Morgunblaðið - 19.03.2007, Page 26

Morgunblaðið - 19.03.2007, Page 26
26 MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Haraldur Sig-urðsson fæddist 14. apríl 1930 á Hjalla í Ölfusi. Hann lést hinn 11. þ.m. á hjartadeild Landspítalans. For- eldrar hans voru Sigurður Stein- dórsson, bóndi á Hjalla og formaður í Þorlákshöfn, f. 5. febr. 1888 á Egils- stöðum í Ölfusi, d. 16. júlí 1973 í Rvík, og k.h. Arndís Jóns- dóttir, f. 15. febr. 1894 á Hlíð- arenda í Ölfusi, d. 25. febr. 1990 í Rvík. Alsystkini Haraldar voru Þórunn, f. 26. 5. 1915, Jón, f. 22. 9. 1916, d. 17. 10. 1979, Sigurlaug, f. 31. 12. 1919, d. 10. 11. 1991, Ása, f. 30. 3. 1921, og Magnús, f. 19. 2. 1925. – Haraldur ólst upp á Hjalla, varð gagnfræðingur frá Laugarvatni og útskrifaðist með verslunarréttindi frá Samvinnu- skólanum á Bifröst 1950. Hann syni, f. 1. júlí 1957. Dætur þeirra: Sigríður, f. 5. ágúst 1977, rekstr- arfræðingur, í sambúð með Ólafi Arnari Friðbjörnssyni, f. 31. júlí 1977 (dætur þeirra: Arndís Birta, f. 18. júní 2001, og Freyja, f. 18. maí 2004); Rut, f. 10. sept. 1979, nemi í HÍ, í sambúð með Kristni Lárussyni, f. 30. nóv. 1977 (sonur þeirra er Vilhjálmur Helgi, f. 29 maí 2001). Dagrún átti fyrir dótt- urina Steinunni Kjartansdóttur, f. 9. jan. 1950; sambýlismaður henn- ar er Friðrik Friðriksson (dóttir þeirra: Helena Margrét Friðriks- dóttir), en eldri dóttir Steinunnar er Anna María Guðmundsdóttir (börn hennar: Arndís María Karls- dóttir og Guðmundur Kristinn Magnússon). – Seinni kona Har- aldar: Guðrún Guðný Guðlaugs- dóttir, f. 16. ág. 1932 í Rvík. Þau áttu ekki börn saman og skildu 2003, en fjögur börn átti hún úr fyrra hjónabandi, og hið yngsta þeirra Valrún Valgeirsdóttir, f. 9. sept. 1966, var uppeldisdóttir Haraldar, hún er gift Arnari Frey Ingimundarsyni, f. 22. sept. 1966. Börn þeirra: Ingibjörg Eva, f. 1993, Marianna Elín, f. 1996, og Sigurborg Ásdís, f. 2001. var ungur sjómaður í Reykjavík, síðar byggingaverkamað- ur í Breiðholti, en borstjóri hjá Orku- stofnun frá 1974. Hann var tvíkvænt- ur. Fyrri k.h. (26. des. 1954): Dagrún Erla Ólafsdóttir, f. 6. nóv. 1929 á Ísafirði. Þau skildu, en áttu þrjú börn: 1) Ólafur, f. 15. mars 1955, matreiðslumeistari, var í sambúð með Guðrúnu L. Kristmundsdóttur leikskólakennara, f. 23. maí 1953. Börn þeirra: Kristmundur Þór, f. 15. febr. 1981, nemi í HÍ, og Dag- rún Ása, f. 13. júlí 1988, nemi í MS. 2) Þórarinn, f. 23. mars 1957, til heimilis í Rvík, var kvæntur Ragnhildi Rögnvaldsdóttur, f. 16. ág. 1962. Sonur þeirra: Rögnvald- ur Gauti, f. 4. maí 1982. 3) Arndís, f. 6. des. 1959, d. 11. apríl 1993, var gift Vilhjálmi Sigurði Péturs- Við fjölskyldan kveðjum nú stjúp- föður, tengdaföður og afa. Halli og móðir mín, Guðrún, tóku saman þegar ég var rétt 14 ára og við Halli tengdumst sterkum böndum í gegnum árin. Margar voru sögurnar sagðar úr æskusveit Halla en hann var frá Hjalla í Ölfusi og afskaplega stoltur af heimaslóðum sínum, enda ekki langt liðið á samband þeirra þegar farið var í fyrsta bíltúrinn austur fyrir fjall til að sýna mér heimaslóðirnar. Mamma var kunnug þar, enda hafði hún verið vinnukona á næsta bæ og þau Halli kynnst fyrst þá, ung og frísk á sveita- böllum að hossast um á gömlum jepp- um og mér fannst það sætt að þau skyldu verða saman aftur seinna á lífsleiðinni. Þrátt fyrir að leiðir hans og móður minnar lægju ekki lengur saman í hjónabandi síðustu 3 árin áttu þau vináttu hvort annars fram til hins síðasta. Þegar ég svo kom heim með kær- astann sem seinna varð eiginmaður minn tók hann honum afskaplega vel og þeir tveir urðu mestu mátar. Ófáar stundirnar áttum við í Laug- arási, sumarbústaðnum undir Hest- fjalli í Grímsnesi, með þeim Halla og mömmu. Sumarbústaðurinn var líf og yndi Halla, þar gróðursettu hann, móðir mín og Þórarinn sonur hans fjöldann allan af græðlingum, sem nú eru orðnir að stórum og sterklegum trjám af öllum gerðum. Ljósavélin átti hug mannsins míns og voru þeir löngum á vorin úti við skúr, að dytta að henni saman, Halli og Arnar, á meðan við mæðgur grilluðum og gerðum klárt fyrir veisluhöld kvölds- ins. Í sumarbústaðnum voru alltaf veislur og aldrei til sparað í mat og drykk. Seinna komu svo dætur okkar til sögunnar og nutu þær ekki síður verunnar fyrir austan hjá afa og ömmu. Seinna þegar við fluttum svo vest- ur komu þau iðulega á sumrin til okk- ar og þá var nú margt brallað. Farið var í ferðir til Grunnavíkur, út í Æð- ey, Hesteyri og Vigur. Sjóstangaveiði var uppáhaldsiðja Halla hér fyrir vestan. Þeir Arnar fóru að morgni með nesti og komu ekki fyrr en undir kvöldmat með slatta af vænum þorskum og einstaka ýsu og þá var tekið til við flökun. Þá fannst Halla gaman að lifa, hann montaði sig af stærstu fiskunum, sem hann sagðist auðvitað hafa veitt alla. Hann hafði þó keppinauta sem voru systursynir mínir sem dvöldu oft hér á sumrin eða komu með ömmu og afa vestur. Jón Pétur átti oft vinning- inn og þá hló Halli afi að ákafanum í honum, þegar strákurinn stóð slorug- ur upp fyrir haus með sigurbros á vör. Þá var ekkert sem breytti því að Halli var tengdafaðir mannsins míns og afi dætra okkar. Við vorum alltaf í góðu sambandi og kom Halli vestur til okkar hjóna síðastliðið sumar og var hjá okkur í nokkra daga. Þrátt fyrir að Parkin- son-sjúkdómurinn væri farinn að herja á hann skellti hann sér út á sjó með Arnari að veiða, að þessu sinni bara á 4 metra gúmmíbát sem við eig- um núna. Halla þótti það gaman, en erfitt, og sagðist heldur vilja fara á trillu, ekki þetta hopp og skopp. Því lofuðum við að redda fyrir næsta sumar og fermingu Ingibjargar Evu nú um næstkomandi hvítasunnuhelgi, þá ætlaði hann að koma vestur. Það sumar kemur ekki hjá Halla. Það er erfitt að horfa á þá sem manni þykir vænt um tapa öllum lífs- gæðum sökum sjúkdóma. Parkinson tók málið frá Halla og Alzheimer hefði fyrir rest tekið annað frá hon- um, sem þótti svo gaman að spjalla og var svo fróður um náttúruna, sögu, báta, skip, pólitík, sem hann hafði nú miklar skoðanir á, fótbolta og Man- chester United, uppáhaldsliðið. Dætur mínar lærðu fljótt að svara þegar spurt var „hvert er besta lið- ið?“ Mansester uniti, sagði Ingibjörg Eva þegar hún var lítil í fanginu á afa sínum, sem þá brosti, hló dátt, klapp- aði saman höndunum og kveikti svo í einum kamma, en það kölluðum við sígaretturnar hans. Það koma svo margar minningar upp í hugann þeg- ar maður sest og rifjar upp liðna tíma, ég gæti t.d. alveg hugsað mér eitt knús núna og að heyra hvíslað í eyrað á mér „elsku stelpan mín“. Síminn hringdi hér í gær, Marí- anna Elín svaraði og fór með símann til pabba síns en Sigurborg vildi vita hver væri að hringja. Maríanna sagði „þetta er afi“. „Hvaða afi?“ spurði Sigurborg sem oft spjallaði við Halla nammiafa í sím- ann, sem svo alltaf átti stóran poka af blandi handa henni þegar þau hittust. Halli nammiafi á ekki eftir að hringja oftar, hún skilur það varla, enda bara nýorðin sex ára, við hin er- um með söknuð í hjarta. Við vottum þeim Óla og Þórarni, sonum Halla, systkinum hans, þeim Ásu, Magnúsi og Þórunni, barna- börnum, móður minni, sem hefur misst kæran vin, og öðrum ættingjum og vinum Halla samúð okkar. Valrún, Arnar, Ingibjörg Eva, Maríanna Elín og Sigurborg Ásdís. Að heilsast og kveðjast, það er lífs- ins saga og kveðjustundunum fjölgar þegar árin færast yfir. Haraldur Sig- urðsson hefur nú kvatt og haldið til framtíðarlandsins, alltof snemma að mati okkar vina hans, þó ljóst væri síðustu vikur hvert stefndi. Kynni okkar Halla eru orðin býsna löng því þau hófust þegar ég var sumarstrák- ur í sveitinni hans, Ölfusinu, fyrir réttum sextíu árum. Ekki grunaði okkur þá að við ættum eftir að starfa hlið við hlið svo áratugum skipti en sú varð þó raunin. Leiðirnar lágu aftur saman tólf árum eftir sveitardvölina er báðir fóru að starfa við jarðboranir á nýjum stórum bor Jarðborana rík- isins, sem þá var nýkominn til lands- ins og átti að afla heits vatns og gufu fyrir landsmenn. 1964 tók Halli sér frí frá borstörfunum og fór til sjós um tíma og síðan í störf hjá byggingar- fyrirtæki sem kranamaður en 1975 kemur hann aftur til starfa hjá Jarð- borunum og varð það síðan hans starf til starfsloka um síðustu aldamót eða í tuttugu og fimm ár. Þessi tuttugu og fimm ár vorum við verkstjórar á jarð- bornum Jötni sem nú var stærsta tæki fyrirtækisins en hann kom til landsins vorið 1975. Starfsstaðir þessa tækis voru helstu háhitasvæði landsins, svo sem Krafla, Svartsengi, Nesjavellir ofl. Starfið var áhættu- samt og krefjandi en heillandi og æv- intýralegt og krafðist aðgæslu, út- sjónarsemi og árvekni sem Halli hafði til að bera í svo ríkum mæli. Halli var ákaflega vel liðinn sem verkstjóri enda fóru honum öll mannaforráð ein- staklega vel úr hendi. Sem aðra menn er starfa við stál og stein dreymdi Halla um mold og gróður og fyrir um tuttugu árum lét hann drauminn ræt- ast. Hann keypti sér land í Grímsnesi og hófst þar handa við ræktun og byggingu sumarhúss. Þarna eignað- ist hann fljótlega fallegt hús sem inn- an fárra ára stóð í friðsælum skóg- arlundi með dýrlegu útsýni yfir Hvítá og Suðurlandsundirlendið. Allt frá því að við hófum störf við jarðboranir var Halli einn besti fjölskylduvinur okkar hjóna, enda oft stutt á milli heimila okkar og heimsóknir tíðar. Sérstaklega var oft gaman að heim- sóknum í sumarbústaðinn, þar var oft glatt á hjalla á góðviðriskvöldum á sumrin. Nú er skarð fyrir skildi sem vandfyllt verður. Með þessum fátæk- legu orðum viljum við kveðja Harald vin okkar og biðjum algóðan Guð að varðveita hann og styrkja ástvini hans alla í sorgum þeirra. Bjargey og Dagbjartur. Haraldur Sigurðsson Minningarkort 588 9390 www.throskahjalp.is Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning ✝ Guðmundur Móe-ses Jónsson fæddist í Hnífsdal 30. júní 1917. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 12. mars sl. Foreldrar hans voru Jón Hálfdánarson, f. 3. okt. 1880, d. 1925 og Jensína Móeses- dóttir, f. 9. mars 1889. d. 24. des. 1963. Systkini Guð- mundar voru Þor- björg, f. 1906, Björg Sigríður, f. 1911 og Garðar, f. 1915. Þau eru öll látin. Guðmundur kvæntist Ragnheiði Guðrún Loftsdóttur 1947. Þau eignuðust fimm börn: 1) Jensína Sigríður, f. 19. febr. 1948, fyrrver- andi maki Björn Hermannsson, þau eiga fjögur börn og níu barna- börn. 2) Ingigerður Anna, f. 13. júlí 1949, maki Sigþór Sigurðsson, þau eiga 3 börn og 8 barnabörn. 3) Rúnar, f. 23. mars 1952, maki El- ísabet Pálmadóttir, þau eiga fjög- ur börn og 8 barnabörn. 4) Katrín, f. 8. júní 1954, maki Hans Isebarn, þau eiga 3 börn og 3 barnabörn. 5) Viktor, f. 9. júlí 1963, maki Mar- grét Óskarsdóttir, þau eiga þrjár dætur. Guðmundur og Ragnheiður slitu samvistir. Guðmundur kvæntist Sigrúnu Stellu Ingv- arsdóttur frá Ísafiði 1984. Hún á fimm börn frá fyrra hjónabandi, þau eru: 1) Herbjörg, maki Henning Skjødt, þau eiga tvö börn. 2) Inga Sigríð- ur, hún á tvö börn. 3) Hrönn, maki Tor- ben Bliesmann, þau eiga tvö börn. 4 ) Ingvar, maki Helga Margrét Backman, þau eiga þrjú börn. 5) Jón Þór, maki Jóhanna Gunn- arsdóttir, hann á tvö börn. Guðmundur var einn af stofn- endum Hraðfrystihússins Norð- urtanga hf. á Ísafirði árið 1942, og starfaði þar alla tíð þar til Norð- urtanginn var seldur árið 1996. Guðmundur og Stella fluttu til Reykjavíkur í byrjun árs 1997, keyptu íbúð í Miðleiti 2 og hafa bú- ið þar síðan. Útför Guðmundar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. mars kl. 13. Elsku afi Mikið voru tilfinningar mínar skrítnar þegar mamma hringdi í mig og lét mig vita að þú hefðir fengið hvíldina. Ég var í senn leið og glöð, glöð var ég því ég vissi að þú þráðir hvíldina. Við vissum að lífið hefði sinn gang og á endanum þyrftum við öll að kveðja en maður er aldrei undirbúinn samt sem áður. Elsku afi minn, ég veit að þér líður vel núna og þakka fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Ég man svo vel eftir því að við hitt- umst á jóladag ár hvert heima hjá þér og Stellu, það var alltaf svo gam- an að hitta alla fjölskylduna sem bjó hér á Ísafirði þá. Það voru ekki allir unglingar svo heppnir að geta hringt í hann afa sinn og beðið um vinnu en það gerði ég og var ég svo glöð að hafa „reddað“ mér vinnu „sjálf“ og var ég að skola fiski- bakka í Norðurtanganum fyrsta vinnusumarið mitt. Miklar breytingar urðu svo þegar þú og Stella fluttuð suður til Reykja- víkur en það var alltaf jafn ljúft að heimsækja ykkur þegar við fórum suður í höfuðborgina. Sigþór og Eva Björg voru alltaf spennt að hitta langafa og Stellu og hefur það gefið þeim góðar minningar sem munu lifa í hjarta þeirra um ókomna tíð. Nú síðast þegar við Hilmar fórum til Reykjavíkur kíktum við einmitt til þín og áttum við mjög góða stund saman sem mun lifa í hjarta okkar um ókomna tíð. Elsku afi og langafi, þú munt alltaf lifa í hjarta okkar. Fræ í frosti sefur, fönnin ei grandar því. Drottins vald á vori vekur það upp á ný. Elska hans gefur öllu líf og skjól. Guðs míns kærleiks kraftur, kom þú og ver mín sól. (Sigurbjörn Einarsson.) Þín, Sigga, Hilmar, Sigþór og Eva Björg Elsku afi. Það er ekki auðvelt að koma orðum að því hvað hrærist í huga manns þegar maður kveður afa sinn, það streyma fram ótal góðar minningar sem ég geymi og lifa með mér, eins og t.d. þorrablótið þegar þú fékkst mig til að smakka hákarl í fyrsta sinn og ég virkilega reyndi, hélt fyrir nefið en gat bara alls ekki kyngt honum. Ég gleymi aldrei brosinu sem ég fékk fyrir að gera allavega tilraun. Ég átti ógleymanlega stund með þér þegar við fórum þrjú, ég, þú og mamma, á kaffihús í Hveragerði í haust, fórum svo heim til mömmu og pabba, sett- umst á pallinn, sólin skein og þú sagðir mér frá því þegar þú varst lítill strákur, sagðir mér frá Jensínu ömmu, snjóflóðunum sem lentu á Búð í Hnífsdal og hvernig líf þitt var á þeim tíma. Þessi dagur lifir í hjarta mínu. Allar þær stundir sem við sát- um og spiluðum saman fjölskyldan eru mér ómetanlegar. Hlýja, styrk- ur, sanngirni, virðing, það er það sem einkennir þig í huga mínum. Elsku afi ég trúi því að nú hafir þú fundið hvíldina og að þér líði vel. Þín Ragnheiður. Mig langar með nokkrum orðum að minnast Ninna afa míns sem lést eftir stutt en ströng veikindi þann 12. mars sl. Afi var mestan hluta barnæsku minnar búsettur fyrir vestan þannig að samgangurinn var ekkert sérstak- lega mikill. Í minningunni er afi þó alltaf flottur í tauinu, á bláum Volvo og svo fylgdi honum alltaf smá fiski- lykt. Það eru líka fleiri minningabrot sem skjóta upp kollinum þegar að er gáð. Ég get alltaf hlegið innra með mér þegar ég rifja upp þegar ég var send vestur á Ísafjörð fjórtán ára gömul til að vinna í Norðurtanganum. Fyrsta daginn er ég að koma inn í vinnslusalinn, með hárnet eins og lög gera ráð fyrir í frystihúsum. Mér fannst reyndar alveg ótækt að hylja allt hárið með því enda Reykjavík- urpæja og lét því toppinn koma upp- úr að framan og fléttuna niður úr að aftan. Þar sem ég geng inn salinn mæti ég Ninna afa sem ég var ekki búin að hitta síðan ég kom vestur. Hann stoppaði hjá mér og ég hélt hann ætlaði nú aldeilis að bjóða elsku barnabarnið velkomið til vinnu hjá sér en það var nú öðru nær, hann þrumaði yfir mér ræðu um það að hárnet væru til að passa að hárin færu ekki í fiskinn og ég skyldi gjöra svo vel að láta það ná yfir allt hárið! Svo fór hann bara. Ég stóð eftir alveg þrælmóðguð og velti því fyrir mér daglangt hvernig hefði nú staðið á því að minn eigin afi hefði ekki þekkt mig. Það gæti bara ekki verið að hann hefði sagt svona við mig ef hann hefði vitað hver ég var! Hann þurfti sem betur fer ekkert að skamma mig aftur þetta sumarið, enda passaði ég hárið rosalega vel eftir þetta, allavega þegar hann sá til. En það var alveg á hreinu hjá honum að barnabörnin fengu enga sérmeð- ferð hvað vinnuna varðaði. Ættarmót Gromsara á Reykjanesi sumarið 2005 stendur líka uppúr í Guðmundur Móeses Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.