Morgunblaðið - 19.03.2007, Page 24
24 MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
GAGNRÝNI Víkverja á útvarps-
stöðina X-ið 977 fannst mér afar und-
arleg og ekki eingöngu einkenndist
hún af fáfræði um efni stöðvarinnar
heldur beinlínis íhaldssemi. Víkverji
hóf skrif sín á því að X-ið titlaði sig
sem stöðina þar sem
rokkið byrjaði. Hann
heldur því fram að
þannig hafi það verið, í
byrjun hafi hún spilað
rokk en nú spili hún ör-
sjaldan rokkaðra efni
en Muse eða The Kill-
ers. Núna megi því
kalla stöðina: X-ið, þar
sem rokkið endaði.
Þessi röksemda-
færsla er með öllu
óskiljanleg þar sem X-
ið hefur alltaf haldið
sig við samtíma rokk-
tónlist, allt frá hveit-
brauðsdögum stöðv-
arinnar til dagsins í
dag. Fyrir rúmlega
áratug síðan var stöðin
jafnvel enn minni
rokkstöð en hún er í
dag, spilaði á þeim
tíma rapp á borð við
Wu-Tang Clan og
ýmsa danstónlist-
arlistamenn. Alltaf
hefur það þó haldist í
hendur að stöðin hefur spilað sam-
tímatónlist, það sem er vinsælast
hverju sinni en í bland við eldri slag-
ara. Ég ætla mér ekki að fara í ein-
hvers konar upptalningarkeppni við
Víkverja um hversu mikið af mildum
rokksveitum X-ið spilar og hversu
mikið af hörðum rokksveitum stöðin
spilar. Hins vegar má benda á þá
augljósu staðreynd að Deftones, To-
ol, Mastadon og fleiri harðar rokk-
hljómsveitir fá spilun oft á hverjum
klukkutíma á stöðinni.
En þá komum við að öðru; hvernig
á að skilgreina rokk og einmitt hart
rokk? Persónulega finnst mér að fáar
hljómsveitir rokka eins harkalega og
The Cramps en þeir sem hlusta á til
dæmis thrash-metal frá 9. áratugn-
um geta varla verið sammála því. Og
eiga stjórnendur X-ins að taka lög í
spilun eingöngu út frá þeirri stað-
reynd að um hart rokk sé að ræða?
Sú er sannarlega ekki raunin en í
staðinn er reynt að koma til móts við
óskir hlustenda, farið
eftir ríkjandi straumum
og lög tekin til spilunar
sem þykja líkleg til af-
reka.
Hér á árum áður voru
vinsælustu hljómsveit-
irnar til dæmis Guns’n
Roses, Iron Maiden og
Slayer en þetta er ekki
veruleikinn í dag, þó
þessar sveitir eigi að
sjálfsögðu risa aðdá-
endahóp. Sveitirnar
hafa lítið gefið út síð-
ustu ár öfugt við Muse,
The Killers, Modest
Mouse, Wolfmother,
Franz Ferdinand, Incu-
bus og fleiri sem eru
jafnframt með vinsæl-
ustu hljómsveitunum á
X-inu. Ef einhver ætlar
hins vegar að halda því
fram að þessar hljóm-
sveitir rokki ekki þá
þarf viðkomandi aðeins
að auka við sinn tónlist-
arlega orðaforða.
X-ið hefur frá byrjun spilað rokk-
tónlist að staðaldri, gerir enn í dag og
mun halda áfram að gera. Ef Víkverji
vill hins vegar hafa áhrif á það sem
spilað er á stöðinni má benda honum
á rokkakademíu X-ins þar sem hver
sem er getur sagt sitt álitt á efni
stöðvarinnar og haft þannig áhrif.
Víkverji og aðrir, skráið ykur endi-
lega á x977.is, það verður hlustað á
ykkur.
Rokkið lifir á X-inu
Steinþór Helgi Arnsteinsson
svarar Víkverja sem gagnrýndi
X-ið 977 í skrifum sínum sl.
þriðjudag.
Steinþór Helgi
Arnsteinsson
» X-ið hefurfrá byrjun
spilað rokk-
tónlist að stað-
aldri, gerir enn í
dag og mun
halda áfram að
gera.
Höfundur er starfsmaður útvarps-
stöðvarinnar X-ins 977.
MIÐSVÆÐI og væntanlegur mið-
bær Álftaness hefur verið mikið í um-
ræðunni undanfarin ár, enda eru
skipulagsmál ávallt viðkvæm og
hjartfólgin íbúum hvers
bæjarfélags, sér-
staklega þar sem um
mótun á framtíð-
arásýnd bæjarfélagsins
er að ræða. Í skipulags-
málum ráða oft miklar
tilfinningar og sitt sýn-
ist hverjum, enda erfitt
að gera öllum til hæfis.
Þetta sannaðist þeg-
ar fulltrúar Á-lista fór
um Álftanesið og söfn-
uðu undirskriftum gegn
núverandi skipulagi
miðsvæðisins. Stór orð
voru notuð við söfnun á
undirskriftum, upphrópanir eins og
„miðbæjarmúrinn“, „massíf háhýsa-
byggð“, „raðir 3 hæða fjölbýlishúsa“
og „skipulagsslys“. Allt fullyrðingar
sem ætlaðar voru til að blekkja
íbúana, sem því miður tókst. Íbúarnir
áttu að fá lítinn, lágreistan, vistvænan
miðbæ, sveit í borg, græn svæði og
síðast en ekki síst áttu íbúar að fá að
kjósa um ásýnd miðsvæðisins, alla-
vega samkvæmt því sem núverandi
bæjarstjóri skrifaði í blað Álftanes-
hreyfingarinnar í kosningabarátt-
unni.
En hver er staðan í dag? Föstudag-
inn 9. mars sl. voru kynntar nið-
urstöður úr arkitektasamkeppni um
miðsvæði Álftaness. Það má margt
gott segja um verðlaunatillöguna, en
það sem vekur athygli þegar hún er
skoðuð er hversu keimlík hún er nú-
verandi skipulagi, sem mótmælt var
sem harðast með undirskriftalistum.
Á svæðinu er gert ráð fyrir 1–3 hæða
byggð með 230 íbúðum ásamt þjón-
ustumiðstöð, verslun, skrifstofum,
ráðhúsi, safnaðarheimili og menning-
arhúsi. Aðalgatan er með 3 hæða hús-
um, eins og á núgildandi skipulagi, en
einnig er gert ráð fyrir 3 hæða húsum
við Norðurnesveginn, sem sagt fleiri
3 hæða hús en áætlað
var. En það hefur ald-
eilis orðið vinkilbeygja
hjá núverandi bæj-
arstjóra, því í viðtali í
Morgunblaðinu 11.
mars sl. talar hann um
lágreista 1–3 hæða
byggð, sveit í borg og
grænan miðbæ. Samt er
hér verið að tala um
hærri byggð en þá sem
mótmælt var. Það er
ótrúlegt að fylgjast með
hvernig það sem áður
var svart er nú orðið
hvítt, eða eigum við að
segja vinstri grænt.
Sú upphrópun sem mest var notuð í
aðdraganda kosninga var „íbúa-
lýðræði“. Öllum stórum málum átti að
vísa til íbúanna, þeir áttu að fá að
segja sína skoðun, kjósa um mikilvæg
mál eins og miðsvæðisskipulagið. En
það var þá, nú er allt annað, 5 manna
dómnefnd er búin að velja tillögu sem
íbúarnir eiga að sætta sig við. Fjölgun
íbúa var nokkuð sem Á-listinn ætlaði
að berjast gegn, en samkvæmt ný-
legri íbúaspá er gert ráð fyrir enn
meiri fjölgun og hraðari uppbyggingu
en fulltrúar Sjálfstæðisfélagsins
höfðu nokkurn tímann gert sér í hug-
arlund.
Það ætti nú öllum að vera ljóst að
einungis var um innantóm kosninga-
loforð að ræða síðastliðið vor hjá Á-
listanum. Þeim til hróss má þó segja
að þau voru góð í að skapa það mold-
viðri sem var hér og ná fram tilgangi
sínum, en jafnframt má segja að það
sé ótrúleg skammsýni sem einkenndi
þá ákvörðun. Enda gera þau sér ef-
laust grein fyrir því að íbúar hljóti að
átta sig á því hvernig í pottinn er búið,
enda liggur núverandi meirihluta
mikið á að klára öll þau mál sem þeir
vilja fá í gegn meðan þeir eru við völd.
Síðastliðið haust lá mikið á að gera
skuldbindandi samninga við hina
ýmsu aðila um uppbyggingu á mið-
svæðinu, en þegar þeir samningar eru
skoðaðir þá kemur í ljós að búið er að
gefa loforð um ca 37.500 íbúðafer-
metra, en á skipulagstillögunni sem
kynnt var núna er einungis gert ráð
fyrir 27.700 íbúðafermetrum, þar er
skekkja upp á 35%. Þannig að til að
standa við samningana sem gerðir
hafa verið, þarf að bæta við allt að
10.000 íbúðafermetrum, eða sem
svarar til 10 fjölbýlishúsa eins og eru í
Birkiholti.
En hvað segja þeir íbúar sem mót-
mæltu skipulaginu á sínum tíma? Eru
þeir sáttir við að fá allt annað en þeim
var lofað? Eru íbúar sáttir við þær
auknu álögur sem Á-listinn hefur lagt
á þá?
Ég vil hvetja íbúa til að fylgjast vel
með málefnum bæjarins og kynna sér
niðurstöður arkitektasamkeppninnar.
Tillagan hefur marga góða kosti, enda
eins og áður sagði, töluvert lík núver-
andi skipulagi að miðsvæði Álftaness.
Miðsvæði Álftaness – Hvað nú?
Sigríður Rósa Magnúsdóttir
skrifar um skipulag miðbæjar
á Álftanesi
»En hvað segja þeiríbúar sem mótmæltu
skipulaginu á sínum
tíma? Eru þeir sáttir við
að fá allt annað en þeim
var lofað?
Sigríður Rósa
Magnúsdóttir
Höfundur er bæjarfulltrúi
Sjálfstæðisfélags Álftaness.
HVAÐ sem fólki finnst að
öðru leyti um það upphlaup sem
varð í síðustu viku um meint
auðlindaákvæði í stjórn-
arskrána, gengur alveg fram af
mér að lesa það slúður sem
birtist á forsíðu Morgunblaðsins
á laugardaginn um svokallaðan
„einleik Össurar Skarphéð-
inssonar með fölskum hljómi“,
þar sem talað er um barba-
brellu hans og svik við svilkonu
sína Ingibjörgu Sólrúnu.
Hvað gengur Morgunblaðinu
og Agnesi Bragadóttur til að
birta slíkt slúður á sjálfri for-
síðunni? Sannleikurinn er sá að
ég ber virðingu bæði fyrir
blaðinu og Agnesi og tel þeim
ekki sæmandi að bera svona
málflutning á borð fyrir les-
endur sína.
Ég hef verið í þingmannahópi
Samfylkingarinnar síðustu vik-
urnar og fylgst vel með at-
burðarásinni innan og utan
þingflokksins. Það er rangt að
flokkurinn eða Össur hafi ekki
haft áhuga á ákvæði inn í
stjórnarskrá lýðveldisins um
sameign þjóðarinnar. Öðru nær.
Það er líka rangt að Össur hafi
verið með einleik. Það er rangt
að hann hafi farið á bak við for-
manninn. Það er allt rangt og
ósatt í þessu slúðri Morg-
unblaðsins.
Það eru kosningar í vændum
og margt ósæmilegt sagt í hita
leiksins til að koma höggi á
andstæðingana. En eigum við
ekki að lyfta okkur upp úr
svona lágkúru? Það er fyrir
neðan virðingu Morgunblaðsins
og Agnesar Bragadóttur að
leggjast í skítkast af þessu tagi.
Ellert B. Schram
Slúður í Mogga
Höfundur er varaþingmaður.
VIÐ getum stofnað endalaust
nefndir, hef ég á tilfinningunni, til
að finna út af hverju matur er
svona dýr á Íslandi og alltaf kom-
ist að sömu nið-
urstöðu og hún er
„ráðumst á bændur
og gerum frjálsan
innflutning á land-
búnaðarafurðum til
landsins“. Einhæfnin
og hugmyndaleysið í
umræðunni um þetta
mál er hreint með
ólíkindum.
Gott og vel, þróun-
in hjá bændum á okk-
ar landi er und-
anfarin ár á þá leið,
að búum fækkar og
þau stækka sem hlýt-
ur með tímanum að leiða til lækk-
andi verðs vegna aukinnar hag-
kvæmni í þessum stærri
rekstrareiningum. Svo dreifa fóð-
urfyrirtækin jafnmiklu fóðri á
færri staði og afurðastöðvarnar
safna mjólkinni, kjötinu og öðrum
afurðum í jafnmiklu magni á færri
stöðum.
En hefur engum fréttamann-
inum dottið í hug að bera saman
verð á fóðurbæti til bænda? Fróð-
legt væri ef sá kostnaðarliður, sem
og túnáburður, en þetta eru ein-
hverjir hæstu útgjaldaliðir búanna,
væri borinn saman við hin Norð-
urlöndin, en ekki bara hlaupin ein
ferðin enn út í búð og inn-
kaupakarfan fyllt.
Samhengi er milli vaxta, verð-
bóta og matvælaverðsins og meira
en samhengi. Tökum dæmi:
Kúabú, svínabú, kjúklingabú eða
fjárbú sem fylgja áðurnefndri þró-
un sem felst í stækkun og fækkun
búa.
1. Búið skuldar 100 milljónir eft-
ir dýra uppbyggingu húsa og
kvótakaup og bankinn tekur 15%
vexti á ári, það eru 15 milljónir á
ári bara í vexti sem fara að sjálf-
sögðu beint út í matvælaverðið.
2. Sláturhúsið skuld-
ar líka 100 milljónir
vegna þess að síaukn-
ar kröfur eru gerðar
til hreinlætis og vand-
aðrar meðhöndlunar
matvæla, allt verður
að fylgja nýjustu Evr-
ópustöðlum og öðrum
álíka tískustraumum
þótt bragðið sé nú
svipað og áður en það
hét villilamb. Slát-
urhúsið borgar líka 15
milljónir í vexti og
verðbætur. Og þar er
verið að meðhöndla
sama kjötbitann og á búinu í lið 1.
3. Við skulum fylgja þessum
sama kjötbita úr sláturhúsinu í
kjötvinnsluna þar sem hann er
„hanteraður“ í alls kyns krásir og
álegg og allt hvað heitið hefur. En
kjötvinnslan skuldar líka 100 millj-
ónir og borgar þar af leiðandi 15
milljónir í vexti á ári.
4. Svo skulum við fara á þann
stað sem við þekkjum hvað best af
þessari upptalningu. Við skulum
fara út í búð, en þessi verslun
berst í bökkum eftir verðstríðið
sem geisaði hér á síðasta ári,
skuldar 100 milljónir og verður að
borga 15% í vexti á ársgrundvelli.
Kaupmaðurinn hefur enga vasa til
að sækja þetta fé í nema hjá sauð-
heimskum almúganum sem hann
kallar í daglegu tali væntanlega
viðskiptavini.
Hvað skyldi þetta kosta okkur
þegar upp er staðið? Er það ekki
þarna sem hundurinn liggur graf-
inn? En af hverju erum við svona
hrædd við að tala um þetta? Eða
hefur bara engum dottið þetta í
hug?
Þarna spilar verðtryggingin
stórt hlutverk. En hvenær er rétti
tíminn til að leggja niður verð-
trygginguna? Kannski þegar verð-
bólgan lækkar eins og gerðist
vegna þjóðarátaks á vormánuðum
2006. Er þá rétti tíminn? Af
hverju?
Lánið sem ég tók í október 2004
hefur hlaðið á sig 2,4 milljónum í
formi verðbóta. Og þá er ég bara
að tala um hækkun á höf-
uðstólnum, ótaldar eru verðbætur
vegna vaxta, verðbótaþáttur og
hvað þetta heitir nú allt saman. Er
verið að nýta tímann svo að höf-
uðstóll lánanna verði sem hæstur
þegar verðtryggingin er tekin af
eða er bara verið að eyða um-
ræðunni eina ferðina enn?
Tökum eitt dæmi. Hvaða rétt-
læti er í því að ef olíuverðs-
samráðsríkin minnka framleiðslu
til að hækka verð, þá hækkar vísi-
talan á Íslandi og afborgunin á
húsunum okkar sem og höfuðstóll-
inn hækkar? Fyrirgefið mér en ég
sé ekki og skil ekki samhengið. En
bíddu við, hver fær krónurnar sem
ég borga í viðbót í formi hærri
verðtryggingar? Bankarnir. En
hvar komu þeir inn í þessa mynd?
Hvers vegna? Hvað kemur bönk-
unum þetta við? Ekki er þetta til
að hjálpa mér að skilja þessa ótrú-
legu samhengisleysu.
Einsýnt er að allt fjármálakerfið
á Íslandi er uppbyggt á þann veg
að hagur þess er há verðbólga.
Verðbætur eru ekkert annað en
vextir, ekkert annað. Bankarnir
borga aðeins brot af verðbótunum
aftur til baka til sinna við-
skiptavina. Hvernig væri hagkerfið
á Íslandi í dag ef það væri hagur
þess að hér væri engin verðbólga?
Mundu þá ekki allir bankar, allar
lánastofnanir svo og ríkisstjórnin
vinna að því markmiði? Af hverju
er þá ekki vísitalan lögð niður
núna svo við getum nýtt þessi öfl,
sem eru svo vel stæð, í hagkerfinu
með í þetta verkefni. Ég get ekki
vorkennt bönkunum þótt þeir töp-
uðu nokkur hundruð milljónum á
þessu, ég hef á tilfinningunni að
við eigum það inni hjá þeim og vel
það.
Getur verið að samhengi sé á
milli sölu bankanna, hárra vaxta
og lokaðs bókhalds stjórn-
málaflokkanna?
Ég setti mér áramótaheit. Ég
ætla að stofna landssamtök vaxta-
greiðenda. Það verður ekkert fé-
lagsgjald. Takmark samtakanna
númer eitt verður að knýja bank-
ana til að leggja niður upp-
greiðslugjöld svo einhver sam-
keppni verði til í þessum geira, svo
förum við að tala um vexti og
verðbætur. Þetta er ekki hótun,
þetta er loforð.
Matvælaverð, vextir
og verðbætur
Magnús Vignir Árnason
fjallar um matarverð, vexti
og verðbætur »Hvernig væri hag-kerfið á Íslandi í dag
ef það væri hagur þess
að hér væri engin verð-
bólga?
Magnús Vignir
Árnason
Höfundur er aðstoðarrekstrarstjóri.