Morgunblaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 94. TBL. 95. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is JÁ, ÉG ER TIL! HUGSUÐU SIG EKKI UM TVISVAR ÞEGAR ÞEIM BAUÐST HEIMSREISA MEÐ BJÖRK >> 60 HVAR ER PARADÍS SÆLKERANNA? Í EATALY SKRAUTFJÖÐUR >> 30 FRÉTTASKÝRING Agnes Bragadóttir í Havana agnes@mbl.is VIÐRÆÐUR hafa staðið yfir undanfarna daga á milli Kaupþings banka og ákveðinna hluthafa í Glitni um kaup bankans á allt að 25% hlut í Glitni. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru taldar allar lík- ur á því að frá kaupunum verði gengið fyrir opnun kauphallarinnar nk. þriðjudag. Ekki er ljóst hvort Kaupþing hyggst kaupa þennan hlut fyrir bankann eða er að hafa milligöngu um kaupin fyrir aðra kaupendur. Þeir eigendur sem nú vilja selja, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, eru Karl Wernersson og bræðurnir Einar og Benedikt Sveins- synir. Jafnframt er talið hugsanlegt að Bjarni Ár- mannsson, forstjóri Glitnis, muni selja sinn hlut. Heim- ildum Morgunblaðsins ber þó ekki saman um það hvort Bjarni hyggst selja. Ekki fengust nákvæmar upplýsingar um hvert kaup- verðið verður en þó er vitað að heildarvirði Glitnis hefur í viðræðum aðila verið sagt vera í kringum fimm millj- arðar evra, eða nærri 445 milljarðar króna á núvirði. Hlutur upp á 25% er því jafnvirði um 111 milljarða króna. Þetta mun samkvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins leiða til mikillar uppstokkunar í stjórn Glitnis, þar sem Einar Sveinsson er formaður stjórnar og Karl Wernersson varaformaður. Því er talið að efnt verði til hluthafafundar að viðskiptunum loknum og í kjölfarið skipuð ný stjórn sem muni skipta með sér verkum. Eins og fram hefur komið í fréttaskýringum í Morg- unblaðinu hafa átök verið milli helstu eigenda Glitnis og sömuleiðis þreifingar um mögulegan samruna Kaupþings banka og Glitnis. Kaupþing að kaupa í Glitni Einar Sveinsson Karl Wernersson Bjarni Ármannsson Sigurður Einarsson Hreiðar Már Sigurðsson Andvirði 25% hlutar um 111 milljarðar króna Eftir Andra Karl andri@mbl.is GÓÐ viðbrögð og mikið snarræði starfsmanna Landspítala – háskóla- sjúkrahúss urðu tæplega fimm- tugum karlmanni til lífs eftir sér- lega hættulega hnífstunguárás á þriðjudagskvöld. Maðurinn, sem var stunginn í hjartastað, fékk hjartastopp á bráðamóttöku LSH og þurfti að framkvæma aðgerð á staðnum. Maðurinn var heimtur úr helju, liggur nú á gjörgæslu og er líðan eftir atvikum. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum mætti Ágúst Hilmarsson, vakthafandi deild- arlæknir, á vettvang og mat áverka mannsins þannig að kalla þyrfti eftir hjartaskurðlækni og hann yrði að vera reiðubúinn þeg- ar sjúkrabifreiðin kæmi að spít- alanum. Er ljóst að viðbrögð deild- arlæknisins voru til fyrirmyndar enda kom það í ljós að ekki mátti tæpara standa þegar þangað var komið. Önnur hnífstungan fór í gegnum hægri helming hjartans og blæddi gríðarlega. Maðurinn var ekki fyrr kominn inn á bráðamóttöku en hjartað stöðvaðist. Hjartaskurð- læknirinn Tómas Guðbjartsson þurfti því að opna brjóstholið í bráðamóttökunni og hefja hjarta- hnoð með því að taka beint utan um hjartað. Eftir að hjartað fór í gang þurfti hann að kljúfa bringubeinið og notaði m.a. fingur til að stöðva blæðinguna. Í kjölfar var gerð á manninum aðgerð á skurðstofu sem gekk vel. Að sögn Ófeigs Þorgeirssonar, yfirlæknis á slysa- og bráðasviði LSH, heppnaðist hvert skref vel og kórrétt viðbrögð urðu manninum til lífs. | 14 Var heimtur úr helju ÞAÐ var heppið með veður, unga fólkið frá Englandi, sem hér er statt í námsferð og var á ferð í Öræfum í vikunni. Krakkarnir gengu hraustlega og nutu útsýnisins við Freysnes. Ekki spillti fyrir að það var logn, sól og 18 stiga hiti meðan á göngunni stóð. Morgunblaðið/RAX Útivist í Öræfum Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR- INN eykur fylgi sitt um tæp fjögur prósentustig í nýrri skoð- anakönnun Capacent Gallups frá könnuninni fyrir viku og mælist með 40,6% fylgi. Vinstri grænir tapa fylgi eins og í síð- ustu könnun, en mælast eftir sem áður næststærsti flokkur- inn. Fylgi annarra flokka er nánast óbreytt frá síðustu könn- un. Íslandshreyfingin tapar fylgi og nær nú ekki manni sam- kvæmt niðurstöðum könnunar- innar. fylgi sem er svipað og í tveimur síðustu könnunum og Frjáls- lyndi flokkurinn er með 5,4% sem er svipað og síðast. Íslands- hreyfingin mælist núna með 4,5% fylgi og minnkar fylgið úr 5,2% frá því fyrir viku. Það þýð- ir að flokkurinn næði ekki þing- manni yrðu úrslitin þessi. Ríkisstjórnin heldur velli Gallup reiknar einnig út þing- mannafjölda miðað við niður- stöðu þessarar könnunar og einnig þeirrar síðustu. Sam- kvæmt þeim útreikningi heldur ríkisstjórnin velli með 32 þing- menn. | 6 fylgi hennar lítilsháttar frá síð- ustu könnun, en hún hefur verið með tæplega 20% fylgi í þremur síðustu könnunum. Framsókn- arflokkurinn mælist með 8,1% Samkvæmt niðurstöðum könnunarinna, sem gerð var fyr- ir Morgunblaðið og RUV, er Sjálfstæðisflokkurinn með 40,6% atkvæða, en mældist með 36,7% fylgi í síðustu könnun fyr- ir viku. Þetta er svipað fylgi og flokkurinn mældist með í könn- un fyrir fjórum vikum. Vinstri grænir mælast með 21,1% og minnkar fylgi þeirra um tæp þrjú prósentustig frá síðustu könnun. Þeir hafa ekki áður mælst með svo lítið fylgi í þess- um vikulegu könnunum Gallups, en fyrsta könnunin birtist fyrir fimm vikum. Samfylkingin mælist með 19,5% og minnkar Sjálfstæðisflokkur með rúm 40% og VG með 21%                                     Fylgi annarra stjórnmálaflokka er nánast óbreytt frá síðustu könnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.