Morgunblaðið - 19.03.2007, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 19.03.2007, Qupperneq 35
Ég er ekki að leggjast í sólbað, það er ekki tilgangurinn með þessu … 41 » reykjavíkreykjavík Hvernig fyndist ykkur Dolce&Gabbanaog Armani þrælunum að búa við göt-una Merkjateig? Miðbæjarflugan gerði sér ferð í óbyggðirnar, þ.e. úthverfi Reykjavíkur, hvar sómakæra suburbia-slektið og nýríkir búa, og skemmti sér dátt yfir götu- heitunum sem eru svo dásamlega á skjön við söguhlaðin stræti miðbæjarins. Merking- arþrungið fyrir dulrænt þenkjandi að búa í Álfkonuhvarfi og kannski bætist gatan Mannshvarf við áður en langt um líður. Sé fyr- ir mér að þverskurður íbúanna í Tröllakór séu fráskildir, grófir karlmenn og veðja á að einhleypar viðkvæmar piparjúnkur sem sauma út um helgar eigi lögheimili í Perlukór. En litla snobb-piparjúnku-flugan ykkar sótti menningarlífið í hjarta borgarinnar grimmt um helgina og mætti þegar ofvirki gjörninga- listamaðurinn Ragnar Kjartansson opnaði fyrstu einkasýningu sína í gallerí i8 við Klapparstíg. Bar hún yfirskriftina ,,Sam- viskubit“ og gat að líta bæði málverk og myndbandsverk sem var unnið í samvinnu við Þórhall Sigurðsson (Ladda). Meðal gesta voru leikkonan Sigrún Edda Björnsdóttir, myndlistarmaðurinn Erla Þórarinsdóttir og móðir listamannsins; leikkonan Guðrún Ás- mundsdóttir sem er nýkomin frá London. Á hlaupum eftir Hafnarstræti kom Fluga svo auga á rokkstjörnuna Magna Ásgeirsson sem stikaði eftir Hafnarstræti í ,,Dead“ hettu- peysu með svarta hettuna dregna niður fyrir augu, örugglega að reyna að falla inn í hóp hinna óþekktu. Það var líflegt á Þjóðminjasafninu um helgina þegar Katrín Elvarsdóttir opnaði ljósmyndasýninguna ,,Sporlaust“ og franska listakonan Dominique Darbois ljósmynda- og skúlptúrsýninguna ,,Hví ekki Afríka?“ Franski sendiherrann, Nicole Michelangeli, opnaði sýninguna og áhugasamir gestir voru Bragi Þór Jósepsson ljósmyndari, ástsæli barnabókahöfundurinn Jenna Jensdóttir, Hrönn Marínósdóttir filmfestivalfrauka og Björn brunamálastjóri Karlsson. Á Lauga- vegi 12 b opnaði nýtt gallerí, STARTART þar sem sjö ólíkir listamenn sameina krafta sína. Stappfullt var þar á laugardaginn þrátt fyrir beljandi snjóstorm og sást til Unnar Jök- ulsdóttur rithöfundar, Koggu listamanns á Vesturgötunni, Björns Brynjúlfs Björns- sonar kvikmyndagerðarmanns og frúar hans Hrefnu Haraldsdóttur menningarmeyjar. Fluga telur sig sjóaða í nútímalegri list og umburðarlynda með eindæmum. En henni fannst hreinlega ruddalegt að sjá þrjá lopa- vettlinga í ramma upp á vegg með verðmerk- ingunni 500.000. Til frekari fróðleiks: Þeir voru ekki prjónaðir úr gulli ... | flugan@mbl.is Hannes Smárason og Unnur Sigurðardóttir. Hilmar Jónsson og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann. Páll Guðmundsson og Thor Vilhjálmsson. Þórunn Hilmarsdóttir og Álfrún Laufeyjardóttir. Þorfinnur Guðnason og Ómar Ragnarsson. Margrét Sjöfn Torp, Andri Snær Magnason, Birkir Björnsson og Linda Björk Ingimarsdóttir. Jón Atli Jónasson og Ragnar Kjartansson. Guðrún Ragnhildur Eiríksdóttir og Ása Ólafsdóttir.Þuríður Sigurðardóttir og Friðrik Friðriksson. Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir og Ragnhildur Stefánsdóttir. . . . með svarta hettuna dregna niður fyrir augu, örugglega að reyna að falla inn í hóp hinna óþekktu . . . »Drauma-landið, byggt á samnefndri bók Andra Snæs Magnasonar, var frumsýnt í Hafn- arfjarðarleikhús- inu. Morgunblaðið/Eggert Unnur Jökulsdóttir, Alda Unnardóttir og Árni Einarsson Kogga og Magdalena Margrét Kjartansdóttir. Flugan Suburbia-slektið við Merkjateig » Startart, listasalur og verslun,var opnaður við Laugaveg. Lena Björnsdóttir og Gaga Skorrdal. Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.