn reyna að setja á svið til þess að villa um fyrir kjósendum. Ingibjörg Sólrún. Hvers vegna ræddir þú ekkert um efnislegt innihald í málflutningi svila þíns í auðlindamálinu, heldur hélst þig við umboð til fundarboðs, sem aldr- ei var umfjöllunarefni í skýrunni minni? Var það hugsanlega vegna þess að þú kannt svila þínum litlar þakkir fyrir það hvernig hann klúðraði málum?“ Agnes Bragadóttir Orðaskýringar við fréttaskýringu AÐFARANÓTT laugardags réðist maður á unga konu á kvennasalerni í kjallara Hótels Sögu og nauðgaði henni. Átti at- burðurinn sér stað á fyrsta tímanum um nóttina og náði konan að gera starfsfólki hótelsins viðvart. Reyndi það að koma í veg fyrir að maðurinn kæmist undan en án árangurs. Hljóp hann á brott ásamt öðrum manni og hvarf sjónum í átt að Birkimel. Lögreglan lýsir eftir vitnum en hinn grun- aði er á aldrinum 20 til 30 ára, um 165 cm á hæð, krúnurakaður með dökkan hárs- vörð, dökkar augabrýr og dökk augu. Hann var klæddur í grænleitan jakka og bar grænleita derhúfu. Talið er að mað- urinn sé frá Austur-Evrópu. Lögreglan vann að rannsóknina um helgina og gaf vitni sig fram sem verið hafði á salerninu á undan konunni. Einnig hefur lögregla náð að skoða myndband úr eftirlitskerfi hótelsins. Konu nauðgað á salerni hótels STÚLKA sem lenti í bílslysi í Þrengslum á laugardag liggur enn þungt haldin á gjör- gæslu Landspítalans og er haldið sofandi í öndunarvél. Líðan hennar er þó stöðug að sögn vakthafandi yfirlæknis. Stúlkan slasaðist þegar bíll hennar lenti framan á jeppa. Langan tíma tók að ná henni úr bílnum og voru á þriðja tug björgunar- og heilbrigðisstarfsmanna kallaðir til. Hún var flutt með þyrlu á Landspítalann. Haldið sofandi í öndunarvél STÆRSTA jarðýta sem nokkru sinni hef- ur verið flutt til landsins, af gerðinni Cat- erpillar D11R og vegur samtals 117 tonn, var flutt í lögreglufylgd sl. föstudagskvöld frá vélasviði Heklu við Klettagarða að Vatnsskarðsnámum við Krísuvík þar sem hún verður notuð við efnisvinnslu. Til að koma þessu tröllvaxna atvinnu- tæki á áfangastað var notaður stærsti tengivagn sem til er hérlendis og öflugasti dráttarbíll landsins, af gerðinni Scania R580 Heavy Haulage með 250 tonna drátt- argetu, báðir í eigu ET flutninga. Heild- arlengd ækisins, þ.e. dráttarbílsins og vagnsins með jarðýtunni á, var um 30 metrar og þunginn samtals tæp 160 tonn og deildist hann niður á 13 hásingar. Ýtu- tönnin, sem vegur tæp 19 tonn, var flutt í annarri ferð ásamt veltiboga ýtunnar, því annars hefði jarðýtan rekist upp undir brýr á leiðinni.Tók flutningurinn um 1½ klukkustund og gekk áfallalaust fyrir sig. Stærsta jarðýta landsins afhent

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.