Morgunblaðið - 19.03.2007, Side 34

Morgunblaðið - 19.03.2007, Side 34
34 MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Krossgáta Lárétt | 1 útgjöld, 8 þrautir, 9 vesæll, 10 óvild, 11 harma, 13 blóðsugan, 15 kjökra, 18 urga fram og aftur, 21 gagn, 22 gam- ansemi, 23 ávinn- ingur, 24 leika á. Lóðrétt | 2 mjólkuraf- urð, 3 nauti, 4 óhreinkaði, 5 mergð, 6 guðs, 7 fall, 12 megna, 14 mánuður, 15 næð- ing,16 dögg, 17 ilmur, 18 vinna, 19 fjáður, 20 forar. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 fegin, 4 kelda, 7 lemur, 8 múgur, 9 núa, 11 ræna, 13 barr, 14 fossa, 15 hagl, 17 krók, 20 ann, 22 káfar, 23 aftur, 24 rýrar, 25 tærar. Lóðrétt: 1 fælir, 2 gaman, 3 norn, 4 káma, 5 lygna, 6 akrar, 10 únsan, 12 afl, 13 bak,15 hák- ur, 16 gæfur, 18 ritar, 19 kórar, 20 arar, 21 naut. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Þú hefur komist yfir ósýnilega hindrun – þú ert við það að uppgötva þinn sanna innri mann. Allt í lagi, þú gætir verið að hugsa „Ég vissi ekki að ég þekkti ekki minn innri mann“, en þú verður að viðurkenna að þið hafið ekki hist mikið að undanförnu. (20. apríl - 20. maí)  Þótt að flestu fólki líki bara vel við þig ertu ekki endilega alltaf að flíka öllum þínum kostum. Þessa dagana ertu hins vegar í skapi til að skína og leyfa fólki að kynnast mörgum af þínum dásamlegu hliðum. (21. maí - 20. júní)  Stundum er skipt á vörðum. Allir vissu að þetta var í uppsiglingu. Þú ert tilbúinn til að endurskoða hernaðaráætlun framtíð- arinnar. Settu þér ný markmið í sambandi við vinnuna (21. júní - 22. júlí)  Þú rekur þig óvart í gamalt hegð- unarmunstur. Þú þarft ekki að klæðast því einsog óþægilegri peysu. Að skipta um hvernig þú skynjar hlutina, er alveg jafn auðvelt og að skipta um föt. (23. júlí - 22. ágúst)  Það vantar ekki peninga á heimilið þitt, þótt það vanti kannski hugmyndir. Þess vegna er svo mikil þörf á þér. Skapandi orka þín er næg til að hita upp heila borg. Svo láttu hana flæða! (23. ágúst - 22. sept.)  Þú tekur mikilvæga ákvörðun í sambandi við samband. Þú hefur þær tilfinningar sem þú hefur – og þarft hvorki að útskýra þær né afsaka. Það felst mikið frelsi í því að vera vinur sannleikans. (23. sept. - 22. okt.)  Hefurðu gert þetta áður? Kannski. Og þá hefur þú alla vega reynsluna til að koma þér á leiðarenda. Og þeim leiðarlokum ræður þú. Fortíðin hefur losað tök sín á þér. (23. okt. - 21. nóv.)  Það getur verið mjög gefandi að hætta gömlum ósið. Þú hefur reynt það lengi og skyndilega færðu kraftinn til þess. Klapp- aðu þér svo á bakið og veittu þér verðlaun. (22. nóv. - 21. des.) Þér fer mikið fram á vissu áhugasviði. Svo mikið að þér finnst þú eiga minna sameig- inlegt með gömlum vinum. Þér mun bara líða þannig í stuttan tíma, síðan muntu kunna aftur að meta vinina, þótt þú hafir þroskast. (22. des. - 19. janúar) Þú hefur verið á þeytingi um allt fyrir alla aðra nema sjálfan þig. Að búa um rúmið áður en þú ferð út skiptir litlu máli, hugs- aðu stærri þegar kemur að sjálfum þér. (20. jan. - 18. febr.) Ef þú ert að verja dótið þið frá utanaðkom- andi öflum, muntu líklega missa það. Hættu því að hafa áhyggjur. Þú ert að fara inn í nýtt tímabil allsnægta. (19. feb. - 20. mars) Góðir hlutir geta gerst á meðan þú ert að gera sömu gömlu hlutina, einsog að þvo þvott. Kannski þú finnir þúsund kall í gallabuxunum og gangir í burtu léttari í lundu. stjörnuspá Holiday Mathis 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. d4 exd4 6. O-O Be7 7. He1 O-O 8. e5 Re8 9. Rxd4 Rxd4 10. Dxd4 d5 11. c3 c5 12. Dd3 g6 13. Bh6 Rg7 14. Rd2 b5 15. Bd1 Bf5 16. De2 He8 17. a4 Bd7 18. Bb3 c4 19. Bc2 b4 20. cxb4 Bxb4 21. Hed1 c3 22. Rf3 cxb2 23. Hab1 Bg4 24. Hxb2 Bc3 25. Hb7 Bxe5 26. Dd3 Bf5 27. Dd2 Dc8 28. Dxd5 De6 29. Dxe6 Hxe6 30. Bb3 Be4 Staðan kom upp í 1. deild Íslands- móts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Rimaskóla. Pálmi Pétursson (2085) sem tefldi fyrir b-sveit Skák- félags Akureyrar hafði hvítt gegn TR- ingnum Birni Þorsteinssyni (2182). 31. Hxf7! Kxf7 32. Rxe5+ Kf6 33. Bxg7+ Kxg7 34. Bxe6 He8 35. He1 Bc2 36. Bc4 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Jan í stuði. Norður ♠1092 ♥KD8732 ♦43 ♣K6 Vestur Austur ♠D8653 ♠74 ♥Á ♥G109654 ♦KD ♦765 ♣ÁD987 ♣G4 Suður ♠ÁKG ♥-- ♦ÁG10982 ♣10532 Suður spilar 3♦ Jan Jansma fer á kostum á vorleik- unum í St. Louis – Jan var hetja þátt- arins í gær og nú er hann aftur mættur með enn meiri töfrabrögð. Vestur hafði sagt spaða og kom þar út. Jan spilaði laufi að blindum, sem vestur tók með ás og spilaði aftur spaða. Áætlun Jansma var að trompa lauf í borði, en þegar hann tók næst á laufkóng og sá gosann koma frá austri runnu á hann tvær grímur. Hann spilaði litlu hjarta úr borði og stakk með ÁTTU – ásinn féll og skipting vesturs laukst upp. Jan spilaði nú tígulás og gosa. Vestur kom enn með spaða, sem austur vildi rétti- lega ekki trompa, en var strax sendur inn á tromp með hinum vel geymda tíg- ultvisti. Ótrúlegt spil. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by PappocomÞrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Sudoku 1 Stefnt er að starfrækslu nýs alþjóðlegs háskóla hérlendis.Hvar? 2 Hinu sögufræga húsi Aðalstræti 10 hefur verið komið í upp-runalegt horf. Hvert verður hlutverk hússins? 3 Óvenjuleg læknaþjónusta var í boði í Kópavogi í vikunni. Hvervar hún? 4 Framtíð Heilsuverndarstöðvarinnar var ákveðin í vikunni.Hvert verður hlutverk hennar? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Íslenskur kylfingur er að gera það gott á golfmóti í Kína. Hvað heitir hann? Svar: Birgir Leifur Hafþórsson. 2. Nýtt stórglæsilegt fiskiskip kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum. Hvað heitir það? Svar: Vestmannaey VE 444. 3. Íslenskur listamaður á í viðræðum vegna fjögurra leikstjórnarverk- efna erlendis. Hvað heitir hann? Svar: Baltasar Kormákur. 4. Þekktur hryðjuverkamaður hefur játað að hafa skipulagt hryðjuverkin miklu í Banda- ríkjunum. Hvað heitir hann? Svar: Khalid Sheikh Mohammed. Spurter… ritsjorn@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti dagbók|dægradvöl SUNNA Björnsdóttir, nemandi í 9. bekk Grenivíkurskóla, fékk fyrstu verðlaun fyrir ritgerð sína „Heimabyggðin, hvað og hvern- ig?“ í fyrri hluta verkefnisins Unglingar, lýðræði og heima- byggðin, sem Landsbyggðarvinir í Reykjavík og nágrenni standa fyr- ir. Hugmyndin með verkefninu er að örva áhuga ungs fólks á heima- byggð sinni, líta hana jákvæðari augum og efla tilfinningu þess fyrir því að það getur haft eitt- hvað til málanna að leggja og leyst vandamál saman á lýðræð- islegan hátt. Verkefnið er hugsað sem langtímaverkefni og því er ætlað að stuðla að upplýstara samfélagi á Íslandi og að sátt milli bæja og byggða. Í vetur hafa um 200 nemendur í efstu bekkjum átta grunnskóla, á Hellu, í Snæfellsbæ, Drangsnesi, Vesturbyggð, Grenivík, Öxarfirði, Egilsstöðum, Eiðum og í Snæ- landsskóla í Kópavogi tekið þátt í verkefninu. Við mat á úrlausnum er lögð aðaláhersla á góða hugmynd, skýra útfærslu og hvort hug- myndin stuðli að betri byggð. Lögð er áhersla á að allir ungling- ar geti tekið þátt í verkefninu. Afhending bókaverðlauna frá Eddu útgáfu fyrir bestu lausnir í ritgerðarvinnu verkefnisins fór fram í Norræna húsinu fyrir skömmu. Sem fyrr segir fékk Sunna Björnsdóttir fyrstu verð- laun. Aðalbjörn Jóhannsson í 9. bekk Öxarfjarðarskóla fékk önnur verðlaun fyrir ritgerðina „Sveitin mín“ og Jón Ágúst Stefánsson í 8. bekk Snælandsskóla, þriðju verð- laun fyrir ritgerðina „Heima- byggðin mín“. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, al- heimsfegurðardrottning, er vernd- ari verkefnisins og afhenti hún verðlaunin ásamt Steingrími Th. Þorleifssyni í fjarveru landbún- aðarráðherra, Guðna Ágústssonar. Auk Eddu útgáfu hafa félags- málaráðuneytið, landbúnaðarráðu- neytið, útgerðarfyrirtækið Brim hf., Flugfélag Íslands og Spari- sjóðirnir styrkt verkefnið. Sunna Björnsdóttir fékk fyrstu verðlaun Verðlaun Sunna, nemandi í 9. bekk Grenivíkurskóla, með Unni Birnu Vilhjálmsdóttur, alheimsfegurðardrottningu og verndara verkefnisins. HÁSKÓLINN í Reykjavík hefur ráðið tvo nýja deildarforseta til skól- ans, og munu þeir stýra annars veg- ar tölvunarfræðideild og hins vegar tækni- og verkfræðideild. Þeir eru dr. Ari Kristinn Jónsson, doktor frá Stanford og stjórnandi hjá banda- rísku geimferðastofnuninni (NASA) og dr. Gunnar Guðni Tómasson, doktor frá MIT og aðstoðarfram- kvæmdastjóri VST. Dr. Ari Kristinn Jónsson verður deildarforseti tölvunarfræðideildar. Ari er með doktorsgráðu í tölvunar- fræðum frá Stanford-háskóla. Hann hefur undanfarin 10 ár starfað hjá bandarísku geimferðastofnuninni (NASA) í Kaliforníu, þar sem hann hefur sinnt rannsóknum og þróun- arvinnu og stýrt fjölmennum rann- sóknahópum. Dr. Gunnar Guðni Tómasson tek- ur við starfi deildarforseta tækni- og verkfræðideildar. Gunnar Guðni er með doktorsgráðu í byggingarverk- fræði frá Massachusetts Institute of Technology (MIT). Nýir deild- arforsetar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.