Morgunblaðið - 19.03.2007, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 19.03.2007, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is MIÐFLOKKURINN í Finnlandi, undir forystu Matti Vanhanens for- sætisráðherra, sigraði naumlega í þingkosningum í gær, samkvæmt kjörtölum sem birtar voru í gær- kvöldi. Miðflokkurinn, sem hefur verið við völd ásamt Jafnaðarmanna- flokknum og Sænska þjóðarflokkn- um frá 2003, fékk 23,1% kjörfylgi. Hægriflokkurinn Þjóðarbandalagið var í öðru sæti með 22,3% fylgi og Jafnaðarmannaflokkurinn með 21,4%. Venja er í Finnlandi að leiðtoga stærsta flokksins sé falið að mynda stjórn og gegna embætti forsætis- ráðherra. Kosningabaráttan þótti nokkuð daufleg og einkennast af því að stóru flokkarnir vildu ekki brenna neinar brýr að baki sér. Allir flokkarnir þrír hafa einhvern tíma starfað saman í stjórn á síðustu áratugum. Vanhanen þykir ekki gæddur miklum persónutöfrum en nýtur mikillar virðingar, þykir hæfur stjórnmálamaður með mikla þekk- ingu á málefnunum. Hann er fyrr- verandi blaðamaður og hafði aðeins gegnt ráðherraembætti í tíu mánuði þegar hann varð forsætisráðherra fyrir fjórum árum. Hann er nú álit- inn einn vinsælasti stjórnmálamað- urinn í sögu landsins. Fréttaskýrendur segja að í kosn- ingabaráttunni hafi Vanhanen eink- um notið góðs af efnahagslegum framförum síðustu árin. Hagvöxturinn í Finnlandi var um 5,5% á síðasta ári, atvinnuleysið minnkaði úr 9% í 7,5% á fjórum ár- um, fjárlögin voru með afgangi í stað halla og kaupmáttur Finna jókst. Útgáfa umdeildrar bókar eftir fyrrverandi ástkonu Vanhanens kann einnig að hafa haft áhrif á vin- sældir forsætisráðherrans. Í bókinni er sambandi þeirra lýst og hún varð strax metsölubók þegar hún var gef- in út í liðnum mánuði. „Vanhanen hefur verið álitinn fremur þurr og dauflegur kerfis- karl,“ sagði Jan Sundberg, prófessor í stjórnmálafræði við Helsinki-há- skóla. „Ég held að vinsældir hans hafi aukist vegna bókarinnar.“ Miðflokkurinn fékk mest fylgi í Finnlandi Vanhanen forsætisráðherra sigraði í hnífjöfnum kosningum Í HNOTSKURN » Miðflokkurinn fékk 51þingsæti af 200 og hægri- flokkurinn Þjóðarbandalagið 50, 10 fleiri en síðast. » Jafnaðarmannaflokk-urinn missti átta sæti og fékk 45. Hann hefur alltaf ver- ið stærstur eða næststærstur frá 1962. » Hugsanlegt er að finnskirjafnaðarmenn verði í stjórnarandstöðu í fyrsta skipti frá 1995. Sigurvegarinn Matti Vanhanen í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi. St. Louis. AP. | Þumallína er aðeins 44,5 sentímetra há og hneigist frekar til að smeygja sér undir girðingar en að stökkva yfir þær. Hún er fimm ára hryssa og minnsti hestur heims, að- eins 26 kílógrömm á þyngd. Henni er þó ætlað stórt hlut- verk: að safna milljón dollara, sem svarar tæpum 70 milljónum króna, handa góðgerðarsamtökum fyrir börn. Hestatemjarinn Michael Goessling, sonur smáhesta- bændanna Kay og Paul Goessling, segir að Þumallína sé tilvalin fulltrúi barna. „Þegar börn koma til hennar vilja þau tala við hana og fá að vita hvað henni líkar og hvað ekki,“ segir Goessling. Heimsmetabók Guinness staðfesti síðastliðið sumar að Þumallína væri minnsta hross heims og síðan hefur hún fengið mikla athygli. Börn hafa flykkst í smáhestabú- garð Goessling-fjölskyldunnar í grennd við St. Louis í Bandaríkjunum til að skoða Þumallínu og klappa henni. Ráðgert er að Þumallína fari í fjársöfnunarferð um 48 sambandsríki Bandaríkjanna á árinu og komi meðal ann- ars við á barnasjúkrahúsum, skólum, sumarbúðum, hér- aðshátíðum, hestasýningum og fjáröflunarsamkomum. Þumallína á að ferðast um í húsbíl sem breytt hefur verið í hesthús á hjólum. „Við viljum ekki græða á henni,“ sagði Michael Goess- ling. „Við höfum aldrei gert það. Það verður engin önnur Þumallína.“ Hryssan leikur sér oftast við hunda sem eru á stærð við hana sjálfa. Hún sefur jafnvel í hundakofa. Goessling-fjölskyldan ræktar smáhesta sem eru ýmist seldir eða sýndir á hestasýningum. Hestar hennar hafa unnið til fjölmargra verðlauna síðustu árin. Þumallína forðast oft hin hrossin í búgarðinum þótt þau séu öll óvenju smá. Af um það bil 40 hestum sem eru í búgarðinum eru flestir þeirra meira en 30 sentímetrum hærri en Þumallína. Þegar fulltrúar Heimsmetabókar Guinness fóru í bú- garðinn til að mæla Þumallínu var tekin ljósmynd af henni með stærsta hrossi heims, Radar, tveggja metra háum hesti frá Texas. Hann er um 40 sinnum stærri en Þumallína. Hún hræddist þó ekki risann. „Mér bauð í grun að Þumallína væri alls ekkert hrifin af því að deila sviðsljós- inu með stærsta hesti heims,“ sagði Michael Whitty, myndastjóri Guinness. Ljósmyndin af hestunum verður birt í Heimsmetabók Guinness í haust. AP Smæst hrossa Hestatemjarinn Michael Goessling með Þumallínu (lengst t.h.), fimm ára hryssu sem er minnsti hestur heims, aðeins 44,5 sentímetra há. Þumallína forðast hina smáhestana í búgarðinum en hænist að hundum. Minnsti hestur heims safnar milljónum í þágu barna Gaza-borg. AFP. | Þjóðstjórn Palest- ínumanna kom saman í fyrsta skipti í gær og utanríkisráðherra hennar sagði að fram hefðu komið merki um að samstaða vestrænna landa í andstöðunni við Hamas-hreyf- inguna væri að rofna. Vesturlönd hafa sniðgengið heimastjórn Palestínumanna og hættu að veita henni fjárhags- aðstoð fyrir ári eftir að Hamas sigr- aði í þingkosningum Palest- ínumanna. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, skoraði í gær á Vesturlönd að halda þessari stefnu til streitu og sniðganga nýju þjóðstjórnina þar sem hún hefði ekki orðið við kröf- unni um að hafna ofbeldi og við- urkenna tilvistarrétt Ísraelsríkis. Stjórnvöld í Bretlandi og Banda- ríkjunum sögðust þó ekki útiloka viðræður við palestínska ráðherra sem væru ekki í Hamas-hreyfing- unni. Norðmenn gengu lengra og sögð- ust ætla að viðurkenna þjóðstjórn Hamas og Fatah, flokks Mahmouds Abbas forseta. Franska stjórnin bauð utanríkisráðherra þjóðstjórn- arinnar, Ziad Abu Amr, til við- ræðna í París og litið er á þær sem upphafið að því að Evrópuríki falli frá þeirri stefnu sinni að sniðganga stjórnvöld Palestínumanna. „Múrar einangrunarinnar og bannsins við fjárhagsaðstoð eru að bresta,“ sagði Abu Amr. Telur samstöðu Vesturlanda gegn Hamas vera að rofna Ehud Olmert Mahmoud Abbas ROBERT Mugabe, forseti Zim- babve, óttast að Solomon Mujuru, fyrrverandi hershöfðingi, og fleiri gamlir bandamenn hans í stjórn- arflokki landsins leggi á ráðin um valdarán, að sögn breska dagblaðs- ins The Times í gær. Mugabe er sagður ævareiður út í Mujuru, sem er eiginmaður varafor- seta Zimbabve, Joice, vegna þess að hann hefur átt fundi með sendiherr- um Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna í Harare. Mugabe telur fundina sanna að forystumenn í flokki hans, Zanu-PF, hafi í hyggju að steypa honum af stóli forseta í sam- ráði við stjórnvöld í vestrænu löndunum þremur. Mugabe hefur hótað að vísa sendiherrunum úr landi. Öryggissveit stöðvaði í gær einn af forystumönnum stjórnarandstöð- unnar, Nelson Chamisa, á flugvelli í Harare og barði hann til óbóta. Cham- isa er talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar (MDC), flokks Morgans Tsvang- irai, sem sætt hafði barsmíðum í haldi lögreglu eftir að hafa verið handtekinn fyrir að taka þátt í mótmælum gegn Mugabe. Þremur öðrum félögum í Lýðræðishreyfingunni var meinað að fara úr landi um helgina. Mugabe óttast að flokksbræð- ur sínir undirbúi valdarán Robert Mugabe MONA Sahlin hefur verið kjör- in leiðtogi Jafn- aðarmanna- flokksins í Svíþjóð, fyrst kvenna. Sahlin, sem er fimmtug, tekur við af Göran Persson, fyrrver- andi forsætisráðherra, sem varð leiðtogi flokksins 1996 og dró sig í hlé eftir að jafnaðarmenn biðu ósig- ur í þingkosningum í september. Sahlin var ein í framboði og var kjörin einróma á flokksþingi á laugardag. Sahlin verður að öllum líkindum fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra í Svíþjóð fari jafn- aðarmenn með sigur af hólmi í næstu kosningum eftir þrjú ár. Sahlin hefur gegnt ýmsum ráð- herraembættum og var um tíma að- stoðarforsætisráðherra. Hún hefur verið umdeild og beið álitshnekki árið 1995 þegar upp komst að hún hafði notað greiðslukort í eigu rík- isstjórnarinnar til einkanota. Fyrst kvenna kjörin leiðtogi sænskra jafnaðarmanna Mona Sahlin STJÓRN Súdans hefur ákveðið að hætta öllu samstarfi við Al- þjóðasakamáladómstólinn vegna ásakana um að súdanskir embætt- ismenn hafi skipulagt stríðsglæpi í Darfur-héraði, m.a. fjöldamorð og nauðganir. Samstarfi hætt TUGIR þúsunda manna gengu um götur New York og borga á vest- urströnd Bandaríkjanna í gær- kvöldi til að mótmæla stríðinu í Írak í tilefni af því að á þriðjudag verða fjögur ár liðin frá innrásinni í landið. AP Stríðinu mótmælt CESARE Battisti, fyrrverandi bylt- ingarsinni sem er eftirlýstur á Ítal- íu fyrir fjögur morð, hefur verið handtekinn í Brasilíu. Hann gerðist glæpasagnahöfundur eftir að hann slapp úr fangelsi á Ítalíu 1981. Battisti í haldi A.M.K. þrír unglingar biðu bana og sjö særðust í sprengjuárás á íslamskan skóla í Songkhla- héraði í suðurhluta Taílands í gær. Lögreglan kenndi aðskiln- aðarsinnum úr röðum múslíma um árásina en íbúar héraðsins drógu það í efa. Unglingar myrtir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.