Morgunblaðið - 19.03.2007, Síða 12

Morgunblaðið - 19.03.2007, Síða 12
12 MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Hver á fiskinn í sjónum? Áþjóðin fiskinn, eiga út-gerðarmennirnir hanneða á kannski enginn fiskinn í sjónum? Um þessar mund- ir eru margir sem keppast við að svara þessari spurningu. Í lögum um stjórn fiskveiða segir að auð- lindir hafsins séu sameign þjóð- arinnar. Umræðan síðustu daga hefur snúizt um hvort setja eigi slíkt ákvæði inn í stjórnarskrána. Auðlindanefndin sem skilaði af sér árið 2000 lagði til að slíku ákvæði yrði bætt inn í stjórnarskrána. „Náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarrétti eru þjóðareign eftir því sem nánar er ákveðið í lögum.“ og „Nátt- úruauðlindir og landsréttindi í þjóð- areign má ekki selja eða láta var- anlega af hendi til einstaklinga eða lögaðila. Þó má veita þeim heimild til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum og réttindum gegn gjaldi, að því tilskildu að hún sé tímabundin eða henni megi breyta með hæfilegum fyrirvara eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Slík heimild nýtur verndar sem óbeinn eignarréttur.“ Einhverjum kann að finnast það einfeldni, en er ekki staðan einfald- lega svona í raun? Er ekki staðan sú, að útgerðarmönnum hefur verið veittur nýtingarréttur auðlindar, sem er í eigu þjóðarinnar? Þarf nokkuð að deila um þetta? Er nokkuð athugavert við það að setja þetta ákvæði inn í stjórnarskrána? Er hugsanlegt að það festi kvóta- kerfið í sessi? Er það hugsanlegt að það kippi grundvellinum undan kvótakerfinu? Hvorttveggja hefur heyrzt. Bryggjuspjallari telur að hvorugt gerist. Meðan Alþingi vill viðhalda núverandi fiskveiðistjórn- un verður kerfið við lýði, hvort sem umrætt ákvæði fer í stjórnarskrá eða ekki. Vilji Alþingi hins vegar taka upp annað kerfi við stjórnun fiskveiða, gerir það það einfaldlega, hvort sem umrætt ákvæði er í stjórnarskránni eða ekki. Nýting- arréttur útgerðarmanna á auðlind- inni er stjórnarskrárvarinn og verð- ur ekki af þeim tekinn nema með mjög löngum fyrirvara og hugs- anlega einhverjum skaðabótum. Þeir tímar geta auðvitað komið að stjórnvöld vilji haga þessu öllu með öðrum hætti. En eins og stað- an er í dag, og reyndar alltaf, er nauðsynlegt að sátt náist um sjáv- arútveginn. Það er slæmt fyrir hann að vera pólitískt bitbein. Það rýrir afkomumöguleika hans og skilar minni tekjum í þjóðarbúið en ella. Óvissan er óþolandi. Af hverju geta menn ekki sætzt á það nú að fiskurinn í sjónum sé sameign þjóð- arinnar og útgerðin fari með nýt- ingarréttinn? Til hvers var verið að þyrla upp þessu moldviðri? Hvaða hagsmunum þjónaði það? Svari því hver sem vill. Hver á fiskinn í sjónum? »Nýtingarréttur útgerðarmanna á auðlindinni er stjórnarskrárvarinn. BRYGGJUSPJALLl Hjörtur Gíslason hjgi@mbl.is FISKAFLINN í febrúar 2007 var 233.884 tonn en það er nokkru meira en á sama tíma í fyrra, sem var 214.278 tonn samkvæmt bráða- birgðatölum Fiskistofu. Botnfiskafl- inn í nýliðnum febrúar var 46.654 tonn en var 51.690 tonn í febrúar í fyrra. Þorskaflinn var 21.508 tonn en var 23.035 tonn í febrúar 2006. Er það rúmlega 1.500 tonna samdráttur í þorskafla. Ennfremur var samdráttur í karfa, löngu og ufsa en aukning var m.a.í ýsu- og keiluafla. Þorskafli úr Barentshafi í febrúar 2007 var tals- vert minni en á sama tíma árið áður eða 1.694 tonn miðað við 2.873 tonn í febrúar 2006. Uppsjávaraflinn í febrúar 2007 var 187.206 tonn en var 162.110 tonn á sama tíma í fyrra. Munurinn skýrist Meiri fiskafli í febrúar                    !"# !"!! $%&  $" $ !&%" $    %  ' '% $ "# (#"&% ("&  ("#( $( "#! #   )     *  * + ,    ,   "     *   ''%       aðallega á því að loðnuaflinn í febr- úar 2007 var rúm 184 þúsund tonn en var tæplega 160 þúsund tonn á sama tíma í fyrra. Engin íslensk sumar- gotssíld veiddist í nýliðnum mánuði en var 74 tonn í febrúar 2006 og 1.416 tonn á sama tíma í hitteðfyrra. Rækjuafli af Flæmingjagrunni var 430 tonn í febrúar 2006 en enginn í nýliðnum mánuði.                             !"#$%  &    & '& &      & ( &&  ") )*+#)               &    %   ) ,&  -  ( )      .&&& &&    & ) *+#)/ &") )* 0) ) -      1      -     &  &     2            3   3        &         &    4   &   ) #)##*0)##  & -     5) )* +)     ) %  (    ")  *") -    & 4  & 6 7  ) )*")  .    & 8  &  )/      9  :-   +)   ##5      Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is AFLAVERÐMÆTI íslenskra skipa nam 76,1 milljarði króna á árinu 2006 samanborið við 67,9 milljarða á árinu 2005. Aflaverðmæti hefur auk- ist um 8,2 milljarða eða 12,1% milli ára. Aflaverðmæti desembermánað- ar nam 5,6 milljörðum en í desem- ber í fyrra var verðmæti afla 4,8 milljarðar. Aflaverðmæti botnfisks var 57,5 milljarðar en var 47,2 milljarðar á árinu 2005 og er aukningin því 21,8% samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Verðmæti þorsk- afla var 27,6 milljarðar og jókst um 10,6%. Aflaverðmæti ýsu nam 11,4 milljörðum, sem er 28,5% aukning, og ufsaaflinn jókst að verðmæti um 51,8%, var 4,7 milljarðar. Verðmæti flatfiskafla jókst um 3% milli ára, nam 5,2 milljörðum. Samdráttur í uppsjávarfiski Aflaverðmæti uppsjávarafla dróst saman um 11,1% milli ára og nam 12,6 milljörðum. Munar þar mestu um verðmæti loðnu sem minnkaði um 56,7% eða 2,9 milljarða og verð- mæti síldar sem dróst saman um 800 milljónir eða 11,2%. Verðmæti kolmunna jókst og nam 3,6 millj- örðum samanborið við tæpa 1,5 milljarða í fyrra. Verðmæti rækju var 287 millj. kr. samanborið við 870 millj. kr. í fyrra, sem er samdráttur um 67,1%. Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu, var 28,3 milljarðar króna sem er aukn- ing um 2,7 milljarða eða 10,4%. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands jókst um 31,6%, var 12 milljarðar. Afla- verðmæti sjófrystingar var 25,9 milljarðar og jókst um 3,7% frá fyrra ári. Verðmæti afla sem fluttur er út óunninn nam 7,9 milljörðum sem er 20,1% aukning. Mest aflaverðmæti á höfuðborgarsvæðinu Mest aflaverðmæti skiluðu sér á land á höfuðborgarsvæðinu, 15,7 milljarðar króna. Það er aukning um 3 milljarða frá árinu áður eða 22,8%. Á Suðurnesjum var landað afla að verðmæti 13,3 milljarðar króna, sem er aukning um 1,6 millj- arða eða 13,7%. Austurland kemur næst með 9,6 milljarða aflaverð- mæti. Það er nærri 3 milljarða aukning eða 42,1%. Norðurland eystra kemur þar á eftir með 9,5 milljarða, sem er ríflega 2 milljarða króna samdráttur eða 18,5%. Á Suð- urlandi varð aflaverðmætið 7,3 milljarðar króna, sem er nánast það sama og árið áður. Á Norðurlandi vestra var landað afla að verðmæti 5,7 milljarðar króna. Það er aukning um 0,7 milljarða eða 11,9%. Á Vest- fjörðum var aflaverðmætið 4,3 millj- arðar króna, sem er aukning um tæplega hálfan milljarð. Loks var aflaverðmætið á Vesturlandi tæpir 3 milljarðar króna, sem er aukning um hálfan milljarð eða 20,3%. Mikil hækkun á fiskverði Skýringin á aukningu aflaverð- mætis liggur að langmestu leyti í hækkandi fiskverði. Verð á afurðum erlendis hækkaði mikið á árinu. Verð á fiskmörkuðum innan lands hækkaði í takt við það og leiddi það síðan til hækkunar á lágmarksverði á fiski í beinum viðskiptum útgerðar og fiskvinnslu. Minni verðmæti uppsjávarfisks eins og loðnu eru rakin beint til mun minni afla. Minni verðmæti síldar stafa hins vegar af því að í fyrra fór hlutfallslega meira af síldinni í bræðslu en árið áður. Verð á fiski- mjöli og lýsi var engu að síður í há- marki. Það er svo skýringin á aukn- um verðmætum kolmunna, en einnig var meira fryst af honum um borð í fiskiskipunum en árið áður. Hvað varðar einstök landsvæði stafar samdráttur í verðmætum á Norðurlandi eystra af minni lönd- unum af uppsjávarfiski og miklum löndunum togara norðanmanna í Austfjarðahöfnum. Mikil aukning á Austurlandi stafar þá meðal annars af þessum löndunum og auknu verð- mæti fisks sem landað var til bræðslu. + *)- ,    ,. ) ,    )/  0 )   1 .  .               +     ("# / (&/( (/ (/ /&   $" %(/ (#(/ %/( !/% /   2   )   $%"#/( "%/ !$"!%/# !"$#%/! #/(   %"$&%/ "#/& !" !/( & $/ /#                     Aflaverðmætið jókst um 12,1% á síðasta ári Í HNOTSKURN »Aflaverðmæti botnfisksvar 57,5 milljarðar en var 47,2 milljarðar á árinu 2005 og er aukningin því 21,8% »Aflaverðmæti ýsu nam11,4 milljörðum, sem er 28,5% aukning, og ufsaaflinn jókst að verðmæti um 51,8%, var 4,7 milljarðar »Mest aflaverðmæti skil-uðu sér á land á höf- uðborgarsvæðinu, 15,7 millj- arðar króna. Það er aukning um 3 milljarða frá árinu áð- ur eða 22,8% Morgunblaðið/ÞÖK Veiðar Aflaverðmæti jókst mikið í fyrra vegna hækkunar fiskverðs. Verðmæti þorskafla var 27,6 milljarðar og jókst um 10,6%

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.