Morgunblaðið - 19.03.2007, Síða 22

Morgunblaðið - 19.03.2007, Síða 22
22 MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. RÉTTUR HEYRNARLAUSRA Meðferðin á heyrnarlausumbörnum á sjöunda og átt-unda áratugnum hefur dregið dilk á eftir sér. Þessi börn voru meðhöndluð sem annars flokks þjóðfélagsþegnar og svipt mögu- leikanum til að láta hæfileika sína blómstra og njóta sín að verðleikum. Átakanlegt er að lesa lýsingar við- mælenda Ragnhildar Sverrisdóttur í umfjöllun hennar í Morgunblaðinu í gær. Í Heyrnleysingjaskólanum var áhersla lögð á að nemendur lærðu tal- mál og varalestur. Kennarar skildu oft ekki nemendur sína og nemend- urnir skildu ekki kennarana. Sigurlín Margrét Sigurðardóttir segist muna mörg dæmi þess að sama námsefnið hafi verið lagt fyrir ár eftir ár. Einn kennarinn sagði börnunum að þau væru byrði á samfélaginu vegna fötlunar sinnar. Skólaskylda heyrnarlausra barna hófst við fjögurra ára aldur. Það var stutt með eftirfarandi rökum: „Flest- um foreldrum þykir vænst um það barnið, sem bágast á, og kemur ást þeirra á barninu oft fram í of miklu eftirlæti, sem bæði skaðar barnið og gerir það erfiðara viðfangs.“ Hvað þýddi þetta? Guðmundur Ingason er 42 ára. Hann missti heyrn fjögurra ára vegna heilahimnubólgu: „Ég var sendur burt frá foreldrum mínum án þess að átta mig á hvað væri að gerast. Ég hélt að þau vildu kannski ekkert með mig hafa.“ Og hvað höfðu nemendurnir í hönd- unum þegar skólagöngunni lauk? 5. mars birtist í Morgunblaðinu grein eftir Önnu Jónu Lárusdóttur undir fyrirsögninni Reynslusaga heyrnar- lausrar konu: „Þegar ég útskrifaðist úr skóla var ég bara með barnaskóla- nám en ég fékk enga einkunn á prófi. Ég fékk ekkert prófskírteini.“ Það vantaði ekki skólaskylduna, en uppskera barnanna var rýr. Nemend- urnir gátu lært, en fengu það ekki. Enn þann dag í dag eru þeir að reyna að vinna upp það, sem þeim var neitað um í æsku. Og mæta enn andstreymi. Fyrrverandi nemendur í Heyrnleys- ingjaskólanum segja að mörg ár hafi farið í súginn hjá þeim. Á því leikur enginn vafi og þetta fólk á það skilið að fá missinn bættan möglunarlaust. Ömurlegt er til þess að vita að heil- brigðu fólki hafi verið ýtt til hliðar í samfélaginu af þeirri einföldu ástæðu að það var heyrnarlaust. Nú eru að- stæður sem betur fer aðrar og betri hjá heyrnarlausum börnum. Þeim er kennt á táknmáli, fylgja aðalnámskrá grunnskóla og eiga sömu möguleika á að fara í framhaldsnám og heyrandi jafnaldrar þeirra. Það er erfitt að átta sig á að slíkt skilningsleysi hafi ríkt í garð heyrnarlausra fyrir aðeins fjór- um áratugum. Þetta dæmi um það hvernig heilum hóp var ýtt til hliðar í samfélaginu vegna fötlunar vekur hins vegar til umhugsunar um það hvort dæmin séu fleiri. Hvort börn með annars konar fötlun hafi hlotið viðlíka meðferð og hljóti jafnvel enn vegna blindu samfélagsins á getu þeirra og verðleika? RÉTTARBÓT Í KYNFERÐISBROTAMÁLUM Eitt af merkari málunum, sem Al-þingi afgreiddi á lokasprettin- um um helgina, eru lög um breyt- ingar á kynferðisbrotakafla hegningarlaganna. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra flutti frumvarp, þar sem gert var ráð fyrir ýmsum mikilvægum breytingum. Skilgreining á hugtak- inu nauðgun er til að mynda rýmkuð verulega. Bætt er í lögin ákvæðum um ýmis atriði, sem eiga að koma til refsiþyngingar í nauðgunarmálum, þar á meðal er ungur aldur þoland- ans. Í lögin er nú jafnframt sett al- mennt ákvæði um refsiábyrgð vegna kynferðislegrar áreitni. Refsingar fyrir kynferðisbrot gegn börnum eru þyngdar og refsiramm- inn verður sá sami og fyrir nauðgun. Öll þessi atriði náðu fram að ganga og eru mikilvæg réttarbót fyrir þol- endur kynferðisafbrota. Í upphaflega frumvarpinu var gert ráð fyrir að fyrningarfrestur vegna kynferðisbrota gegn börnum byrjaði ekki að líða fyrr en þolandi hefði náð 18 ára aldri. Það var skref í rétta átt. Í meðförum allsherjarnefndar Al- þingis náðist síðan samkomulag um að gera þar að auki alvarlegustu kyn- ferðisbrotin gegn börnum ófyrnan- leg. Morgunblaðið hefur verið í hópi þeirra, sem hafa hvatt til að sú leið yrði farin og fagnar því þessari breytingu. Kynferðisbrot gegn börnum eru jafnalvarlegur glæpur og þeir, sem ekki hafa fyrnzt samkvæmt eldri lög- um, þ.e. morð, mannrán, stórfelld rán og landráð. Þau eru hins vegar miklu algengari en síðarnefndu glæpirnir. Vonandi hefur þessi lagabreyting þau áhrif annars vegar að fæla hugs- anlega kynferðisbrotamenn frá því að brjóta gegn börnum, hins vegar að það megi takast að koma lögum yfir kynferðisbrotamenn, jafnvel þótt langt sé liðið frá brotum þeirra. Dæmi eru um það frá síðustu árum að kynferðisglæpamenn hafi sloppið vegna fyrningar glæpsins, jafnvel þótt sekt þeirra hafi verið sönnuð. Í nýsamþykktum lögum er gert ráð fyrir að það verði ekki lengur refsi- vert að stunda vændi sér til fram- færslu. Það er í samræmi við þann skilning, sem nú er orðinn útbreidd- ur, að fólk sem neyðist til að selja lík- ama sinn, sé fremur í stöðu fórnar- lambs en glæpamanns. Hins vegar verður áfram refsivert að hafa at- vinnu af vændi annarra. Allsherjar- nefnd ákvað að mæla ekki með sænsku leiðinni svokölluðu, þ.e. að gera kaup á vændi refsiverð, „að svo komnu máli“. Í nefndaráliti sínu fagnar allsherj- arnefnd því að dómar í nauðgunar- málum hafi þyngzt að undanförnu. Það er gott að það fer ekki á milli mála hver er vilji löggjafans í því efni. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Að undanförnu hefur ásíðum Morgunblaðsinsstaðið heilmikil orrahríðtveggja prófessora í fé- lagsvísindum um tekjudreifingu, jöfnuð og skatta. Allt eru þetta viðfangsefni sem lúta að hagfræði og eru að auki talsvert marg- brotin. Ekki er ólíklegt að ýmsum finnist það skjóta skökku við að fræðimenn í öðrum fræðigreinum, sem enga sérþekkingu hafi á svið- inu, eigni sér þessa umræðu. Með þessari grein viljum við freista þess að skýra aðalatriði málsins og benda jafnframt á nokkur at- riði sem við teljum að höfuðmáli skipti, en menn láta hjá líða að fjalla um í opinberri umræðu. Niðurstöður Hagstofunnar um tekjudreifingu á Íslandi Hagstofan birti í febrúar síðast- liðnum niðurstöður úr ýtarlegri rannsókn á lágtekjumörkum og tekjudreifingu 2003 og 2004 (Hag- tíðindi: Laun tekjur og vinnu- markaður árg. 92 nr. 8 2007.1). Rannsókn þessi var hluti af sam- ræmdri lífskjararannsókn Evrópu- sambandsins. Í rannsókninni var höfuðáhersla lögð á að nota stöðl- uð tekjuhugtök, sambærileg gögn og sömu mælikvarða á tekjudreif- ingu í öllum þátttökulöndunum,. Ástæðan er auðvitað sú, sem raunar allir þeir sem fást við al- þjóðlegar hagtölur eiga að vita, að samanburður tölulegra mæli- kvarða milli landa er ætíð vanda- samur og auðvelt að gera reg- invillur, sé hlaupið að með gáleysi. Verður ekki betur séð en hér hafi vel tekist til og þessi rannsókn Hagstofunnar í samvinnu við Hag- stofu Evrópu (Eurostat) öllum að- standendum hennar til sóma. Því er skemmst frá að segja, að niðurstöður þessarar samevrópsku athugunar eru þær að á árinu 2004 hafi dreifing ráðstöf- unartekna (tekna eftir skatta) á Íslandi verið með því jafnasta sem um getur í Evrópu. Sömu sögu má segja um hlutfall þeirra sem samkvæmt skýrgreiningu teljast undir lágtekjumörkum (minna en 60% af miðgildi tekna). Það er einnig með því lægsta sem þekk- ist. Þekktir mælikvarðar á tekju- dreifingu eru Gini-stuðull og svo- nefndur fimmtungastuðull (hlutfall tekna 80% tekjuhæstu og 20% tekjulægstu). Því lægra sem tölu- gildi beggja þessara stuðla er, þeim mun jafnari telst tekjudreif- ingin. Gini-stuðullinn fyrir Ísland árið 2004 mældist 0,25. Er það svipað gildi og hjá hinum Norð- urlöndunum, og er það í samræmi við það sem verið hefur um ára- raðir. Aðeins þrjár Evrópuþjóðir af 30 höfðu lægri Gini-stuðul en Ísland. Fimmtungastuðullinn segir svipaða sögu. Aðeins tvær þjóðir í Evrópu höfðu lægri fimmtungast- uðul en Ísland, Slóvenía og Sví- þjóð. Fimmtungastuðullinn fyrir Evrópuþjóðir er dreginn upp í Mynd 1, sem Hagstofa Íslands hefur góðfúslega látið í té. Lágtekjuhlutfallið, þ.e. hlutfall þeirra sem eru undir 60% af mið- gildi allra tekna og skoða má sem einhverskonar vísbendingu um fá- tækt, er jafnvel enn hagstæðara fyrir Ísland. Samkvæmt hinni samevrópsku athugun hefur að- eins ein þjóð, Svíþjóð, lægra lág- tekjuhlutfall en Ísland á árinu 2004, en 29 Evrópuþjóðir hærra, þ. á m. Norðmenn, Danir og Finn- ar. Þessi vísbending um fátækt bendir því til minni fátæktar á Ís- landi en nánast alls staðar annars staðar í Evrópu. Fullyrðingar um ójafnari tekju- dreifingu og meiri fátækt á Ís- landi en í nágrannalöndunum, sem settar hafa verið fram á opinber- um vettvangi undanfarin misseri, eru einfaldlega rangar. Raunar eru þær ekki einungis rangar heldur þveröfugar við hinar sam- ræmdu mælingar Hagstofunnar og Eurostat. Gagnstætt við það sem fullyrt hefur verið virð- ist dreifing ráð- stöfunartekna á Íslandi vera með því jafnasta sem gerist í Evrópu og fátækt með allra minnsta móti. Að okkar mati er ekki unnt að vefengja þess- ar niðurstöður af skynsamlegu viti, nema e.t.v. á grundvelli enn ýtarlegri skoðunar á gagnagrunni þeim sem hin sam- evrópska athugun byggðist á. Mat á þróun tekjudreifingar yfir tíma: Varnaðarorð Mælingar á tekjudreifingu á Ís- landi og samanburður við erlend ríki árin 2003 og 2004 segir auð- vitað lítið um tekjudreifinguna á fyrri eða síðari árum. Það eina sem við getum haft fyrir okkur í því efni er að tekjudreifingin er niðurstaða fjölmarga hagrænna og félagslegra afla og breytingar eru yfirleitt hægfara. Sem fyrr getur er samanburður á mælikvörðum á tekjudreifingu milli landa vandasamur og verður ekki gerður með sæmilega réttvís- andi hætti nema með samræmd- um tekjuhugtökum og ýtarlegri skoðun á gögnum. Afar mikilvægt er að átta sig á að það sama gildir um þróun tekjudreifingar í einu landi yfir tíma. Fyrir liggur að hefðbundnir „eins-árs“ mælikvarðar á tekju- dreifingu eins og t.d. Gini- stuðulinn og fimmtungastuðullinn, eru næmir fyrir samfélagslegum þáttum sem hafa ekkert með tekjur að gera eins og ævilengd, lengd skólagöngu, lengd eft- irlaunatímabils, atvinnuþátttöku auk fjölmargs annars. Auðvelt er að sýna fram á að vegna þessara þátta munu þessir „eins-árs“ kvarðar á tekjudreifinguna gefa vísbendingu um ójafna tekjudreif- ingu jafnvel þótt allir hafi ná- kvæmlega sömu ævitekjur, þ.e. dreifing ævitekna sé fullkomlega jöfn! Það sama gildir ef meðalævi og námstímabil lengist. Þá munu téð- ir „eins-árs“ mælikvarðar á tekju- dreifingu sýna vaxandi tekju- ójöfnuð, þótt dreifing ævitekna sé með öllu óbreytt. Nú er það þann- ig að hvort tveggja; námstímabil og meðalævi, hefur lengst veru- lega á Íslandi á undanförnum ár- um og áratugum. Þar með liggur fyrir að samanburður á metnum Gini-stuðlum yfir tíma, t.d. frá 1993 til 2005, getur ekki gefið réttvísandi mynd af breytingum í raunverulegri tekjudreifingu, nema leiðrétt sé fyrir þessum samfélagslegu breytingum og raunar mörgu öðru. Fljótræð- islegur samanburður af þessu tagi yfir tíma er m.ö.o. álíka ómark- tækur og hliðstæður samanburður milli landa, sem nú hefur verið léttvægur fundinn af lífs- kjararannsókn Hagstofunnar og Evrópusambandsins. Tæpast þarf að nefna, að á slíkum grundvelli er heldur ekki skynsamlegt að gera kröfur um sérstök opinber viðbrögð og efnahagsaðgerðir. Slíkt gæti hæglega leitt til meiri tekjuójafnaðar í stað jafnaðar auk annarra skaðlegra áhrifa á þjóð- arframleiðslu og velferð. Þróun ráðstöfunartekna eftir tekjuhópum Nýverið hafa verið birtar tölur um hækkun í raungildi ráðstöf- unartekna hjóna og sambúðarfólks eftir tekjuhópum (tekjutíundum) frá árinu 1993 (Mbl. 26.2. sl. bls. 21) og dregnar af þeim ályktanir um þróun tekjudreifingar. Ekki virðist í þessum reikningum hafa átt sér stað nein leiðrétting vegna breyttrar ævilengdar, náms- tímabils, eftirlaunaskeiðs o.s.frv. Aðferðafræðin er m.ö.o. öllum þeim ágöllum undirorpin, sem að framan eru raktir. Niðurs að sama skapi ómarktæka þróun hinnar raunveruleg dreifingar. Að okkar mati þó í þeim áhugaverðar vís ingar sem verðskulda ýtar rannsóknir. Í téðri grein (Mbl. 26.2. framsetningin einhverra h vegna einskorðuð við hjón búðarfólk. Það kæmi ekki nema vegna þess að hækk stöfunartekna einstaklinga hafa verið talsvert önnur og sambúðarfólks og í nok ósamræmi við þá túlkun g sem sett er fram í greinin Ríkisskattstjóri flokkar þega samkvæmt framtölu hleypa og sambúðarfólk. Á 2005 voru einhleypir (sem um einstaklinga) sem töld um 107 þúsund manns og þúsund manns töldu fram hjón eða sambúðarfólk (um þúsund framtöl). Með því skorða skoðunina við hjón búðarfólk er því tæplega h framteljenda sleppt. Rétt taka fram að þessi vankan þó sennilega veigaminni e kann, því tekjur einstaklin einungis rétt um 36% af h tekjum. Mynd 2 lýsir hækkun r ráðstöfunartekna einstakl 1993 til 2005. Flokkað er tekjutíundum eins og í téð í Mbl. (26.2. sl.). Til saman er einnig dregin í bakgrun hækkun raungildis ráðstö unartekna hjóna og sambú arfólks, en hún var, sem f nefnt, birt í umræddri gre Mbl. (26.2. sl.). Rétt er að fram að þessar síðastnefn sem byggðar eru á gögnu ríkisskattstjóra um alla sk greiðendur, eru nokkru hæ einkum fyrir hæsta tekjuh Sýnist okkur það vera veg að við miðum við heildarte þ.e. atvinnutekjur og óske fjármagnstekjur. Það brey vegar engu um þá ábendin við viljum koma á framfæ Eins og sjá má af Mynd hækkun ráðstöfunartekna staklinga að raungildi ver mikil á tímabilinu frá 1993 verður séð að lægri tekjuh hækki minna en þeir hærr tekjuhópar hækka og þeir hækka mest eru þeir tekj og þeir tekjuhæstu. Hvað staklinga snertir er því ek að halda því fram að þróu verið hinum tekjulágu min stæð en öðrum. Að þessu sú mynd sem upp var dre téðri grein í Mbl. (26.2. sl lega misvísandi. Hækkun ráðstöfunarte Frá sjónarmiði hagsæld aðalatriðið það, að raungil stöfunartekna allra tekjuh ur hækkað mjög mikið frá Meðalhækkun ráðstöfunar yfir tekjuhópa einstakling lægt 60% og 74% fyrir hjó sambúðarfólk. Þessi aukn svarar meðalhækkun ráðs unartekna um 3,9% og 4,6 að jafnaði á tímabilinu í h Heildarhækkun ráðstöfun er enn meiri. Frá hagræn armiði er þetta gríðarmik Meira um tekjudreifi Eftir Axel Hall og Ragnar Árnason » Tekjudreifing landi er með þ jafnasta sem þekk Axel Hall Ragnar Árnason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.