Morgunblaðið - 19.03.2007, Page 18

Morgunblaðið - 19.03.2007, Page 18
fjármál fjölskyldunnar 18 MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ V ið höfum lært að sum hegðun hefur jákvæð for- merki, önnur neikvæð. Hegðun sem samfélagið hefur sammælst um að sé jákvæð er líkleg til þess að vekja já- kvæðar tilfinningar í brjóstum okkar en það er þó ekki einhlítt. Stundum getur hegðun í menningu samfélags verið viðurkennd, jafnvel þótt hún hvetji til óskynsamlegrar hegðunar sem vekur neikvæðar tilfinningar í huga og hjarta margra. Snúið? Já, svolítið, svo við skulum fjalla aðeins nánar um það. Peningar er gjaldmiðill sem enginn íslenskur ríkisborgari kemst hjá því að nota, hvort sem hann er í formi seð- ils, myntar eða rafrænnar færslu með kortum eða tölvum. Peningar eru ver- aldlegur mælikvarði á eignir manna en eignarrétturinn er einn af grund- vallaratriðum réttarríkisins. Þess vegna skipta peningar máli og munu alltaf skipta máli hvort sem er í stjórnun jarðarinnar, einstakra ríkja, sveitarfélaga, hreppa og heimila. Samskipti manna mótast að hluta til af peningum eða peningaleysi. Þeim fylgir því vald eða valdleysi. Og hvoru tveggja fylgja alls kyns flóknar tilfinn- ingar. Tilfinningaríkir peningahugsuðir Sumir hafa ímugust á peningum, aðrir hafa svo mikinn áhuga að þeir helga líf sitt umsýslu með peninga. Peningar geta verið uppspretta öf- undar, valdið ótta og jafnvel reiði. Eigendur geta verið stoltir af vaxandi bankainnistæðum, aðrir hafa viðvar- andi sektarkennd og jafnvel skamm- ast sín fyrir að eiga peninga, finnast þeir ekki eiga þá skilið. Litrófið er jafnfjölbreytt og allar myntir heims- ins. En hér ætlum við að ræða um fjár- mál heimilisins og hvernig tilfinningar geta haft áhrif á það hvernig við tök- um ákvarðanir um annars vegar ráð- stöfun teknanna og hins vegar skuld- irnar sem sumir kjósa að koma sér í, stundum sökkva sér í svo miklar að þær líkjast helst feni sem gleypir allar ráðstöfunartekjurnar, áður en þeirra er aflað. Múgurinn hugsar oftar um peninga en hann kærir sig um að viðurkenna og fjölmargir vilja sverja við eitthvað sér heilagt að peningar skipti þá engu máli! Auðvitað skipta peningar lang- flestar máli en eins og með flest annað í lífinu þá endurspeglar afstaða okkar til peninga oftar en ekki hug, trú og tilfinningar til lífsins. Peningar hafa ekki gildi í sjálfu sér, ekki mannlegt a.m.k. en við gefum þeim gildi eftir því hvaða afstöðu við tökum til þeirra, hvernig við förum með þá. Fjárhagslegt öryggi er í raun og veru ekkert annað en tilfinning, oftast – þegar flestu er á botninn hvolft. Ekki alltaf en oft. Sumir sem finna þessa tilfinningu hafa litlar ráðstöf- unartekjur og jafnvel enga varasjóði. Aðrir, sem hafa meira af hvoru tveggja, upplifa hana samt ekki. Þeir telja sér alltaf trú um að þurfa örlítið meira til þess að öðlast öryggið. Í brjóstinu bærist mínus Fjölmargar aðrar tilfinningar eins og sæla og sektarkennd, stjórn og stjórnleysi eða vellíðan og vanmáttur eru tilfinningar sem margir kannast við að hafa fundið til þegar þeir hafa eytt peningum eða ákveðið að gera það ekki. Það er mikilvægt að vera meðvitaður um hvernig okkur líður í samskiptum við peninga því eins og fyrr er bent á getur tilfinning sem grípur okkur stundum verið vond þótt að samfélagið líti á hegðunina sem slíka jákvæðum augum, jafnvel þótt hún sé í raun og veru óskyn- samleg fyrir okkur prívat og per- sónulega. Aftur snúið! En stærðfræðin, sem þekkir ekki tilfinningar, er rökrétt, því (–) plús (+) eru (-). Mínus er sterkari en plús ef mínustalan er stærri og því ættum við að hlusta vel á tilfinninguna um leið og við reynum að leggja rökrétt mat á hver sé rétta ákvörðunin fyrir okkur og fjármál okkar heimilis. Það er gott að þjást af dálitlum aðskiln- aðarótta þegar peningar eru annars vegar og spyrja sjálfan sig hvort heimilið sé í raun og veru tilbúið til þess að sjá á eftir X krónum í Y mán- uði eða ár af framtíðarráðstöf- unartekjunum, sem enn á eftir að afla, í „bráðnauðsynlegan óþarfa“ auk kostnaðar eins og vaxta og ýmissa gjalda. Spurningin á eftir kemur síð- an sjálfkrafa: ,,Væri ef til vill snið- ugra að leggja Z krónur inn á banka- reikning, fá eins og 5-8 % vexti á þá og kaupa síðan „óþarfann“ áhyggju- laust eftir Y mánuði? Það sem „allir hinir“ eru að gera eru ekki veiga- mestu rökin. Fjárhagslegt frelsi og öryggi býr einmitt í brjóstum þeirra sem fara aðrar leiðir en hjörðin – og skuldsetur sig ekki um efni fram. Ljót uppgjör skuldsettra sambanda Það er athyglisvert að skoða yfirlit yfir ástæður greiðsluerfiðleika þeirra sem leituðu til ráðgjafastofu heim- ilanna árið 2005 en tölur fyrir árið 2006 eru í vinnslu. Þar kemur fram að 38,2% erfiðleikanna stöfuðu af offjár- festingu, vankunnáttu í fjármálum og ábyrgðum sem fólk hafði skrifað und- ir en ekki getað staðið undir og má í rauninni flokka undir vankunnáttu. Þetta er ansi hátt hlutfall og bendir til þess að með því að byrgja brunninn áður en barnið er dottið í hann, þ.e. með aukinni fjármálafræðslu mætti hæglega draga úr greiðsluerf- iðleikum heimilanna í framtíðinni. Greiðsluerfiðleikar af eðlilegri orsök- um, ef svo má taka til orða, voru hins vegar 48,8% en það voru þá veikindi, minni tekjur og atvinnuleysi sem breytti áætlaðri greiðslugetu fólks en skilnaðir voru ástæðan í 9,7% tilvika. Það er þó ýmislegt hægt að gera til þess að draga úr erfiðleikum af þess- um orsökum, eins og að gera ráð fyrir að gæfan sé fallvölt og skuldsetja sig aldrei meira en sem nemur ákveðinni prósentutölu af meðaltekjum, sem ávallt eru lægri en hugsanlegar há- markstekjur í góðæri. Það verður alltaf að hafa í huga að aðeins í óraunverulegum ástaræv- intýrum endast góðærin að eilífu, í raunveruleikanum skiptast á góðæri og harðræði. Í fjármálum heimilanna skiptir máli að koma til móts við þarf- ir heimilismeðlima (en ekki endilega óeðlilegar kröfur samfélags) þannig að í heimilisbókhaldinu séu hærri töl- ur í debet en kredit. Það vekur til- finningu sem venst fljótt og vel – sælu, öryggis og eðlilegs aðskilnaðar- ótta. Eðlilegur aðskilnaðarótti hjálpar heimilisbókhaldaranum Fjármál Það er í lagi að tengjast peningunum sínum tilfinningalega ef það kemur böndum á skuldahalann. Fjárhagslegt öryggi er í raun og veru ekkert annað en tilfinning, oftast – þeg- ar flestu er á botninn hvolft. Ekki alltaf en oft. Þar kemur fram að 38,2% erfiðleik- anna stöfuðu af offjárfestingu, van- kunnáttu í fjármálum og ábyrgðum sem fólk hafði skrifað undir en ekki getað staðið undir og má í rauninni flokka undir vankunnáttu. Hversu vel þekkir þú þinn fjárhagslega innri mann? Fyllistu sælutilfinningu þegar þú reiðir fram peninga eða óttastu eilífan aðskilnað, þinn og peninganna, í hvert sinn sem þú tekur út af reikningum? Unnur H. Jóhannsdóttir velti fyrir sér tilfinningum eins og ánægju, sektarkennd og aðskilnaðarótta í fjármálum heimilanna. uhj@mbl.is Kakó er hollt. Mjög hollt. Eft-ir að hafa rannsakað kakó-drekkandi indíána telur bandarískur vísindamaður að kakó sé svo heilsusamlegt að efnið geti orðið jafn mikilvægt mannkyninu og pensilín og verkjalyf. Í sjálfu sér er það ekki kakóið í heild sinni sem er svo áhrifaríkt heldur andoxunarefnið epicatechin sem í því er að því er forskning.no greinir frá. Efnið er að finna í kakóbaunum, tei, víni og sumum ávöxtum og grænmeti og ku hafa stórkostleg áhrif á skrokkinn. Það er a.m.k. mat Normanns Hollen- bergs frá Harvard Medical School. Hollenberg hefur varið mörgum árum í að rannsaka Kuna-indíána í Panama en þeir drekka allt að 40 bolla af kakói á viku. Það sem gerir þennan þjóðbálk forvitnilegan er að hjá honum er hættan á að fá slag, hjartasjúkdóma, krabbamein eða sykursýki einungis tíu prósent af því sem hún er hjá öðrum þjóðum. Hollenberg telur að þetta sé vegna umræddra andoxunarefna og segir það eina mikilvægustu uppgötv- unina í sögu læknavísindanna. Erfðir ekki skýringin Eiginlega var það tilviljun sem réð því að Hollenberg kom auga á samhengið milli kakódrykkjunnar og góðrar heilsu Kuna-bálksins. Á sjöunda áratugnum uppgötvaði annar vísindamaður að Kuna- indíánarnir, sem búa á afskekktum eyjum, fengu nánast aldrei of háan blóðþrýsting, jafnvel þótt matur þeirra væri mjög saltur. Hollenberg hafði áhuga á að rannsaka hvort eitthvað væri í erfð- um indíánanna sem verði þá gegn sjúkdómnum. Í ljós kom að þeir Kuna- indíánar, sem fluttu frá eyj- unum og í þéttbýli, fengu fljótlega of háan blóðþrýsting, öfugt við ætt- ingja þeirra sem urðu eftir. Erfðir gátu því ekki verið skýringin. Þetta leiddi til þess að hann fór að leita að öðrum skýringum á góðu heilsufari eyjaskeggja og í þeirri rannsókn vakti mataræðið sérstaka athygli. Þar sem vatnið, sem Kuna-fólkið neytir, er ekki sérlega gott, hafa þeir tamið sér að sjóða það áður en það er drukkið. Og þar sem kakó- ræktun á sér langa sögu meðal indí- ánanna hefur það orðið að vana hjá þeim að sjóða kakóbaunir með vatninu. Einhverskonar kakó er því sá drykkur sem þeir grípa til þegar þorsti steðjar að þeim og þeir drekka a.m.k. fimm bolla af honum á dag. Hollenberg telur að þessi hefð or- saki góða heilsu Kuna-indíánanna og vonast til að aðrir jarðarbúar geti notið góðs af þeirra reynslu. Þeir sem hafa hugsað sér að nota þetta sem afsökun fyrir stórbrotnu súkkulaðifylleríi verða þó senni- lega fyrir vonbrigðum því venjulegt súkkulaði inniheldur epicatechin í hverfandi mæli. Andoxunarefnið epicatechin er nefnilega biturt á bragðið og er því venjulega fjar- lægt áður en kakóið er selt. Kakó hollast í heimi Morgunblaðið/Kristinn Hollt Það væri ljúft ef hægt væri að leysa heilsufarsvanda með kakóbolla. heilsa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.