Morgunblaðið - 19.03.2007, Page 25

Morgunblaðið - 19.03.2007, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 25 TILKOMA evrunnar var fyrst og fremst hugsuð sem stórt samruna- skref innan Evrópusambandsins. Tilgangurinn var öðru fremur póli- tískur en ekki efnahagslegur, þ.e. að knýja enn frekar á um pólitískan sam- runa innan Evrópu- sambandsins. Fyrir vikið kemur sennilega fáum á óvart að fjöldi virtra hagfræðinga og fjármálastofnana hafi á undanförnum árum í vaxandi mæli lýst miklum efasemdum um að evrusvæðið eigi framtíð fyrir sér. Svæði sem sam- anstendur af hag- kerfum sem eru mörg hver afar ólík í grund- vallaratriðum og í raun vandséð að eigi samleið sem eitt myntsvæði út frá hagfræðilegum sjónarmiðum. Í apríl á síðasta ári (2006) lýsti Paul de Grauwe, hagfræðiprófessor við Kaþólska háskólann í Leuven í Belgíu, þeirri skoðun sinni í samtali við AP-fréttastofuna að evrusvæðið mundi líða undir lok innan 10 til 20 ára ef ekki kæmi til aukinn sam- runi innan Evrópusambandsins. Þetta mat byggir hann á ítarlegri rannsókn sinni. De Grauwe, sem er einn af hugmyndafræðingum evru- svæðisins, benti á að ekkert mynt- bandalag í sögunni hefur lifað af án pólitísks samruna, þ.e. eins ríkis. (Eubusiness.com 22/04/06.) Í grein í franska dagblaðinu Les Echos í marz sama ár varaði Brad- ford Delong, prófessor í hagfræði við Berkeley-háskóla í Kaliforníu, við því að evran væri sífellt að stuðla að meiri vandamálum í efna- hagslífi evruríkjanna og ef ekki kæmi til nauðsynlegra umbóta gæti evrusvæðið hreinlega hrunið. (Les Echos 07/03/06.) Þann 26. janúar 2006 lýsti Frits Bolkestein, fyrrverandi yfirmaður innri markaðsmála í fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins, efasemdum sínum um að evran ætti framtíð fyrir sér til lengri tíma lit- ið. Þetta kom fram í ræðu sem hann hélt á fundi í London með hollenzkum fyrirtækjastjórnendum. Sagðist hann telja að evran myndi einkum standa frammi fyrir mikilli prófraun eftir um ára- tug þegar líklegt væri að ýmis aðildarríki Evrópusambandsins þyrftu að standa undir langtum meiri lífeyr- isskuldbindingum en til þessa vegna hækk- andi meðalaldurs íbúa þeirra. (Euobser- ver.com 26/01/06.) Alþjóðlega fjárfest- ingafyrirtækið JP Morgans komst að þeirri niðurstöðu haustið 2005 að evru- svæðið kynni að heyra sögunni til innan áratugar. Fyr- irtækið sagði líklegt að einhver evruríkjanna kynnu að segja skilið við evrusvæðið og að ætlaðir kostir þess að taka upp evruna hefðu eng- an veginn skilað sér eins og lofað var. (Jyllands-Posten 20/09/05) HSBC bankinn í London, sá ann- ar stærsti í heiminum, gaf út ít- arlega skýrslu í júlí sama ár þar sem kemur fram að reynslan af evrusvæðinu sé svo slæm að það geti verið sumum af aðildarríkjum þess í hag að yfirgefa það og taka upp sína fyrri sjálfstæðu gjaldmiðla á ný. Það sem einkum veldur þessu að mati bankans er miðstýring Seðlabanka Evrópusambandsins á stýrivöxtum innan evrusvæðisins sem henti engan veginn öllum að- ildarríkjum þess. Þetta hafi leitt af sér ýmsar neikvæðar afleiðingar fyrir ríkin og gert þeim erfitt fyrir að hafa eðlilega stjórn á hagkerfum sínum. (The Daily Telegraph 12/07/ 05) Í apríl 2005 kom út skýrsla frá bandaríska fjárfestingabankanum Morgan Stanley þar sem sagði m.a. að evran stæði frammi fyrir „ban- vænni“ þróun sem gæti haft í för með sér endalok evrusvæðisins. Fjármálamarkaðir væru í auknum mæli farnir að hafa áhyggjur af t.a.m. vaxandi verndarhyggju í Þýzkalandi, brestum í fjár- málastjórn Evrópusambandsins (þá einkum vegna þess hve erfiðlega hefur gengið að fá Frakka og Þjóð- verja til að standa við stöð- ugleikasáttmála evrusvæðisins) og áhrifa stækkunar evrusvæðisins til austurs sem þýði að enn ólíkari hagkerfi muni verða þar innan- borðs. (The Daily Telegraph 20/04/ 05.) Að síðustu mætti nefna að í við- tali við fréttavefinn Euobserver í maí 2004 lýsti bandaríski hagfræð- ingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Milton heitinn Friedman þeirri skoðun sinni að sterkar líkur væru á því að evrusvæðið kynni að hrynja innan fárra ára. Sagðist hann fyrst og fremst hafa áhyggjur af þeim erfiðleikum sem það hefði í för með sér að viðhalda mynt- bandalagi á milli ríkja með jafn ólík efnahagskerfi, menningu og tungu- mál. Sagðist hann ennfremur telja að vandamál af þessum toga mundi aukast við það að ný aðildarríki Evrópusambandsins tækju upp evr- una. Lagði Friedman til að fyrri gjaldmiðlar evruríkjanna yrðu teknir upp aftur. (Euobserver.com 17/05/04.) Það er því kannski ekki að furða að margir hafi efasemdir um evr- una. Fyrir utan allt annað er ein- kennilegt í ljósi slíkra framtíð- arspáa að sumir skuli leggja það til að tekin verði upp evra hér á landi í stað íslenzku krónunnar. Ekki sízt í ljósi þeirrar staðreyndar að ef Ís- land gengur í Evrópusambandið og tekur upp evruna verður ekki aftur snúið. Eins og staðan er í dag er einfaldlega ekki gert ráð fyrir því að ríki segi skilið við sambandið. Þvert á móti er gert ráð fyrir því að þau ríki, sem einu sinni gangi í Evrópusambandið, verði þar um aldur og ævi. Mun evrusvæðið liðast í sundur? Hjörtur J. Guðmundsson fjallar um evru og Evrópumál » Það er því kannskiekki að furða að margir hafi efasemdir um evruna. Hjörtur J. Guðmundsson Höfundur er stjórnarmaður í Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ALLT síðan að ég greindist með sjúkdóm minn, hef ég velt fyrir mér aðstæðum okkar öryrkja innan þjóðfélagsins. Ég hef einnig reynt að kynna mér að- stæður fólks og hversu duglegt það er að sækja um sín réttindi til Trygg- ingastofnunar, lífeyrissjóða og svo framvegis. Ég nefnilega tók eftir því þeg- ar ég varð að hætta störfum og þurfti að sækja um hjá TR, um öll mín réttindi, að til að geta það markvisst varð ég að lesa mér til í fjölda reglugerða og laga sem mis- vitrir þingmenn þessarar þjóðar höfðu sett. Það tók mig þrjár vikur að fara í gegnum ferlið haustið 2005 og þar sem ég tók þetta eins og hverja aðra vinnu las ég frá morgni til kvölds, allt farganið. Á umsóknareyðublöðum TR kemur fram vísan til laga eða reglugerða sem vitna um hvort þú eigir rétt til þess sem umsóknareyðublaðið tek- ur til. Það var kannski mín gæfa að hvergi var nokkra hjálp að fá nema að takmörkuðu leyti hjá einstaka félagsráðgjafa. Enga aðstoð t.d. var að fá hjá stuðningsfélögum Krabbameinsfélagsins. Á þessum tíma var ég mjög veikur vegna aukaverkana krabbameinslyfja, átti t.d. mjög erfitt með gang og bara að ferðast yfirleitt. Varð ég að fara á þessum tíma nokkrar ferðir niður á Laugaveg í aðsetur TR með um- sóknir og eins að fá þær umsóknir sem ekki voru á netsíðu þeirra. Það sem ég gerði var að lesa lögin og reglugerðirnar bakvið hverja einustu umsókn um réttindi sem mér hugnaðist að kæmi til greina að ég ætti rétt á að fá. Sótti síðan um og fór með bunkann til TR. Eftir að hafa kynnst krabba- meinsgreindum einstaklingum í gegnum félagsstarf okkar hef ég gert mér enn betur grein fyrir þeim ósköpum að það er upp og of- an hvort fólk sækir um sínar bætur eður ei. Þess vegna fagna ég nú að Framsóknarflokkurinn, einn flokka, setur fram í ályktun um heilbrigð- ismál að stefnt skuli að stofnun Embættis umboðsmanns öryrkja og aldraðra. Stofnun þessa emb- ættis hefur verið mjög í um- ræðunni eftir að formaður FEB í Reykjavík setti þessa hugmynd fram á fundi ekki alls fyrir löngu. Sameiginlegir hagsmunir öryrkja og aldraðra eiga tvímælalaust heima í þessari ályktun þar sem báðir þessir hópar eru misvel í stakk búnir til að ná fram sínum rétti til almannatrygginga. Og það ætti formaður FEB í Reykjavik best að vita, þar sem hún vann áratugum saman í Trygg- ingastofnun ríkisins. HAUKUR ÞORVALDSSON formaður Vonarinnar, hags- munasamtaka krabbameins- greindra Ályktun Framsóknar um embætti umboðsmanns öryrkja og aldraðra Frá Hauki Þorvaldssyni: Haukur Þorvaldsson LAUGARDALURINN er ein af útivistarperlum Reykjavíkur. Þrátt fyrir það virðast borgaryfirvöld vilja seilast æ lengra í viðleitni sinni til að eyði- leggja dalinn með mann- virkjum sem rýra hann sem fjölskylduvænan samverustað. Það nýjasta í þeim efnum er fyrirhuguð bygg- ing fjölbýlishúsa í dalnum, neðan við Langholts- skóla, þar sem um 600 börn sækja skóla dag hvern. Samkvæmt deili- skipulagi er þetta svæði skilgreint sem grænt svæði og leiksvæði barna en ekki byggingarlóð. Hér er um að ræða hatramma atlögu að þessari grænu perlu Reykjavíkur, íbúum borgarinnar, og ekki síst gagnvart börnunum í Langholtsskóla. Umræddar fram- kvæmdir munu hafa í för með sér aukna umferð í þröngri götu við fjölmennan skóla og draga veru- lega úr öryggi barnanna okkar. Umferð við Holtaveg er nú þegar meiri en viðunandi er. Sömuleiðis er með þessari aðgerð stuðlað að rýrari lífsgæðum allra íbúa Reykjavíkur, og raunar lands- manna allra, sem nýta Laugardal- inn mikið árið um kring til útivist- ar og heilsubótar. Nú á tímum vaxandi áhuga á umhverfismálum og virðingar fyrir náttúrunni verð- ur að segja að þessi fyrirætlan sé með öllu óskiljanleg. Það væri athyglisvert að heyra hvernig lýðræðislega kjörnir fulltrúar okkar skilgreina mik- ilvægi samráðs við borgarbúa í tengslum við mannvirkjagerð í borginni. Eftir því sem mér skilst hefur forsvarsmönnum Íbúa- samtaka Laugardals gengið illa að ná athygli borgarfulltrúa í sam- bandi við þróun og skipulag Laug- ardalsins. Það var athyglisvert að á útifundi Íbúasamtaka Laug- ardals á dögunum, þar sem fyr- irhuguðum framkvæmdum var mótmælt, og fjölmörgum fulltrúum borgaryfirvalda var boðið á, mætti enginn fulltrúi frá borgaryf- irvöldum, hvorki borgarfulltrúar né embættismenn. Er þetta það sem við getum kallað samráð í verki? KRISTJÁN GUÐMUNDSSON, félagi í Íbúasamtökum Laugardals. Laugardalurinn Frá Kristjáni Guðmundssyni: Kristján Guðmundsson Í SKÝRSLU loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna er eitt atriði sem ég tel athugavert. Það er áætl- unin um hækkun sjávarmáls á 21. öld, 30–40 sentímetrar, eða 3–4 millímetrar á ári. Þetta er lítið meiri hækkun en varð á árunum 1993–2003, 3,1 millímetri á ári, samkvæmt tiltölulega nákvæmum mælingum frá gervitunglum. Ég hygg að þessi hækkun sé vanmetin í spánni. Hækkun sjávarmáls á sér einkum tvær ástæður: hlýnun frá andrúmsloftinu veldur útþenslu sjávarins en einnig aukinni bráðn- un jökla. Því má búast við góðu samhengi milli lofthita og sjávarborðs ef beitt er viðeigandi reikningsaðferðum. Þetta samhengi má meta eftir þeirri reynslu sem fengist hefur af mælingum sjávarborðs og lofthita jarðar. Setjum svo að fullt jafnvægi hafi verið milli lofthita og meðalhita sjávarins frá yfirborði og niður að hafsbotni sem er í 3.800 metra dýpi að meðaltali. Þá stendur sjávarmál í stað. Síðan fer lofthiti jarðar að hækka jafnt og þétt, segjum 0,3 gráður á áratug eins og spáð er að jafnaði á 21. öld. Fyrst í stað hlýnar sjórinn þá afar hægt því að efn- ismagn hans er svo sem 270 sinnum meira en efnismagn gufuhvolfsins. Auk þess þarf kringum 5.000 sinn- um meiri varma til að hita eitt kíló af sjó en eitt kíló af lofti um hverja gráðu. Þetta er ótta- lega seinlegt verkefni fyrir gufuhvolfið. Þess vegna hlýtur hitamun- ur hafdjúpanna og loftsins að aukast með tímanum. Samkvæmt kólnunarlögmáli New- tons hlýtur þá varma- streymið frá lofti til sjávar að aukast og aukast, og reyndar líka varmastreymi til jöklanna. Þar með er hætt við að hækki í sjónum með sívaxandi hraða eftir því sem líður á öldina, þó að loftið hlýni með jöfnum hraða. Til að líkja eftir þessari seinkuðu hækkun sjávarborðsins sýnist mér nærri lagi að reikna eins konar út- jafnaðan og seinkaðan lofthita jarð- arinnar (með svonefndri exponenti- al útjöfnun, veldisjöfnun). Sá útjafnaði hiti er á hverjum tíma vegið meðaltal af lofthita liðinna ára, þannig að hiti síðasta árs vegur mest, en svo minnkar vægið með hverju ári á undan samkvæmt ákveðinni dempun. Þá dempun má velja þannig að þessi útjafnaði hiti nái að fylgja sem allra best mældri hæð sjávarmáls hingað til, en eftir því má svo framreikna dæmið til 21. aldar. Þessa tegund af útjöfnun geta þeir kynnt sér sem eiga for- ritið Excel í tölvunni sinni. Það sýn- ir sig að þessi útjafnaði og seinkaði lofthiti og hækkun sjávarmáls hafa fylgnina 0,98–0,99 frá upphafi mæl- inga, ef notaður er meðalhiti ára- tuga. Öllu meiri nákvæmni og væn- legri aðferð til að spá um sjávarmál er varla hægt að heimta. Í sem skemmstu máli fæ ég þá útkomu eftir þessu að á 21. öldinni hækki sjávarmál um 90–100 sentí- metra, nærri þrefalt meira en lofts- lagsnefndin áætlar. Ef þetta reynist rétt eru væntanlegar loftslags- breytingar miklu alvarlegra mál en ella, fyrir þjóðir sem búa á láglendi. Ekki síst gætir þess þar sem land- sig bætist við áhrif hlýnunarinnar, eins og víða er raunin hér á landi, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. Vanmat í spá um hækkun sjávarborðs Páll Bergþórsson skrifar um hækkun sjávarmáls » Í sem skemmstumáli fæ ég þá út- komu að á 21. öldinni ætti sjávarborð að hækka um 90–100 sentí- metra, nærri þrefalt meira en loftslags- nefndin áætlar. Páll Bergþórsson Höfundur er veðurfræðingur og rithöfundur. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.