Morgunblaðið - 19.03.2007, Síða 23

Morgunblaðið - 19.03.2007, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 23 stöðurnar ar um gu tekju- i felast sbend- rlegri . sl.) var hluta n og sam- i að sök kun ráð- a virðist en hjóna kkru gagnanna nni. tekju- m í ein- Árið m við köll- du fram um 120 m sem m 60 að ein- n og sam- helmingi er þó að ntur er en virðast nga eru heildar- aungildis inga frá eftir ðri grein nburðar nni f- úð- fyrr er ein í ð taka ndu tölur, um frá katt- ærri hópinn. gna þess ekjur, ertar ytir hins ngu sem æri. d 2 hefur a ein- rið mjög 3. Ekki hóparnir ri. Allir r sem ulægstu ein- kki unnt unin hafi nna hag- leyti er egin í .) óþarf- ekna dar er ldi ráð- hópa hef- á 1993. rtekna ga er ná- ón og ing sam- stöf- 6% á ári heild. nartekna nu sjón- kil hækk- un yfir svona langt tímabil. Enn athyglisverðara er að hún er miklu meiri en í nágrannalönd- unum, að Írlandi einu und- anskildu. Einhverra hluta vegna er Sví- þjóð oft dregin inn í umræðu um jöfnuð. Við höfum aflað okkur gagna um þróun raungildis ráð- stöfunartekna í Svíþjóð eftir tekjuhópum. Þessi gögn eru rakin í Mynd 3. Eins og ráða má af Myndum 2 og 3 er hækkun rauntekna í Sví- þjóð miklu minni en á Íslandi. Yfir tímabilið í heild er hún ekki nema 15% að meðaltali sem samsvarar rétt liðlega 1% vexti ráðstöf- unartekna á ári. Það vekur sér- staka athygli að dreifing þessarar aukningar í ráðstöfunartekjum virðist síst jafnari í Svíþjóð en Ís- landi. Það er í ósamræmi við full- yrðingar sem oft heyrast, en í góðu samræmi við fram- angreindar niðurstöður í hinni samræmdu lífskjarakönnun Hag- stofunnar og Evrópusambandsins. Í þessu samhengi er rétt að ítreka ofangreinda fyrirvara um samanburð á alþjóðlegum gögnum um tekjur og tekjudreifingu. T.a.m. er gagnatímabilið í Svíþjóð 1991–2004, sem er ekki alveg það sama og hér á landi og heldur lengra. Á móti kemur að í upphafi þessa tímabils var mikið sam- dráttartímabil í Svíþjóð. Hugs- anlegt er einnig að einhver munur sé á tekjuhugtökum, þótt við höf- um ekki vísbendingar um það. Við teljum þó að munurinn í þróun ráðstöfunartekna sé svo mikill að ónákvæmni af þessum toga geti ekki breytt miklu um þennan samanburð. Tekjudreifing, skattar og hagvöxtur Við lifum nú á lengsta samfellda hagvaxtarskeiði frá upphafi heimastjórnar. Hinar hröðu efna- hagsframfarir hafa veitt öllum tekjuhópum miklar kjarabætur – sumum þó meira en öðrum. Það fljúga spænir þá heflað er, segir einhvers staðar. Í umræðu um tekjudreifingu og skattkerfi gætir stundum þeirrar hugsunar að þjóðartekjurnar séu einhver föst stærð, þeim sé unnt að skipta meðal þegnanna eftir smekk og stjórnvöldum beri að beita skattkerfinu í þessu skyni. Fátt er fjær lagi. Eitt það fyrsta sem kennt er í hagfræði er að ákveðin fórnarskipti séu milli jöfn- unar tekna annars vegar og þjóð- arframleiðslu og hagvaxtar hins vegar. Háir skattar og mikil jöfn- un tekna draga úr hvata ein- staklinga til athafna og þar með getu samfélagsins til að tileinka sér nýjustu tækni, standast hina alþjóðlegu samkeppni og efna- hagslegra framfara yfirhöfuð. Hér þarf því að velja og vandratað ein- stigið. Svíþjóð er dæmi um land þar sem skattar eru háir, ríkisvaldið umfangsmikið og endurdreifing tekna mikil. Jöfnunin hefur hins vegar haft sinn herkostnað. Þegar horft er til framleiðslu á mann á föstu verðlagi, leiðréttri með tilliti til kaupmáttar hefur Svíþjóð hrap- að niður úr 4. sæti tekjuhæstu þjóða árið 1970 í það 12. árið 2005. Á sama tíma hefur Ísland stokkið úr 19. sæti í það 6. Þetta er rakið í Töflu 1. Hástökkvarinn í þessum sam- anburði eru hins vegar Írar. Þeir voru ekki á lista yfir 20 tekjuefstu þjóðir árið 1980 en voru númer 4 árið 2005. Þessum ótrúlega ár- angri hafa Írar náð m.a. með því að taka upp mjög lága tekju- skatta. Þessum mikla hagvexti á Írlandi hefur jafnframt fylgt ójöfnuður í tekjudreifingu. Tekju- dreifing á Írlandi er ójafnari en í flestum öðrum hátekjulöndum. Hvort um orsakasamhengi milli hennar og hins mikla hagvaxtar geti verið að ræða er ekki vitað. Lokaorð Dreifing tekna milli tekjuhópa og einstakra tekjuþega er af- skaplega flókið og margþætt fyr- irbæri. Það er vandasamt að slá á hana mælikvörðum án þess að glata mikilsverðum eiginleikum. Enn erfiðara er að bera einstaka kvarða á tekjudreifingu saman milli landa eða yfir tíma svo sæmilega réttvísandi sé. Slíkan samanburð er að okkar áliti ekki unnt að framkvæma á viðunandi hátt án talsvert viðamikilla rann- sókna. Tekjudreifingin er annars vegar niðurstaða margslunginna hagrænna og samfélagslegra ferla. Hins vegar hefur hún áhrif á gang hagkerfisins og þjóðarframleiðsl- unnar. Því er afar óráðlegt, svo ekki sé meira sagt, að krukka í tekjudreifinguna með einhverjum hugdettuaðgerðum á grundvelli yfirborðslegrar skoðunar á út- gefnum hagtölum. Slíkt getur hæglega haft í för með sér alvar- legan efnahagsskaða og jafnvel breytingu á tekjudreifingunni í aðra átt en að er stefnt. ingu, jöfnuð og skatta á Ís- því kist. Axel Hall er aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík. Ragnar Árnason er prófessor við Háskóla Íslands. Mynd 1 Fimmtungastuðull: Evrópskur samanburður 2004 (Ath. Tölur fyrir Slóveníu, Tékkland og Danmörk eru frá 2002 og Pólland 2003. Heimild: Hagstofa Íslands Hagtíðindi árg. 92 nr. 8 2007.1. Grunnheimild: Eurostat) 0 2 4 6 8 10 12 Tyrkland Portúgal Litháen Lettland Pólland Eistland Grikkland Ítalía Bretland Spánn Írland ESB Rúmenía Króatía Kýpur Malta Belgía Þýskaland Noregur Búlgaría Frakkland Ungverjal. Holland Slóvakía Lúxemborg Austurríki Tékkland Finnland Danmörk Ísland Svíþjóð Slóvenía Mynd 2 Hækkun raungildis ráðstöfunartekna 1993-2005 (Gögn: Ríkisskattstjóri; framtaldar tekjur eftir hundraðshlutum tekjuþega) 70% 67% 52% 36% 36% 43% 52% 60% 64% 116% 0% 50% 100% 150% 200% 250% 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Tekjutíundir H æ k k u n r a u n g il d is rá ð s tö fu n a rt e k n a Hjón og sambúðarfólk Einstaklingar Mynd 3 Hækkun raungildis ráðstöfunartekna 1991-2004 (Gögn: Skatteverket Sverige: Taxes in Sweden 2006) 4.7% 10.9% 12.2% 13.0% 14.3% 15.1% 15.5% 16.4% 18.7% 31.9% 0.0% 5.0% 10.0% 15.0% 20.0% 25.0% 30.0% 35.0% 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Tekjutíundir H æ k k u n r a u n g il d is r á ð s tö fu n a rt e k n a Tafla 1 Löndum raðað eftir kaupmáttarleiðréttum (PPP) tekjum á mann Gögn: OECD 1970 1980 2001 2005 1. Sviss 1. USA 1. Lúxemborg 1. Lúxemborg 2. USA 2. Sviss 2. USA 2. Noregur 3. Lúxemborg 3. Kanada 3. Írland 3. USA 4. Svíþjóð 4. Lúxemborg 4. Noregur 4. Írland 5. Kanada 5. Ísland 5. Sviss 5. Sviss 6. Danmörk 6. Frakkland 6. Ísland 6. Ísland 7. Frakkland 7. Noregur 7. Danmörk 7. Danmörk 8. Ástralía 8. Svíþjóð 8. Kanada 8. Holland 9. Holland 9. Danmörk 9. Holland 9. Kanada 10. Nýja Sjáland 10. Belgía 10. Austurríki 10. Austurríki 11. Stóra Bretland 11. Ástralía 11. Belgía 11. Ástralía 12. Belgía 12. Holland 12. Ástralía 12. Svíþjóð 13. Þýskaland 13. Austurríki 13. Þýskaland 13. Belgía 14. Ítalía 14. Ítalía 14. Japan 14. Stóra Bretland 15. Austurríki 15. Þýskaland 15. Finnland 15. Finnland 16. Noregur 16. Japan 16. Ítalía 16. Japan 17. Japan 17. Stóra Bretland 17. Svíþjóð 17. Frakkland 18. Finnland 18. Finnland 18. Stóra Bretland 18. Þýskaland 19. Ísland 19. Nýja Sjáland 19. Frakkland 19. Ítalía 20. Spánn 20. Spánn 20. Spánn 20. Spánn n Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Niðurstaða starfshópsHafnarfjarðarbæjar ogAlcan um að draga úrmengun frá stækkuðu álveri í Straumsvík hefur ekki formlegt gildi heldur byggir á trausti milli bæjarins og álversins. Í starfsleyfi álversins er veitt leyfi fyrir útblæstri á 15 kílóum af brennisteinstvíoxíði fyrir hvert tonn af áli en í skýrslu hópsins segir að „ásættanlegt markmið“ sé 7–8 kíló og að Alcan „muni leita alla leiða“ til að ná þessu markmiði. Pétur Óskarsson, talsmaður Sól- ar í Straumi, gagnrýnir að þessi mengunarmörk skuli ekki vera sett inn í starfsleyfið nú þegar en Lúð- vík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnar- firði, segir að niðurstaðan byggist á gagnkvæmu trausti og efast ekki um að við hana verði staðið. Þegar Lúðvík Geirsson, bæjar- stjóri Hafnarfjarðar, kynnti nýja deiliskipulagið í lok janúar var sagt frá því í Morgunblaðinu að þrátt fyrir stækkun hefði álverið skuld- bundið sig til að halda mengun í sambærilegu horfi og nú er. „Við höfum verið með mjög stífar kröfur um það að fara með þessi gildi veru- lega niður. Starfsleyfi álversins gaf leyfi til að útblástur mætti vera um fimmtán kíló á tonn, en við settum fram kröfur um sjö kíló á tonn og það er sú niðurstaða sem er fengin í þessu máli. Alcan útilokar ekki að ná því markmiði, með vothreinsun eða öðrum tæknilegum aðgerðum,“ var síðan haft eftir Lúðvík. Sú niðurstaða sem bæjarstjórinn var að vísa til er niðurstaða starfs- hóps sem í sátu þrír fulltrúar Hafn- arfjarðarbæjar og þrír frá Alcan. Í skýrslu hópsins kemur fram af hálfu Alcan að fyrirtækið muni strax við hönnun fyrirhugaðrar stækkunar fara af stað með vinnu sem hafi það að markmiði að ná fram losunarmörkum „sem eftir megni“ yrðu í samræmi við niður- stöður starfshópsins. Einnig muni Alcan „leita allra leiða til að ná þessu markmiði“, m.a. með tækni- nýjungum í mengunarvörnum sem draga úr losun á brennisteinstvíox- íði og svifryki. Fyrir endurskoðun starfsleyfisins árið 2009 muni liggja fyrir áætlun um framangreind markmið en verði af stækkun ál- versins í 460.000 tonn muni nýir áfangar þess ekki taka til starfa ár- ið 2010. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu er enga ótvíræða skuldbindingu að finna í niðurstöðum starfshópsins um útblástur á brennisteinstvíoxíði. Í deiliskipulagstillögunni sem Hafnfirðingar greiða atkvæði um 31. mars nk. er heldur ekki fjallað um mengunarmörk enda er það ekki tilgangur eða hlutverk deili- skipulags heldur í verkahring Um- hverfisstofnunar sem gefur út starfsleyfi fyrir álver og annan mengandi iðnað. Engar deilur við Alcan Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Lúðvík að engar deilur væru milli bæjarins og Alcan um að stefnt skyldi að þeirri niðurstöðu sem starfshópurinn hefði komist að og það væri alveg ljóst að þessi nið- urstaða væri hluti af deiliskipulag- inu þótt hún hefði ekki formlegt gildi sem hluti skipulagsins. „Við munum tryggja að þessi markmið fari inn í starfsleyfið,“ sagði Lúðvík og að um það hefði verið rætt við Umhverfisstofnun. Bærinn er um- sagnaraðili um starfsleyfið en hefur ekki neitunarvald. „Þegar það ligg- ur fyrir að það er sameiginleg nið- urstaða okkar, Hafnarfjarðarbæjar og Alcan, um hvað við viljum miða við, þá er óeðlilegt að gefið sé út starfsleyfi sem miðar við önnur gildi,“ sagði hann og bætti við að enginn efi væri í hans huga um að þetta næði fram að ganga. Loðið orðalag Að mati Péturs Óskarssonar, talsmanns Sólar í Straumi, er orða- lagið í niðurstöðu starfshópsins loð- ið og hann bendir auk þess á að það feli ekki í sér neina skuldbindingu. Komi t.a.m. til eigendaskipta á ál- verinu sé ekki nokkur leið fyrir Hafnarfjarðarbæ að ganga eftir því að samkomulagið verði virt. Því sé eðlilegast að útblástursmörkin verði þegar sett inn í starfsleyfið þar sem það sé eina leiðin til að tryggja að eftir þeim verði farið. Umhverfisstofnun gaf út nýtt starfsleyfi fyrir álverið í Straums- vík í nóvember 2005 og er þar miðað við allt að 460.000 tonna ársfram- leiðslu. Í leyfinu eru sett takmörk fyrir útblæstri mengandi loftteg- unda frá stækkuðu álveri og fyrir brennisteinstvíoxíð er miðað við að útblástur verði ekki meiri en 15 kíló á hvert framleitt tonn af áli. Miðað við núverandi framleiðslu má út- blásturinn vera 21 kíló á hvert tonn en hann er öllu minni, eða 14 kíló (miðað við upplýsingar frá 2005). Þór Tómasson, efnaverkfræðing- ur hjá Umhverfisstofnun, sagði í gær að ef Alcan myndi sækja um starfsleyfi þar sem miðað yrði við 7–8 kílóa hámarksútblástur brenni- steinstvíoxíðs á hvert framleitt tonn af áli myndi væntanlega taka um þrjá mánuði að gefa út nýtt starfs- leyfi. Morgunblaðið/Ómar Blástur Starfshópur Hafnarfjarðar og Alcan ákvað að stefna að minni útblæstri brennisteinstvíoxíðs en í því felst ekki formleg skuldbinding. Markmið, ekki skuldbinding Stefnt að minni útblæstri brennisteins- tvíoxíðs á hvert tonn í stærra álveri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.